Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 46

Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sveinn Björns-son fæddist á Víkingavatni í Kelduhverfi hinn 30. júní 1915. Hann lézt að kvöldi dags hinn 16. desember síðast- liðinn. Foreldrar Sveins voru Björn Þórarinsson Víking- ur, bóndi og fræði- maður, f. 11. apríl 1858, d. 6. janúar 1942, og kona hans Guðrún Hallgríms- dóttir, f. 10. janúar 1881, d. 29. nóvem- ber 1959. Systkini Sveins voru: a) Þórarinn, f. 19.12. 1905, d. 28.1. 1968, skólameistari MA, b) Bene- dikt, f. 16.12. 1908, d. 1.4. 1958, bókari hjá ÁTV, c) Jónína Aðal- björg, f. 5.3. 1912, d. 17.1. 1989 ráðskona. Sveinn kvæntist 19. nóvember 1944 Guðrúnu Jakobsdóttur, f. 4. júlí 1914 húsfreyju. Hún er dóttir Jakobs Ó. Lárussonar, prests í Holti undir Eyjafjöllum og skóla- stjóra héraðsskólans á Laugar- vatni, f. 7. júlí 1887, d. 17. sept- ember 1937, og konu hans, Sigríðar Kjartansdóttur, kennara og organista, f. 6. febrúar 1885, d. 31. júlí 1960. Börn Sveins og Guðrúnar eru: 1) Ragna Sigrún, f. 25. maí 1945, lektor; 2) Sólveig Aðalbjörg, f. 2. júní 1948, kennari, gift Ágústi H. Bjarnasyni grasafræðingi; synir þeirra eru Hákon, f. 11. marz 1975, og Björn Víkingur, f. 25. ág. 1980; 3) Benedikt Óskar, f. 3. júní 1951, læknir, kvæntur Gerði Ebbadóttur leik- skólakennara; synir þeirra eru Sveinn Rúnar, f. 25. júlí 1978, og Bergur Ebbi, f. 2. nóvember 1981; d) Jakob Lár- us, f. 14. desember 1954, tónlistarmað- ur, dóttir hans með Guðrúnu H. Jóns- dóttur myndlistar- manni er Guðrún Birna, f. 4. septem- ber 1987. Sveinn tók við búi á ytri partinum á Víkingavatni 1930 og stundaði búskap þar óslitið til 1980, en sama ættin hefur setið jörðina síð- an 1656. Lengst af var fjárbú- skapur á Víkingavatni en einnig kúabúskapur hin síðari ár. Sveinn annaðist póstafgreiðslu frá 1945 þangað til bréfhirðing var lögð niður á áttunda áratugnum. Þá var Sveinn forðagæzlumaður í all- mörg ár, formaður í Fóðurbirgða- félaginu í sveitinni um tuttugu ára skeið og formaður ungmenna- félagsins Leifs heppna. Veturinn 1934/35 dvaldi Sveinn við nám á Laugarvatni. Sveinn starfaði skamma hríð í afurðadeild SÍS eftir að þau hjón brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Hann dvaldi öll sumur fyrir norðan og hélt áfram að nytja jörðina eftir því sem færi gafst til hausts 1999. Útför Sveins Björnssonar fer fram frá Garðskirkju í Keldu- hverfi í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í heimagrafreit á Víkingavatni. Sem lítil stúlka varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fara í sveit til föð- ursystur minnar, Guðrúnar Jakobs- dóttur, og manns hennar, Sveins Björnssonar. Þau bjuggu stórbúi á ættaróðali Sveins að Víkingavatni í Kelduhverfi. Sveinn var borinn og barnfæddur Keldhverfingur og trú- lega hefur ætt hans búið á jörðinni í margar aldir. Sveinn var bóndi „par excellence“ enda kallaði ég hann aldrei annað en Bónda með stórum staf og dætur mínar þekkja ekki annað nafn á honum. Á Víkingavatni var alltaf margt um manninn, allavega á sumrin. Heimilisfólkið samanstóð af hjónun- um og börnum þeirra fjórum, Jón- ínu, systur Bónda, sem bjó hjá bróð- ur sínum og mágkonu, einnig tóku þau hjón börn undir sinn verndar- væng til lengri eða skemmri tíma. Gestir voru líka ófáir, bæði frænd- fólk og vinir sem stoppuðu mislengi. Eins og að líkum lætur var stundum þröngt á þingi en hjartarýmið var nóg og því aldrei minnst á þrengslin. Þegar gesti bar að garði var Bóndi í essinu sínu. Hann settist inn í stofu og hóf að segja frá samtímamönnum og forfeðrum sínum, liðnum atburð- um eða