Morgunblaðið - 24.01.2001, Page 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 49
Verðhrun
50—80% afsláttur
af öllum útsölufatnaði
Opið laugardag kl. 10—16
17.00
Opið laugardag frá kl. 10.00–16.00
Opið sunnudaga frá kl. 11.00–17.00
Strandgötu 11, sími 565 1147
HAFNARFJARÐARBÆR hefur
nú um nokkurra vikna skeið rekið
nýjan vef á Netinu. Vefurinn, www.
hafnarfjordur.
org, hefur yfir-
skriftina „sam-
félagsvefur Hafn-
arfjarðarbæjar“.
Hann er afrakst-
ur UTA-verkefn-
isins, upplýsinga-
tækni fyrir alla,
sem er sam-
starfsverkefni
bæjarfélagsins
með Opnum kerfum hf., Skýrr hf. og
Saltkerfum ehf. en fleiri fyrirtæki
hafa einnig komið þar við sögu. Má
þar nefna IceCom sem átti talsverð-
an hlut í tilraunaverkefni varðandi
gagnaflutninga í „rauðu-blokkinni“
við Hjallabraut.
Þessi vefur á sér ekki hliðstæðu
sem mér er kunnugt um, a.m.k. hér
á landi. Með vefnum er ætlunin að
styðja og stuðla að aukinni internet-
notkun bæjarbúa og útvega vett-
vang til umræðu og skoðanaskipta
þar sem bæjarbúar hafa möguleika
til þess að koma fréttum, tilkynn-
ingum, skoðunum, ábendingum
o.s.frv. á framfæri opinberlega. Sér-
stök áhersla er lögð á möguleika
félagasamtaka til að koma upplýs-
ingum um starfsemi sína á framfæri
á vefnum og einnig er að finna upp-
lýsingar um fyrirtæki í bænum og
tengingar á heimasíður þeirra.
Almenn sjónarmið
um kurteisi
Meginmarkmið með framsetningu
og byggingu hafnarfjordur.org er að
einfalt og þægilegt sé að senda efni
inn á vefinn, ýmist í formi frétta eða
tilkynninga en einnig að setja við-
burði á dagskrá. Þetta geta notend-
ur gert sjálfir á einfaldan hátt með
því að smella á þær tengingar sem
við á, t.d. „Senda frétt“, „Senda
grein“ eða smella á „Viðburðir 2001“
og sjá hvað er um að vera eða til-
kynna um væntanlegan viðburð sem
sjálfkrafa skráist þá í gagnagrunn
og birtist á vefnum. Forsvarsmenn
fyrirtækja geta skráð fyrirtæki sín á
vefinn og sama gildir um stofnanir,
félög og einstaklinga. Einu skilyrðin
sem við setjum um framsetningu
efnis, s.s. frétta og greina, er að
gætt sé að siðgæði og virðingu fyrir
mismunandi sjónarmiðum og ein-
staklingum. Umsjónarmenn vefjar-
ins áskilja sér rétt til þess að birta
ekki efni sem er til þess fallið að
særa blygðunarkennd eða ef vegið
er að mannorði eða velsæmi manna.
Gilda þar almennt viðurkennd sjón-
armið um kurteisi og góða siði í
mannlegum samskiptum. Leitast
verður við að ná samkomulagi við
höfunda efnis og breytingar ef svo
ber undir og efni verður ekki hafnað
nema höfundi sé tilkynnt um það
með tölvupósti.
Gildi góðra
tengisvæða
Einnig er á hafnarfjordur.org leit-
ast við að tengingar yfir á aðra hafn-
firska fréttavefi séu áberandi enda
gert ráð fyrir að Netið taki í sífellt
auknum mæli við þjónustuhlutverki
af ýmsu tagi. Hér er enn sem komið
er um að ræða www.nulleinn.is sem
er vefur unga fólksins, og www.-
200og20.is, sem er almennur frétta-
og upplýsingavefur, rekinn af einka-
aðilum. Hafnarfjarðarbær vill með
www.hafnarfjordur.org stuðla að
góðum tengisvæðum vefsíðna á Net-
inu og aukinni notkun Netsins og
vefsíðna í hagnýtum tilgangi og
stefna bæjaryfirvalda er að bæj-
arbúar og aðrir viðskiptamenn bæj-
arsjóðs geti í framtíðinni fengið alla
hugsanlega þjónustu á Netinu sem
mögulegt verður að veita með upp-
lýsingatækninni. Það er von mín að
vefurinn mælist vel fyrir hjá bæj-
arbúum og öðru áhugafólki um
Hafnarfjörð. Ég hvet bæjarbúa til
að virkja vefinn til hagsbóta fyrir þá
sem leita upplýsinga eða vilja koma
skilaboðum á framfæri.
JÓHANN GUÐNI REYNISSON,
upplýsingastjóri hjá
Hafnarfjarðarbæ og ritstjóri
www.hafnarfjordur.org.
