Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 34
UMRÆÐAN
34 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
K
anarífuglar eru
geymdir í búri þar
sem heimiliskött-
urinn getur ekki
náð til þeirra. En
einstaka sinnum tekst honum
samt að klófesta bráðina og varla
þarf mikið ímyndunarafl til að
átta sig á hve líðan kattarins er
óviðjafnanleg. Innst inni var hann
búinn að gefa upp alla von og þá
hleypur á snærið hjá honum . . .
Liðsmenn stjórnarandstöð-
unnar eru margir hverjir búnir
að vera svo lengi í sporum katt-
arins sorgmædda að þeir eiga
enn erfitt með að trúa því að
Davíð Oddsson sé kominn í vörn.
Dómurinn sem enginn átti von á
(eða óttaðist) er orðinn að vopni
sem engin stjórnarandstaða í
heiminum gæti sleppt því að nota.
Hún hefur í
sumum til-
fellum beitt
ómerkilegu
lýðskrumi í
áróðri sínum og sigurgleði og vel
skiljanlegt að forsætisráðherra sé
sár og reiður. Fullyrðingarnar
um að ríkisstjórnin sé í mann-
vonsku sinni að traðka á öryrkj-
um eru varla samboðnar þeim
sem segjast annars vera að halda
uppi málefnalegri andstöðu. Við
getum gagnrýnt án þess að saka
fólk um fúlmennsku.
Lagasetningin árið 1998 var
áreiðanlega hæpin og vonandi
verða mannréttindaákvæðin í
stjórnarskránni til þess að sam-
skipti almúgans við yfirvaldið
verði á traustari jafnréttisgrunni
en tíðkast hefur hér. En ör-
yrkjadómurinn snýst ekki bara
um nokkra tugi milljóna króna til
fáeinna hundraða örorkuþega í
hjónabandi. Stuðningur við ör-
yrkja er annað en venjulegur,
sjálfvirkur fjáraustur velferð-
arríkisins. Reglurnar um fjár-
hæðina og hver skuli fá aðstoð
verða að sjálfsögðu að vera í ein-
hverju samræmi við getu skatt-
greiðenda og eðlilegar þarfir
þeirra sem fá bætur. Og í þeim
verður auk þess að taka tillit til
mannlegs breyskleika þeirra sem
misnota kerfið, þeir eru til og
verða alltaf til. Af því að við erum
menn en ekki vélar.
Fjölmargt orkar tvímælis í op-
inbera velferðarrekstrinum og
ekki alltaf rök fyrir því að um
óhjákvæmilega samneyslu sé að
ræða. Við getum rökrætt fram og
aftur um skynsemi námslána-
kerfisins og hvort það sé ein af
forsendum réttlætis í mennta-
málum. Við getum líka efast um
að rétt sé og skynsamlegt að nið-
urgreiða vexti á húsnæðislánum,
hvort styrkja beri menninguna.
Við getum jafnvel rætt í heyr-
anda hljóði hvort allir sem komn-
ir eru yfir ákveðinn aldur eigi
rétt á að ríkið haldi þeim uppi í
ellinni. En peningar sem öryrkjar
fá úr sameiginlegum sjóðum eru
ekki aðeins lífsnauðsyn fyrir þá
flesta. Þeir eru líka tákn um að
við hin lítum svo á að jafnt geð-
sjúkir sem líkamlega fatlaðir eigi
að fá tækifæri á að lifa með nokk-
urri reisn. Þeir eiga allra helst að
vera svo vel staddir að engin
skelfd kona eða karl vísi hjóna-
bandi á bug með orðunum: „En
þú verður svo þung byrði.“ Eða
hugsi sem svo. Þeir eiga að njóta
jafnréttis gagnvart venjulegu,
heilbrigðu fólki að svo miklu leyti
sem hægt er að tryggja það með
peningum. Enginn verður raun-
verulegur öryrki af ásetningi og
okkur finnst að við höfum efni á
að rétta hjálparhönd eða réttara
sagt, láta ríki og sveitarfélög
hlaupa undir bagga með skatt-
peningunum okkar. Lög um að-
stoð við þá sem standa höllum
fæti eru nærri jafngömul byggð á
Íslandi, hver hreppur bar ábyrgð
á sínum en þeir sem ekki gátu
bjargað sér voru kallaðir þurfa-
lingar. Við erum hætt að nota það
orð, það þykir ljótt og særandi
sem það líka er og var. En þeir
voru nafnlaus hópur. Hugmyndin
um að hver einstaklingur eigi sér
réttindi sem slíkur en sé ekki að-
eins hluti af hóp er aðeins nokk-
urra alda gömul og enn sem kom-
ið er nýtur hún ekki raunveru-
legrar viðurkenningar nema á
Vesturlöndum. Þegar lög kveða á
um að öryrki skuli fá minni bætur
ef hann á maka er hugsunin auð-
skilin. Þörfin sé minni fyrir fjár-
hagsaðstoð en ella. Hjón eru eitt.
