Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MAÐUR bjargaðist giftusamlega
eftir að hafa fallið útbyrðis af nóta-
og togveiðiskipinu Birtingi NK-119
um klukkan 11 á mánudagskvöld.
Sigurbjörn Gunnar Utley, 36 ára,
var fimm mínútur í sjónum áður en
félagar hans náðu að koma til hans
björgunarhring og draga hann um
borð. Birtingur var á loðnuveiðum
um 60–70 mílur suðaustur af Nes-
kaupstað þegar óhappið átti sér
stað, en Sigurbjörn féll útbyrðis í
veltingi þegar hann var að vinna
við að draga nótina. Veður var
slæmt, vindur og mikill sjógangur.
„Þetta var mjög óskemmtileg lífs-
reynsla,“ sagði Sigurbjörn í samtali
við Morgunblaðið.
„Þetta gerðist mjög snöggt og
það tók enginn strax eftir því að ég
hefði farið í sjóinn. Ég fór að kalla
og þá urðu þeir varir við að ég hefði
farið í hafið en þeir voru mjög
snöggir um leið og þeir uppgötvuðu
að ég hafði lent útbyrðis,“ sagði
Sigurbjörn, sem er búinn að vera á
Birtingi frá því í sept-
ember.
Fór nokkrum sinn-
um á kaf
„Ég náði að synda
að nótinni og grípa í
hana, hékk í henni og
velktist með henni.
Þetta var það eina sem
ég hugsaði um þegar
ég lenti í sjónum, að
komast að korklín-
unni. Ég náði reyndar
ekki á korkinn heldur
náði að grípa í netið og
ríghélt mér þar. En
maður fór nokkrum
sinnum á kaf með net-
inu; það var allt í lagi.
Svo kom björgunarhringurinn
stuttu seinna,“ sagði hann.
Sigurbjörn sagði að erfitt hafi
verið að synda í sjónum þar sem
öldurnar hafi verið miklar og einn-
ig var hann vel klæddur, en blaut
föt taka vel í. „Sjó-
gangurinn gerði
manni erfitt fyrir og
ég var ansi þrekaður
þegar ég komst aftur
um borð. Það merki-
legasta við þetta er að
mér varð aldrei kalt,“
sagði Sigurbjörn og
benti á að líklegast
hafi óttinn verið kuld-
anum yfirsterkari.
„Lífsvilji mannsins
kom þarna í ljós,“
bætti hann við.
„Það fór til allrar
hamingju betur en á
horfðist því ég hefði
auðveldlega getað
flotið í burtu frá bátn-
um þegar að þetta gerðist. Ég ætl-
aði bara ekki að gefa mig þarna
heldur synti,“ sagði Sigurbjörn.
„Ég var guðslifandi feginn þegar
ég komst aftur um borð. Ég var svo
þreyttur að ég gat varla hreyft mig.
Ég kúgaðist margoft og var alveg
búinn að sprengja mig,“ sagði Sig-
urbjörn.
Erfiðir metrar
„Þetta var ekki langur spotti sem
ég þurfti að synda til þess að ná í
nótina, kannski 5–6 metrar, en
þetta voru erfiðustu metrar sem ég
hef nokkurn tímann þurft að synda.
Tíminn var einnig ofsalega lengi að
líða.“
Sigurbjörn ætlar nú að vera í fríi
um tíma til að jafna sig eftir
hremmingarnar en Birtingur kom í
land um fimmleytið í gærmorgun.
Hann sagði að konan sín hefði verið
miður sín þegar hann hringdi í
hana í fyrrakvöld eftir volkið og
sagði henni tíðindin. Sigurbjörn er
feginn að vera kominn heim en kon-
an hans á von á barni í apríl. Hann
er þó ákveðinn að fara á sjóinn aft-
ur. „Ég ætla aftur. Ég mæli alveg
með þessari vinnu. Þetta var bara
óheppni og var engum að kenna.“
Giftusamleg björgun sjómanns, frá Neskaupstað, sem féll útbyrðis
Sigurbjörn Gunnar
Utley, sjómaður á
Birtingi NK-119.
„Lífsvilji mannsins kom í ljós“
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hef-
ur til skoðunar breytingar á út-
gáfu sérleyfa fólksflutningafyrir-
tækja til aksturs á tilteknum
leiðum á landinu. Sturla Böðvars-
son samgönguráðherra staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið
og sagðist telja að með breyting-
unum myndi sérleyfunum fækka.
Alls eru í gildi 25 sérleyfi hjá 24
fyrirtækjum og renna þau öll út í
lok ágúst árið 2002. Í mörgum til-
vikum eru fleiri en einn sérleyfis-
hafi á samliggjandi eða svipuðum
leiðum. Reiknað er með að endur-
skoðun ráðuneytisins á sérleyfun-
um ljúki á þessu ári, að sögn sam-
gönguráðherra. Sturla sagði að
meginástæðan fyrir þessum breyt-
ingum væri sú að sérleyfin væru
barn síns tíma. Hann sagði rekstr-
arerfiðleika í greininni einnig hafa
kallað á breytingar, fólksflutning-
ar innanlands hefðu almennt átt
undir högg að sækja. Hagnaður
fyrirtækjanna væri ekki mikill.
