Morgunblaðið - 10.01.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 10.01.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 8 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s  Teiknimyndasögur  Myndir  Þrautir  Brandarar  Sögur  Pennavinir Scunthorpe vill halda Bjarnólfi /C1 Tveggja marka tap fyrir Frökkum /C2 4 SÍÐUR 4 SÍÐUR  Í VERINU í dag er sagt frá auknum útflutningi SÍF á síðasta ári, minni sölu á fiskmörkuðum og rætt við sjávarútvegsráðherra um aukna smáfiskagengd. SKÝRSLA og frumvarpsdrög starfshóps, sem skipaður var til að meta viðbrögð við dómi Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins, verða lögð fram á ríkisstjórnarfundi í dag. Fundi ríkisstjórnar sem halda átti í gær var frestað um einn sólarhring þar sem ekki hafði unnist tími til að ganga endanlega frá öllum atriðum málsins, skv. upplýsingum sem feng- ust í forsætisráðuneytinu í gær. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar verður svo kynnt á þingflokksfund- um stjórnarflokkanna í kjölfar ríkis- stjórnarfundarins og að því loknu á fréttamannafundi. Stefnt er að því að Alþingi verði kallað saman næstkomandi mánu- dag, 15. janúar, til að afgreiða frum- varpið í málefnum öryrkja en áður hafði verið gert ráð fyrir að Alþingi kæmi saman eftir jólaleyfi, 23. janú- ar. Viðbrögð við dómi Hæstaréttar Frumvarp kynnt í rík- isstjórn og á þingflokks- fundum HÚSNÆÐI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Aðal- stræti 6 og 8 hefur verið aug- lýst til sölu, en eignin er um 1.500 fermetrar. Að sögn Jóns Guðmundssonar hjá Fast- eignamarkaðnum er ásett verð 160 milljónir króna en meðalverð á hvern skrifstofu- fermetra er 110 til 135 þús- und krónur. Hann sagði að þegar væri komið tilboð í hús- næðið. Gunnar Svavarsson, for- stjóri SH, sagði að fyrirtækið væri með skrifstofur í húsinu og að samfara fækkun starfs- fólks á staðnum væri nú verið að leita að öðru húsnæði, sem hentaði betur. Hann sagði að eins og staðan væri í dag væri starfsfólkið óþarflega dreift um húsið og því væri verið að leita að húsnæði á einni hæð með opnu rými. Að sögn Gunnars hefur SH í áföngum verið að minnka við sig húsnæðisrými í Aðalstræt- inu, en nú stendur til að selja allt það rými sem fyrirtækið á í húsunum. Það húsnæði sem nú er til sölu samanstendur af tveimur skrifstofuhæðum á 4. og 5. hæð í Aðalstræti 6 og hæð og risi í Aðalstræti 8, en innangengt er á milli hús- anna. Eigninni fylgja sex stæði í bílageymslu og hlut- deild í sameiginlegu mötu- neyti og geymslum. SH selur húsnæði sitt í Aðalstræti SAMNINGAFUNDUR í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna var hald- inn hjá ríkissáttasemjara sl. föstu- dag og samkvæmt samtölum við deiluaðila virðist lítið sem ekkert hafa miðað. Næsti samningafundur hefur verið boðaður 19. janúar næst- komandi. Útgerðarmenn krefjast breytinga á hlutaskiptakerfinu eða að það verði lagt niður. Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal Sjómannasambands Íslands, Vélstjórafélags Íslands og Far- manna- og fiskimannasambandsins um boðun verkfalls 15. mars nk. Að sögn Hólmgeirs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Sjómannasambands Íslands, gætu niðurstöður atkvæða- greiðslunnar legið fyrir um næstu mánaðamót. Verkfall myndi ná til um 5 þúsund sjómanna, komi til slíkra aðgerða. Hólmgeir sagði við Morgunblaðið að miðað við samtöl sín við sjómenn væri mikill einhugur í mönnum og þeir tilbúnir í verkfall. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, LÍÚ, sagðist ekki trúa öðru en að samningar tækjust á endanum, þótt lítið hafi miðað á síðasta samningafundi. Hann sagði það ekki koma sér á óvart ef verkfall yrði samþykkt, mið- að við upplýsingagjöf sjómannafor- ystunnar til sinna manna, en verkfall myndi ekki skila þeim neinu. „Þetta er alveg steindautt enda er- um við í atkvæðagreiðslu um verkfall til að ýta þessu áfram. Samninga- fundirnir hafa verið stuttir og viljinn enginn hjá útvegsmönnum til að semja við okkur,“ sagði Hólmgeir. Meðal þeirra atriða sem mest er deilt um í viðræðunum er sú krafa útvegsmanna að leggja hlutaskipta- kerfi sjómanna niður eða breyta