Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 29 Útsala Útsala Útsala Klapparstíg 44 - sími 562 3614 VERKFALL er skollið á hjá at- vinnumönnum í ruðningi (football), og góð ráð dýr hjá eiganda liðs í Wash- ington DC (Jack Warden). Hann ræð- ur gamalfrægan, atvinnulausan þjálf- ara, McGinty (Gene Hackman) að nafni, til að leysa af meðan á verkfall- inu stendur og ráða lið af staðgengl- um. McGinty tekur boðinu, með því skilyrði að hann einn ákveði ráðning- ar leikmannanna. Byrjar á að þefa uppi ungan mann, Falco (Keanu Reeves), sem þótti bráðefnilegur en fór á taugum í úrslitaleik og hvarf af sjónarsviðinu. Aðrir eru af svipuðu sauðahúsi. Meðal annars japanskur glímumaður og Walesbúi (Rhys Ifin), sem kann að sparka bolta. Dæmigerð sjálfumglöð fantasía, þar sem allt gengur smám saman upp. Það nægir að horfa á fyrsta stundarfjórðunginn, þegar Hackman er að koma skikki á hópinn. Sem tap- ar naumt upphafsleiknum, svo fer boltinn að rúlla og allt er fyrirsjáan- legra en sólarlagið. Í klisjusúpuna er bætt ómerkilegum, persónulegum vandamálum sem allir bíógestir kann- ast við, í raun gerist ekkert sem við höfum ekki séð áður. Og það oftar en einu sinni. Staðgenglarnir er ekki illa gerð tæknilega og sum atriðin á vellinum eru hressing fyrir augað. Það er frumleikinn sem vantar, það er ótrú- legt að vera boðið uppá enn eina Rockyútgáfuna þegar allt sæmilega óbrjálað fólk er fyrir löngu orðið leitt á þeim og menn hafa ekki neinu nýju við að bæta. Dapurt að sjá gamla góða Hackman í jafnútslitnu hlutverki og hér, hann er þó sá sem telst með sjá- anlegu lífsmarki. Gamlar lummur „Dapurt að sjá gamla góða Hackman í jafnútslitnu hlutverki og hér, hann er þó sá sem telst með sjáanlegu lífsmarki.“ KVIKMYNDIR B í ó b o r g i n , K r i n g l u b í ó Leikstjóri: Howard Deutch. Hand- ritshöfundur: Vince McKewin. Tón- skáld: John Debney. Kvikmynda- tökustjóri: Tak Fujimoto. Aðalleikendur: Keanu Reeves, Gene Hackman, Brooke Langton, Jack Warden, Rhys Ifans, Jon Favr- eau, Orlando Jones, Brett Cullen. Sýningartími: 120 mín. Bandarísk. Warner Bros. Árgerð 2000. THE REPLACEMENTS Sæbjörn Valdimarsson STÓRSVEIT Reykjavíkur lætur ekki deigan síga og sl. laugardags- kvöld var boðið uppá tónleika með gestastjórnanda, sænska trompet- leikaranum Fredrik Norén. Ýmsir ráku upp stór augu og héldu þetta einhvern misskilning maðurinn spil- aði á trommur en ekki trompet. Svo var þó ekki – hann er bara alnafni Fredriks Noréns trommara, sem í þrígang hefur leikið hér með hljóm- sveit sinni. Síðast í ágúst sl. á Kaffi Reykjavík. Við þekkjum svosem al- nafnana í íslensku tónlistarlífi: Jó- hannana G. og Jónana þrjá Sigurðs- syni; Jón bassa, Jón trompet og Jón dægurlagasmið í bankanum. Norén gerði hér stuttan stans á leið yfir hafið og æfingarnar urðu þrjár með Stórsveitinni. Efnisskráin samanstóð af útsetningum eftir Bill Holman, Bob Brookmeyer, Jim Mc- Nelly og Göran Strandberg á eigin verkum og annarra og voru sum all- flókin, ekki síst verk Jims McNelly, og stóð þó ekki í hljóðfæraleikurun- um að flytja þau. Erlendir gesta- stjórnendur Stórsveitarinnar síðustu árin hafa orðið undrandi á að hitta slíkt einvala lið atvinnudjassleikara norður við heimskautsbaug og rak Norén ekki upp minni augu en Ask- enazy um daginn er hann stjórnaði Sinfóníunni. Er það sannast sagna að báðar eru sveitir þessar Íslendingum til mikils sóma – munurinn er bara sá að Stórsveitin nýtur ekki fulltingis annarra en Reykjavíkurborgar. Nú er komið að ríkinu og einkafyrirtækj- um að bætast í hópinn og tryggja áframhaldandi starf sveitarinnar sem Sæbjörn Jónsson stofnaði fyrir næstum áratug. Ekki væri hún síðri landkynning í útlandinu en Sinfónían og frændþjóðir okkar norrænar eru iðnar við að senda stórsveitir sínar í menningarleg strandhögg erlendis. Tónleikarnir hófust á útsetningu Bills Holmans á Old Man River