Morgunblaðið - 24.01.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.01.2001, Qupperneq 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 19 janúarm ánaðar ÞORSTEINN EA, fjölveiðiskip Samherja hf. á Akureyri, kom til heimahafnar frá Póllandi í gær, eftir umfangsmiklar breytingar og er skipið nú eitt það öflugasta í ís- lenska fiskiskipaflotanum. Skipið var lengt um 18 metra, stýrishús var fært fram um 11 metra, sett var 1.500 hestafla ljósavél um borð, auk ýmissa annarra breyt- inga. Með breytingunum eykst burðargeta Þorsteins EA um 75% og getur skipið nú borið um 2.000 tonn af loðnu, að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðar Samherja. Þorsteinn hélt til Póllands hinn 1. október í haust en breytingar á skipinu fóru fram hjá skipasmíða- stöðinni Grysia í Stettin. Kristján sagði að verkið í Póllandi hefði gengið ágætlega en á því urðu nokkrar tafir, m.a. þar sem ráðist var í meiri framkvæmdir en ráð var fyrir gert í upphafi. Þorsteinn hélt frá Póllandi seint á fimmtu- dag og tók siglingin heim því rúma fjóra og hálfan sólarhring. Kristján sagði að siglingin heim hefði gengið vel en ráðgert er að skipið haldi til loðnuveiða eftir 2–3 daga. Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn EA, fjölveiðiskip Samherja hf., kom til heimahafnar í gær eft- ir umfangsmiklar breytingar í Póllandi. Þorsteinn EA til heima- hafnar eftir breytingar RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar á Akureyri handtók tvo menn um þrítugt í fyrradag, sem við yf- irheyrslur viðurkenndu þrjú innbrot. Mennirnir viðurkenndu innbrot í Umferðarmiðstöðina á Akureyri um helgina, þaðan sem stolið var um 100 kg peningaskáp sem í voru bókhalds- gögn og um 80.000 krónur í pening- um og vöruvagni. Einnig viður- kenndu þeir innbrot í Endur- vinnsluna á Akureyri um helgina, þaðan sem m.a. var stolið verkfæra- setti og innbrot í íþróttahúsið á Þela- mörk fyrir um hálfum mánuði þaðan sem stolið var um 30-40 þúsund krónum í peningum. Þá viðurkenndi annar mannanna að hafa stolið GSM-síma. Viður- kenndu þrjú innbrot OPIÐ hús verður fyrir eldri borgara í Safnarðarheimili Akureyrarkirkju á fimmtudag, 25. janúar frá kl. 15 til 17. Þórhalla Þorsteinsdóttir flytur hugleiðingu um ævikvöldið, fluttur verður samtíningur um Þorrann eft- ir Halldóru Ingimarsdóttur, Erling- ur Níelsson stjórnar fjöldasöng og séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir flytur bænarorð. Boðið veður upp á kaffi- veitingar. Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45. Akureyrarkirkja Opið hús eldri borgara ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.