Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 60

Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJARKI Pjetursson, 10 ára gamall knattspyrnukappi og KR-ingur í húð og hár, var á dögunum boðið í heimsókn til eftirlætis liðs síns í Englandi, Liverpool. Það var góð- vinur hans, Haukur Ingi Guðnason, sem leikur með Liverpool og strák- arnir í meistaraflokk KR sem buðu Bjarka í þessa kærkomnu ferð. Hjá Liverpool fékk Bjarki að mæta á æfingu og fylgjast með því hvernig atvinnumennirnir æfa og koma sér í það form sem gerir þá svo hæfa. Að sjálfsögðu æfði Bjarki með og segir æfingarnar hafa verið góðar og gagnlegar. Hann segir þær þó hafa verið býsna léttar sem stafi af því að það er svo stutt á milli leikja í Englandi og sumir leikmannanna hafi verið meiddir. Hápunktur heimsókn- arinnar fyrir Bjarka var þó að hitta allar hetjurnar sínar úr bolt- anum, m.a. þá Michael Owen, Pat- rik Berger, Christian Ziege og Titi Camara. Sjálfur æfir Hjalti fótbolta með KR af fullum krafti. Hann segist fyrst hafa farið að láta til sín taka með KR-ingum þegar hann var fjögurra ára þegar hann var gerð- ur að aðstoðarmanni á varamanna- bekk liðsins, fyrst hjá bróður sín- um, Árna Inga, sem leikur með meistaraflokki KR, og síðan hjá bróður sínum, Hansi Ragnari, sem leikur með 3. flokki KR. Síðastliðin tvö ár hefur Hjalti svo verið sérleg hjálparhella á varamannabekk meistaraflokks, fyrst hjá Atla Eð- valdssyni landsliðsþjálfara og þá- verandi þjálfara KR, en síðan hjá Pétri Péturssyni nú síðasta sumar. Það vekur athygli að bæði árin hafa KR-ingar orðið Íslandsmeist- arar og því vaknar sú spurning ósjálfrátt hversu stóran þátt Hjalti á í velgengni liðsins undanfarið. Ungur KR-ingur í heimsókn hjá Liverpool Hér heldur Tékkinn hárfagri, Patrik Berger, utan um nýjan vin sinn, hann Hjalta. Bjarki hafði gaman af því að hitta eina skærustu stjörnu Liverpool, markvarðahrellinn Michael Owen. Bjarki hitti fleiri hetjur frá Liv- erpool en fótboltahetjur. Hér stillir hann sér upp við hlið styttu af einum dáðasta syni borgarinn- ar, Bítlinum John Lennon. Hitti hetjurnar sínar FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær hélt á dögunum árlega ljóða- og smásagnakeppni á meðal unglinga þeirra skóla sem eru í nágrenni við Tónabæ. Tilgangur keppninnar er að auka áhuga fyrir skrifum og virðist hann hafa náðst því þátt- taka var með miklum ágætum. Dómnefndina skipuðu rithöfund- arnir ungu Guðrún Eva Mínervu- dóttir og Andri Snær Magnason og fór verðlaunaafhending fram á jólaballi Tónabæjar sem haldið var 20. desember síðastliðinn. Aðalverðlaun smásagnakeppn- innar hlaut Sigríður Soffía Níels- dóttir, nemandi Háteigsskóla, fyrir söguna Útburðurinn. Í ljóðakeppn- inni sigraði Hafsteinn Tómas Sverrisson, nemandi Austurbæjar- skóla, fyrir ljóð sín „Ástin“ og „Það var fyrir langa löngu“. Í öðru sæti, að mati dómnefndar, lenti Birta Benónýsdóttir, nemandi Austurbæjarskóla, fyrir ljóðið „Ljós“ og í því þriðja Haukur Pálsson úr Háteigsskóla fyrir ljóð- ið „Helvítis fuglinn“. Árleg ljóða- og smásagnakeppni Tónabæjar Hafsteinn Tómas Sverrisson, Birta Benónýsdóttir, Haukur Pálsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir. Unglingar áhugasamir um skáldskap Fjölskyldugildi (Relative Values) G a m a n m y n d Leikstjóri: Eric Styles. Handrit: Paul Ratigan, Michael Walker. Að- alhlutverk: Julie Andrews, William Baldwin, Jeanne Tripplehorn, Stephen Fry. (85 mín) Bretland, 1999. Bergvík. Öllum leyfð. FJÖLSKYLDUGILDI er létt kómedía byggð á leikriti eftir breska leikskáldið Noel Coward. Þetta er skemmti- legt verk sem fjallar einkum um árekstur stétta og menninga, en það eru einkum gildi bresks aðalsfólks um miðja öldina sem tekin eru til athugunar. Árekstrarnir hefj- ast