Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 18
NÚ um liðna helgi komu þeir séra Hannes Örn Blandon prófastur Eyjafjarðarprófasts- dæmis og séra Magnús Gunnarsson sókn- arprestur á Dalvík til Grímseyjar. Grímsey hefur verið þjónað af Akureyr- arprestum frá árinu 1953 þegar séra Ro- bert Jack sat síðast sem prestur í eynni. Fyrst var það herra Pétur Sigurgeirsson biskup sem þjónaði Grímseyingum en nú síðast þjónuðu þau séra Svavar A. Jónsson og séra Jóna Lísa Þor- steinsdóttir ásamt séra Guðmundi Guðmunds- syni héraðspresti. Akureyrarprest- arnir með sinn stóra söfnuð töldu sig ekki geta sinnt þjónustunni hér eins og þeir helst vildu. Varð því nið- urstaðan sú í samræmi við ályktun héraðs- fundar síðasta haust að Dalvíkur- presturinn séra Magnús Gunn- arsson myndi þjóna Grímsey frá og með 1. janúar árið 2001. Til stendur að prófasturinn séra Hannes Örn setji séra Magnús inn í starfið 11. febrúar næstkomandi og hugsanlega mun séra Svavar einnig við það tækifæri kveðja Grímsey- inga. Séra Magnús tók strax að þjón- usta sóknarbörn sín í þessari fyrstu heimsókn. Hann skírði lítinn dreng – Ægi Daða – og átti auk þess góða morgunstund með börnunum í grunnskólanum. Guðsmenn í Grímsey Grímsey. Morgunblaðið. Séra Magnús G. Gunnarsson sóknarprestur og séra Hannes Örn Blandon prófastur. Morgunblaðið/Dónald Jóhannesson AKUREYRI 18 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINMUNA veðurblíða hefur leik- ið við Eyfirðinga síðustu daga og í raun mestallan þennan mánuð. Snjó hefur tekið upp á láglendi og hann minnkað til muna upp til fjalla. Svo virðist sem fólk í þess- um landshluta muni áfram fá að njóta hlýinda um skeið þannig að líklegt er að þessi janúarmánuður verði mönnum lengi í fersku minni fyrir hina góðu tíð. Valgerður Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, tók sig til um liðna helgi og gróðursetti einn bakka af birki við heimili sitt, en hún sagði jörð þá hafa verið frost- lausa. Vitað er um fleiri sem fóru að fordæmi Valgerðar og nýttu fyrstu helgi í þorra til að gróð- ursetja trjáplöntur. Vanalega djúpur snjór yfir græðlingabeðinu Þær Valgerður og Ólöf Erlings- dóttir voru í gærdag að klippa græðlinga sem að öllu jöfnu telj- ast til hefðbundinna haust- og vorverka. „Við gætum ekki unnið þessi störf núna nema vegna þess að hér er allt autt. Vanalega er hér á þessum árstíma um eins og hálfs metra snjólag yfir reitnum, því hann safnar alltaf í sig tölu- verðum snjó, sagði Valgerður. Hún sagði að vissulega hefðu áður komið góðir dagar í janúar en óvenjulegt væri að hlýinda- kaflinn stæði svo lengi sem nú. Það gerði m.a. að verkum að hægt væri að sinna verkum sem alla jafna eru unnin að vorlagi. Valgerður sagði að lítil hætta væri á að trén færu að taka við sér þó hlýtt væri í veðri, en það væri vegna þess hve dagurinn er enn stuttur. Álíka hlýindakafli í mars mánuði gæti hins vegar haft slíkt í för með sér. „Trén þurfa lengri birtutíma svo þau fari að taka við sér,“ sagði hún en bætti við að litlu mætti muna að alaskavíðir sem stendur sunnan undir skrifstofuhúsi Skógrækt- arfélagsins færi að taka við sér, en það hefði hann stundum gert í febrúar ef veður er gott þá. Óvenjumikið er nú um kanínur í skóginum og sagði Valgerður að veðrið hefði sitt að segja um að þær hefðu það bara býsna gott um þessar mundir. Þá fara heilu flokkarnir af rjúpum um skóginn. Bæði kanínurnar og rjúpurnar sækja í smáplöntur og hafa valdið á þeim tjóni, en nú í vetur hefur verið reynt að setja net yfir þær og þannig tekist að koma í veg fyrir að dýrin valdi skemmdum á gróðri. Trjáplöntur gróð- ursettar fyrstu helgina í þorra Morgunblaðið/Kristján Ólöf Erlingsdóttir, starfsmaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, og Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri. UNDIRBÚNINGI að smíði nem- endagarða fyrir framhaldsskóla- nemendur á Akureyri miðar vel að því er fram kemur í frétt á heima- síðu Menntaskólans á Akureyri. Stjórn Íbúðalánasjóðs sam- þykkti á fundi sínum í byrjun árs að lána rekstrarfélaginu Lundi 536 milljónir króna