Samfélagsvefur
Hafnarfjarðarbæjar
Frá Jóhanni Guðna Reynissyni:
Jóhann Guðni
Reynisson
TEKJUTENGING er eitt þessara
orða sem ég hef tekið hugsunarlaust
inn um annað og skilað jafnharðan
út um hitt. En undanfarið hefur
þetta orð staldrað við á leið sinni
milli eyrnanna á mér og ekki viljað
hverfa þaðan. Það ruglar líka að
sumir tengja hugtakið réttlæti rík-
isins.
Ég spyr mig: Af hverju er hluti
tekna öryrkja (oftast kallaðar bæt-
ur) tengdar tekjum maka hans?
Hvaða réttlæti er í því? Telst hann
vera á framfæri maka síns umfram
annað fólk?
Ég fór að hugsa þetta nánar og
því meir sem ég velti þessu fyrir mér
þeim mun heimskulegri virtist hug-
myndin. Hvað ef fólk væri almennt á
framfæri maka síns? Alþingi gæti
sett lög um það eins og hvað annað.
Og til að halda áfram spyr ég enn:
Því að tekjutengja aðeins tekjur ör-
yrkja og reyndar fáeinna hópa ann-
arra? Hvað með okkur hin, þetta
svokallaða venjulega fólk?
Hugsiði ykkur einhvern sem hef-
ur milljón í tekjur á mánuði. Ég þyk-
ist vita að allur almenningur eigi erf-
itt með að setja sig í slík spor en ég
bið lesendur engu að síður að láta
reyna á hugmyndaflugið. Segjum
svo að maki þessa manns hafi tvö-
hundruðþúsund í mánaðartekjur.
Samstarfsmaður makans hefur
sömu laun, tvöhundruðþúsund, en sá
á maka sem hefur fjögurhundruð-
þúsund. Er ekki óréttlátt að maki
milljónamannsins hafi sömu tekjur
og maki fjögurhundruðþúsund-
krónamannsins?
Á ekki að skerða tekjur maka
milljónamannsins? Það væri hægt að
gera það í nafni sama réttlætis og
ríkið úthellir yfir öryrkja. Eða hvað?
Það má færa réttlæti ríkisins yfir
á önnur svið. Hvaða réttlæti er fólgið
í því að milljónkrónamaðurinn borgi
jafnmikið í bíó eins og tvöhundruð-
þúsundkrónamaðurinn? Er ekki
miklu réttlátara að hafa misjafnt
verð?
Þá mundu miðasölustúlkurnar í
bíóunum segja við kúnnann:
Má ég sjá síðasta launaseðil?
Gjörðu svo vel, segir kúnninn.
Milljón, segir miðasölustúlkan.
Vá. Þú borgar þúsundkall.
Við annan segir hún kannski:
Fjörutíuogþrjúþúsund. Má ég sjá
launaseðil maka þíns? (Lítur á seðil
makans). Svona mikið. Þú verður að
borga fimmhundruðkall.
Við þann þriðja segir hún svo:
Fjörutíuogþrjúþúsund. Ertu ein-
hleypur? Jæja, þá þarftu bara að
borga fimmtíukall.
Það yrði að vísu broslegt að sjá til
að mynda kvótakónga og ef til vill
fjölmiðlarisa borga tíkall ásamt öðru
auralitlu fólki en svona er réttlæti
ríkisins sé það látið jafnt yfir alla
ganga.
Vonandi verða öryrkjar frelsaðir
undan réttlæti ríkisins.
EIRÍKUR BRYNJÓLFSSON,
Hvassaleiti 26, Reykjavík.
Um tekjutengingu
og réttlæti
Frá Eiríki Brynjólfssyni:
FRÉTTIR
LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur
gengst fyrir fræðslufundi fyrir al-
menning fimmtudagskvöldið 25.
janúar kl. 20.30 þar sem augnlækn-
arnir Þórður Sverrisson og Eiríkur
Þorgeirsson fjalla um nýjungar í
augnskurðlækningum. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir. Fundur-
inn er haldinn í húsnæði læknasam-
takanna á 4. hæð, Hlíðasmára 8 í
Kópavogi.
Á síðustu árum hafa rutt sér til
rúms nýjungar í augnskurðlækning-
um. Þessar aðgerðir beinast einkum
að því að leiðrétta sjónlagsgalla og
breyta þannig gleraugnaþörf.
Fjallað verður um hvenær þessar að-
gerðir eiga við og hvenær ekki og
helstu áhættuþætti.
Fundurinn er skipulagður þannig
að læknarnir halda fyrst erindi og
síðan er tími til fyrirspurna og um-
ræðna.
Fræðslufundir fyrir almenning á
vegum félagsins hafa verið haldnir
reglulega tvisvar í mánuði í vetur og
verður svo áfram fram í febrúar.
Fjallað verður um ýmis heilsufars-
vandamál nútímans. Á næsta
fræðslufundi sem haldinn verður
fimmtudaginn 22. febrúar ræðir Val-
garður Egilsson læknir um vísinda-
legar nýjungar í baráttunni við
brjóstakrabbamein.
