Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 51

Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 51 SKÁK.IS og Skáksamband Ís- lands stóðu sameiginlega að vali skákmanns ársins 2000. Í ljósi þess, að skákmenn hafa verið fljót- ir að tileinka sér þá möguleika sem Netið býður upp á og að sífellt fleiri Íslendingar tefla á Netinu var ákveðið að velja skákmann árs- ins á langvinsælasta íslenska skákvefnum, skák.is. Valið var þó ekki látið algjörlega í hendur skák- áhugamanna, heldur tilnefndi Skáksamband Íslands sjö skák- menn sem velja mátti um. Stór- meistarinn Hannes Hlífar Stefáns- son vann öruggan sigur og á vissulega skilið að hljóta titilinn skákmaður ársins 2000. Tveir ung- ir og efnilegir skákmenn, Bragi Þorfinnsson og Jón Viktor Gunn- arsson lentu í öðru og þriðja sæti. Alls greiddu 122 skákáhugamenn atkvæði í kosningunni. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 58 atkv. 2. Bragi Þorfinnsson 25 atkv. 3. Jón Viktor Gunnarsson 12 atkv. 4. Stefán Kristjánsson 11 atkv. 5. Helgi Ólafsson 6 atkv. 6. Margeir Pétursson 5 atkv. 7. Þröstur Þórhallsson 3 atkv. Meðal afreka Hannesar árið 2000 má nefna glæsilegan sigur hans á Reykjavíkurskákmótinu, sem var afar sterkt og margir þeirra skákmanna sem tóku þátt í því hafa verið mikið í sviðsljósinu síðan þá. Hann sigraði einnig á svæðismóti Norðurlanda sem hald- ið var í Reykjavík sl. haust og vann þar með rétt til að keppa á heims- meistaramótinu og þar var hann reyndar eini fulltrúi Íslands. Hannes sigraði einnig á alþjóðlegu skákmóti í Portúgal. Þá leiddi hann sveit Íslands á Ólympíu- mótinu í skák. Hannes tefldi á fyrsta borði fyrir Íslandsmeistara Hellis á Íslandsmóti skákfélaga sl. vor og í haust leiddi hann sveit Hellis sem varð Norðulandameist- ari á fyrsta Norðurlandamóti tafl- félaga. Stefán Kristjánsson efnileg- asti skákmaður ársins Samhliða vali á skákmanni árs- ins fór fram ekki síður athyglis- verð kosning um efnilegasta skák- mann ársins. Skáksambandið tilnefndi fimm skákmenn sem hægt var að velja um á skák.is. Þar vann Stefán Kristjánsson öruggan sigur. Sigurður Páll Steindórsson varð annar og Guð- mundur Kjartansson þriðji. Alls greiddu 107 atkvæði. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Stefán Kristjánsson 47 atkv. 2. Sigurður Páll Steindórsson 30 atkv. 3. Guðmundur Kjartansson 16 atkv. 4. Dagur Arngrímsson 8 atkv. 5. Halldór Brynjar Halldórson 6 atkv. Allir þessir ungu skákmenn eru undir smásjánni hjá íslenskum skákáhugamönnum sem sjá í þeim stórstjörnur framtíðarinnar. Stef- án Kristjánsson var eini íslenski skákmaðurinn sem náði alþjóðleg- um áfanga árið 2000. Þeim áfanga náði hann á Íslandsmótinu þar sem hann hafnaði í þriðja sæti. Stefán náði einnig mjög góðum árangri á opna tékkneska meistaramótinu, sem er að verða eitt vinsælast er- lenda skákmótið meðal íslenskra skákmanna. Þessi árangur Stefáns varð til þess að hann var í fyrsta sinn valinn í Ólympíusveit Íslands. Stefán Kristjánsson er jafnframt Íslandsmeistari í netskák. Leko minnkar muninn Heimsmeistarinn Vladimir Kramnik og fjórði stigahæsti skák- maður heims, Peter Leko, eigast þessa dagana við í atksákeinvígi í Búdapest í Ungverjalandi. Einvíg- ið samanstendur af 12 skákum þar sem hvor keppandi fær 25 mínútna umhugsunartíma. Eftir fyrstu sex skákirnar leiðir Kramnik með 3½ vinningi gegn 2½ vinningi Lekos. Hægt er að fylgast með skákunum í beinni útsendingu á heimasíðu einvígisins www.chessgate.de, en þær teflast á milli kl. 16 og 18 að íslenskum tíma. Í fimmtu skákinni hóf Kramnik skákina með gömlum