Morgunblaðið - 06.01.2001, Side 56
56 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR Karl Jónsson sendi
mér opið bréf í Morgunblaðinu á að-
fangadag. Í bréfinu fjallar hann um
Jarðgangaáætlun
og beinir spurn-
ingum til mín.
Auk þess setur
hann fram full-
yrðingar um nei-
kvæða afstöðu
Norðlendinga til
jarðganga sem
komu mér nokkuð
á óvart. Guð-
mundur Karl full-
yrðir að „stór
hluti Norðlendinga hafi snúist gegn
jarðgöngum milli Siglufjarðar og
Ólafsfjarðar“. Hann segir að íbúar
við Eyjafjörð, í Skagafirði, á Sauð-
árkróki, Akureyri og Dalvík hafi snú-
ist gegn jarðgöngum. Þetta eru at-
hyglisverð tíðindi að norðan og koma
mér á óvart. Leyfi ég mér að efast
um að mat greinarhöfundar sé rétt
miðað við þá áherslu sem lögð hefur
verið á jarðgöng og tengingu Eyja-
fjarðar og Skagafjarðar af hálfu
stjórnenda þessara héraða, ekki síst
Eyfirðinga, sem gera sér vel ljóst
hversu miklu skiptir að bæta sam-
göngur milli Skagafjarðar og Eyja-
fjarðarsvæðisins. Greinarhöfundur
vill vita hvort Austfirðingar eigi að
„sitja á hakanum“ með jarðgöng
meðan undirritaður er samgöngu-
ráðherra. Vegna þeirrar spurningar
vil ég lýsa stöðu mála. Samkvæmt
Jarðgangaáætlun munu Austfirðing-
ar síður en svo sitja á hakanum og
Vegaáætlun gerir ráð fyrir umfangs-
miklum framkvæmdum á Austur-
landi við vegagerð.
Í samræmi við lög stendur yfir
vinna við mat á umhverfisáhrifum
vegna fyrirhugaðra jarðganga. Ann-
arsvegar milli Siglufjarðar og Ólafs-
fjarðar um Héðinsfjörð og hinsvegar
milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs-
fjarðar. Á grundvelli Jarðgangaáætl-
unar er unnið að umfangsmiklum
rannsóknum á jarðfræði svæðisins
og öðrum undirbúningi vegna hönn-
unar og gerðar útboðsgagna. Gert er
ráð fyrir því að bjóða út í einu lagi
framkvæmdir við þessi göng. Er talið
að með því fáist verulega meiri hag-
kvæmni hjá verktökum sem geta
gert áætlanir til margra ára. Að mati
sérfræðinga mun sú aðferð leiða til
minni kostnaðar. Ég hef lýst því yfir
margoft og gerði það m.a. í um-
ræðum á Alþingi að ákvörðun um
röðun framkvæmda verður tekin
þegar allar forsendur eru skýrar við
undirbúning og þegar metin hafa
verið tilboð í gerð jarðganga og allir
þættir skoðaðir. Þegar um svo um-
fangsmiklar framkvæmdir sem jarð-
göngin eru verður ekki hjá því kom-
ist að taka tillit til ástands á
vinnumarkaði í landinu og í þeim
landshlutum sem göngin fyrirhuguðu
eru. Guðmundur Karl Jónsson þarf
því ekki að örvænta fyrir hönd Aust-
firðinga og ætti að kynna sér betur
vilja Norðlendinga áður en hann full-
yrðir frekar um andstöðu þeirra við
ný Siglufjarðargöng. Þau munu án
nokkurs vafa hafa mikil og heilla-
vænleg áhrif á byggðina við Eyja-
fjörð og raunar einnig í Skagafirði.
Að lokum vil ég minna á að ekki er
gert upp á milli jarðganga á Austur-
landi og Siglufjarðarganga í Jarð-
gangaáætluninni sem var samþykkt
á Alþingi með atkvæðum allra þing-
manna sem viðstaddir voru eftir
miklar umræður. Samkvæmt sam-
þykkt Alþingis er gert ráð fyrir því
að samgönguráðherra taki ákvörðun
um framkvæmdaröð þegar þar að
kemur.
STURLA BÖÐVARSSON
samgönguráðherra.
Opnu bréfi svarað
Frá Sturlu Böðvarssyni:
Sturla
Böðvarsson
ÞAÐ má undrum sæta sú svívirða
sem viðhafðist í „lóðaútdrætti“ bæj-
arráðs Mosfellsbæjar. Lengi hafa
klíkuskapur og geðþóttaákvarðanir
þótt loða við meirihluta bæjarstjórn-
ar Mosfellsbæjar, en svei mér þá,
aldrei held ég að jafn mikið siðleysi
hafi átt sér stað eins og nú. Einhvern
veginn hélt ég að í siðmenntuðum
samfélögum væru lög og reglur í
heiðri hafðar en sú stjórn eða óstjórn,
eins og kannski frekar á við í þessu
tilfelli, minnir einna helst á banana-
lýðveldi í svörtustu Afríku. Meirihluti
bæjarráðs heldur kannski að almenn-
ingur sé svo skyni skroppinn að hann
sjái ekki í gegnum óheiðarleg vinnu-
brögð. Eitt er nú að velja þá sem eiga
upp á pallborðið hjá meirihlutanum
með úthlutun lóða, þar sem þeir sem
mýkst strjúka fá mest, annað er svo
sú siðblinda að breyta reglum og for-
sendum eftir að umsækjendur hafa
skilað inn umsóknum. Allt í einu eru
umsóknir „utanbæjarmanna“ ekki
teknar gildar og fleygt út úr hinum
mikla „lóðaútdráttarpotti“. Það
mætti halda að fólk sem ekki á lög-
heimili í Mosfellsbæ sé annars flokks
og ekki æskilegt að gera því kleift að
flytja þangað. Jafnvel þó, eins og í
mínu tilfelli, að ég sé borinn og barn-
fæddur Mosfellingur og á mínar ætt-
ir að rekja þangað eru það bersýni-
lega svik af minni hálfu að hafa flutt
úr sveitinni. Ég leyfi mér að draga í
efa sú ótrúlega heppni ýmissa aðila
sem dregnir voru úr „lukkupottin-
um“ hafi verið alveg með eðlilegum
hætti. Nágrannar halda áfram að
vera nágrannar vegna einlægrar ósk-
ar um það, það náttúrulega hefur
ekkert að segja að annar þeirra situr í
nefnd á vegum bæjarstjórnar og
styður þar að auki meirihluta bæj-
arstjórnar. Eins er það líka algjör
„heppni“ þegar makar þeirra sem
sitja í meirihluta bæjarstjórnar eru
dregnir úr pottinum góða. Ef einhver
vottur af sómatilfinningu er til staðar
hjá meirihluta bæjarstjórnar þá ættu
þeir að afturkalla úthlutunina og
draga að nýju en nú án þess að fara í
manngreinarálit.
UNNUR ÞORMÓÐSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur
frá Blómsturvöllum í Mosfellsbæ.
Lóðahappdrætti
í Mosfellsbæ?
Frá Unni Þormóðsdóttur:
!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.