Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 10.01.2001, Síða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRI Sam- taka atvinnulífsins, Ari Edwald, telur ummæli forystumanna kenn- ara að undanförnu sýna að laun kennara hefðu verið hærri en þeir hefðu sagt þau vera. Af þeim sök- um finnst Ara það ekki skrítið að einhverjir verði undrandi á samn- ingunum, samanber viðbrögð starf- andi forseta Alþýðusambands Ís- lands, ASÍ. Ari á sæti í svonefndri endur- skoðunarnefnd ASÍ og Samtaka at- vinnulífsins sem hefur komið reglulega saman til funda frá gerð síðustu almennra kjarasamninga. Um næstu mánaðamót getur nefndin tekið ákvörðun um upp- sögn eða endurskoðun launaliðar samninga í ljósi þróunar efnahags- mála og samninga á vinnumarkaði. Aðspurður um áhrif nýgerðra kjarasamninga kennara á aðra samninga, sagðist Ari telja öruggt að nefndin muni ræða þá við fyrsta tækifæri, eða þegar búið væri að kynna samninginn opinberlega. „Samningsaðilar hafa lýst því yf- ir að samningskostnaður á almenn- um vinnumarkaði hafi verið lagður til grundvallar við samningsgerð- ina. Ég reikna með að við getum treyst því að það sé rétt. Við mun- um hins vegar við fyrsta tækifæri fara yfir þetta nánar með okkar samningsaðilum, í samræmi við ákvæði í okkar kjarasamningum við Alþýðusambandið,“ sagði Ari. Aðspurður hvort framkomnar upplýsingar um innihald kennara- samninganna bentu til þess að þar hefði verið samið um meira en á al- mennum vinnumarkaði að undan- förnu sagði Ari enga möguleika vera til þess út frá ummælum kennara og ríkisins opinberlega. „Ég hjó eftir því fyrir jól, þegar Verzlunarskólinn setti fram sitt til- boð um 103% hækkun grunnlauna kennara við skólann á samnings- tímanum, að formaður Félags framhaldsskólakennara svaraði því til að fara þyrfti vel yfir það hvort í tilboðinu fælist nokkur hækkun, þar sem um svo miklar tilfærslur væri að ræða í tilboði skólans. Þetta var í fyrsta sinn sem ég heyrði formann kennara viður- kenna það opinberlega að svona mikið væri í pokanum. Ég hef nú talið það liggja fyrir að kennara- launin samanstæðu af fleiri liðum en grunnlaunum. Það blasir við að mikið svigrúm hefur verið til til- færslna í þessum heildarlaunum. Hvernig það stendur svo af sér gagnvart okkar samningskostnaði, þegar upp er staðið, er ekki nokk- ur leið að leggja mat á núna. Miðað við hvernig kennarar hafa talað um sín laun finnst mér ekkert skrítið að einhverjir verði undrandi á því að sjá að þegar upp er staðið þá eru þau nú hærri en forystumenn kennara hafa viljað vera af láta,“ sagði Ari ennfremur. Verðbólguþróun dregur úr líkum á uppsögn samninga Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðingur ASÍ, á sæti í endurskoð- unarnefndinni ásamt Ara Skúla- syni framkvæmdastjóra ASÍ. Þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær sagðist hún ekki hafa séð kennarasamningana og vildi af þeim sökum ekki leggja mat á hvort þeir gætu haft áhrif á upp- sagnarákvæði samninga á almenn- um vinnumarkaði. Það yrði fyrsta mál á dagskrá næsta fundar með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Hún sagði kennarasamningana vera flókna og þyrftu mikla yf- irlegu til að meta heildaráhrif þeirra. Aðspurð um áhrif annarra atriða í efnahagsmálum á almenna kjara- samninga sagði Rannveig að með tilliti til verðbólguþróunar að und- anförnu og stöðunnar í dag væri ólíklegt að samningunum yrði sagt upp um næstu mánaðamót. En eft- ir væru tvær mælingar á verðbólg- unni og staðan yrði einfaldlega metin síðar í mánuðinum, þegar búið væri að yfirfara aðra samn- inga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um nýgerða kjarasamninga kennara Launin hærri en forystumenn kennara hafa sagt þau vera ÁTTA hross sem hafa að öllum lík- indum fælst við flugeldaspreng- ingar Borgnesinga á gamlárskvöld fundust á toppi Hafnarfjalls á laugardaginn eftir tæplega viku- dvöl á fjallinu. Eigendur hrossanna, þau Kristinn Hákon- arson og Ásta Margrét Eyfjörð Arnardóttir, ábúendur á Höfn II, klifu fjallið og leiddu hrossin til byggða. Kristinn segist hafa saknað hrossanna á nýársdag en þau höfðu verið í girðingu ásamt 15 öðrum við hlíðar Hafnarfjalls. Leit og fyrirspurnir um hrossin báru ekki árangur og Kristinn segir að þeim hjónum hafi jafnvel dottið það í hug að hestunum hefði