Morgunblaðið - 24.01.2001, Side 26

Morgunblaðið - 24.01.2001, Side 26
LISTIR 26 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ GLERREGN var fyrst sýnt á Kjarvalsstöðum árið 1984 og vakti þá feiknalega athygli. Verkið er gert úr fimm hundruð egghvössum gler- brotum sem hengd eru í glært girni og hanga nú niður úr lofti litla sal- arins á jarðhæð Listasafns Íslands. Safnið eignaðist verkið árið 1988, en þetta er í fyrsta sinn sem það er sýnt. Verkið er dæmigert fyrir til- finningaríka nálgun Rúríar við efni- viðinn sem var nokkurs konar and- svar hennar við rökrænni afstöðu margra starfsfélaga hennar af hug- myndræna skólanum. Ásamt Ólafi Lárussyni ástundaði hún það sem kalla mætti expressjóníska gjörn- ingalist. Sprengikrafturinn lýsti sér í táknrænni eyðileggingarhvöt, svo sem þegar Rúrí réðst á gullinn bíl í Austurstræti á Listahátíð 1974 og braut hann niður með sleggju. Þessi gjörningur vakti ómælda athygli enda var þetta í fyrsta sinn sem slík uppákoma átti sér stað undir beru lofti í miðbænum. Þessi tilfinninga- lega afstaða hefur síðan ávallt fylgt Rúrí, hvort sem hún fæst við gjörn- inga, stök myndverk eða varanlega skipan. Eyðilegginguna má setja í beint samband við pólitíska afstöðu hennar, efa hennar um réttmæti vél- menningarinnar og skilning hennar á tímanum og fallvaltleika mann- gerðs umhverfis og manngerðra hluta. Líkt og bandaríski listamað- urinn Gordon Matta-Clark – sem var, meðan hann lifði, þekktastur fyrir að saga sig í gegnum gólf og veggi fjölbýlis- og raðhúsa – er Rúrí afbyggingarlistamaður, eða de- konstrúktífur myndhöggvari, reiðubúin að byggja upp og brjóta niður ef það má verða til þess að opna mönnum nýja sýn á tilveruna. Það að kryfja, sjá og rannsaka er manninum jafneiginlegt og nauð- synlegt og hitt að byggja og búa til. Glerregnið er einmitt þess eðlis að við fyrstu sýn virðist það frá- hrindandi og beinlínis stórhættu- legt. En inn í skóginn og út úr hon- um má finna leið svo hægt er að sjá umhverfið gegnum glerbrotin. Þá kemst verkið allt á hreyfingu þegar gengið er nálægt því eða um það því gusturinn snýr glernálunum svo þær eru allar á iði. Sú hvassa tilfinn- ing sem býr í Glerregninu verður ekki skilin frá þeirri sársaukafullu líkamslist sem setti svip sinn á sjö- unda, áttunda og níunda áratuginn þar sem konur voru gjarnan í aðal- hlutverki. Jafnólíkar listakonur og Marina Abramovic, Rebecca Horn, Gina Pane, Valie Export og Ana Mendieta fengust við angist, grimmd og ógn á sama tíma og Rúrí var að hefja feril sinn. Þannig ritaði hún nafn sitt á fyrstu blaðsíður þeirrar kvennalistasögu sem var í burðarliðnum og átti eftir að verða upphafið að raunverulegri innrás kvenna í listheiminn sem fram til loka sjöunda áratugarins var nær einungis skipaður körlum. Þegar horft er út úr Glerregni Rúríar í öðrum sal Listasafns Íslands er ekki úr vegi að minnast þess hvaða breyting varð á viðhorfi okkar með aukinni sókn kvenna inn í þetta rammgerða karlavígi. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Glerregn Rúríar frá 1984, eins og það lítur út í Listasafni Íslands. Grýlukertaskógur MYNDLIST L i s t a s a f n Í s l a n d s Til 18. febrúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11–17. BLÖNDUÐ TÆKNI RÚRÍ Halldór Björn Runólfsson VERK eftir Finn Torfa Stefánsson tón- skáld er komið í und- anúrslit tónsmíðasam- keppninnar Master- prize sem breska ríkisútvarpið BBC (BBC World Service og BBC Radio 3) stendur fyrir ásamt útgáfufyrirtækinu EMI/Angel Records, London Symphony Orchestra og tónlist- artímaritinu BBC Music Magazine. Verndari keppninnar er hljómsveitarstjór- inn og sellóleikarinn Mstislav Rostropovich. Tónskáld víðsvegar að úr heiminum sendu inn sinfónísk verk, alls 1.131 tals- ins, og úr þeim fjölda hafa nú ver- ið valin tólf verk í undanúrslit keppninnar. „Þetta er einhver viðamesta tónsmíðakeppni sem nokkurn tíma hefur verið haldin. Stór