Í lögum er meira að segja kveðið
á um gagnkvæma framfærslu-
skyldu.
Drjúgur hluti þess sem nú er
innheimtur af skattgreiðendum
og síðan dreift á ný eftir flóknum
reglum hafnar alls ekki hjá
þurfandi fólki heldur þeim sem
hafa nóg fyrir sig að leggja.
Menn óttast nú að bann/tak-
mörkun hæstaréttar við tekju-
tengingu verði túlkuð á víðtækan
hátt og velferðarkerfið drukkni í
syndaflóði af útgjöldum til þokka-
lega stæðra Íslendinga. Dómur-
inn verði fordæmi sem notað
verði til að banna alla tekjuteng-
ingu og þá er ljóst að fjárhæð-
irnar sem nú renna til heilbrigð-
ismála, trygginga og menntunar
gætu hækkað ískyggilega á
næstu árum. En eru þetta rök-
semdir fyrir því að nota reglur
um gagnkvæma framfærslu-
skyldu sem forsendu fyrir því að
skerða bætur hjá öryrkjum? Nú
er ekki alltaf auðvelt að skilja
hvernig fordæmi virka í lagasetn-
ingu. En framlög til öryrkja eru
svo sérstaks eðlis að samkomulag
ætti að geta náðst um það meðal
þjóðarinnar að þau séu grund-
völlur allrar velferðarstefnu.
Bent hefur verið á að samanburð-
aráráttan okkar muni verða til
þess að grafa undan því að eitt
verði látið yfir alla öryrkja ganga,
einstæða og þá sem eru í hjóna-
bandi. Einstætt foreldri sem sé
jafnframt öryrki hljóti að renna
öfundaraugum til konu eða karls
sem eigi maka er skaffi vel.
Það er vafalaust rétt að þetta
gæti gerst. Meira en svo, það er
þegar að gerast og hefur alltaf
verið að gerast, jafnvel þótt ekki
sé búið að koma á væntanlegu
kerfi án skerðingar á bótum
vegna hjúskaparstöðu. Þar sem
öryrki er ekki algerlega háður
sínum nánustu um afkomu. Hið
fullkomna réttlæti í lífinu tekur
ekki við þótt við færum lög til nú-
tímalegs horfs og undirstrikum
grundvallarréttinn til að vera ein-
staklingur en ekki þurfalingur.
Spurning
um reisn
Þeir eiga allra helst að vera svo vel
staddir að engin skelfd kona eða karl
vísi hjónabandi á bug með orðunum:
„En þú verður svo þung byrði.“ Eða
hugsi sem svo.
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
GÍSLI J. Ástþórs-
son, snilldar ritstjóri
og gamansamur al-
vörumaður, stakk upp
á því fyrir mörgum
árum, þegar þjóðin
engdist sundur og
saman af verðbólgu
og lausafjárskorti, að
við seldum Ameríku-
mönnum allt Ísland
fyrir jafnmargar
milljónir dollara og
íbúarnir voru þá. Síð-
an fengi hver einasti
Íslendingur, búsettur
á Íslandi, 1 milljón
dollara hver í sinn
hlut, eða liðlega 84 milljónir ís-
lenskra króna á gengi janúar-mán-
aðar 2001. – ( Íslendingar, búsettir
erlendis, hefðu vafa-
laust gert kröfur í
sjóðinn.) – Síðan gæti
hver og einn valið sér
búsetu í Róm eða
Reykjavík, Texas eða
í Tungunum. Við yrð-
um leiguliðar í eigin
landi og ættum gras
af seðlum, a.m.k. ein
kynslóð. Gísli var að
grínast en gamni hans
hefur ávallt fylgt al-
vara og viðvörun.
