Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ARI Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sagði á formannaráðstefnu ASÍ í gær að á fundum í launanefnd aðila vinnu- markaðarins, sem metur hvort for- sendur kjarasamninga hafa staðist, hefði komið fram af hálfu fulltrúa vinnuveitenda í nefndinni, að hugs- anlega þyrfti að vísa málinu til Félagsdóms. Hann sagði að mati ASÍ ætti að taka tillit til kostnaðar vinnuveitenda af lífeyrisskuldbind- ingum þegar samningarnir væru bonir saman en fulltrúar vinnuveit- enda í nefndinni væru ekki sama sinnis. Boðað var til formannaráðstefn- unnar til að fara yfir forsendur kjarasamninganna sem ASÍ-félögin gerðu í vor. Samkvæmt þeim á fjög- urra manna nefnd samningsaðila að meta forsendur kjarasamninganna í febrúar ár hvert. Henni ber að horfa til verðlagsþróunar og bera samningana saman við aðra kjara- samninga. Halldór Björnsson, starfandi for- seti ASÍ, sagði að markmið síðustu kjarasamninga hefðu verið skýr. Þeim hefði verið ætlað að bæta kaupmátt og stuðla að áframhald- andi stöðugleika. Það hefði verið af- staða félaganna sem gerðu samn- inga sl. vor að þeirra félagsmenn ætluðu ekki að sitja eftir á meðan aðrir hópar færu fram úr þeim. Halldór lagði áherslu á að stétt- arfélögin stæðu saman núna þegar kæmi að því að meta forsendur kjarasamninganna. Slæm reynsla á síðasta samningstímabili Ari Skúlason fór yfir störf launa- nefndar Flóabandalagsins og Sam- taka atvinnulífsins en hann á sæti í henni ásamt Rannveigu Sigurðar- dóttur, hagfræðingi ASÍ. „Reynslan af síðasta samnings- tímabili er sú versta sem við þekkj- um. Samningsbundir hópar okkar sátu illilega eftir í þróuninni,“ sagði Ari. Hann sagði þetta þýddi ekki að kaupmáttaraukning félagsmanna ASÍ hefði orðið minni en reiknað var með í forsendum kjarasamning- anna. Að meðaltali hefði hún verið betri en reiknað var með. Laun annarra hópa hefðu hins vegar hækkað meira. Við gerð síðustu kjarasamninga hefði þess vegna verið mjög eindregin krafa innan ASÍ um tryggingarákvæði gagnvart öðrum samningum, en slík ákvæði hefðu ekki verið í eldri samningum. Ari sagði að enginn vafi léki á því að þær launahækkanir sem samið hefði verið um hefðu verið undir væntingum félagsmanna. Vinnu- veitendur og ríkisvaldið hefðu hins vegar haldið því mjög ákveðið fram að svigrúmið væri ekki meira og að menn væru komnir út að ystu mörkum þess mögulega. Hann sagði að ASÍ ætlaði sér ekki að leika neina launalöggu eins og hald- ið hefði verið fram. Afstaða ASÍ væri einfaldlega sú að ef nú væri komið í ljós að eitthvað meira væri til skiptanna kæmi það einnig til þeirra sem gengu frá samningum í vor. Ari sagði að nefndin hefði skoðað nær alla kjarasamninga sem gerðir hefðu verið á árinu 2000 og væri byrjuð að skoða samninga sem gerðir hefðu verið á þessu ári. Hann sagðist vera þeirrar skoðunar að nær útilokað væri að ná utan um launaskrið sem fylgdi í kjölfar samninga og launanefndin ætti þess vegna eingöngu að horfa á samn- ingsbundnar hækkanir. Meta á kostnað launagreiðenda „Það á að meta kostnaðarhækk- anir hjá atvinnurekenda vegna samningsins en ekki launahækkan- anir. Hækkanir á kostnaði vegna aukins lífeyrisréttar hljóta að vera þar meðtaldir. Þegar verið er að meta samninga sem við gerðum sl. vor