jafnvel yfirnáttúrulegum at- burðum. Hann var einn besti sagna- þulur sem ég hef kynnst og oftast reyndi ég að láta lítið fyrir mér fara inni í stofu svo ég gæti teygað allar þessar frásagnir af vörum hans. Margt merkra manna kom í heim- sókn og gleðst ég yfir að hafa kynnst þar Þórarni skólameistara MA, sem var elsti bróðir Sveins. Hann var mikill frönskumaður og þegar ég, frönskukennarinn, segi að hann hafi kennt mér halda flestir að hann hafi kennt mér frönsku, en nei, það var nú bara olsen olsen sem meistarinn kenndi mér. Var ég víst svo aðgangs- hörð í spilanáminu að það kom fyrir að ég vakti þennan mæta mann til að spila en aldrei sagði hann eitt styggðaryrði. Meðal gestanna voru einnig sérstakir karakterar sem nú fer óðum fækkandi og er ég ríkari eftir að hafa kynnst svo mörgu ólíku fólki. Á Víkingavatni var mikið menn- ingarheimili, ógrynni bóka fyllti hill- urnar og þar komust bókaormar í feitt. Fjölskyldan og samvera kyn- slóðanna var þar í heiðri höfð jafnvel eftir að sjónvarpið hélt innreið sína í sveitina með lagningu rafmagns 1972. Mörgum kvöldstundum í sveit- inni var eytt í spilamennsku, enda var Bónda mesta yndi að spila á spil. Síðar, þegar við hjónin komum í heimsókn til hans eftir að hann flutt- ist til Reykjavíkur, sagði Bóndi stundum við okkur: „Viljið þið ekki spila við mig í svona 2–3 tíma?“ Minna dugði ekki. Og það var svo sannarlega gaman að spila við hann þingeyskan manna, en allt sem þing- eyskt var, var best í hans huga og eftir að hafa dvalið hjá honum í þrettán sumur var mér farið að finn- ast það líka. Bónda þótti gaman að alls kyns keppni og hann fylgdist af miklum áhuga með hinni ólíkustu keppni, hvort heldur var um að ræða spurningakeppni framhaldsskólanna eða hrútasýningar. Hann hafði gam- an af að leggja þrautir fyrir okkur krakkana og þau skipta hundruðum skiptin sem hann bað mig um að þylja upp bæina í sveitinni, en aldrei komst ég í gegnum þá runu klakk- laust. Fannst Bónda mínum ég held- ur treg að geta ekki lagt á minnið jafn merkilegt atriði og bæjarnöfnin í Kelduhverfi. Bóndi var mér ætíð hlýr og um- hyggjusamur. Hann hafði þann vana að gefa okkur krökkunum gælunöfn og ég fékk einkarétt á nafninu „Doddý fína“, þótt hann kallaði mig því æ sjaldnar eftir því sem ég varð eldri og virðulegri. Bóndi var mjög barngóður og hændust flest börn að honum. Seinna, þegar hann var sest- ur í helgan stein og hafði meiri tíma, sá maður vel hvað hann gaf börn- unum mikinn tilverurétt og hafði gaman af að gantast við þau bæði stór og smá, enda syrgja margir litlir vinir afa Bónda núna. Bóndi var ungur er hann tók við búi föður síns. Langt fram eftir öld- inni voru búskaparhættir mun erf- iðari en nú tíðkast og oft var vinnu- dagurinn langur. Ekki var vélunum fyrir að fara í byrjun og slegið var með orfi og ljá jafnt grös á engjum sem sef í vatninu. Þurftu menn þá að standa úti í vatni upp í mitti og slá. En Bóndi var ósérhlífinn og afkoma búsins var honum efst í huga. Hann ætlaðist jafnframt til að aðrir hefðu sömu viðhorf til verkanna og leti var eini lösturinn sem hann átti erfitt með að umbera. Um áttrætt kaus hann heldur að kljúfa staura, þótt sú vinna væri honum erfið, en sitja iðju- laus. Hann var mjög nýtinn og sýndi okkur ungviðinu gott fordæmi er hann tíndi saman alla ullarlagða sem á vegi hans urðu, hversu smáir sem þeir voru. Bóndi var fulltrúi kynslóðar sem er óðum að hverfa. Hann var fulltrúi sveitarinnar, þeirra sem treysta á eigin dugnað en eru þó ekki nískir á að rétta hjálparhönd. Bóndi vissi sem var að maður er manns gaman og kom það honum vel er hann flutti til