Stór hópur erlendra
manna, sem á í gull-
kistum margföld fjár-
lög íslenska ríkisins,
leitar hverja stund að skynsam-
legum fjárfestingum, óvenjulegum
fjárfestingum eða bara einhverju
til að kaupa. Fjölgáfaður og vitug-
ur íslenskur maður stakk upp á
Árni
Gunnarsson
Land
Það væri fáránlegt, sið-
laust, galið, lyginni lík-
ast og þjóðinni til æv-
arandi skammar, segir
Árni Gunnarsson, ef
hluti af Þingvöllum yrði
eign erlends manns eða
manna.
Eigum við að selja Heklu,
Gullfoss og ömmu líka?
DÓMUR Hæsta-
réttar í svonefndu ör-
yrkjamáli er um
margt athyglisverður
enda hefur hann feng-
ið verðskuldaða at-
hygli og umræðu í
þjóðfélaginu. Svo sem
vænta mátti í jafn
stóru máli hafa ólík
sjónarmið heyrst.
Merkilegast í um-
ræðunni finnst mér þó
að í röðum Samfylk-
ingar og Vinstri-
grænna hafa komið
fram breytingar á
grundvallarsjónarmið-
um um jöfnuð í sam-
félaginu. Sú skoðun hefur lengi
verið ríkjandi hérlendis og víðar
að líta á fjölskylduna sem grunn-
einingu. Þá hygg ég að þverpóli-
tísk sátt hafi verið ríkjandi í ís-
lensku þjóðfélagi um að
samfélagsaðstoðin byggist einkum
á því að hjálpa þar sem þörfin er
mest.
Markmiðið
er jöfnuður
Í bók prófessors Stefáns Ólafs-
sonar, Íslenska leiðin, er m.a. vikið
að því að bilið milli þeirra sem
verst eru settir fjárhagslega og
annarra sé meira á Íslandi en öðr-
um Norðurlöndum. Hvað þýðir
þetta? Jöfnuður þarf að verða
meiri milli verst settu hópanna og
hinna. Fjölskylda, sem hefur 100–
200 þúsund krónur á mánuði, er
verr sett en fjölskylda með 5–600
þúsund krónur. Svo einfalt er það.
Þess vegna vilja menn leggja meiri
áherslu á að rétta hlut fyrrnefndu
fjölskyldunnar. Í því felst jöfnuð-
ur. Þessu sjónarmiði hélt Guð-
mundur Árni Stefánsson hátt á
loft í ræðu sem hann hélt á Alþingi
árið 1993 sem heilbrigðisráðherra
er hann mælti fyrir frumvarpi þar
sem m.a. voru rýmkaðar heimildir
til tekjutenginga við tekjur maka.
Margar ræður af svipuðum toga
hefur Jóhanna Sigurðardóttir
haldið á Alþingi í nafni jafnaðar í
samfélaginu. Nú kveður við nýjan
tón. Össur Skarphéðinsson hefur
lýst því afdráttarlaust yfir að hann
sé mótfallinn tekjutengingum milli
öryrkja og maka þeirra en skoða
megi þær í öðrum tilvikum. Ég
vek athygli á þessu orðalagi Öss-
urar úr Kastljósþætti frá 15. janú-
ar sl. Þá hefur Össur jafnframt
túlkað dóm Hæstaréttar með þeim
hætti að hann treysti sér ekki
lengur til að styðja tekjutengingu
bóta. Á svipuðum nótum hefur
Steingrímur J. Sigfússon tjáð sig
og ef eitthvað er tekið
dýpra í árinni en Öss-
ur Skarphéðinsson.
Þetta finnst mér mikil
pólitísk tíðindi vegna
þess að þau snerta
grundvallarhugsun
um velferðarkerfið.
Getur verið að flokkar
jafnaðar séu að
breyta áherslum sín-
um á því sviði?