hópur sér- fræðinga, aðallega hljómsveit- arstjórar og tónlistarmenn, hefur farið yfir öll þessi verk og valið úr þeim tólf verk í undanúrslit,“ seg- ir Finnur Torfi. Hann segir keppn- ina vera sérstaka fyrir það að hún er opin öllum, án tillits til þjóð- ernis, aldurs, kyns o.s.frv. Ákveðin tímamörk eru þó sett, þ.e. að verk- in skuli vera því sem næst tíu mín- útur. Hlustendur greiða atkvæði Verkin tólf verða á næstu vikum hljóðrituð af hljómsveitum BBC og verður þeim útvarpað um allan heim frá stöðvum BBC og völdum stöðvum í Evrópusambandi út- varpsstöðva nokkrum sinnum frá og með apríl nk. Í maí velur sérfræðinganefndin, með liðsstyrk nokkurra heims- frægra hljómsveit- arstjóra, fimm verk- anna til keppni í úrslitum og verða þau gefin út á geisladiski í ágúst og útvarpað aft- ur. Í september fer svo fram alþjóðleg at- kvæðagreiðsla hlust- enda BBC, símleiðis og á Netinu, og verða úrslit hennar gerð heyrinkunn á sér- stökum hátíðartón- leikum 10. október í haust. Verkið sem á endanum stendur upp úr sem sigurvegari verður verðlaunað með 30.000 pundum eða sem svarar um 3.750.000 íslenskra króna. Gamaldags og rómantískur Finnur Torfi er að vonum ánægður með að hafa komist í undanúrslit í svo stórri alþjóðlegri keppni. Um verkið, sem hann kall- ar De Amore, segir hann að það sé samið árið 1995 og sé einn kafli úr stærra verki, Hljómsveitarverki V. Undirtitill verksins er Ljósir lokk- ar og segist tónskáldið þar vísa til ljóshærðra dætra sinna og eig- inkonu. Allt verkið er tæpur hálf- tími að lengd en kaflinn er um tíu mínútur. „Ég kalla þetta De Am- ore eða Um ástina. Ég er gam- aldags og rómantískur,“ segir hann. Alls hefur Finnur Torfi samið sex stórar sinfóníur. Hljómsveit- arverk V hefur að sögn Finns Torfa enn ekki verið flutt opin- berlega af Sinfóníuhljómsveit Ís- lands. Hins vegar gerði hljóm- sveitin í samstarfi við Ríkisútvarpið óformlega kynning- arupptöku á verkinu og þá upp- töku sendi hann út í keppnina. Verk eftir Finn Torfa Stefánsson Komið í undan- úrslit í tónsmíða- samkeppni BBC Finnur Torfi Stefánsson Á FUNDI borgarráðs nýverið var samþykkt tillaga frá borgarstjóra að „fela menningarmálastjóra í sam- vinnu við menningarmálanefnd að vinna að 2–3 starfssamningum við sjálfstæð leikhús eða sviðslistahópa í borginni til þriggja ára. Til starf- samningana verði varið 6 milljónum króna árið 2001, 12 milljónum króna á árinu 2002 og 15 milljónum króna á árinu 2003.“ Einnig segir í tillögunni að „Faghópur, skipaður einum full- trúa af Bandalagi sjálfstæðu leikhús- anna, einum fulltrúa Bandalags ís- lenskra listamanna og menning- armálastjóra sem formanni hópsins, geri tillögur til menningarmála- nefndar að samningum við viðkom- andi aðila.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að tillag- an væri svar borgaryfirvalda við auk- inni grósku í starfi sjálfstæðra leik- hópa í borginni. Í greinargerð með tillögunni segir: „Starfsemi þeirra (sjálfstæðu leikhópanna) er mikil- vægur þáttur í leiklistarlífi höfuð- borgarinnar. Framboð þeirra á sýn- ingum er fjölbreytt, árlegur fjöldi frumsýninga á þeirra vegum hefur aukist verulega og aðsókn að listvið- burðum þessara leikhúsa hefur að sama skapi margfaldast hin síðustu ár.“ Ingibjörg Sólrún sagði að til sjálf- stæðu leikhópanna í borginni hefði framlag menningarmálanefndar ver- ið bilinu 5,6–6 milljónir króna. „Með þessari tillögu sem hér er flutt er gert ráð fyrir talsverðri hækkun á þessum styrkjum á næstu 2 árum og þannig verður heildarframlag borg- arinnar til þessarar starfsemi orðið 20 milljónir árið 2003. Þá er gert ráð fyrir að 15 milljónir fari í samstarfssamninga og 5 milljónir í einstök verkefni eins og verið hefur.