uppáhalds- leik sínu, 1. Rf3, í stað þess að gefa Leko kost á að tefla Grünfeld- vörn, sem þó reyndist Kramnik vel í fyrstu skákinni. Upp kom enskur leikur og Leko beitti „broddgalt- aruppstillingu“ þar sem hvítur þarf stöðugt að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegu gegnumbroti svarts á drottningarvæng eða mið- borði. Þetta er ekki óskynsamleg ákvörðun í atskák þar sem hver mínúta skiptir máli. Enda þótt Kramnik slyppi ágætlega yfir í miðtaflið kom að því, að honum yf- irsást lúmsk gildra Lekos og var kominn með verra tafl í þrítugasta leik. Leko fylgdi ávinningnum fast eftir og knúði Kramnik til upp- gjafar eftir 44 leiki. Leko hafði hvítt í sjöttu skákinni og hafði greinilega fengið nóg af því að berja höfðinu við Berlínar- vegginn og kaus þess í stað Vín- arleik. Kramnik átti ekki í erfið- leikum með að jafna taflið og þegar leið á skákina voru ýmsir farnir að gera að því skóna, að Kramnik mundi vinna skákina. Leko missti peð eftir 18. leik sinn, en tókst að vinna það til baka og skákin leystist upp í jafntefli eftir 40 leiki. Ekki verður teflt í dag, en á morgun verða sjöunda og áttunda skák einvígisins tefldar. Skákþing Reykjavíkur 2001 Skákþing Reykjavíkur hefst á morgun, hinn 7. janúar, og lýkur þann 31. janúar. Tefldar verða 11 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 1½ klst. á 30 leiki og svo 45 mínútur til að ljúka skákinni. Umferðir verða á miðviku- og föstudögum kl. 19:30 og á sunnudögum kl. 14. Umferð- um á virkum dögum lýkur kl. 24, en sunnudagsumferðunum lýkur kl. 18:30. Skákþingið er opið öllum og verður það reiknað til alþjóð- legra skákstiga. Mikill áhugi virð- ist vera á mótinu og eru skákmenn jafnt ungir sem aldnir, lengra komnir sem byrjendur, hvattir til að taka þátt í þessu vinsæla móti þar sem keppt er um sæmdarheit- ið skákmeistari Reykjavíkur. Tek- ið er við skráningum í mótið í síma TR 568 1690, á faxi 588 4113 eða með tölvupósti: rz@itn.is. Atkvöld á mánudag Taflfélagið Hellir stendur fyrir einu af sínum vinsælu atkvöldum á mánudagskvöld. Tefldar verða sex umferðir, þrjár hraðskákir og þrjár atskákir. Mótið hefst klukk- an 20 og er öllum opið. Þátttöku- gjald er 300 krr. fyrir félagsmenn (200 kr. fyrir 15 ára og yngri) og 500 kr. fyrir aðra (300 kr. fyrir 15 ára og yngri). Atkvöld Hellis eru haldin einu sinni í mánuði. Á síðasta atkvöldi sigraði Stefán Kristjánsson, sem hlaut 5½ vinning í 6 skákum. Mót á næstunni 7.1. SA. 15 mín. mót (45 og e.) 7.1. TR. Skákþing Reykjavíkur 8.1. Hellir. Atkvöld 20.1. TR. SÞR, unglingaflokkur Hannes Hlífar skákmaður ársins 2000 Daði Örn Jónsson SKÁK S k á k . i s SKÁKMAÐUR ÁRSINS OG EFNILEGASTI SKÁKMAÐUR ÁRSINS Desember 2000 Stefán Kristjánsson Hannes Hlífar Stefánsson KENNSLA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Austurvegur 56, Seyðisfirði, þingl. eig. Helga Kristjánsdóttir, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður Austurlands, miðvikudaginn 10. janúar 2001 kl. 11.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 5. janúar 2001. Nám í svæðameðferðar- skóla Þórgunnu Viðkennt af Svæðameðferðafélagi Íslands. Fornám byrjar helgina til 13.—14. janúar nk. Upplýsingar og innritun milli kl. 10 og 12 í símum 552 1850 og 896 9653, símsvari á öðrum tímum 562 4745. TILKYNNINGAR    Hin rómaða janúarútsala hjá Gvendi dúllara hefst í dag. Mikið magn góðra bóka á 200 kr. stk. Aðrar bækur með 50% afslætti. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Gvendur dúllari — bestur í bókum. Gleðistíg, Kolaportinu. Borgarstjórinn í Reykjavík Hirðing jólatrjáa Starfsmenn gatnamálastjóra í Reykjavík munu annast hirðingu jólatrjáa dagana 8. — 12. janúar. Þeir borgarbúar, sem vilja nýta sér þessa þjónustu, eru vinsamlegast beðnir að setja jólatrén út fyrir lóðamörk og verða þau þá fjarlægð. Eftir 12. janúar eru íbúar beðnir um að snúa sér til gámastöðva Sorpu. Þá eru íbúar sem fyrr hvattir til að hirða upp leifar af skoteldum og blysum í nágrenni sínu. Höldum borginni okkar hreinni! Með nýárskveðju. Borgarstjórinn í Reykjavík. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Landsst. 6001010615 I Rh. kl. 15.00 Munið blysförina í dag kl. 17 frá Perlunni. Ekkert gjald, blys seld á 300 kr. Gengið um Öskjuhlíð að þrett- ándabrennu Vals. Stardalshnjúkar — Tröllafoss í Mosfellssveit á morgun, sunnud. 7. jan. kl. 11:00 frá BSÍ og Mörkinni 6. Fararstjóri Eiríkur Þormóðsson, þátttökugj. 1000 kr. Búast má við hálku. Um 3ja klst. ganga. Myndasýning 10. jan. Guðmundur Páll Ólafsson kynnir náttúru Íslands í máli og myndum. Ferðaáætlunin 2001 er komin út. www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. S. á skrifstofu 568 2533. Sunnudagur 7. janúar kl. 10. Nýársferð í Krýsuvíkurkirkju og Herdísarvík. Áð í Krýsvíkur- kirkju og í Herdísarvík. Fræðst um búsetu á þessum slóðum, m.a. síðustu æviár Einars Ben. og skoðað Einarshús. Rölt um ströndina, fjörubál. 25 ár frá fyrstu kirkjuferð Útivistar. Séra Pétur Þorsteinsson verður með í för. Verð 1.700 kr. f. félaga og 1.900 kr. f. aðra. Frítt f. börn. Miðar seldir í farmiðasölu. Brott- för frá BSÍ. Stansað v. kirkjarð- inn í Hafnarfirði. Tunglskinsganga (fullt tungl) - blysför á fullu tungli 9. janú- ar. Nýju ferðaári fagnað á slóðum álfa og trölla í Heið- mörk. Mæting kl. 20.00 við áningarstaðinn hjá Hraun- túnstjörn (ekið um Rauð- hóla). Byrjið betra líf með Útivist á nýju ári! R A Ð A U G L Ý S I N G A R Stangaveiðimenn athugið Flugukastskennslan hefst sunnudaginn 7. jan. í TBR húsinu, Gnoðarvogi 1, kl. 20.00. Kennt verður 7., 14., 21. og 28. jan. og 4. feb. Við leggjum til stangir. Mætið tímanlega. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki greiðslukort). Takið með ykkur inniskó. KKR, SVFR og SVFH. GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins og Skógrækt ríkisins verða með tvö námskeið á næstunni sem nefnast; Að lesa í skóginn og tálga tré. Fyrra námskeiðið er ætlað byrjendum og verður haldið í húsakynnum Garð- yrkjuskólans helgina 12.–14. janúar. Námskeiðið er alls 20 klukkustundir, hefst kl. 16 á föstudegi og lýkur kl. 15 á sunnudegi. Leiðbeinendur verða Guðmundur Magnússon, smíða- kennari á Flúðum, og Ólafur Odds- son, starfsmaður Skógræktar ríkis- ins. Unnið verður með ferskan við beint úr skógi, kenndar gamlar handverksaðferðir þar sem exi og hnífar eru notaðir, lesið í eiginleika viðarins og fjölbreytt notagildi, geymslu og þurrkun. Síðara námskeiðið er framhalds- námskeið fyrir þá sem hafa sótt byrjendanámskeiðið. Það verður haldið helgina 19.–21. janúar í Steinahlíð á Flúðum. Um sömu tíma- setningu og leiðbeinendur er að ræða og á námskeiðinu í Garðyrkju- skólanum. Á námskeiðinu verða rifj- aðar upp vinnuaðferðir en lögð meg- in áhersla á ný verkefni s.s. húsgagnagerð úr fersku efni beint úr skóginum, samansetningar án líms eða nagla, krókstafagerð, skeftingu handverkfæra og fleiri nýtingar- möguleika á grönnu grisjunarefni. Skráning á námskeiðin fer fram á skrifstofu Garðyrkjuskólans alla virka daga á skrifstofutíma eða í gegnum netfangið; mhh@ismennt- .is. Garðyrkjuskólinn Tvö námskeið í boði í byrjun ársins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.