Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 47
um sér bestur, eða verstur. Við
þannig aðstæður dugar oft ekkert
annað en harka og óbilgirni.
En ég sjálfur fékk að kynnast
Sveini Björnssyni sem skapmiklum,
en þó barngóðum sögumanni. Í
Sveini vó til jafns, mikil lífsreynsla
og fyrirmyndar hugmyndaflug, sem
bjó til þær mest spennandi sögur ég
hef heyrt nokkurn mann segja af
sjálfum sér. Hann hafði gaman af að
segja okkur barnabörnunum sögur,
af því að hann vissi að við ólumst
ekki upp í sama umhverfi og hann
sjálfur. En þó að umhverfið sé breytt
gilda alltaf sömu lögmál í öllu mann-
legu samfélagi; heiðarleg vinna er
dyggð. Þessu er auðvelt að gleyma í
hröðu og athygliskrefjandi amstri
nútímans, en saga af Sveini Björns-
syni sögð af Sveini Björnssyni var
góð leið til að ná áttum.
Sögur sagðar af Sveini verða því
miður ekki fleiri, en sögurnar af hon-
um munu lifa áfram í öllum þeim sem
voru svo heppnir að fá að kynnast
honum.
Sveinn Björnsson leysti öll verk
vel af hendi á langri ævi og kom heið-
arlega fram við alla samferðamenn
sína. Það er dyggð sem gerir hann að
mikilmenni í mínum augum, einu því
mesta sem sáð hefur í jörð þessa
hrjóstruga en jafnframt ástsæla
lands.
Vænt er að kunna vel að búa, vel
að fara með herrans gjöf, hans verk-
um sér í hag að snúa, honum þakka
fyrir utan töf, en sér og öðrum gera
gott, gleðjast og forsmá heimsins
spott.
Úr Búnaðarbálki Eggerts Ólafs-
sonar Ég veit að Guð er þakklátur
fyrir það hversu vel þú fórst með allt
sem hann gaf þér, og hann veit einn
að heiðarleiki þinn lifir í afkomend-
um þínum og öllum öðrum mönnum
sem að fengu að kynnast þér.
Og fyrir það er ég einnig þakk-
látur, afi minn. Vertu blessaður.
Bergur Ebbi.
Við kölluðum hann alltaf Bónda.
Enda var hann bóndi af heilum hug
alla ævi og var trúr því starfi í hjarta
sínu þótt löngu væri hann fluttur frá
bænum sínum á hólnum og kominn í
fjölmennið í Reykjavík. Hann fylgd-
ist með öllu sem gerðist í sveitinni,
hringdi oft til að fá fréttir og gladdist
yfir framförum og velgengni.
Eftir að Sveinn og Guðrún, kona
hans, fluttu burt var Sveinn eins og
farfuglarnir, kom á vorin og dvaldi í
hreiðrinu sínu til hausts. Hann undi
illa aðgerðarlaus og sinnti ýmsum
störfum þótt fæturnir væru honum
óþekkir og hlýddu ekki þrám bónd-
ans til athafna. Hann klauf girðing-
arstaura og hreinsaði æðardún á
milli þess sem hann tók á móti gest-
um. Því þau hjón voru höfðingjar
heim að sækja og alla tíð var afar
gestkvæmt hjá þeim. Góður gestur
var besta meðalið þegar verkirnir í
fótunum höfðu lagt hann í rúmið.
Sveinn var sístarfandi meðan hon-
um entist heilsa til. Ætlaðist til að
aðrir væru jafn iðnir. Bóndi sem
aldrei átti frí og gerði heldur ekki
kröfur til þess. Eftir að um hægðist
sást Bóndi gjarnan á nokkrum upp-
áhaldsstöðum þar sem hann sat,
fylgdist með öllu og horfði yfir lend-
ur sínar: á rekaviðardrumbi fyrir ut-
an fjárhúsin, við gluggann í stofunni
með spilastokkinn í hendi og á
stórum steini í blómagarði konu
sinnar. Þar hallaði hann sér fram og
studdi sig við stafinn sinn, brosti
glaður með stríðnisglampa í augum
ef einhver kom lallandi frá hinum
bænum. Alltaf til í að spjalla og gant-
ast.
Það er auðvelt að ímynda sér
kvöldstemningu við Víkingavatn um
sumarsólstöður: Bóndi á steininum,
logn, rykmýsskýin tifa til og frá, há-
vella lætur í sér heyra norður í vatni,
víkin iðar af fuglalífi, það stefnir í
ógleymanlegt sólsetur. Þetta var líf-
ið fyrir Bónda.
Einlægar þakkir fyrir samfylgd-
ina.
Ásrún, Hafþór og Stella.
