Morgunblaðið - 24.01.2001, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 31
HÉR á eftir fara bréfaskipti Hall-
dórs Blöndal forseta Alþingis og
Garðars Gíslasonar forseta
Hæstaréttar, í gær 23. janúar:
„Forseti Hæstaréttar,
Garðar Gíslason. 23. janúar
2001.
Í kjölfar dóms Hæstaréttar 19.
desember 2000 í máli nr. 125/
2000 hefur ríkisstjórnin flutt á Al-
þingi frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum nr. 117/1993 um
almannatryggingar, með síðari
breytingum. Í frumvarpinu er ráð-
gert að sem fyrr geti orðið skerð-
ing á fjárhæð tekjutryggingar ör-
orkulífeyrisþega í hjúskap vegna
tekjuöflunar maka hans. Við með-
ferð frumvarpsins á Alþingi hefur
verið deilt um, hvort skilja eigi
umræddan dóm Hæstaréttar svo
að með honum hafi verið slegið
föstu, að almennt sé andstætt
stjórnarskránni að kveða í lögum
á um slíka tekjutengingu. Þess
vegna fer forsætisnefnd Alþingis
þess á leit við forseta Hæsta-
réttar að hann láti nefndinni í té
svar við því, hvort dómurinn hafi
falið slíka afstöðu í sér.
Halldór Blöndal.“
Svarbréf forseta Hæstaréttar er
svohljóðandi: „Forsætisnefnd Al-
þingis 23. janúar 2001.
Vísað er til bréfs 23. janúar
2001, þar sem þér farið þess á
leit að forseti Hæstaréttar láti
nefndinni í té svar við því hvort
með dómi Hæstaréttar 19. des-
ember 2000 í máli nr. 125/2000
hafi verið slegið föstu að almennt
sé andstætt stjórnarskrá lýðveld-
isins Íslands að kveða í lögum á
um að skerðing geti orðið á fjár-
hæð tekjutryggingar örorkulífeyr-
isþega í hjúskap vegna tekna
maka hans. Í dóminum var að-
eins tekin afstaða til þess hvort
slík tekjutenging eins og nú er
mælt fyrir um í lögum sé and-
stæð stjórnarskránni. Svo var tal-
ið vera. Dómurinn felur ekki í sér
afstöðu til frekari álitaefna en hér
um ræðir. Í því ljósi verður að
svara spurningu yðar neitandi.
Garðar Gíslason.“
Bréfaskipti
forseta
Alþingis og
forseta
Hæstaréttar
RAGNAR Aðalsteinsson, lögmaður
Öryrkjabandalagsins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að með
svari sínu til
forsætis-
nefndar Alþing-
is væri Garðar
Gíslason að
segja, að
Hæstiréttur
hafi komist að
þeirri niður-
stöðu að það
væri óheimilt
að skerða þá
tekjutryggingu sem var í gildi þeg-
ar dómur Hæstaréttar í máli Ör-
yrkjabandalags Íslands gegn
Tryggingastofnun ríkisins gekk í
desember. „Tekjutryggingin er
núna, í janúar, 33 þúsund krónur
og það er verið að skerða hana
niður í 25 þúsund krónur. Garðar
segir að það sé óheimilt. Frum-
varpið sem nú er til meðferðar á
Alþingi er andstætt dómi Hæsta-
réttar. Þetta er inntakið í svari for-
seta Hæstaréttar,“ sagði Ragnar
Aðalsteinsson.
Frumvarpið
andstætt
dómi
Hæstaréttar
Ragnar
Aðalsteinsson
endurgreiddar bætur aftur í
ra en til fjögurra ára.
Jóhannesdóttir, þingmaður
rinnar, sagði að minnihlutinn
ækilega yfir frumvarp ríkis-
r og rætt það ítarlega í þrem-
m á Alþingi. „Okkar niðurstaða
ð stenst ekki mannréttinda-
narskrárinnar,“ ítrekaði hún.
að bréf forseta Hæstaréttar
u þar um. „Það er ekki neitt
leysa þann ágreining sem hér
sta benti einnig á að í um-
ðu kjör lífeyrisþega og öryrkja
mið til tals. „Því hefur verið lof-
ræðunni að bæta kjör þeirra.
ði gert áður en þessum vetri
munum sjá til þess að halda
ni við efnið og sjá til þess að
þega verði bætt. Það er orðið
ært.“
Halldórsdóttir, þingmaður
ingarinnar – græns framboðs,
viðbrögðum ríkisstjórnarinn-
Hæstaréttar hefði ríkisstjórnin
ost að fara í stríð við þjóðina.