úr Show Boat eftir Jerome Kern og í kjölfarið fylgdu tvær aðrar útsetn- ingar eftir Holman: Lover Man eftir píanistann gleymda Roger Ramirez og Nígeríuópus Sonny Rollins: Areg- in. Birkir Freyr og Ólafur Jónsson blésu sólóa í þessum lögum utan Lov- er man sem var einleiksverk Sigurð- ar Flosasonar með hljómsveitinni. Hann blés lagið fallega án þess að láta tilfinningasemina hlaupa með sig í gönur einsog mörgum hættir við er þeir leika þetta lag með taugaáfall Parkers í undirvitundinni. Næst voru á dagskrá útsetningar eftir Bob Brookmeyer á Fats Waller og W.C. Handy og Norén með trompetinn í hönd fyrir framan hljómsveitina. Hann blés skemmti- lega og notaði ýmis brögð gömlu svíngarana. Þó hann sé módernisti kann hann gamla svíngið og oft gægðist Harry „Sweets“ Edinson fram í sólóum hans. Í St. Louis- blúsnum blés Eyþór Kolbeins bás- únusóló og man ég varla eftir að hafa heyrt hann gera slíkt áður. Tókst honum vel upp og hrynsveitin á stundum með fönkbragði a la Lee Morgan. Jóhann Hjörleifsson er í góðri sókn sem stórsveitartrommari. Eftir hlé voru verk eftir Jim Mc- Neely og Göran Strandberg á dag- skrá. McNeely, sem flestir þekkja frá því hann lék á píanóið með Stan Getz, stjórnar nú stórsveit danska útvarps- ins, tók þar við af Bob Brookmeyer. Einsog getið er hér að framan voru útsetningar McNelly ekkert barna- meðfæri og blés Norén með tromp- etsveitinni, en Sigurður Flosason, saxaleiðtogi, rammaði lögin inn. Það munaði um Norén í trompethópnum og krafturinn í sveitinni var kynngi- magnaður, þó ekki hefði verið verra að Norén hefði haft fleiri daga með hljómsveitinni. Jóel átti fína sólóa í verkum McNeely svoog píanistinn ungi Davíð Þór, en hann galt nokkuð fyrir hve píanóið var illa magnað. Var það eina hljóðfærið sem var lyft utan bassans, en Gunnar Hrafnsson komst vel í gegnum lúðraþytinn og trommusláttinn. Old Man River var leikið að nýju eftir hlé, að þessu sinni í útsetningu Strandbergs með Norén í einleiks- hlutverkinu. Sú útsetning var nokkuð yfirborðsleg og stóð langt að baki út- setningum Holmans á söngdansin- um. Lokalagið var einnig Holman-út- setning; You Go To My Head – og lauk þar stórskemmtilegum tónleik- um í troðfullum sal Kaffi Reykjavík- ur. Vernharður Linnet Þétt stórsveit DJASSK a f f i R e y k j a v í k Einar Jónsson, Birkir Freyr Matth- íasson, Örn Hafsteinsson, Freyr Guðmundsson og Fredrik Norén trompeta; Oddur Björnsson, Björn R. Einarsson, Eyþór Kolbeins og David Bobroff básúnur, Sigurður Flosason, Ólafur Jónsson, Jóel Páls- son, Stefán S. Stefánsson og Krist- ján Svavarsson saxófóna, klarinett- ur og flautur, Davíð Þór Jónsson píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Jóhann Hjörleifsson trommur. Stjórnandi: Fredrik Norén. Laug- ardagur 20. janúar. STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR ÞEGAR menningarári lýkur og ís- lenskir tónlistargestir eru farnir að spyrja sjálfa sig: „Er menning eftir Reykjavík 2000?“, þá kemur svarið frá kirkjununum, sem koma sterkar inn á nýju ári, með skipulagðri tón- listardagskrá og tónleikaröðum. Tónleikar EÞOS-kvartettsins voru í einni slíkri tónleikaröð í Neskirkju, þar sem boðið er upp á fjölbreytta og vandaða dagskrá. EÞOS-kvartettinn er skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur, Gretu Guðnadóttur, Guðmundi Krist- mundssyni og Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur en þau hafa starfað saman í 4 ár. Þau hófu tónleikana á strengja- kvartett í C-dúr K.V.157 (1772) eftir W.A. Mozart. Fyrsti þáttur var leik- inn af öryggi og fremur hratt, jafnvel aðeins of hratt og hefði ekki sakað að hafa meiri tíma til móta línur skýrar. Þetta gerði það að verkum að kaflinn náði sér ekki alveg á fullt flug. Það gerðist þó í næsta þætti Andante, sem var mjög fallega mótaður, sem og þriðji þáttur, Presto, sem bar með sér einkenni ungverskrar