Sveinn, en við þekktum hann bet-
ur undir nafninu Bóndi, var okkur
mjög kær. Við munum vel þegar við
vorum minni og komum alltaf til
hans þegar hann var að kljúfa reka-
við úti í bragga og færðum honum
kaffi. Hann varð alltaf svo ánægður
og þá vorum við það líka. Eitt sinn
þegar hann átti afmæli og var einn
heima, komum við á undan öllum
hinum og bjuggum til kaffi, tókum
fram fínasta postulínsstellið í skápn-
um, röðuðum kökum og kexi á borðið
og höfðum allt tilbúið þegar gestirnir
komu.
Næstum því alltaf þegar við kom-
um til hans, spiluðum við og alltaf sat
hann í sama sætinu og talaði um
karlana sem hann svindlaði á í spil-
um í gamla daga og hlógum við alltaf
að honum. Hann bauð okkur líka
alltaf í nefið þegar hann var að fá sér
og kom það fyrir að við fengum okk-
ur með honum.
Elsku Bóndi okkar, við munum
aldrei gleyma þér.
Helena og Saadia Auður.
Sveinn Björnsson, bóndi á Vík-
ingavatni í Kelduhverfi, er látinn.
Þegar vinur deyr myndast tómarúm
sem fyllist smátt og smátt af kærum
minningum. Sveinn var tilfinninga-
ríkur, félagslyndur og mikill gleði-
gjafi. Hann var hreykinn af jörð
sinni og ætt.
Á Víkingavatni var alltaf opið hús.
Þar var mannmargt og gestkvæmt.
Sveinn og kona hans, Guðrún, ólu
ekki einungis upp sín eigin börn
heldur átti stór hópur skyldra og
óskyldra barna og unglinga athvarf á
Víkingavatni sumur og vetur. Má
þar nefna Eggert, Eirík og Bjarna
Þór, sem ólust að miklu leyti upp
undir handarjaðri þessara heiðurs-
hjóna.
Ég minnist Sveins við bústörfin
heima á Víkingavatni og á manna-
mótum. Ávallt var hann glaður og
reifur. Oft var mikill trjáreki á Vík-
ingavatni. Sveinn hirti reka sinn vel.
Hann kunni manna best að sjá út
spýtu og var listamaður með sleggju
og fleiga. Gaman hafði Sveinn af að
rifja upp minningar frá æskuárum.
Þá voru stundaðar íþróttir og ýmsar
aflraunir sem sjást ekki lengur, eins
og að fara í krók, krumlu eða að
draga kefli. Þetta voru uppáhalds-
íþróttir Sveins. Hann var vel að
manni; samanrekinn og grimmsterk-
ur. Einu sinni sem oftar var Sveinn
fulltrúi UMF Leifs heppna í Keldu-
hverfi á sambandsfundi UNÞ sem
haldinn var austur í Holti eða á
Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Þar
voru vaskir menn sem glímdu og
reyndu með sér í ýmsum íþróttum.
„Ég dró þá alla á kefli nema einn,
sem var alveg grjót, ekki eðlilegur.
Ég hreyfði hann ekki,“ sagði Sveinn.
Hann var snjall spilamaður og spil-
aði jónu, manna, marías, tíkort, vist
og félagsvist en mesta unun hafði
hann af því að spila lomber. Þeir
voru góðir saman við spilaborðið
sveitungarnir og vinirnir; Þórarinn í
Laufási, Óli í Eyvindarholti, Kristján
í Hlíðargerði, Björn í Lóni, Þórarinn
í Skúlagarði og Sveinn. Glatt var á
hjalla og gjarnan spilað fram á rauða
nótt.
Víkingavatnshjón, Sveinn og Guð-
rún, voru kærir vinir foreldra minna,
Björns og Þorbjargar í Austurgörð-
um, og áttu þau margar góðar stund-
ir saman.
Um leið og ég kveð góðan vin
sendi ég ástvinum hans innilegar
samúðarkveðjur.
Þórarinn Björnsson
frá Austurgörðum.
!"
# $ $ %
&$ ' '
( $ $ $ %
) $ *'*++
, + - .* *
! "
!
#$
%
&
'$
(
"
)*$
!
" !
!" " #$ %
&'
(! !" )#
)#&# ! %
*$% %
+*( ," % - . #/" !"
0 01 % 0 0 01 2
! ""
# !
$% & ! "
' '% ! ' ' '% (
!! "#! $%!$$
!! & & !$$
''( ''( )
!
"
#
$ % &
!!
"# $# "# %
& "!!
"# ' "%
( ) &# !!
* & $ !! +
! "#$$%#
# # $$%# &#' ! "' ##$(
&!)%& * $( "#
&$$%#
&#' ! * $( # + $$%#
#( ,-& ( *. / �$$%#
# # ( -$! #%#$$%#
#& %$## $%#
& , "' ##$( "# ,-# !$$%#
%& ) # )-#+