„Við viljum leggja áherslu á að
gera þessum rekstraraðilum auð-
veldara að sinna þessum flutning-
um. Í framtíðinni vonumst við til
að notkun á almenningssamgöng-
um verði það mikil um landið að
einhver samkeppni geti skapast.
Hún er ekki til staðar í dag, rekst-
urinn er það veikburða. Við þurf-
um að haga hlutunum þannig að
þessi grein geti þróast og dafnað,“
sagði Sturla.
Sérleyfishafar hafa farið fram á
stuðning frá ríkinu líkt og gert er
með sumar flugleiðir til minni
staða á landinu. Sturla sagðist
hafa gert sérleyfishöfum grein fyr-
ir því á ráðstefnu fyrir rúmu ári að
frekari stuðningur kæmi ekki til
greina að hálfu ríkisins nema að
skipulagsbreytingar yrðu í grein-
inni.
Hann sagði að í framhaldi þess-
arar ráðstefnu hefði vinna við end-
urskoðun sérleyfanna farið af stað
í ráðuneytinu.
Samgönguráðuneytið áformar breytingar á sérleyfum fólksflutningafyrirtækja
Fækkun á sér-
leyfum skoðuð
HEILDARNEYSLA á kjöti á síðasta
ári var 69,1 kg á íbúa og þarf að fara
aftur til ársins 1985 til að finna sam-
bærilegar sölutölur en þá nam heild-
arsalan 69,3 kg á íbúa. Samkvæmt
upplýsingum frá Landssambandi
sauðfjárbænda var sala á lambakjöti
rúmum 57% meiri í desember sl. en í
desember árið 1999. Söluaukning
milli áranna 1999 og 2000 nemur 4,4%
og eru það rúm 300 tonn, úr 6.900
tonnum í 7.200.
Undanfarin ár hefur verið sam-
dráttur í sölu kindakjöts en árið 1994
var meiri heildarsala á lambakjöti. Sé
litið á einstakar kjöttegundir neytti
hver landsmaður 25,6 kg að meðaltali
af kindakjöti, 17 kg af svínakjöti, 12,9
kg af nautagripakjöti, 11,5 kg af ali-
fuglakjöti og 2,4 kg af hrossakjöti.
Hefur neysla hrossakjöts ekki verið
meiri frá árinu 1994. Þá jókst sala á
skyri um 26,3% frá árinu 1999.
Erna Bjarnadóttir, forstöðumaður
félagssviðs Bændasamtakanna, segir
að kjötneyslan hafi aukist jafnt og
þétt síðustu árin. Telur hún hátt verð
á fiski hafa þar nokkur áhrif. Hún
segir að árin 1985 og 1987 hafi m.a.
verið kjötútsölur í gangi og skýri þær
að nokkru mikla kjötneyslu þau ár.
Sauðfjárrækt í
sérstöðu
Í frétt frá Landssamtökum sauð-
fjárbænda segir að að sauðfjárrækt
búi við mikla sérstöðu þar sem lambið
gangi frjálst úti allan vaxtartíma sinn.
Einnig séu ekki gefin hormónalyf og
öll lyfjagjöf sé í algjöru lágmarki.
„Mikið starf hefur verið lagt í kyn-
bætur og þróun afurða sem hefur
gert það að verkum að framleiðslan er
alltaf að verða betri og fjölbreytnin
meiri. Sauðkindin hefur lifað í mjög
einangruðu umhverfi frá landnámi.
Þess vegna er mjög nauðsynlegt að
gæta fyllstu varúðar með innflutning
matvara og erfðaefna sem gæti spillt
heilbrigði og hreinleika,“ segir einnig.
Mikil sölu-
aukning
á lamba-
kjöti
SLÖKKVILIÐ höfuðborgar-
svæðisins var kvatt að fjöl-
býlishúsi við Víðimel rétt fyr-
ir klukkan 5 í gærmorgun
vegna elds í ruslageymslu.
Greiðlega gekk að slökkva
eldinn sem reyndist minni
háttar. Aðeins urðu skemmd-
ir á ruslatunnu og reykur
barst ekki inn á stigagang
hússins.
Lögreglan í Reykjavík
kannar eldsupptök en líklegt
er talið að um íkveikju hafi
verið að ræða.
Eldur í
rusla-
geymslu
MAÐUR sem slasaðist um kl. 18.30
við vinnu sína í Vatnsfellsvirkjun í
gær, klemmdist á læri en er ekki í
lífshættu, skv. upplýsingum læknis á
slysadeild Landspítala. Maðurinn,
sem er tæplega þrítugur, klemmdist
á fæti milli stórra röra í stöðvarhúsi
þar sem verið var að toga saman
snigil og pípu úr fallskurði, en rörin
eru tæpir fjórir metrar í þvermál.
