Morgunblaðið - 24.01.2001, Síða 37
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 37
ÞAÐ er okkur Ís-
lendingum mikilvægt
að eiga gott leikhús,
leikhús sem er síkvikt,
leikhús sem er marg-
breytilegt, leikhús sem
skemmtir en gefur
okkur jafnframt færi á
að skoða líf okkar í
spegli. Við höfum átt
þeirri gæfu að fagna í
áratugi að okkar leik-
hús hefur verið í ágæt-
um gæðaflokki en við
þurfum að halda vöku
okkar. Til að halda
áfram að skapa gott
leikhús verðum við að
taka þátt í þeim breyt-
ingum sem eiga sér stað í kringum
okkur.
Að undanförnu hafa verið miklar
umræður í fjölmiðlum um eðli ís-
lenskra leikhúsa og um mikilvægi
þess að ríki og borg styðji vel við ís-
lenska leiklist. Þá hefur einnig mikið
verið rætt um mikilvægi þess að
sjálfstæð leikhús geti þrifist og kom-
ið fram sem valkostur við stofnana-
leikhúsin. Á þessari umræðu eru
margar hliðar og ég ætla mér ekki að
ræða þetta mál að sinni. Ég vil hins-
vegar vekja athygli á mikilvægi þess
að við förum að líta meira í kringum
okkur, taka þátt í því sem er að ger-
ast í leiklistinni í okkar nánasta um-
hverfi. Það er nefnilega trú mín að í
heimi þar sem alþjóðavæðing er orð-
in staðreynd getum við leikhúslista-
menn ekki staðið hjá með hendur í
skauti. Við verðum að taka þátt, ann-
ars verðum við eins og steinrunnið
tröll og getum ekki haldið áfram að
veita samfélaginu það aðhald sem
það þarf að fá í leikhúsinu. Ég hef
haldið þeirri skoðun minni fram í
mörg ár að við eigum að vinna að því
enn frekar að verða þátttakendur í
evrópsku leikhúsi. Ég hef líka fundið
að í einkageiranum eru menn farnir
að skilja þýðingu þess að vera þjóð
meðal þjóða á þessu sviði sem öðr-
um. Við íslenskir leikhúsmenn höf-
um haldið góðum
tengslum við Norður-
löndin en aldrei náð al-
mennilega að festa
okkur í sessi í samstarfi
við hin Evrópuríkin.
Maður var alltaf að
spyrja sig og aðra:
„Hvernig í ósköpunum
kemst ég í samband við
leikhúsfólk í Evrópu?
Það hlýtur að vera ein-
hver grundvöllur fyrir
samstarfi, einhvers
staðar.“ Sá grundvöllur
reyndist vera til og það
var því mér og öðrum
mikið gleðiefni þegar
nú á haustdögum var
haldið evrópskt leiklistarþing á veg-
um samtakanna Informal European
Theatre Meeting, IETM, í Reykja-
vík. Frumkvöðull að þessu þingi var
Bandalag sjálfstæðra leikhúsa og
fékk það með sér samstarfsaðila eins
og Íslenska dansflokkinn, Reykja-
víkurakademíuna, Norræna húsið,
Listaháskóla Íslands, Hitt húsið,
Kulturkonzepte Austurríki og Nord-
isk Ide Forum Danmörku, og þátt-
takendur eins og Þjóðleikhúsið og
Leikfélag Reykjavíkur. Þingið var
haldið með stuðningi frá mennta-
málaráðuneytinu, Evrópusamband-
inu, Reykjavíkurborg, Flugleiðum
og Norræna menningarsjóðnum. Er
skemmst frá því að segja að þingið
var ákaflega vel heppnað. Alls tóku
um 150 íslenskir lista- og fræðimenn,
auk annarra, þátt í þinginu og hingað
komu um 120 sviðslistamenn, list-
rænir stjórnendur, höfundar o.s.frv.
frá 26 löndum, bæði innan og utan
Evrópu. Þetta fólk dvaldi í Reykja-
vík í þrjá daga, þingaði um ýmis mál-
efni tengd leikhúsumræðunni í Evr-
ópu, sá leik- og danssýningar í
leikhúsum borgarinnar, hittist,
kynntist og skemmti sér saman. Það
sem kom mér mest á óvart var
hversu óformleg öll samskiptin voru.
Þetta var ekki „kaupstefna“ eins og
við þekkjum þær. Þarna var enginn
að „selja“ öðrum sýningar eða verk-
efni. Nei, þarna voru leikhúsmenn
fyrst og fremst að hittast, skiptast á
skoðunum og kynnast. Þannig virkar
IETM. Það er samskiptanet þar sem
leikhúsfólki gefst færi á að komast í
samband við þá sem eru að gera
svipaða hluti í Evrópu. Út úr þessum
samskiptum verður svo samstarf.
Menn hitta þá sem þeir vilja vinna
með í framtíðinni og byrja að henda
á milli sín hugmyndum. Tengslin
hafa orðið til, draumur okkar orðið
að veruleika, við erum orðin hluti af
evrópsku leikhúsfjölskyldunni.
Það ber að þakka fyrir svona
frumkvæði. Mikið starf og óeigin-
gjarnt var unnið. Að framkvæmd
þingsins komu ótrúlega margir ein-
staklingar, hópar og stofnanir. Þetta
fólk á allt heiður skilið. Glugginn til
Evrópu hefur verið opnaður upp á
gátt og nú er það okkar listamanna
að nýta okkur sóknarfærin.
Glugginn til
Evrópu er opinn
Felix
Bergsson
Höfundur er sjálfstætt starfandi
leikhúsmaður.
Leiklist
IETM er samskiptanet,
segir Felix Bergsson,
þar sem leikhúsfólki
gefst færi á að komast
í samband við þá sem
eru að gera svipaða
hluti í Evrópu.