því. Sjómenn telja sig eiga inni fjölmargar leiðréttingar Hólmgeir sagðist ekki hafa séð út- færslu á þessu hjá útvegsmönnum og efaðist um að þeir vissu sjálfir hvernig ætti að breyta því. Hólmgeir sagði að sjómenn teldu sig eiga rétt á að fá sömu launabreytingar og aðrir, s.s. slysatryggingar á borð við þær sem kaupskipaútgerðin hefði samið um við Sjómannafélag Reykjavíkur og mótframlög útvegsmanna í sér- eignasjóði lífeyrissjóðanna. En öll- um þessum kröfum væri hafnað af hálfu útvegsmanna og Hólmgeir sagði þá að auki ekkert vilja taka á fiskverðsmálum í viðræðunum. „Við teljum okkur eiga inni fjöl- margar leiðréttingar á okkar kröf- um. Stjórnvöld hafa alltaf gripið inn í deiluna og sett lög þannig að menn hafa aldrei komist í að leysa þau vandamál sem þarf að leysa. Því mið- ur sýnist mér ekki vera mikill vilji hjá útvegsmönnum til þess, eins og staðan er í dag. Vonandi fer það að lagast,“ sagði Hólmgeir. Hlutaskiptakerfi sjómanna virkar m.a. þannig að ef útgerð ákveður að fækka um einn í áhöfn skips jafnast kaup þess sjómanns yfir á aðra sem eftir verða í áhöfninni. Friðrik J. Arngrímsson sagði við Morgunblað- ið, spurður um þetta kerfi, að launa- kostnaður útgerðarinnar hækkaði þrátt fyrir að fækkað væri um einn í áhöfn. Tími væri kominn til að breyta þessu og hann sagði útgerð- ina tilbúna í ítarlega vinnu í þeim til- gangi. Hann sagði það koma t.d. til greina að helmingi af hlut þeirra sjó- manna sem fækkað væri um í áhöfn yrði deilt á aðra sem eftir verða um borð. „Með kvótakerfinu hefur margt breyst. Það er orðið fyrirséðara hvað hvert skip er að veiða og hvert afla- verðmætið getur orðið. Frá okkar hendi er það ekkert sáluhjálparatriði að leggja niður hlutaskiptakerfið ef hægt er að laga það og gera það eðli- legra. Þá á ég einkum við mönnunina á skipunum. Við leggjum ofur- áherslu á að ná fram einhverjum breytingum í þeim efnum,“ sagði Friðrik og benti á að hlutfall launa- greiðslna íslenskra útgerða væri mun hærra en t.d. í Noregi. Launahlutfallið í rekstarkostnaði hér á landi væri um 40% en í Noregi væri hlutfallið 20–35% í flestum greinum sjávarútvegsins. Friðrik sagði nauðsynlegt að sjómenn hefðu góð laun, og þeir hefðu þau í dag, en hægt væri að ná fram töluverðri hag- ræðingu engu að síður. Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags Íslands, sagði í viðtali við Morgunblaðið að hann hefði það á tilfinningunni að forysta LÍÚ væri að bíða eftir verkfallsboðun sjó- manna og fá síðan stjórnvöld til að setja lög á verkfallið, líkt og tíðkast hefði áður. „Þvergirðingsháttur“ út- vegsmanna væri ekki einleikinn að vilja ekki ljá máls á neinum af kröf- um sjómanna í viðræðunum. Lítið miðaði á síðasta samningafundi sjómanna og útvegsmanna Útgerðin vill breyting- ar á hlutaskiptakerfi ALMYRKVI tungls sást frá Íslandi í gærkvöld frá um klukkan 19.50 til klukkan tæplega 21. Að sögn Þor- steins Sæmundssonar, stjörnufræð- ings við raunvísindastofnun Háskóla Íslands, sjást tunglmyrkvar frá hálfri jörðinni í senn, frá þeim helm- ingi jarðar sem snýr að tungli þegar myrkvinn verður. Fyrirbærið sést að meðaltali á tveggja til þriggja ára fresti frá tilteknum stað á jörðinni. Verður oftast rauðleitt „Tunglið gengur þá inn í skugga jarðarinnar en skuggi jarðarinnar teygist langt út í geiminn og miklu lengra en til tunglsins,“ sagði Þor- steinn. „Oftast fer tunglið fram hjá þessum skugga en stundum gengur það inn í hann og myrkvast eins og núna. Það verður að vísu aldrei al- veg dimmt, eða það er allavega mjög sjaldgæft, vegna þess að and- rúmsloft jarðar beinir ávallt ein- hverju ljósi að tunglinu.“ Þorsteinn sagði að venjulega yrði tunglið rauðleitt eða koparlitað eins og nú og mjög fallegt á að líta en stundum yrði það gráleitara. Í tunglmyrkva sést betur að tunglið er hnöttur en ekki flöt skífa. Horfi menn á tunglið með sjónauka kemur þetta enn betur í ljós. „Það verða einskonar þrívíddaráhrif,“ segir Þorsteinn. Almyrkvi tungls Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tunglið sást mjög vel frá Reykjavík og skartaði rauðum lit fyrir þá sem varð litið til þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.