Sjúkrabíll flutti manninn í Árnes þar
sem þyrla Landhelgisgæslunnar
sótti hann og flutti til Reykjavíkur.
Klemmdist
milli stórra
röra í Vatns-
fellsvirkjun
KÚARIÐA hefur greinst í stöðugt
fleiri löndum í Evrópu eftir að hún
kom fyrst upp í Bretlandi árið 1986.
Á þeim tíma tíðkaðist að blanda
beinamjöli unnu úr sláturúrgangi úr
jórturdýrum í fóður nautgripa og
breiddist riðan ört út. Síðan þá hafa
greinst 180 þúsund tilfelli í Bretlandi
og hefur ekki nokkurt annað land
náð þeirri tíðni. Í Evrópu eru tilfellin
um 1.300 alls í eftirtöldum löndum,
auk Bretlands: Írlandi, Portúgal,
Sviss, Frakklandi, Belgíu, Hollandi,
Spáni, Danmörku, Ítalíu, Þýska-
landi, Lúxemborg og nú síðast Aust-
urríki. Kúariðufrí Evrópuríki, enn
sem komið er, eru því Noregur, Sví-
þjóð, Finnland, Ísland, Færeyjar,
Grikkland, Tyrkland, og öll Austur-
Evrópulöndin, eftir því sem best er
vitað.
Framan af var talið að riða væri
veirusjúkdómur og reyndar eru
sumir vísindamenn enn á þeirri
skoðun að svo sé, en á seinni árum
hefur almennt verið talið að veira sé
ekki smitefnið heldur svokallað
príonprótín. Þar er stuðst við kenn-
ingu dr. Stanleys Prusiner, prófess-
ors í Bandaríkjunum, sem fékk Nób-
elsverðlaunin í læknisfræði árið
1997. Kenning hans er á þá leið að
smitefni riðu sé svokallað príon.
Hann telur að ólíkt öðrum smitefn-
um, eins og bakteríum og veirum,
innihaldi príon ekki erfðaefni heldur
sé það eingöngu prótín. Þess má
geta að dr. Prusiner hélt fyrirlestur
hér á landi árið 1998 í boði Tilrauna-
stöðvar Háskóla Íslands í meina-
fræði. Hins vegar hafa ekki allir vís-
indamenn verið sannfærðir um
kenningu Prusiners og deila þá
einna helst um hvort príonprótínið
sé orsök eða afleiðing riðusjúkdóms í
dýrum. Prótínkenningin er þó al-
mennt viðurkennd í þessum fræðum.
Meðgöngutíminn í nautgripum
talinn um fimm ár
Kúariðan leggst á heila nautgripa
og í heila og mænu smitaðra einstak-
linga finnast fyrrnefnd príonprótín í
umbreyttu formi. Hlutverk þessa
prótíns í eðlilegu formi er enn
óþekkt en það finnst í spendýrum og
nokkrum lægri dýrategundum.
Venjulega er ákveðið ensím talið
koma í veg fyrir að príonprótínin
safnist fyrir, en ef prótínið er brengl-
að getur ensímið ekki unnið á því og
þá safnast það fyrir og er þannig tal-
ið valda heilaskemmdum.
Almennt er talið að nautgripir í
Bretlandi hafi sýkst af riðu með því
að éta fóður sem unnið var úr riðu-
sýktum kindum. Hins vegar eru
einnig getgátur uppi um það að naut-
gripur með sambærilegan sjúkdóm
og riðu hafi valdið fárinu. Smitefnið
getur fundist í miðtaugakerfi, þ.e. í
heila, mænu, hryggmerg, einnig
augum, hálskirtlum og dausgörn. Í
ríkjum Evrópusambandsins er í gildi
reglugerð sem bannar notkun þess-
ara hluta sláturdýra í matvæli, dýra-
fóður og áburð. Meðgöngutími kúa-
riðunnar er um fimm ár og því er
talið að hún geti ekki borist með
kálfakjöti.
Við neyslu nautakjöts hefur fólk
síðan smitast af nýju afbrigði heila-
hrörnunarsjúkdómsins Creutzfeldt-
Jakob sem fyrst greindist árið 1996.
Í löndum Evrópusambandsins hafa
komið upp tæplega 100 tilfelli þessa
sjúkdóms í fólki, einkum ungu fólki,
langflestu frá Bretlandi.
Vitað um tæplega hundrað tilfelli Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins í Evrópu
!
"
!
#
$
"
%
&
!
!
"
'
& & "
# '
"
!
"
(
"
)*
' ! &
#
'
&
+
# &
Ísland meðal
fárra Evrópu-
ríkja án kúariðu