í blöðum og tímaritum og nokkrar
sögur hefur hann lesið upp í út-
varpi. Guðmundur fæst enn við
skriftir og á nú fullbúið handrit
smásagna.
Ákveðið hefur verið að Leikfélag
Akureyrar leikflytji nú í febrúar
nýlegt leikrit eftir Guðmund í til-
efni af 95 ára afmæli hans og 50 ára
rithöfundarafmæli á síðasta ári.
Leikritið hefur ekki verið flutt á
sviði áður.
Af framansögðu má ljóst vera, að
Guðmundur L. Friðfinnsson hefur
víða komið við á löngum rithöfund-
arferli. Bækur hans hafa jafnan
notið vinsælda meðal landsmanna
og verið mikið lesnar ekki síst með-
al sveitafólks. Guðmundur er
fulltrúi aldamótakynslóðarinnar á
skáldabekk og þeirra ísl. rithöfunda
fyrr og síðar, sem best hafa varð-
veitt þjóðlegan menningararf í
gegnum aldir. Hann er skáld sveit-
arinnar og sækir flest söguefni sín
til þess lífs sem hann þekkir af eig-
in raun en náttúran í öllum sínum
fjölbreytileik spilar einnig stórt
hlutverk í ritverkum hans.
Svo virðist sem þingmenn í
menntamálanefnd hafi ekki talið
ástæðu til að verðlauna slíkan höf-
und, sem skilað hefur þjóð sinni
drjúgum menningararfi, fulltrúa
aldarinnar sem nú hefur kvatt.
Hvað hefði satt að segja legið
beinna við?
Heyrst hefur, að mönnum hafi
þótt sem verk Guðmundar væru
ekki nógu þekkt meðal þjóðarinnar,
hann væri orðinn of aldraður
o.s.frv. Hvorugt á við rök að styðj-
ast eins og komið hefur fram hér að
framan.
Eigi skal hér lagður dómur á
hversu vel nefndarmenn í mennta-
málanefnd eru að sér í ísl. bók-
menntum fyrr og síðar. Vafalaust
er það eitthvað misjafnt.
Án þess að nefna nokkur nöfn
leyfi ég mér að álíta, að þar sitji
einstaklingar sem bæði hafa þekk-
ingu og áhuga á bókmenntum og
listum almennt og vilji láta gott af
sér leiða.
Mér er tjáð, að nefndin hafi kom-
ið sér upp þeirri verklagsreglu í
sambandi við heiðurslaunamálin, að
allir nefndarmenn verði að vera
sammála um þá niðurstöðu sem
nefndin lætur frá sér fara. Það er í
sjálfu sér umdeilanlegt, en kann að
skýra að einhverju leyti orðalagið
um „góðu“ samstöðuna í þessu
máli. Um hitt mætti líka spyrja,
hvort nefndarmenn hafi haft fyrir
því að kynna sér að einhverju ráði
verk þeirra höfunda sem þeir fjalla
um og eiga að velja á milli.
Mér er kunnugt um að tvö rit-
verk Guðmundar L. Friðfinnssonar
voru afhent menntamálanefnd, eða
formanni hennar, nú í nóvember til
kynningar og upplýsingar fyrir
nefndarmenn. Nú spyr ég: Voru
þessar tvær bækur lagðar fram á
fundum nefndarinnar, þegar hún
fjallaði um rithöfunda sem til
greina gætu komið í sambandi við
heiðurslaun?
Ég vil taka það skýrt fram að ég
er ekki með þessum orðum að kasta
rýrð á neinn af þeim 10 listamönn-
um sem heiðurslaun hlutu að þessu
sinni. Allt eru það þjóðkunnir lista-
menn hver á sínu sviði og að mínum
dómi vel að slíkri viðurkenningu
komnir.
En það vekur óneitanlega nokkra
athygli að allt þetta ágæta fólk mun
vera búsett á þéttbýlissvæðinu við
Faxaflóa eða í nágrenni þess. Eng-
inn listamaður búsettur úti á lands-
byggðinni hefur skipað heiðurs-
launaflokk síðasta áratuginn utan
Jakobína Sigurðardóttir í Garði,
sem lést 1994. Hefði ekki verið
ástæða til að bæta úr því á þessu
þjóðminningarári sem svo hefur
stundum verið nefnt, síðasta ári 20.
aldarinnar?
Er það álit menntamálanefndar
Alþingis að enginn listamaður af
landsbyggðinni sé hæfur til þess að
taka sæti í hinum fríða flokki heið-
urslauna listamanna um þessar
mundir? Eða nær menningin að
áliti nefndarinnar aðeins upp í
Borgarfjörð og suður í Grindavík?
Því miður féllu alþingismenn á
þessu prófi. Það er ekki í fyrsta
skipti sem það gerist og væntan-
lega ekki í hið síðasta heldur. Þar
eiga þó ekki allir jafnan hlut að
máli. Ástæða er til að þakka þeim
þingmönnum Norðurlands vestra,
sem sýndu málinu góðan stuðning,
sömuleiðis öðrum aðilum sem lögðu
því lið. MENOR mun áfram vinna
að eflingu menningar og lista í
Norðlendingafjórðungi og styðja
við bakið á þeim listamönnum sem
þar búa.
Heiðurslaun
Er það álit menntamála-
nefndar Alþingis, spyr
Ólafur Þ. Hallgrímsson,
að enginn listamaður af
landsbyggðinni sé hæf-
ur til að taka sæti í hin-
um fríða flokki heiðurs-
launalistamanna?
Höfundur er sóknarprestur á
Mælifelli og formaður Menningar-
samtaka Norðlendinga.
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.