verið stolið. Að morgni laugardags hringdi Ásta í lögregluna í Borgarnesi sem sagði að e.t.v. hefðu hrossin leitað upp í Hafnarfjall enda hefði það áður gerst að hross hlypu til fjalla eftir að hafa fælst. Skömmu síðar sáu þau hjónin hrossin á toppi fjallsins. Þau fóru þegar af stað eftir þeim og gengu á fjallið upp af Sel- eyrará. Hrossin voru þrekuð Kristinn segir hrossin hafa ver- ið nokkuð þrekuð enda ekki stingandi strá á fjallstindinum og ekkert drykkjarvatn. Hrossin höfðu leitað skjóls í laut en skammt frá var brött hlíð. „Hefð- um við ekki fundið hrossin hefðu þau öll drepist,“ segir Kristinn, enda of bratt til að hrossin legðu í að fara niður fjallið sjálf. Ásta og Kristinn brugðu múl á eina merina og teymdu hana niður en ráku hin hrossin á eftir. Kristinn segir að lítið hefði mátt bera út af til að illa færi. Á nokkrum stöðum þurfti að fara yfir harðfenni og þar var tals- verð hætta á að hrossin myndu missa fótanna og renna niður. Ferðin gekk þó áfallalaust. Hrossin voru sett í girðingu við bæinn enda viðbúið að Borgnes- ingar skytu upp flugeldum um kvöldið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hrossin voru leidd niður norðurhlíð Hafnarfjalls á þrettándanum eftir tæplega vikudvöl á fjallinu. Fældust og fundust á toppi Hafnar- fjalls FRAMKVÆMDASTJÓRN Starfs- greinasambandsins kom saman til fundar í gær og ræddi meðal annars um nýgerða kjarasamninga kennara við ríkið og sveitarfélögin og mögu- leg áhrif þeirra á aðra samninga á vinnumarkaðnum. Halldór Björns- son, formaður Starfsgreinasam- bandsins og starfandi forseti ASÍ, sagði við Morgunblaðið að fundi loknum að framkvæmdastjórnin hefði einróma komist að þeirri nið- urstöðu að miðað við fyrstu upplýs- ingar af samningum kennara muni þeir reyna á uppsagnarákvæði samninga á almennum vinnumark- aði. Fylgst verður náið með gangi kjaramála „Við fórum yfir málin eins og þau standa. Við höfum ekki svart á hvítu hvernig samningarnir eru metnir en niðurstaða okkar er einfaldlega sú að samningur framhaldsskólakennara við ríkið, miðað við okkar upplýsing- ar um hann, hafi sprengt kostnaðar- rammann sem félög innan Starfs- greinasambandsins sömdu um. Það þýðir bara eitt, að geti stjórnvöld, sem standa að þessum samningi, ekki sýnt fram á annað þá mun reyna á uppsagnarákvæði kjarasamnings okkar,“ sagði Halldór en hægt verð- ur að segja samningunum upp 1. febrúar næstkomandi. Hann bætti því við að á næstunni mundi verkalýðsforystan fylgjast náið með gangi kjaramála almennt. Staðan verður einnig rædd á for- mannafundi ASÍ hinn 23. janúar næstkomandi. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins fundaði í gær um samninga kennara Hafa sprengt kostnaðar- ramma kjarasamninga Dýraverndunarsamband Ís- lands ætlar að senda bréf til lögreglunnar í Keflavík þar sem farið verður fram á rann- sókn á því að lifandi hænsni fannst í sorpgámi við eggjabúið Gróður í Reykja- nesbæ. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona lagað kemur fyrir hjá eggjabúunum þarna á Reykjanesi,“ segir Sigríður Ásgeirsdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Ís- lands. Hún segir að sam- bandið hafi fengið ábendingar um að lifandi kjúklingar hafi slæðst út í sorptunnur fyrir um tveimur árum. Guðmundur Óli Reynisson, framkvæmdastjóri eggjabús- ins Gróðurs, segir að ein- hverjum hafi orðið eitthvað á í þessu tilviki. Hann kvaðst ekki sjá hvernig svona lagað geti gerst en hugsanlega hafi farið lifandi hæna í kassa með hræjum. Hann þekkir ekki til þess að þetta hafi gerst áður hjá fyrirtækinu. „Þetta mál fer í ákveðinn farveg og tryggt að þetta komi ekki fyrir aftur. Það hefur enginn áhuga á því að þetta komi fyrir aftur,“ segir Guðmundur Óli. Gunnar Örn Guðmundsson, héraðsdýralæknir í Gull- bringu- og Kjósarsýslu, skoð- aði í gær aðstæður í eggja- búinu. Hann segir að samkvæmt úttektinni eigi þetta ekki að geta komið fyr- ir. Málið sé eiginlega óskilj- anlegt. „Auðvitað gæti verið að eitthvað sérstakt hafi átt sér stað þennan dag eða þá að einhver sé að gera eggja- búinu grikk. Í Keflavík og fyrir utan eru aðilar sem eru með heimilishænsni. Við get- um ekkert fullyrt um þetta en hér gæti verið um hrekk að ræða,“ segir Gunnar. Hænsni í sorpgámi Málið kært til lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.