Morgunblaðið - 24.01.2001, Page 1
19. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 24. JANÚAR 2001
ÍSRAELSSTJÓRN ákvað í gær að
fresta friðarviðræðunum við Palest-
ínumenn þar til gerð hefði verið útför
tveggja Ísraela sem fundust skotnir á
Vesturbakkanum í gær. Fulltrúar
Palestínumanna sögðu í gær, að yf-
irlýsing Ehuds Baraks, forsætisráð-
herra Ísraels, um að Ísraelar ætluðu
sér yfirráð í Austur-Jerúsalem hefði
líklega gert að engu vonir um árang-
ur af viðræðunum í Taba í Egypta-
landi.
Lík Ísraelanna tveggja fundust
skammt frá bænum Tulkarem, sem
er á valdi Palestínumanna, og voru af-
hent Ísraelsher. Sögðu fyrstu fréttir,
að um hefði verið að ræða hermenn
en svo var ekki, heldur óbreytta borg-
ara. Í yfirlýsingu frá Ísraelsstjórn
sagði, að hún myndi hafa hendur í
hári morðingjanna.
Barak, sem á undir högg að sækja
fyrir Ariel Sharon, leiðtoga Likud-
flokksins, sagði á kosningafundi í
skóla í Tel Aviv, að Austur-Jerúsalem
ætti að vera undir stjórn Ísraela en
hafa mætti Palestínumenn með í ráð-
um um daglegan rekstur.
„Við munum tryggja, að Grátmúr-
inn og Olíufjallið verði undir okkar
stjórn og að sjálfsögðu Gamla borgin
líka,“ sagði Barak.
Þvert á forsendur viðræðna
Saeb Erekat, helsti samningamað-
ur Palestínumanna, sagði, að yfirlýs-
ing Baraks gengi þvert á forsendur
viðræðnanna í Taba og þvert á áætlun
Bills Clintons fyrrverandi Banda-
ríkjaforseta. Kvað hann Palestínu-
menn vísa yfirlýsingunni á bug enda
væri með henni verið að gera viðræð-
urnar marklausar.
Pútín, forseti Rússlands, sagði í
gær, að ekki væri neins að vænta af
viðræðum Ísraela og Palestínumanna
fyrr en að loknum forsætisráð-
herrakosningunum í Ísrael 6. febrúar
og ekki fyrr en ríkisstjórn George W.
Bush Bandaríkjaforseta hefði mótað
stefnu sína í málefnum Mið-Austur-
landa. Kom þetta fram á fundi hans
með Moshe Katsav, forseta Ísraels,
sem nú er í heimsókn í Moskvu.
Friðarviðræðunum frestað vegna dauða tveggja Ísraela
Barak krefst yfir-
ráða í A-Jerúsalem
Taba, Moskvu. AFP, AP.
STJÓRNVÖLD í Ekvador lýstu í
gær yfir neyðarástandi á
Galapagos-eyjum en óttast er, að
mikil olíumengun geti valdið al-
varlegum skaða á sérstæðu dýra-
lífi eyjanna. Hér bíða tvær græn-
eðlur þess sem verða vill en úti í
flóanum er olíuskipið Jessica hálf-
sokkið. Talið er, að 640 tonn af
olíu hafi lekið úr því og í gær var
skýrt frá því, að lekinn hefði auk-
ist. Var skipið með um 900 tonn
er það strandaði. Er olíuflekkur-
inn frá því um 1.200 ferkm stór
og hefur þegar valdið nokkrum
skaða. Hefur nokkuð fundist af
dauðum fiski en mesta hættan er
talin steðja að sæljóna- og græn-
eðlubyggðunum á eyjunum. Risa-
skjaldbökunum er hins vegar talið
óhætt þar sem þær lifa ekki ná-
lægt sjónum.
Reuters
Græneðl-
urnar á
Galapagos
Neyðarástand/23
VIÐRÆÐUM Cörlu Del Ponte,
aðalsaksóknara stríðsglæpadóm-
stóls Sameinuðu þjóðanna í Haag,
og Vojislavs Kostunica, forseta
Júgóslavíu, lauk í Belgrad í gær
án nokkurs árangurs. Neitaði
Kostunica að framselja Slobodan
Milosevic, fyrrverandi forseta, og
aðra serbneska sakborninga.
Fundur þeirra Del Ponte og
Kostunica stóð í klukkutíma og
það leyndi sér ekki, að Del Ponte
var reið er hún gekk út. Neitaði
hún að ræða við fréttamenn en í
yfirlýsingu frá skrifstofu Kost-
unica sagði, að viðræðurnar hefðu
staðfest „mikinn ágreining“ með
þeim.