danstón- listar eða rytma, var glæsilega flutt- ur. Franz Berwald (1796-1869) var sænskur fiðluleikari, og nokkurn veginn sjálfmenntaður í tónsmíðum. Honum auðnaðist ekki mikill frami í heimalandi sínu í lifandi lífi. Eftir hann liggja þó nokkur verk, mest hljómsveitar- og kammermúsíkverk. Frægust er þó líklega 3. sinfónían, Sinfonie singuliére. Strengjakvart- ettinn í a-moll er einn af þremur er hann samdi og má segja, hvað stíl varðar, að hann sé einskonar erfða- skrá rómantísku meistaranna, allt frá Schuberts til Brahms – fallegt verk í heildina en á köflum nokkuð sundurlaust og allt að því ofvaxið í fremri endann. Flutningurinn var í senn mjög góður og afar sannfær- andi, sérstaklega í öðrum og þriðja þætti, sem voru hlutfallslega stuttir miðað við fyrsta þátt. Giacomo Puccini (1856-1924) samdi sinn eina strengjakvartett, Crisantemi (Chrysanthemums) á einu kvöldi árið 1890, í minningu her- togans af Savoy. Efniviður þessarar Elegíu, sem er einnig til sem hljóm- sveitarverk, var síðar notaður í óp- eruna Manon Lescaut. Treginn er undirstrikaður með mikilli notkun á krómatík og afgerandi notkun sellós- ins gerir verkið mjög áhrifamikið og dramatískt. Leikur kvartettsins var með miklum ágætum, frábærlega vel útfærður í samspili, samhljómi og vel mótaður, enda skipaður frábærum hljóðfæraleikurum. Hljómburður Neskirkju er góður og tær fyrir hljóðfæratónlist. Þó hef- ur undirritaður það aðeins á tilfinn- ingunni að hljómurinn sé aðeins ein- angraður þarna upp við altari og dýnamískar breytingar því ekki eins skýrar og vænta mætti. Í heild voru þetta mjög góðir tón- leikar, skemmtileg efnisskrá og mjög svo hæfileg tímalengd á tón- leikunum. Það vill oft á tíðum brenna við að lengd tónleika fer fram úr því sem tónleikagestir hafa einbeitingu og úthald í. Maður hugsar með sér að það hefði mátt sleppa einhverju verkinu. Á þessum tónleikum var því öfugt farið, því ekki var laust við það að gaman hefði verið að heyra eitt verk til viðbótar. Skemmtileg efnisskrá TÓNLIST N e s k i r k j a lék verk eftir: W.A. Mozart, F. Berwald og Puccini. Neskirkja. Sunnudaginn 21. janúar kl 15. EÞOS-KVARTETTINN Kári Þormar MEGAS og Jón Ólafsson verða gest- ir Ritlistarhóps Kópavogs í Gerðar- safni á morgun, fimmtudag, kl. 17. Megas flytur eigin verk við undir- leik Jóns Ólafssonar. Aðgangur er ókeypis. Megas gestur Ritlist- arhópsins Gallerí Sævars Karls Sýningu Helga Þorgils Friðjóns- sonar í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti lýkur á morgun, fimmtudag. Sýningu lýkur Á ÞRIÐJU áskriftartónleikum Tónlistarfélags Ísafjarðar í Hömr- um annað kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20.30, leikur Helga Bryndís Magn- úsdóttir píanó- leikari verk eftir Haydn, Brahms, Liszt og Ravel. Helga Bryndís stundaði nám hjá Jónasi Ingi- mundarsyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám í Vínarborg og Helsinki. Hún hefur starfað við Tónlistarskólann á Akureyri frá árinu 1992. Hún hefur einkum leikið kammertónlist, með söngv- urum og í CAPUT-hópnum og leikið einleik með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Áskriftarkort gildir en stakir miðar kosta 1.200 kr. og eru seldir við innganginn. Skólanemendur 20 ára og yngri fá ókeypis aðgang. Píanótón- leikar á Ísafirði Helga Bryndís Magnúsdóttir PÉTUR Jón- asson gítar- leikari heldur einleikstón- leika í sal Borgarhóls- skóla á Húsa- vík annað kvöld, fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Á efnis- skránni verða verk eftir Isaac Albéniz, Manuel de Falla, Francisco Tárrega, Atla Heimi Sveinsson og Huga Guðmunds- son. Pétur mun svo leiðbeina gít- arnemendum Tónlistarskólans á námskeiði sem haldið verður föstudaginn 26. janúar. Tónleikarnir og námskeiðið eru á vegum Tónlistarskóla Húsavíkur. Gítartón- leikar á Húsavík Pétur Jónasson ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.