Morgunblaðið - 24.01.2001, Side 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 41
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
allan sólarhringinn — utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Sjáum um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
Ég fann ljóð sem á
við þitt líf elsku Siggi
„bró“.
Vér viljum þakka þér,
velgjörðum þínum ei
gleyma,
vér viljum treysta þér,
oss muntu framvegis geyma.
Fulltreystum því,
framrás með tímans á ný
líkn þína látir fram streyma.
Elsku ástkæri bróðir minn, mágur
og frændi okkar. Við erum enn ekki
búin að sætta okkur við fráfall þitt
en við munum gera það með tím-
anum. Við vitum að þú munt alltaf
vera hjá okkur og hvetja okkur
áfram því þér þótti svo afar vænt um
okkur og litlu frænkur og frænda.
Elsku bróðir minn, ég mun alltaf
hugsa til þín er ég horfi á fótbolta,
því okkur þótti það svo gaman að
horfa saman. Svo vil ég þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar okkar
saman í beitningunni. Það voru oft
„geggjaðar“ stundir eins og við
myndum segja.
Þótt söknuður muni ríkja í skúrn-
um veit ég að þú munt hjálpa mér að
beita. Ég vil svo minnast þess hvað
við vorum samrýndir þegar við vor-
um yngri. Sérstaklega hvað þú varst
háður mér og kallaðir mig „dattan“
en ekki Kjartan, því þú heyrðir það
þannig.
Ég var sérstaklega ánægður þeg-
ar þú komst vestur til mín því þá gat
ég stutt þig. Og ég man sérstaklega
eftir því þegar ég kom þér upp á að
horfa á fótbolta og Formúluna. Ég
veit, Sigurður Páll, að okkar
skemmtilegustu stundir voru þegar
við horfðum á Formúluna, þú studd-
ir Häkkinen en ég Schumacher. Það
voru frábærar stundir.
Ég vil bara muna það líka hvað
það var alltaf stutt í brosið þitt. Bara
hvað var yndislegt að vera bróðir
þinn, en núna mun hinn bróðir okk-
ar, sem fæddist andvana, taka á móti
þér og litla stúlkan hennar systur
okkar. Þú passar hana vel. En elsku
bróðir minn, þú munt alltaf lifa í
hjarta mér. Minningarnar munu
geymast í hjarta mínu. Ég mun
varðveita vel allar okkar stundir
saman og elsku bróðir, ég kveð þig
að sinni.
En bró, ég mun verða sterkur og
verða mikill stuðningur fyrir fjöl-
skyldu okkar því ég veit að þú verð-
ur alltaf hjá mér fyrir vestan. Og
frændi þinn og frænkur munu koma
til með að muna þig vel því þú varst
þeim svo góður frændi. Og þú varst
svo stoltur af þeim. Ég bið þig að
vernda börnin mín um ókomna fram-
tíð.
En, jæja, elsku bró, við sjáumst
seinna, en mágkona þín eða
„mamma“ eins og þú kallaðir hana
stundum vill kveðja þig og hún vill
þakka þér fyrir alla hjálpina með
börnin og hún elskar þig. Við mun-
um koma til með að horfa á mynd-
bönd af þér oft.
Siggi bró, við kveðjum þig að
sinni. Guð geymi þig.
Þinn „bró“,
Kjartan, Maríanna
og börn.
Ástkæri bróðir, ég veit að þér líð-
ur vel uppi hjá bróður okkar og litlu
frænku. Ég veit að afi okkar tekur
vel á móti þér og passar þig fyrir
mömmu.
Ég man allar góðu minningarnar
okkar og ég vona að þér líði vel og þú
fylgist með okkur allan tímann. Það
var gott að við gátum átt 12 góð ár
saman og ég man þegar þú fórst út
SIGURÐUR PÁLL
JÓRUNNARSON
✝ Sigurður PállJórunnarson
fæddist í Reykjavík
18. febrúar 1982.
Hann lést af slysför-
um 13. janúar síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá Graf-
arvogskirkju 22.
janúar.
með mér í göngutúr.