þegar hinn ungi og ólofaði jarl af Marshwood trúlofar sig banda- rískri kvikmyndastjörnu, og heldur með hana heim á ættaróðalið til að kynna hana fjölskyldu sinni. Fólk- inu heima þykir daman hins vegar heldur óhefluð og gerir móðirin allt sem í hennar valdi stendur til að fá örlögin til að grípa inn í. Það er margt til í leikritinu sem slíku, ekki síst hárfínni kaldhæðninni að baki öllu saman, sem ef til vill er dempuð fullmikið hér. Víða er at- burðarásin stirðbusaleg, og leik- stjórnin veik á svellinu. Það sést ekki síst af því hversu misvel ann- ars ágætir leikarar fá að njóta sín, og ber þar helst að nefna þau Julie Andrews, sem leikur móðurina ráðagóðu, og Stephen Fry sem leikur hinn sígilda bryta. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Ekki nógu fín www.mbl.is   Í HLAÐVARPANUM Missa Solemnis helgieinleikur á síðasta degi jóla 9. sýn. lau. 6. jan kl 17:30 síðasta sýning „Jórunn Sigurðardóttir flutti einleikinn frá- bærlega..einstök helgistund í Kaffileikhúsinu“ (SAB Mbl). Stormur og Ormur 22. sýn. sun. 14. jan. kl 15:00 23. sýn. sun. 21. jan. kl 15:00 „Halla Margrét fer á kostum“. (GUN Dagur) „Óskammfeilni ormurinn...húmorinn hitti beint í mark...“ SH/Mbl Eva bersögull sjálfsvarnareinleikur 5. sýn. þri. 9. jan kl 21:00 6. sýn. fös. 12. jan kl 21:00 7. sýn. fim. 18. jan kl 21:00 8. sýn. lau. 20. jan kl 21:00 „...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allri sinni tragi-kómik...ég skora á [konur]að fjölmenna og taka karlana með...“ (SAB Mbl.) Háaloft geðveikur svartur gamaneinleikur 18. sýn laugardag 13. jan kl 21:00 19. sýn þriðjudag 16. jan kl 21:00 20. sýn laugardag 20. jan kl 21:00 „Áleitið efni, vel skrifaður texti, góður leikur og vönduð umgjörð.“ (SAB Mbl) „... undirtónninn sár og tregafullur.“ (HF DV)                                              !"  # $% &  '(  #')*+ ) # ,,,#  # Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Í KVÖLD: Lau 6. jan kl. 19 Lau 3. feb kl. 19 Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrím Helgason Í KVÖLD: Lau 6. jan kl. 19 Lau 13. jan kl. 19 Stóra svið MÓGLÍ e. Rudyard Kipling Sun 7. jan kl. 14 - UPPSELT Sun 14. jan kl. 14 Litla svið ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Fim 11. jan kl. 20 Hátíðarsýning í tilefni af 104 ára afmæli L.R. - UPPSELT Fös 12. jan kl. 20 Frumsýning - UPPSELT Þýðandi: Þorgeir Þorgeirson Leikarar: Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir Lýsing: Elfar Bjarnason Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Leikstjórn: Viðar Eggertsson 552 3000 Á SAMA TÍMA SÍÐAR KL. 20 fim 11/1 UPPSELT lau 13/1, E&F kort gilda örfá sæti sun 14/1 Aukasýning fim 18/1 Aukasýning fös 19/1, G&H kort gilda nokkur sæti lau 27/1 I kort gilda, nokkur sæti laus SJEIKSPÍR EING OG HANN LEGGUR SIG lau 6/1 kl. 19 nokkur sæti laus fös 12/1 kl. 20 lau 20/1 kl. 20 fös 26/1 kl. 20 530 3030 SÝND VEIÐI lau 6/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 12/1 kl. 20 lau 20/1 kl. 20 TRÚÐLEIKUR sun 7/1 kl. 20 örfá sæti laus fim 11/1 kl. 20 örfá sæti laus fös 19/1 kl. 20 Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. midasala@leik.is — www.leik.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sviðið kl. 20.00: -./01/21/134    5.6      ( 7  (   ( 7  (         89:;8           ( 7 (<    ( 7 (<           =-83991/88    7    >!"#$ # #%& 9  > ' ? >()#"*  # "))#  '@ 6A >+,- . - >/ #/-# )-* %  &   ( > 0 #) * %"&+) 1  #% #&/ #.  #!"#&* %2  #3 !&# &3 4 # 5  # "))#6 ( -# "))# 4 #) 7&# 7  0#)4 ' "))#5 #8#-9#: #&&  8#     # )# <    &    Smíðaverkstæðið kl. 20.00: 201B0:/;9        6   (!!                 &    =9C.81/DE.% F"  8   &     ,,,# 5(# 'G 5(# ; ) ##<  #     !'H#IJ ## $I K<'#I(## $I+ #

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.