æri ólokið. Og Guðjón A. Krist-
gmaður Frjálslynda flokksins,
ryrkjar ættu bætur inni hjá
dóms Hæstaréttar. Bæturn-
ðhelgar og þær mætti ekki
mi um slíkar bréfaskriftir
Skarphéðinsson, þingmaður
rinnar, gerði fyrrgreindar
að umtalsefni og sagði engin
dæmi um slíkar bréfaskriftir í þeim lönd-
um sem við bærum okkur saman við. „Ég
veit engin dæmi þess að löggjafarvaldið
hafi með þessum hætti reynt að fá fram úr-
skurð frá dómstólum landsins um það hvað
þeir voru í reynd að segja. Það sem skiptir
miklu máli í þessu máli er að það er ekki
Hæstiréttur sem skrifar bréfið. Það er for-
seti Hæstaréttar. Og það verður að gera
skýran greinarmun á honum og Hæsta-
rétti sjálfum. Ég vek eftirtekt á því að sá
sem skrifar þetta bréf er einn af þeim sem
var ósammála …meirihluta Hæstaréttar.
Þyrfti það þá að koma einhverjum á óvart
að sá maður haldi áfram fast í þá skoðun
sem hann hefur áður rökstutt á tveimur
blaðsíðum sjálfur að sú aðferð sem hér sé
viðhöfð brjóti ekki í bága við stjórnar-
skrána. Að sjálfsögðu ekki. Forseti Hæsta-
réttar væri haldinn tvíhyggju ef hann ætti
á einum mánuði að skipta um skoðun.“
Össur spurði því næst hvort forseti
Hæstaréttar hefði haldið fund með dóm-
urum Hæstaréttar um bréf forseta Alþing-
is. „Og er þetta bréf sent með samþykki,
vitund og vilja allra dómara Hæstaréttar,“
spurði hann enn fremur en dró því næst í
efa að svo væri. Sagði hann að bréf forseta
Hæstaréttar væri einungis sent í umboði
sjálfs forseta Hæstaréttar. Össur sagði
síðar í ræðu sinni að umrætt bréf forseta
Hæstaréttar hefði enga þýðingu í málinu
því það væri lykilatriði að löggjafarvaldið
hefði tíma til að ljúka sínu verki án afskipta
dómsvaldsins.
Að lokum sagði Össur að aftur og aftur
hefði komið fram í umræðunum í máli
stjórnarliða að tími væri kominn til að
bæta kjör öryrkja. Kvað hann stjórarand-
stöðuna vilja aðstoða stjórnina við það. Nú
væri komið að því að stjórnin stæði við lof-
orð um að bæta kjör öryrkja.
Í umboði Hæstaréttar
Davíð Oddsson forsætisráðherra kom
því næst í pontu í andsvari við ræðu Öss-
urar og sagðist ekki hafa hugmynd um það
hvort forseti Hæstaréttar hefði haldið
fund með dómurum Hæstaréttar áður en
hann hefði sent umrætt bréf til forseta Al-
þingis. Sagði hann á hinn bóginn að í bréf-
inu kæmi fram að Hæstiréttur teldi að
menn væru ekki að fremja stjórnarskrár-
brot með því að samþykkja frumvarp um
að tekjutrygging örorkulífeyrisþega í hjú-
skap væri bundin að einhverju leyti við
tekjur maka. „Ég hef fengið mörg bréf frá
Hæstarétti í gegnum tíðina af ýmsum
ástæðum sem forsætisráðherra og er jafn-
an skrifað undir þau af hálfu forseta
Hæstaréttar í umboði Hæstaréttar.“
Össur kvaddi sér aftur hljóðs og spurði
ráðherra að því hvort ekki ætti að fresta
fundi Alþingis úr því bréfið væri svo merkt
gagn eins og ráðherra hefði gefið í skyn í
ræðu sinni. „Er þá ekki rétt að fresta þess-
ari umræðu núna og fá úr því skorið hvort
þetta bréf sé sent með fullum vilja Hæsta-
réttar.“ Davíð ítrekaði að dómstóllinn
hefði verið að svara bréfi forsætisnefndar
Alþingis. Dómstóllinn hefði ekki haft
frumkvæði að bréfaskrifunum. Ítrekaði
hann einnig að hann vissi ekki hvort
Hæstiréttur hefði fundað vegna málsins.
„En það mikið veit ég um lögfræði…að
svona bréf eru send í umboði Hæstarétt-
ar.“
Össur Skarphéðinsson kom aftur í pontu
og gagnrýndi það að Hæstiréttur væri að
hlutast til um verk Alþingis í tilteknu máli
sem allt benti til að kæmi aftur inn á borð
dómstólanna. „Mig grunar að þetta bréf
eigi eftir að draga langan slóða.“
Fleiri þingmenn stjórnar og stjórnar-
andstöðu kvöddu sér hljóðs í umræðunum í
gærkvöld. Sagði Árni Johnsen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, m.a. að forseti
Hæstaréttar væri talsmaður Hæstaréttar
alls. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu
hins vegar margir hverjir bréf forseta
Hæstaréttar og sagði Bryndís Hlöðvers-
dóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, m.a.
að bréfið væri alvarlegt mál fyrir lýðræði
landsins.