Ég veit af þér þarna
uppi.
Þín elskandi systir,
Sólný Lísa.
Elsku frændi. Hinn
14. janúar sl. barst mér
sú sorgarfrétt að þú
værir látinn. Guð minn
góður, hugsaði ég, mér
fannst ég ekki ná and-
anum og gat ekki sagt
neitt. Ég gat ekki trúað
þessu, ekki hann. En
því miður varð ég að
trúa því að þetta var raunveruleik-
inn. Að kvöldi þessa dags fór ég
snemma í rúmið. Ég lá lengi og
hugsaði: Af hverju? Ég brast í grát
og grét mig í svefn. Dagana á eftir
leið ekki sú stund sem ég hugsaði
ekki um þig. Ég rifja upp þær fáu en
góðu minningar sem ég á um þig.
Guð blessi þig og hvíldu í friði, og
takk fyrir allar góðu stundirnar sem
við Kjartan bróðir áttum með þér.
Elsku Lóló og fjölskylda. Ég votta
ykkur mína dýpstu samúð og bið
Guð að blessa ykkur og veita ykkur
styrk í sorginni.
Sesselja Guðmundsdóttir,
Stykkishólmi.
Það er erfitt að skilja, hvers vegna
sumir þurfa að deyja ungir, og svona
skyndilega eins og Sigurður Páll.
Það er mér minnisstætt þegar Lóló
sagði mér frá samtali hennar og Sól-
nýjar Lísu. Lóló hafði þá sagt að ef
hann hefði ekki farið vestur eftir jól-
in þá hefði þetta ekki gerst. Sagði
Sólný Lísa þá, að kannski hefði hann
þá annars dáið í bílslysi, því hann
hefði átt að deyja núna. Það hlýtur
að vera erfitt fyrir 12 ára barn að
sætta sig við missi bróður síns sem
var henni svo kær, svo og foreldrana
og hin systkinin. Svona er lífið, Guð
skapar og þroskar okkur með ýms-
um raunum sem við eigum erfitt með
að skilja.
Þegar við komum í heimsókn til
Lólóar og fjölskyldu tók Sigurður
Páll sérstaklega vel á móti börnun-
um okkar og sá til þess að þau ættu
skemmtilega stund og færu með
góðar minningar heim. En samveru-
stundir okkar Sigurðar voru ekki
margar vegna búsetu okkar í Stykk-
ishólmi, en við fylgdumst með úr
fjarlægð. Minning um ljúfan og
barngóðan dreng lifir að eilífu.
Kæri frændi, við þökkum þér
stundirnar sem við fengum að eiga
með þér, og segjum við þig eins og
við fjölskyldan segjum hvert við
annað áður en við leggjumst til
hvíldar að kvöldi: Guð geymi þig.
Elsku Lóló og fjölskylda, við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð. Guð
veri með ykkur.
Bragi, Rakel, Sesselja,
Kjartan og Fjóla.
Elsku Sigurður, með þessu ljóði
kveðjum við þig, kæri vinur, hinni
hinstu kveðju og biðjum góðan Guð
að styrkja foreldra þína, systkini og
aðra ástvini í djúpri sorg þeirra. Guð
geymi þig:
Þau ljós sem skærast lýsa
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast.
Og fyrr en nokkurn uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórl.)
Rannveig (Randý), Magnús,
Kjartan og Bjarki.
Hví fölnar jurtin fríða
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar barnið blíða
svo brátt hin dimma nótt?
Hví verður von og yndi
svo varpað niður í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin besta lífsins gjöf?
(Björn Halld. frá Laufási)
Elsku Siggi. Við hér í Rimaskóla
erum harmi slegin vegna skyndilegs
fráfalls þíns. Á skömmum starfstíma
skólans ert þú annar af útskrifuðum
nemendum okkar sem kveður þenn-
an heim. Slíkt minnir okkur óþyrmi-
lega á fallvaltleik lífsins og þá stað-
reynd að enginn veit hvað framtíðin
ber í skauti sér.