Reykjavíkur 65 ára gamall. Hann var fljótur að kynnast síðasta bónd- anum í Laugardalnum og heimsótti hann oft. Hann var líka duglegur að spila við eldri borgara og var hann mjög vinsæll í þeirra hópi þótt hann hafi oftast hirt af þeim bestu spila- verðlaunin. En best leið honum þó á heimili þeirra hjóna á Laugateigi 44 en þar höfðu þau komið sér fyrir, aðeins steinsnar frá börnum þeirra. Þau fluttu með sér að norðan þennan ljúfa andblæ sem ríkti á Víkinga- vatni, gestum var ávallt tekið fagn- andi og var unun að koma til þeirra þar sem hver og einn fékk að njóta sín og fékk óskipta athygli, en það er nokkuð sem skortir illilega núorðið í okkar áreitamarga borgarsamfélagi. Genginn er merkur maður sem skilaði drjúgu og farsælu lífsstarfi. Á sinn hátt var hann æðrulaus og trúði að hver dagur myndi bera eitthvað nýtt og gefandi í skauti sér. Hvaða veganesti er betra en það fyrir ungu kynslóðina? Ég þakka Bónda mínum allar þær indælu stundir sem ég fékk að upp- lifa á heimili hans við ysta haf og að hafa fengið innsýn í heim sem var, heim þar sem allir voru metnir að verðleikum. Við hlið slíks manns öðl- ast lífið sérstakan tilgang. Sigríður Anna Guðbrandsdóttir. Sveinn Björnsson bóndi frá Vík- ingavatni lézt á aðventunni eftir misserislöng veikindi. Með honum er genginn mikill búhöldur og sannur drengskaparmaður, sem ólst upp í þingeyskri hugsjónaglóð nýrrar ald- ar. Í huga þeirra, sem þekktu hann bezt, var hann sómi sinnar stéttar en framar öllu traustur eiginmaður, góðsamur faðir og göfuglyndur öllu venzlafólki sínu. Víkingavatn í Kelduhverfi er ein af kostameiri jörðum á Norðaustur- landi. Búskapur þar fyrr á árum var engu að síður mjög mæðusamur, því að fé var hætt fyrir hraungjám, sandfok spillti túnum og engi voru svo votsótt að standa þurfti vatnið í hné og allt upp undir hendur. Mest- allt hey var síðan flutt á pramma og komið á þurrkvöll. Það var því ekki verk neinna hálfdrættinga að erja jörðina. Á hinn bóginn var margt sem létti verk og ekki síður lund; all- ir gripir þrifust ágæta vel á heil- næmu útheyi, fiskur í sjó og vatni, ríkuleg eggjatekja var í hólmum, ber og grös í heiðinni, reki oftast nægur við sjávarsíðuna og mannlíf stóð með blóma. Ekki var óalgengt, að 30 manns væru í heimili á báðum búum á Víkingavatni, sem var um margt einstakt menningarheimili en jafn- framt rótgróið íslenzkt sveitaheimili. Þar hefur sama ættin búið samfellt á fjórðu öld, og um langan tíma var Víkingavatn miðstöð sveitarinnar. Sveinn Björnsson mótaðist af lífi og starfi sveitarinnar, og miklu ást- fóstri tók hann við jörð sína, sem hann sat í hálfa öld. Lífsstarf Sveins var bundið við heimahaga og þar undi hann sér ætíð bezt. Ungur að árum tók Sveinn við búi foreldra sinna; hinn aldni fræðaþulur, faðir hans, var lengi rúmfastur en móðirin stóð að verkum með syni sínum, unz hann kvæntist Guðrúnu Jakobsdótt- ur, prestsdóttur frá Holti undir Eyjafjöllum. Búskapur var líf og yndi Sveins Björnssonar. Hann lagði allan metn- að í að rækja það hlutverk af mynd- arskap, skyldurækni og hirðusemi. Bústofn var jafnan afurðagóður og ágætis forystufé átti hann. Hann byggði upp jörðina og ræktaði tún. Fjölskylda hans tók fullan þátt í bú- störfunum og lengst af voru ungir drengir þar í fóstri. Sveinn var að vísu ekki maður tækninýjunga, og honum var ósýnt um að láta vélar létta sér störfin, enda vanur að taka sjálfur til hendi. Á hinn bóginn stóð hann aldrei í vegi fyrir, að keyptar væru vélar á búið, ef aðrir en hann voru búnir til þess að stjórna þeim. Ótrauðastur allra gekk Sveinn til verka og hlífði sér hvergi, enda sterkbyggður. Í eina skiptið, sem Sveinn hitti hinn kunna íþróttagarp, Sigurð Greipsson, sem þá var orðinn mjög aldurhniginn og hrumur, var það fyrsta, sem Sigurður spurði um, þegar hann heilsaði og sló á öxl Sveini: „Hvað gaztu lyft miklu?