“ Í viðtali við forsvarsmenn Leikfélags Ís- lands í Morgunblaðinu sl. sunnudag kom fram að Leik- félag Íslands, sem rekur Iðnó og Loftkastalann, óskar eftir 50 milljóna króna framlagi af opinberu fé er skiptast myndi til helminga á milli ríkis og borgar. Aðspurð hvort sér- staklega yrði komið til móts við óskir Leikfélags Íslands sagði Ingibjörg Sólrún eftirfarandi: „Leikfélag Íslands nýtur þeg- ar talsverðs stuðnings borgar- innar í því formi að þeir hafa húsnæði fyrir leikstarfsemina í Iðnó án endur- gjalds og það var frá því gengið í upp- hafi að veitingastarfsemin í húsinu tengdist leikstarfseminni og væri ætlað að afla henni tekna, hvernig svo sem mönnum hefur til tekist í þeim efnum. Það er ekki gert ráð fyr- ir frekari fjárveitingum til þessa málaflokks né heldur að mál ein- stakra leikhópa eða leikhúsa verði tekin út fyrir sviga og leyst með sér- tækum hætti. Þar sitja allir við sama borð.“ Engar hækkanir í ár Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði aðspurður um óskir Leikfélags Íslands um aukinn stuðn- ing ríkisins við starfsemi fyrirtækis- ins að hann hefði ekki séð þessar töl- ur settar fram nema í blaðaviðtali sem óskafjárhæð stjórnenda Leik- félags Íslands. „Þar sá ég einnig, að forráðamenn félagsins töldu háum fjárhæðum varið til Þjóðleikhúss og Borgarleikhúss, jafnvel of háum. Ég átta mig ekki fyllilega á því, hvort þeim finnst, að opinberir að- ilar eigi að veita meiru fé til leiklistar eða hvort þeir vilja, að kökunni sé skipt með öðr- um hætti. Úr ríkissjóði er fé veitt til leiklistar með öðrum hætti en stuðningi við Þjóðleikhúsið og hefur stuðningur við svonefnd sjálfstæð leikhús aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Forystumenn Bandalags ís- lenskra listamanna kynntu mér í síðustu viku tillögur að stefnumörkun varðandi sjálf- stæð leikhús og sviðslistahópa. Þar er hvatt til þess, að fjár- veitingar úr ríkissjóði vegna þessa málaflokks verði auknar í áföngum á næstu árum úr 25 m.kr. árið 2000 í 85 m.kr. Er óskað eftir 10 m.kr. hækkun strax á þessu ári, en fjárlög ársins hafa hins vegar þegar verið samþykkt án slíkrar hækkunar. Þá vill Bandalag íslenskra lista- manna, að það verði stofnaður sér- stakur ferðasjóður sviðslistanna með stuðningi ríkissjóðs til að nýta list- sköpun sjálfstæðu leikhúsanna betur og í auknum mæli í þágu landsbyggð- arinnar. Loks vill Bandalag íslenskra listamanna, að reglum um starfslaun listamanna verði breytt á þann veg, að stofnaður verði sérstakur starfs- launasjóður höfunda í sviðslistum. Ég hef ekki tekið afstöðu til þessara tillagna en lít þannig á, að það verði að skoða tilmæli frá Leikfélagi Ís- lands í ljósi þessara tillagna frá Bandalagi íslenskra listamanna, þar sem verið er að fjalla um sama mál- ið.“ Aðspurður hvort það væri á döf- inni að menntamálaráðuneytið gerði samstarfssamning við Leikfélag Ís- lands – og þá hugsanlega þríþættan samning á borð við þann sem gerður hefur verið við Leikfélag Hafnar- fjarðar og Leikfélag Akureyrar sagði Björn Bjarnason: „Samkvæmt 16. grein leiklistarlaga er það áskilið, að um þríhliða samning sé að ræða, ef ríkið á að styðja við atvinnuleikhús með samningsbundnum hætti, það er samning milli ríkisins, leikhússins og viðkomandi sveitarfélags. Þannig hefur verið samið við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og á Akureyri vegna at- vinnuleikhúsa þar. Ekki hefur verið tekin afstaða til slíks samstarfs um atvinnuleikhús í Reykjavík, en það er greinilegt, að forráðamenn Leik- félags Íslands eru með samstarf á þessum grundvelli í huga. Ef til vill eru fleiri atvinnuleikhópar í borginni í svipuðum hugleiðingum, án þess að mér sé um það kunnugt. Á hinn bóg- inn er ljóst að af hálfu menntamála- ráðuneytisins verður ekki samið um starfsemi margra slíkra hópa í Reykjavík.“ Björn vildi að endingu taka fram að leiklistarráð er menntamálaráðu- neytinu til ráðgjafar um þessi mál- efni og á vettvangi þess er lagt mat á allar óskir um samninga við ríkissjóð. „Allir leikhópar sitja við sama borð“ Björn Bjarnason Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.