Í viðræðunum hélt Kostunica því
fram, að setja yrði ný lög í Júgó-
slavíu til að unnt væri að vinna
með stríðsglæpadómstólnum en
Del Ponte hafnaði því. Þá fann
Kostunica að því, að dómstóllinn
hefði aðallega dregið Serba til
ábyrgðar á voðaverkunum og í yf-
irlýsingu hans segir, að reynt sé
að „gera alla Serba samseka“.
Yfirlýsing á morgun
Florence Hartmann, talsmaður
Del Ponte, sagði, að hún myndi
gefa út „hreinskilna“ yfirlýsingu
um viðræðurnar á morgun,
fimmtudag, en þá heldur hún aftur
til Haag.
Kostunica og stjórn hans eiga
mikið undir góðu samstarfi við
stríðsglæpadómstólinn í Haag en í
Serbíu er málið mjög viðkvæmt og
erfitt viðureignar.
Milosevic var ákærður fyrir
stríðsglæpi 1999 og meðal annarra
manna, sem stríðsglæpadómstóll-
inn vill koma lögum yfir, eru Milan
Milutinovic, núverandi forseti
Serbíu, og Ratko Mladic, fyrrver-
andi yfirmaður hers Bosníu-Serba.
Del Ponte, aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins, fór erindisleysu til Belgrad
Kostunica neitaði að fram-
selja Milosevic til Haag
Belgrad. AP.
NÝIR starfsmenn í Hvíta húsinu í
Washington eiga í erfiðleikum með
að skrifa rétt nafnið á forsetanum
sínum, George W. Bush. Það er þó
ekki vegna þess, að þeir kunni ekki
að stafsetja það, heldur vegna þess,
að hnappurinn fyrir „W“ í lyklaborði
margra tölvanna er horfinn.
Sumir starfsmanna Clintons
kvöddu með þessum hrekk en Ari
Fleischer, talsmaður Bush, segist
bara taka þessu sem gríni. Chris
Lehane, sem var talsmaður Als Gor-
es, fyrrverandi varaforseta, segist
hins vegar geta sér til, að hér sé um
að ræða „víðtækt samsæri vinstri-
manna“ og svar við hinu „víðtæka
samsæri hægrimanna“, sem Hillary
Clinton kenndi einu sinni um öll
hneykslismálin sem eltu mann henn-
ar á röndum.
„W“-laust
í Hvíta
húsinu
Washington. AFP.
FIMM félagar í kínversku hugleiðslu-
hreyfingunni Falun Gong reyndu í
gær að stytta sér aldur á Tiananmen-
torgi í Peking. Báru þeir eld að klæð-
um sínum eftir að hafa hellt yfir þau
bensíni og lést einn þeirra en hinir
brenndust mikið. Áhangendur hreyf-
ingarinnar hafa að undanförnu gripið
til æ örvæntingarfyllri aðgerða í stríð-
inu við stjórnvöld sem bönnuðu hreyf-
inguna fyrir hálfu öðru ári.
Milljónir manna gengu til liðs við
Falun Gong á síðasta áratug en þar er
lögð áhersla á líkamsæfingar og and-
lega íhugun. Eiga þær að sögn að
stuðla að bættri heilsu og aukinni
ábyrgð en kommúnistastjórnin hefur
illan bifur á hreyfingunni. Var lög-
reglan með mikinn viðbúnað á Tian-
anmen-torgi í gær vegna hugsanlegra
mótmæla en í dag er mesta hátíð árs-
ins í Kína í tilefni af nýju tunglári.
Það voru karlmaður og fjórar kon-
ur sem kveiktu í sér og lést ein konan
af sárum sínum þótt lögreglumenn
kæmu strax á vettvang. Smáir hópar
Falun Gong-félaga efndu einnig til
mótmæla annars staðar við torgið en
voru handteknir strax. Hefur hreyf-
ingin tekið upp á því að undanförnu að
dreifa áróðursbæklingum meðal fólks
og skrifa slagorð á húsveggi í Peking.
Á myndinni má sjá reyk leggja upp
þar sem fólkið kveikti í sér.
AP
Kveiktu
í sér á
Tianan-
men-torgi
Peking. AP.
NORSKA Fiskistofan opnaði í fyrra-
dag græna símalínu sem á að verða
vopn í baráttu hennar gegn ýmiss
konar misferli í sjávarútvegi.
Í græna símann er hægt að hringja
endurgjaldslaust allan sólarhringinn
og þar geta menn sagt til þeirra sem
hafa stundað kvótasvindl eða landað
ólöglegum afla. Er þetta eitt af þeim
ráðum sem Otto Gregussen sjávarút-
vegráðherra hefur gripið til eftir að í
ljós kom, að í norskum sjávarútvegi
er um að ræða mikið misferli af ýmsu
tagi. Talsmenn sjómanna eru þó ekk-
ert hrifnir af þessum uppljóstrara-
síma, sem þeir kalla svo.
Græn lína gegn
kvótasvindli
Ósló. Morgunblaðið.
♦ ♦ ♦