Nýjungar í augnskurð-
lækningum kynntar
LÖGFRÆÐINGAFÉLAG Íslands
og lagadeild Háskóla Íslands
standa að sameiginlegum fundi
fimmtudaginn 25. janúar kl. 17 í
stofu 103, Lögbergi, Háskóla Ís-
lands. Gestur fundarins og fyrirles-
ari verður Beth Grothe Nielsen
lic.jur., lektor við lagadeild Ár-
ósaháskóla í Danmörku.
Á fundinum mun hún fjalla um
Börn og réttarkerfið – að hve miklu
leyti er réttarkerfi okkar í stakk
búið að meðhöndla mál þar sem
börn eru fórnarlömb foreldra sinna
eða annarra nákominna. Eins og
kunnugt er hefur geysileg umræða
verið í samfélaginu um þetta efni á
undanförnu ári. Hér gefst því ein-
stakt tækifæri til að kynnast sjón-
armiðum eins helsta fræðimanns á
þessu sviði á Norðurlöndum, en
Nielsen hefur ritað og rannsakað
mikið um börn og aðra þolendur af-
brota, segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlesturinn verður á ensku en
fyrirspyrjendur geta lagt fram
spurningar hvort heldur er á ensku,
dönsku eða íslensku.
Fyrirlestur um börn
og réttarkerfið
FÉLAGSFUNDUR Ættfræði-
félagsins verður haldinn fimmtudag-
inn 25. janúar. Á fundinum flytur
Agnar Helgason, líffræðingur hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu, erindi.
Fundurinn er á 3. hæð í gömlu
Mjólkurstöðinni við Laugaveg. Far-
ið er inn í portið og inn um dyrnar í
horninu til hægri, þar er lyfta upp.
Fundurinn hefst klukkan 20.30, en
húsið verður opnað klukkan 19.30.
Kaffi og með því 500 kr. Allir eru vel-
komnir. Hægt er að ganga í félagið á
fundinum, segir í fréttatilkynningu.
Ættfræði-
félagið með
félagsfund
DR. STEINGRÍMUR Jónsson,
prófessor við Háskólann á Akur-
eyri og sérfræðingur á Hafrann-
sóknastofnun, heldur fyrirlestur á
vegum Vísindafélags Íslendinga í
Norræna húsinu fimmtudaginn 25.
janúar kl. 20.30. Fundurinn er öll-
um opinn. Í fyrirlestrinum mun
Steingrímur Jónsson fjalla um haf-
strauma við Ísland og áhrif þeirra
en ýmsar rannsóknir hafa verið
framkvæmdar á þessum fyrirbær-
um. Við Ísland mætast heitir og
kaldir hafstraumar og er þetta eitt
helsta einkenni íslenskra haf-
svæða.
Rætt um
hafstrauma
við Ísland
ÍSLANDSBANKI-FBA tekur á
móti jeppadeild Útivistar miðviku-
daginn 24. janúar kl. 20 á Kirkju-
sandi 2. Norðurpólsfarinn Haraldur
Örn Ólafsson segir frá reynslu sinni
og kynnir bókina „Einn á ísnum“.
Einnig verða næstu ferðir jeppa-
deildar kynntar og hugmyndir um
undanfara- og fararstjóratilhögun.
Jeppadeild Útivistar auglýsir eftir
drífandi jeppamönnum eða fróðum,
frásagnarglöðum einstaklingum til
að annast leiðsögn og aðstoð í ferð-
um. Nánari upplýsingar á fundinum
eða á skrifstofu Útivistar.
Fundur jeppa-
deildar Útivistar
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
NÝLEGA færðu Landssamtök
hjartasjúklinga á Reykjalundi end-
urhæfingarmiðstöð, hjarta-
rafstuðtæki að gjöf. Tækið verður
notað við endurlífgun.
Magnús B. Einarsson, yfirlæknir
á hjartadeild Reykjalundar, segir
að kenna mætti faglærðu starfs-
fólki á tækið sem er hálfsjálfvirkt
og segir til um hvort senda megi
rafstuð eða ekki. Kosturinn við tæk-
ið er því sá að það er hægt að beita
sér á meðan beðið er eftir lækni.
Formaður LHS, Vilhjálmur B.
Vilhjálmsson, afhenti gjöfina og
bað þess að gifta mætti fylgja tæk-
inu sem er af gerðinni M 3840 að
verðmæti um hálf milljón króna.
Frá afhendingu tækisins. Frá vinstri: Hjördís Jónsdóttir lækningafor-
stjóri, Magnús B. Einarsson hjartalæknir og Vilhjálmur B. Vilhjálms-
son, formaður Landssambands hjartasjúklinga.
Gáfu hjartarafstuðtæki
Ætluðu að framleiða
124 þúsund fermetra
Rangt var varið með tölur um
söluáætlun hjá Íslenskum harðviði á
Húsavík í frétt í Morgunblaðinu í
gær. Fyrirtækið áformaði að fram-
leiða 90 þúsund fermetra á þessu ári
og 124 þúsund fermetra á næsta ári,
en ekki 180 þúsund eins og sagði í
fréttinni. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
LEIÐRÉTT