Fjölskyldan
grunneining
Tekjutenging við
maka byggist á þeirri
grundvallarhugsun að
fjölskyldan sé grunn-
eining samfélagsins. Einstaklingar
hafa tekið sjálfstæða ákvörðun um
að rugla saman reytum sínum með
því að stofna til sambúðar eða
hjónabands. Í því felst að hjónin
hyggjast reka saman heimili í
blíðu og stríðu. Þau hafa sameig-
inlegan fjárhag og fá m.a. að sam-
nýta skattaafsláttinn af þeim sök-
um. Meðan vilji er til að halda hér
uppi samhjálp og auka jöfnuð í
samfélaginu er því eðlilegt að líta
á sameiginlegar tekjur fjölskyld-
unnar. Fjölskyldur með meiri
tekjur hafa minni þörf en fjöl-
skyldur með minni tekjur. Minn
skilningur á samhjálp er sá að síð-
arnefnda fjölskyldan sé í meiri
þörf og velferðarkerfið eigi að mið-
ast við hana. Steingrímur J. og
Össur hafa lýst þeirri skoðun sinni
að líta beri á rétt einstaklingsins
fram yfir fjölskyldunnar. Því er ég
einfaldlega ósammála.
Einstaklingshyggja
eða samhjálp
Hafa ber í huga að umræðan
nær ekki einungis til öryrkja held-
ur einnig annarra hópa, s.s. eldri
borgara. Til allrar hamingju eru
margir eldri borgarar þokkalega
settir fjárhagslega. Því miður eru
svo aðrir eldri borgarar afar illa
staddir fjárhagslega. Ég er þeirrar
skoðunar að sá hópur eldri borg-
ara, sem á skuldlaust hús (jafnvel
fleira en eitt), góðar lífeyris-
greiðslur, hlutabréf og jafnvel
vænar inneignir á bankareikning-
um sé ekki forgangsverkefni sam-
hjálpar. Þar eiga að sitja í fyr-
irrúmi þeir eldri borgarar sem
ekki eiga eigið húsnæði og njóta
ekki annarra tekna en frá Trygg-
ingastofnun. Ég lít á það sem að-
gerð til jöfnunar í samfélaginu.
Færa má fyrir því rök að hin ríka
einstaklingshyggja, sem fram
kemur í sjónarmiðum Vinstri-
grænna og Samfylkingar, geti ógn-
að tilvist velferðarkerfisins. Stað-
reyndin er sú að ríkissjóður er
ekki endalaus hít. Fjármunum úr
honum verður að raða í forgangs-
röð. Í þeirri röðun eiga þeir sem
höllustum fæti standa einfaldlega
að njóta forgangs. Þannig er stuðl-
að að jöfnuði meðal fólks. Ein-
hvern tíma í framtíðinni, þegar
vænkast hagur ríkissjóðs, kann
upp að renna sú stund að skrefið
verði stigið til fulls og tekjuteng-
ing afnumin með öllu. Sú stund er
bara ekki komin og á meðan þarf
að forgangsraða. Fyrir tilstuðlan
Ingibjargar Pálmadóttur hafa ver-
ið stigin á síðustu árum skref í
þessa átt, m.a. með 800 milljóna
króna framlagi til að draga úr
tekjutengingunni til öryrkja. Enn
eru ekki orðnar þær forsendur að
hægt sé að rjúfa með öllu tengsl
við tekjur maka. Nú þegar svo-
nefndir vinstri flokkar hafa snúið
baki við hugmyndunum um tekju-
jöfnun með þeim hætti, sem hér
hefur verið um fjallað, hlýtur að
standa eftir spurningin um hver sé
þá kjarninn í hugsjónum þeirra.
Framsóknarflokkurinn er enn
þeirrar stefnu að stuðla að meiri
jöfnuði í samfélaginu með því að
líta á heildartekjur fjölskyldunnar
og nýta svigrúmið í þágu þeirra
sem verst standa. Með því að slíta
almannabætur úr tengslum við
tekjur fjölskyldunnar og innleiða
ótakmarkaða einstaklingshyggju í
velferðarkerfið óttast ég að vegið
sé að meginhugsun þess um jöfn-
uð. Með því að greiða einhverjar
bætur til allra einstaklinga, óháð
tekjum fjölskyldunnar, skapast sú
hætta að einungis lítil upphæð
komi í hlut hvers og eins. Víst er
að sú aðgerð kæmi verst niður á
þeim sem síst skyldi – lífeyrisþeg-
um með lægstu bæturnar.
Er samtrygg-
ingin í hættu?
Hjálmar
Árnason
Öryrkjadómurinn
Með því að greiða ein-
hverjar bætur til allra,
óháð tekjum fjölskyld-
unnar, segir Hjálmar
Árnason, skapast sú
hætta að einungis lítil
upphæð komi í hlut
hvers og eins.
Höfundur er alþingismaður.