til 50 ára vegna smíði nemendagarðanna og þá munu Akureyrarbær og ríkissjóð- ur leggja fram 10% byggingar- verðs hvor. Heildarkostnaður við smíðina er áætlaður um 620 millj- ónir króna. Samningur við Flugleiðahótel um nýtingu að sumarlagi Umhverfisráð Akureyrarbæjar hefur heimilað Arkitekta- og verk- fræðistofu Hauks hf. á Akureyri að fullvinna deiliskipulag lóðar Menntaskólans á Akureyri, en fyr- irhugað er að nýtt hús nemenda- garðanna rísi austan núverandi heimavistar MA. Ætlunin er að bjóða verkið út fyrir vorið þannig að vinna geti hafist í vor og upp- steypu verði lokið fyrir vetur en stefnt er að því að taka húsið fullbúið í notkun 17. júní árið 2002. Stjórn rekstrarfélagsins Lundar hefur undirritað leigusamning við Flugleiðahótel hf. um leiguafnot af öllum húsunum til ársins 2012, en þar verða rekin sumargistihús líkt og verið hefur í núverandi heima- vist MA. Um 120 tveggja manna herbergi verða í hinum nýju nemendagörð- um, um 30 fermetrar að stærð hvert, en húsið allt verður um 4.800 fermetrar að stærð. Skólameistarar MA og Verk- menntaskólans á Akureyri hafa einnig gert með sér samkomulag um nýtingu dvalarrýmis á nem- endagörðunum. Í því felst m.a. að nemendur MA hafa forgang að nú- verandi heimavist skólans, en nem- endur skólanna beggja hafa jafnan rétt til húsnæðis í nýjum nem- endagörðunum. Um 240 manns munu komast þar fyrir en alls mun verða pláss fyrir um 350 nemendur að viðbættri núverandi heimavist. Smíði 4.800 fermetra nemendagarða fyrir framhaldsskólanema á Akureyri Rými verður fyr- ir um 350 nema á heimavistum LÁGHEIÐIN hefur verið opin síð- ustu daga eða frá því um miðjan þennan mánuð en slíkt er óvenjulegt á þessum árstíma. Guðmundur Ragnarsson rekstrar- stjóri Vegagerðarinnar á Sauðár- króki sagði að Lágheiðin hefði verið opnuð í byrjun desember, en hún svo lokast aftur kringum 10. desember. Heiðin var opnuð á ný upp úr miðjum janúar og sagði Guðmundur að þó svo að hún hefði áður verið op- in um tíma í þeim mánuði væri frem- ur fátítt að hægt væri að halda henni opinni svo lengi sem raun ber vitni nú. Veðurútlit er ágætt næstu daga þannig að Lágheiðin verður á meðan svo er áfram opin. „Ég held að menn séu sammála um að Lágheiðin hafi ekki verið opin svo lengi í janúar um alllangan tíma,“ sagði Guðmundur. Hann sagði þetta koma sér vel fyr- ir Siglfirðinga og Ólafsfirðinga, en talsverð umferð er milli byggðarlag- anna í tengslum við rekstur Þormóðs ramma–Sæbergs, en leiðin milli staðanna um Lágheiði er um 68 kíló- metrar. Þurfi menn hins vegar að aka lengri leiðina yfir Öxnadalsheiði og út allan Skagafjörð er leiðin eitt- hvað á þriðja hundrað kílómetra. Lítið um snjó- mokstur í vetur Guðmundur sagði veturinn hafa verið afar snjóléttan það sem af er og lítið um snjómokstur. „Þetta hafa verið örfáir mokstursdagar í vetur, en hann er svo sem ekki búinn, við eigum eflaust eftir að sjá einhvern snjó í febrúar og mars, annað væri ólíklegt,“ sagði hann. Hann sagði gott tíðarfar þó stytta veturinn til muna og þó svo að eitthvað snjóaði á næstu tveimur mánuðum mætti gera ráð fyrir að þann snjó tæki fljótt upp þegar færi að vora á ný. Óvenjulegt að Lág- heiði sé opin svolengi á þessumárstíma UM síðustu áramót var 361 barn á biðlista eftir leikskóla- plássi á Akureyri samkvæmt yfirliti sem lagt var fram til kynningar á síðasta fundi skólanefndar. Á biðlista eru 115 börn fædd 1995–1998, sem eiga lögheimili á Akureyri og 31 barn sem eiga lögheimili ann- ars staðar. Börn á biðlista fædd 1999 eru 199 sem eiga lögheimili á Akureyri og 16 sem eiga lögheimili annars staðar. Þarna er um að ræða fjölda barna sem ættu að fara inn í leikskóla bæjarins í vor eða næsta haust, þar af eru 38 skráningar á biðlista frá 1. september sl. Börn í leikskóla, fædd 1995, sem eru að fara í grunnskóla, eru 224, áætlaður viðbótar- fjöldi barna í nýjum Iðavelli er 75 og 35 í Krógabóli vegna stækkunar. Því ætti að vera hægt að taka 334 börn inn í leik- skólana á þessu ári. Leikskólar á Akureyri Um 360 börn á biðlista

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.