“ Það duldist ekki hinum frækna íþrótta- manni, að þarna fór hraustmenni, sem engum vafa var undirorpið, en víst er, að Sveinn sleit sér út við bú- störfin meira en þörf var á. Hef eg fyrir satt, að slitnara bak hafi vart sést á sjúkrahúsum hérlendis. Alla tíð var mjög gestkvæmt á Víkingavatni, enda voru húsakynnin vegleg, og var til þess tekið, að þar var átta hlóða eldhús, eitt hið stærsta á landinu. Sveinn naut þess að taka vel á móti fólki og blanda geði við það. Rifjaði hann upp margar sögur við hvert tækifæri um forna búskapar- hætti og minnisstæða atburði allt aftur til öndverðrar átjándu aldar, sem hann hafði numið af föður sín- um. Minni hans var óvenju gott, tungutak fornt og myndríkt og gam- ansemin var aldrei langt undan. Það var ekki, að bara væri vel á móti gestum tekið, heldur voru reiðskjót- ar hýstir og þeim gefin ilmandi hól- mataða, ryksleginn ruddi var aldrei þar í hlöðu. Vert er líka að geta þess, að Sveinn studdi við bakið á mörgum sveitungum sínum og reyndist þeim hjálparhella, þegar þeir voru að ráð- ast í framkvæmdir til að koma undir sig fótum. Ótalin eru þau skipti, sem hann gat orðið mönnum að liði á út- mánuðum, þegar heyþrot urðu, og aldrei gekk hann eftir því að fá greitt fyrir. Árið 1980 brugðu þau hjón búi og fluttust til Reykjavíkur. Margir ætl- uðu, að Sveinn myndi ekki una hag sínum á mölinni. Hann þurfti að temja sér nýja háttu, meðal annars að ganga með húslykla og peninga, en hvorugu var hann vanur. En það fór á annan veg. Dvöl hans í Reykja- vík á vetrum varð honum ánægju- auki. Hann kynntist mörgu góðu fólki, ekki sízt á Teigunum, þar sem hann tók sér daglega gönguferðir á hvítbotnuðum gúmmískóm, heilsaði upp á granna sína og tók tali. Eign- aðist hann marga vini, bæði unga og aldna. Þá brá hann sér oft í laug- arnar og spilaði með eldri borgurum. Sveinn var slunginn spilamaður og sérstaklega góður lomberspilari. Við spilaborðið kom kappsemin upp í honum, því að hann var í eðli sínu keppnismaður og engir kappleikar fóru fram hjá honum. Sveinn fylgdist vel með landsmálum og hafði mikla ánægju af að fara um sveitir landsins og líta á búskap. Hann hafði afar næmt auga fyrir skepnum og sá í einni hendingu, hvernig að var stað- ið. Mér gafst færi á að fara með hon- um í slíkar ferðir, sem voru sannkall- aðar fræðsluferðir. Því miður urðu þær færri en ætlað var. Um leið og tók að vora ár hvert gerðist Sveinn óþreyjufullur og hugsaði heim að Víkingavatni. Hon- um auðnaðist að dvelja þar öll sumur nema hið síðasta. Á Víkingavatni hafði Sveinn nóg að starfa við að rétta við girðingar og margt fleira en mestur fór tími hans í að kljúfa reka- við. Verður það að teljast einsdæmi, að rúmlega áttræður skuli hann hafa klofið um 1.000 staura á hverju sumri og fór létt með. Að vísu naut hann á stundum fulltingis yngri kyn- slóðar en sjálfur lét hann dynja þyngstu höggin, sem úrslitum réðu, þegar mikill þrái var í spýtunum, eins og hann orðaði það. Sá gamli átti til að rjúka ómildur upp, ef ekki var staðið að verki eins og honum lík- aði eða menn sýndu ónytjungsskap. Að sama skapi rann honum fljótt reiðin og breitt bros færðist yfir and- litið, þegar raftarnir gáfu sig. Að leiðarlokum er margs að minn- ast. Efst í huga er þakklæti fyrir ljúfmennsku og góðvild, sem Sveinn sýndi hverjum manni. Hann kenndi okkur margt, var sönn fyrirmynd bæði í orði