Hlutverk okkar sem vinnum við
kennslu er að taka þátt í því mik-
ilvæga hlutverki að færa börn og
ungmenni til aukins þroska. Á þeirri
leið skiptast á skin og skúrir en
ánægjustundirnar standa alltaf upp
úr og ylja um hjartarætur þegar litið
er um öxl. Þú varst einn af þeim
nemendum sem náðu að snerta okk-
ar innstu hjartastrengi, elsku Siggi.
Þú varst ekki alltaf á sama máli og
við en sýndir okkur þó oft að þú vild-
ir gjarnan „hafa okkur góðar“.
Móður Sigurðar Páls, systkinum,
fósturföður og ástvinum öllum send-
um við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og óskir um styrk til að
standast þá þungu raun sem á ykkur
er lögð. Guð gefi dánum ró en hinum
líkn sem lifa.
Hildur Harðardóttir,
Katrín Hjálmarsdóttir,
Sigríður María Pétursdóttir,
kennarar við Rimaskóla.
Elsku Siggi minn, nú ert þú farinn
burt frá okkur og það er svo erfitt að
takast á við þá sorg sem býr í brjósti
okkar. Þú varst svo góður strákur og
það bjó svo mikill kærleikur í þér. Þú
varst svo saklaus og ljúf sál, Siggi
minn. Þú vildir allt fyrir alla gera og
krafðist aldrei neins í staðinn.
Það elskuðu þig allir og þú náðir
að gleðja öll hjörtu.
Þú varst mjúkur og sætur í þér en
samt um leið varstu svo mikill töff-
ari. Það eru allir í svo mikilli sorg
núna því þú, Siggi, ert farinn frá
okkur, farinn til englaborgar, til
stóra bróður.
Þegar þú varst hjá okkur fyrir jól
áttum við gott og langt samtal, sam-
tal um tilfinningar, um ástina og um
væntumþykju. Ég man svo vel, Siggi
minn, hvað þú talaðir mikið um það
hvað þú elskaðir fjölskylduna þína
mikið og í gegnum tárin núna gleðst
ég yfir því að hafa getað sagt þér þá
að mér þætti vænt um þig og hversu
góður strákur mér þótti þú vera. Við
töluðum líka um framtíðina og þú
sagðir að ég og Guðni stóri bróðir
þinn værum sköpuð hvort fyrir ann-
að og að ég væri ein af fjölskyldunni
þinni. Þess vegna græt ég svo sárt
núna, vegna þess að ég hef misst
einn úr fjölskyldunni vegna þess að
við höfum öll misst hann Sigga okk-
ar.
Ég kveð þig nú, Siggi minn, og
geymi minninguna um þig í hjarta
mínu að eilífu.
Þín mágkona,
Svava Dögg.
Þótt við höfum ekki þekkst lengi
er sá tími sem við þekktum þig tími
sem við gleymum aldrei. Við þrír
hjálpuðumst að við að endurreisa
Grænahúss-veldið í eitt sumar og
tókum við báðir strax eftir því
hversu jákvæður strákur þú varst,
Siggi. Það var sjaldan sem eitthvað
var ekki í lagi, en ef svo var þá var
hægt að redda því. Þú varst alltaf
bjartsýnn og hafðir trú á að allt
myndi lagast og það smitaði út frá
sér. Orð eins og: „Þetta er fínt“ og
„Við reddum þessu, strákar“ voru
einkennandi fyrir þig eins og við
þekktum þig. Þú varst gæddur þeim
einstaka eiginleika að geta sam-
glaðst öðrum. Eitt atvik sem okkur
er ofarlega í huga er þegar þú varst
ákafastur okkar í að fagna prófsein-
kunnum sem voru ekki einu sinni
þínar.
Við eigum ótal minningar um þig
og höfum ekkert nema gott um þig
að segja. Okkur fannst þú misskilinn
og fólk ekki alltaf gefa þér þau tæki-
færi sem þú áttir skilið.