Frumvarpið samþykkt
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
lauk umræðunni í gær í veikindum Ingi-
bjargar Pálmadóttur tryggingamálaráð-
herra og sagði hann m.a. að það hlyti að
vera ljóst að ef forseti Hæstaréttar skrif-
aði bréf þá hlyti hann að gera það í umboði
réttarins alls. Sagði hann þó að það væri
ekki alþingismanna að útskýra það heldur
forseta Hæstaréttar. Hann sagði enn
fremur að bréf forseta Hæstaréttar yrði
ekki skilið með öðrum hætti en svo að það
samrýmdist stjórnarskrá að skerða há-
markstekjutryggingu að einhverju leyti
við tekjur maka. En út á það gengi einmitt
frumvarp ríkisstjórnarinnar. Þakkaði
hann að lokum fyrir umræðuna og sagði
ljóst að áfram yrði fjallað um málefni ör-
yrkja á Alþingi sem og annarra þjóðfélags-
þegna sem hefðu lágar tekjur.
Eftir ræðu ráðherra og andsvör við
henni fór fram lokaatkvæðagreiðsla um
frumvarpið og var það samþykkt með 32
atkvæðum stjórnarliða gegn 23 atkvæðum
stjórnarandstöðunnar. Átta voru fjar-
staddir. Þegar fundi hafði verið slitið
púuðu öryrkjar á þingpöllum Alþingis yfir
salinn og upphófst blokkflautuspil á þjóð-
söngi Íslendinga á meðan öryrkjar yfir-
gáfu þingpallana. Fjölmargir þingmenn
gerðu grein fyrir atkvæði sínu í atkvæða-
greiðslunum. Kom þar m.a. fram að þeir
væru sannfærðir um að frumvarpið gengi
gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. Sögðu
þeir einnig að yfirgangur og hroki ríkis-
stjórnarinnar hefðu verið gríðarlegur í
málinu öllu og töldu réttaröryggi borgar-
anna hafa verið ógnað með íhlutun forseta
Hæstaréttar. Stjórnarliðar kváðust hins
vegar sannfærðir um að frumvarpið upp-
fyllti dóm Hæstaréttar. Bentu þeir jafn-
framt á að með dómnum væri einungis ver-
ið að koma til móts við lítinn hóp öryrkja.
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra
tók fram að lokum að starfi nefndar sem
nú væri að endurskoða breytingu á al-
mannatryggingalögum hefði verið flýtt en
vinna hennar sneri að því að bæta kjör
þeirra sem hefðu það lakast.
Að lokum var fundum Alþingis frestað
til 8. febrúar nk.
varð að lögum á Alþingi á fyrsta tímanum í nótt
stæðingar gagnrýna
seta Hæstaréttar
Morgunblaðið/Þorkellheitum umræðum á Alþingi langt fram eftir kvöldi. Fjölmenni var á þingpöllum í Alþingishúsinu í gærkvöld á meðan umræður og at-
kvæðagreiðsla um öryrkjafrumvarpið fóru fram.
málið fæli í
rskránni en
ekki verið
fði það verið
varpið verið
g samþykkt
umræðu og
ræðu og þá
egna þeirra
nú eru uppi,
a Hæstarétt-
spurði hvort
tar hafi ver-
almennt sé
skránni að
slíka tekju-
í frumvarp-
inu. Þessu svarar Hæstiréttur
svo að í dómnum hafi einungis
verið tekin afstaða til þess hvort
slík tekjutenging, eins og nú er í
lögum, sé andstæð stjórnar-
skránni og svo hafi verið talið
vera en „dómurinn felur ekki í
sér afstöðu til frekari álitaefna
en hér um ræðir. Í því ljósi
verður að svara spurningu yðar
neitandi,“ skrifar forseti Hæsta-
réttar,“ sagði Halldór.
Hann sagðist skilja svar for-
seta Hæstaréttar svo að það sé
ekki algild regla að ekki megi
tengja tekjutryggingu við
tekjur maka. Það sé því sjálf-
gert að frumvarpið haldi áfram í
þinginu. Ef Hæstiréttur hefði
sagt að skerðing á tekjutrygg-
ingu örorkulífeyrisþega í hjú-
skap vegna tekjuöflunar maka
væri almennt andstæð stjórn-
arskránni, hefði það verið sjálf-
gert að taka frumvarpið til at-
hugunar en niðurstaða
Hæstaréttar hefði orðið sú að
það væri ekki almenn regla og
því héldi málið áfram.
Halldór sagðist hafa skrifað
forseta Hæstaréttar bréfið eftir
að hafa átt fund með þeim
tveimur forsætisnefndarmönn-
um sem væru á landinu. Eng-
inn ágreiningur hefði verið um
að skrifa bréfið.
„Ég tel það mjög merkilegt
að forseti Hæstaréttar hafi
treyst sér til þess að svara
mínu bréfi og tel þetta athygl-
isvert skref en ég tel líka að
það hafi verið nauðsynlegt í
ljósi þeirrar umræðu sem nú er
uppi að fá skýrari línur,“ sagði
Halldór.
Hann sagðist hafa skrifað
bréfið í gær og fengið svarið
samdægurs enda væri Hæsti-
réttur kunnugur sínum eigin
dómi sem væri nýfallinn. „Ætli
það sé ofsagt að dómarar
Hæstaréttar séu betur að sér í
þessu máli en aðrir menn,“
sagði Halldór enn fremur.
rseti Alþingis, um bréfið til forseta Hæstaréttar
nlegt í ljósi umræð-
að fá skýrari línur