og verki. Drjúgu og heillaríku dagsverki er lokið. Nú verður hann lagður til hinztu hvílu í þá mold, sem hann erjaði, og á þann stað, sem engan átti samjöfnuð í huga hans. Ágúst H. Bjarnason. Jæja, þá er hann Sveinn farinn í ferðina miklu. Búinn að frá frelsi frá fjötrum þeim sem líkaminn hafði bundið hann í um tíma. Hann er fluttur í nýja vídd þar sem hann get- ur ferðast um á hraða hugans. Verið þið vakandi, því líklegt er að hann sé núna á ferð og flugi að heimsækja alla sem voru honum kærir, með sitt hlýja skemmtilega glettnisbros sem var hans stóra vörumerki. Jafnvel mynd af honum í bók sem er seld um allan heim og fólk getur séð þetta bros. Ég á von á að hann heimsæki mig núna alla leið hingað til Ástralíu. Þegar við Malcolm og Lára heim- sóttum hann á spítalann í sumar síð- astliðið var glettnin hin sama og spaugið, en hann talaði líka um vídd- arflutningana. Sá ekki mikinn til- gang í að vera heftur á þann hátt sem hann var, því hugur hans stóð til annarra hluta. Hann vissi að það var eitthvað nýtt og annað þegar sálin hverfur úr líkamanum. Hann hefur upplifað eitt og annað í tengslum við aðrar víddir, svo að það erfiðasta fyr- ir hann mundi hafa verið að skilja Guðrúnu eftir og börn og barnabörn. En þau vita líka öll að hann verður oftast ekki langt undan. Það verður nóg fyrir þau að hugsa til að finna glettnina í andrúmsloftinu þegar hann kemur og kinar kolli og sendir þeim hugskeyti um hve frjáls hann sé og hve gaman það geti verið í hans nýju vídd. Ég þakka Víkingavatnsfjölskyld- unni fyrir dásamlega hlýju mér og börnum mínum sýnda öll þessi ár síðan ég var fyrst umföðmuð af henni árið 1977, en afi minn og amma höfðu þekkt Guðrúnu lengi og afi minn, Guðbrandur Magnússon, búið með föður hennar, Jakobi Lárussyni, á Holti undir Eyjafjöllum við upphaf aldarinnar. Fyrir mig var það eins og að eignast aðra fjölskyldu þegar ég fór að heimsækja þau að Víkinga- vatni árið 1977 til ’78 þegar ég var að vinna á þessum slóðum. Blessuð sé minning Sveins Björnssonar, það er stór kafli úr sögu Víkingavatnsbúskapar horfinn núna við brottför hans, en þannig er lífið og það hreyfist og breytist. Sveinn var vel meðvitaður um þá hringrás lífsins. Matthildur Björnsdóttir, Adelaide, Ástralíu. Allt sem maður tekur sér fyrir hendur á maður að gera vel, það er dyggð. Svo mörg voru þau orð en dæmin sem sanna þau eru mýmörg. Það borgar sig að vinna af alúð og að vera heiðarlegur í viðskiptum. Það eitt skapar raunverulegan auð. Við, ungt fólk, sem tökum að okkur hin ýmsu verkefni og störf í dag gerum okkur kannski ekki alltaf grein fyrir þessari staðreynd. Við gerum okkur ekki grein fyrir því á hverju samfélagið okkar byggðist upp og hver undirstaða vel- megunarinnar er. En svarið er alltaf eins, undirstaðan er vinna heiðar- legra manna. Þegar Sveinn Björnsson bóndi var ungur vissi hann áreiðanlega ekki hvers lags tímamót hann ætti eftir að lifa, hann gat örugglega ekki ímynd- að sér þær samfélags- og hugarfars- umbætur sem áttu eftir að eiga sér stað í landinu. En samt var hann einn af þeim mönnum sem komu þessum breytingum á. Hann vann heiðarlega alla sína ævi og sá fyrir sér og sínum og hann setti sig ekki upp á móti því að börn- in hans menntuðu sig og tæku þátt í hinni öru þróun samfélagsins. Hann var þakkláti bóndinn sem ófá skáld hafa gert að ævistarfi sínu að túlka. Vissulega er það merkilegt starf að fá að eiga svo stóra hlutdeild í hring- rás náttúrunnar sjálfrar. Að fá að sjá sannan afrakstur vinnu sinnar, að vera í aðstöðu þar sem hver er sjálf- SVEINN BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.