er m.a. tekið tillit til kostnaðar atvinnurekenda við greiðslur í sér- eignarlífeyrissjóði. Við hljótum að nota sömu matsaðferðir á alla samninga, hvort sem þeir eru á op- inberum markaði eða almennum markaði,“ sagði Ari. Ari lagði áherslu á að ASÍ vand- aði sig við þá vinnu sem framundan væri og farið yrði formlega rétt að ákvæðum samningsins um trygg- ingar. „Það er mjög líklegt að það komi upp skoðanaágreiningur í sambandi við forsendur um kostnað við samninga annarra. Fulltrúar at- vinnurekenda í nefndinni hafa nokkrum sinnum nefnt að vísa mál- inu til Félagsdóms. Við skulum þess vegna vera undir það búin að það verði ekki samkomulag og að mál- inu verði vísað þangað. Þess vegna þarf málflutningur okkar að vera vandaður og öll gögn og rök pott- þétt,“ sagði Ari. Lækkandi verðbólga Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðingur ASÍ, fór yfir verðlags- breytingar á samningstímanum. Fram kom hjá henni að dregið hefði úr verðbólgu frá því að samning- arnir voru gerðir. Verðbólga á árinu 1999 hefði verið 5,8% en 3,5% á síð- asta ári. Liðir sem hefðu átt stærst- an þátt í aukinni verðbólgu á síðasta ári væru húsnæði og önnur þjón- usta. Bensín hefði ekki valdið mik- illi verðbólgu á síðasta ári, en bens- ínið hefði skipt miklu máli á árinu 1999. Rannveig sagði að reiknað hefði verið með að breytingar á gengi krónunnar kæmu til með að hafa umtalsverð áhrif á verðlag hér á landi, en það hefði ekki gerst enn. Fyritækin virtust hafa haldið aftur af sér við breytingar á vöruverði þrátt fyrir lækkandi gengi. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, sagði að samningar Flóa- bandalagsins hefðu naumlega verið samþykktir í vor. Nú hefðu kenn- arar gengið frá samningum og því væri haldið fram að þeir væru að semja um það sama og verkafólk samdi um í vor. Yfir 80% kennara hefðu hins vegar samþykkt samn- inginn. Sigurður sagðist ekki gera neina athugasemd við að kennarar næðu góðum samningum, en ríkið gæti hins vegar ekki hlaupist undan ábyrgð í þessum málum. Ríkið hefði tekið fullan þátt í að móta þá launa- stefnu sem Flóabandalagssamning- arnir byggðust á. „Félagsmenn okkar gera nú ákveðna kröfu um að í samningum verði rauð strik. Ástæðan er sú að þeir finna sig vanmáttuga gagnvart því að það er stöðugt samið ofan á þau laun sem þeir búa við. Það er athyglisvert að þeir sem nú eru að gagna frá kjarasamning- um treysta sér ekki til að kostn- aðarmeta samningana. Það er einn- ig athyglisvert að rétt áður en gengið er frá kjarasamningum við opinbera starfsmenn er samið um aukinn veikindarétt og slysarétt við þessa sömu aðila. Hvenær hefur fólk sem er á almenna markaðinum og vinnur við hliðin á þessu fólki og býr við allt önnur félagsleg réttindi verið boðið upp á viðræður um helstu félagsleg réttindi? Ég tel yfirgnæfandi líkur á upp- sögn samninga. Ég tel einfaldlega að ramminn sé krosssprunginn. Það vekur tortryggni hjá mér þegar menn vilja ekki tala út um hlutina og segja hvað samningarnir kosta. Það segir mér að hlutirnir séu ekki eins og þeir eiga að vera,“ sagði Sigurður. Á fundinu var samþykkt ályktun um að kjara- og skattanefnd ASÍ vinni náið með fulltrúum aðildar- félaga ASÍ í launanefndinni. Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins um mat á forsendum kjarasamninga Málinu hugsanlega vísað til Félagsdóms Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna, og Örn Friðriksson, formaður Félags járniðnaðar- manna, líta yfir fundargöng. Formaður Eflingar telur allar líkur á að kjarasamningum verði sagt upp í næsta mánuði. Hann segir það vekja tortryggni að ekki væri hægt að fá skýr svör um kostnað við samning kennara. ASÍ leggur áherslu á að við samanburð á kjarasamningum verði tekið tillit til kostnaðar launagreiðenda við lífeyrisskuldbindingar.                            NÝR sviðsstjóri á læknisfræðisviðs á skrifstofu kennslu og fræða á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi hefur verið valinn og er það dr. Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Þorvaldur var nýlega ráðinn sem sérfræðing- ur í bæklunar- lækningum á skurðlækninga- sviði Landspítala – háskólasjúkrahúss. Tekur hann við nýja starfinu eftir nánara samkomu- lagi. Þorvaldur er fæddur 1960 í Reykjavík. Hann lauk sérnámi í bæklunarskurðlækningum við Landskrona Lasarett í Svíþjóð og Háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann hefur verið bæklunarskurðlæknir á FSA síðan 1995 og lækningaforstjóri spítalans frá 1998. Þorvaldur varði doktorsritgerð sína við Háskólann í Lundi síðastliðið haust, um erfðir slitgigtar í mjöðmum Íslendinga. Landspítali – háskólasjúkrahús Þorvaldur Ingvarsson sviðsstjóri Þorvaldur Ingvarsson UMHVERFISRÁÐHERRA efnir til umhverfisþings á Grand Hóteli í Reykjavík 26.–27. janúar nk. Slíkt þing hefur verið haldið einu sinni áður, í nóvember 1996. Að þessu sinni verður þingið vettvangur kynningar á drögum að nýrri áætlun, Sjálfbær þróun á nýrri öld – stefnumörkun Íslands 2001–2020. Drögin voru sett inn á heimasíðu umhverfisráðuneytisins (www.stjr.is/umh) í gær, þriðju- dag. Þau verða síðan til umfjöll- unar eftir þingið og hægt verður að skila inn athugasemdum til 1. maí. Þá tekur við samráðsferli sem lýkur með endanlegri stefnumörk- un í árslok. Á þinginu verður lagt fram greinasafnið Áratugur í umhverf- isvernd – yfirlit yfir þróun á nokkrum sviðum umhverfismála 1990–2000. Í safninu eru sjö nýjar greinar en þær eru sýn höfunda á nokkra lykilþætti í umhverfismál- um. Klaus Töpfer mun ávarpa þingið en hann er fyrrverandi umhverf- isráðherra Þýskalands og nú fram- kvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Umhverfisþing hefst á föstudag ♦ ♦ ♦ MAÐUR sem var við vinnu í ný- byggingu hjúkrunarheimilis við Sóltún í Reykjavík féll niður um 6,5 m þegar krossviðarfleki í vinnupalli sporðreistist síðdegis í fyrradag. Maðurinn lenti á jarð- vegsfyllingu við húsið og fékk síð- an gólfplötuna ofan á fótlegginn. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Maður- inn, sem er á fertugsaldri, er m.a. axlarbrotinn og með brotið lífbein. Gengið er út á vinnupallinn af þriðju hæð. Guðmundur Helgi Gunnarsson byggingarstjóri segir að vinnupallurinn hafi ekki verið fullfrágenginn þegar slysið varð. Manninum mun ekki hafa verið kunnugt um það þegar hann gekk út á pallinn með fyrrgreindum af- leiðingum. Vinnueftirlitið og lögreglan hafa kannað verksummerki og Guð- mundur segir að gripið hafi verið til ráðstafana svo slíkt hendi ekki á ný. Féll af þriðju hæð ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.