Þú vildir engum illt. Þú varst frá-
bær strákur, Siggi, og við gleymum
þér aldrei. Bless, kæri vinur. Von-
andi líður þér betur núna.
Elvar og Ólafur (Onni).
Það var okkur mikið áfall að heyra
af andláti þínu, svona kærum og ná-
komnum fjölskylduvini. Ekki áttum
við von á að svona ungur og kátur
drengur eins og þú varst, myndi fara
svona snemma frá okkur hinum. Við
héldum að eflaust myndum við sjá
þig fljótlega, þegar þú kæmir í bæ-
inn að heimsækja Villa, þar sem
hann komst ekki til þín um áramótin.
Við eigum okkur margar minningar
um þig og með þér, og þín munum
við ávallt minnast með söknuði og
kærleik í huga.
Kæra Jórunn og fjölskylda, við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum þess að
Guð verði með ykkur í þessari erfiðu
raun.
Eyþór, Inga, Ingi Sveinn,
Kolbrún og Katrín.
Það er sárt að þurfa að skrifa
minningargrein um besta vin sinn og
koma orðum að.
Ég mun aldrei gleyma hve oft við
hlógum saman. Þú hugsaðir alltaf
vel um fjölskylduna þína og varst
ávallt góður við mömmu þína. Þú
varst líka alltaf að gefa Sólnýju litlu
systur þinni gjafir. Ég mun aldrei
gleyma þeim tíma sem við vorum
saman. Ég veit að þú horfir niður til
mín og brosir. Þú munt alltaf eiga
stað í mínu hjarta. Ég mun ávallt
minnast þín og hugsa hlýlega til þín,
vinur minn.
Kæra Jórunn og fjölskylda, megi
Guð standa við bakið á ykkur í þess-
ari erfiðu raun.
Vilhjálmur Sv. Pétursson.
Sumrin á Suðureyri eru alltaf
yndisleg, full af gleði og fjöri. Sein-
asta sumar urðum við þess heiðurs
aðnjótandi að kynnast honum Sigga.
Siggi var skemmtilegur persónu-
leiki, glaðlyndur, ótrúlega ör, alltaf
tilbúinn að hjálpa og hafði yndisleg-
an kvikmyndasmekk. Ef hann ein-
setti sér að gera eitthvað gerði hann
það. Hann var svo sannarlega vinur
vina sinna og alltaf var stutt í bros.
Það er sagt að þeir deyi ungir sem
Guð elskar og við trúum því að hans
bíði æðri verkefni á betri stað.
Elsku Siggi, við þekktum þig stutt
en munum seint gleyma þér. Við
hugsum til þín með sorg í hjarta en
bros á vör. Það er okkur heiður að
hafa fengið að kynnast þér. Góða
ferð.
Elsku Kjartan, Maja og börn. Guð
gefi ykkur styrk á þessum erfiðu
tímum.
Kæru ættingjar og vinir, við vott-
um ykkur innilega samúð. Siggi lifir
áfram í minningum og hjarta þeirra
sem þekktu hann.
Sigrún og Sólveig.
Kæri Friðjón. Stund-
um eru orð ekki nóg til
að láta í ljósi tilfinning-
ar en gegnum fjarvistir
geta ósýnileg og náin tilfinningabönd
FRIÐJÓN
GUÐMUNDSSON
✝ Friðjón Guð-mundsson fædd-
ist í Miðgarði í Kol-
beinsstaðahreppi á
Snæfellsnesi 27. júlí
1916. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni á Blönduósi 7.
janúar síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Blönduós-
kirkju 13. janúar.
þróast. Við deildum
gagnkvæmum skilningi
á lífinu og ást á sama
fólkinu og náttúrunni,
hinum eilífa anda er við
skynjum gegnum ein-
veru með náttúruöflun-
um.
Mér finnst þess
vegna að tengsl okkar
séu djúp eins og fjalla-
vötnin tæru sem eiga
svo mikil ítök í okkur.
Ég kveð þig, Friðjón,
með innilegum hlýhug
og votta fjölskyldu
þinni samúð mína.
Richard Bell.