Morgunblaðið - 24.01.2001, Side 54

Morgunblaðið - 24.01.2001, Side 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ til Óslóar og fjölskyldan stóð aura- laus og vegalaus á hafnarbakkanum, hvarf Aksel af vettvangi og hann lét ekki sjá sig fyrr en konan hans var búin að útvega sér og börnunum húsnæði, þá fyrst kom karlinn heim. Líf þeirra breyttist ekki mikið þótt þau flyttu milli landa. Fátæktin var þeirra fylgikona hvert sem þau fóru. Allt var eins og áður. Það eina sem breyttist voru nöfnin á skuld- heimtumönnunum og þeim fjölgaði stöðugt. Þrátt fyrir allar þessar hörmungar hélt Aksel áfram að skrifa bækur og í Noregi skrifaði hann sín þekktustu verk, þótt vinnu- aðstaða hans væri þó ekki upp á marga fiska. Eitt sinn þegar hann vantaði vinnustofu, leigði hann sér útikamar, svo hann fengi frið við skriftirnar. Þoldi hvorki hávaða né þögn Þegar hann vann heima, var öll fjölskyldan sem á nálum, því stund- um mátti hann ekki heyra saumnál detta, því það truflaði hann. Svo mátti ekki heldur vera algjör þögn, því það truflaði hann líka frá vinnunni. Konan hans og börnin vissu því aldrei hvaðan á sig stóð veðrið og gátu aldrei verið viss um hvernig þeim bæri að haga sér þegar hann var nálægur. Bjarne segir frá því, að móðir hans hafi aldrei lesið þurrt dagblað. Þurrt dagblað! Hvaða rugl er nú þetta? Aksel þoldi ekki skrjáfið í blaðinu þegar hún fletti því, þess vegna hélt hún því yf- ir gufunni úr pottinum, svo blaðið varð rakt og þá heyrðist ekkert skrjáf þegar blöðunum var flett. Aksel Sandemose hafði mikinn áhuga á sálarfræði og sálgreiningu og í bókunum sem hann skrifaði, kemur þessi áhugi hans glögglega í ljós. Hann hafði mikla skömm á um- burðarlausum smásálum, sem hann taldi sig finna víða og samdi „Jante- loven“, sem margir kannast eflaust við: „þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað“ og „þú skalt ekki halda að þú sért til nokkurs nýtur“ o.s.frv. Aksel beindi spjótum sínum óspart gegn þessum hugsunarhætti, en það er ekki hægt að líta fram hjá því, að hann sjálfur var gegnsýrður af hon- um og beitti honum af miskunnar- leysi á konu sína og börn. Í Ugler i Sandemosen rifjar Bjarne upp æsku sína og uppvaxt- arár í Danmörku og Noregi og minn- ingarnar eru sárar og bitrar. Bjarne hefur auga fyrir hinu skoplega og frásögnin verður því oft grátbrosleg. Iben bætir svo við minningum sínum um samskipti þeirra feðgina. Bernskuminningar hennar eru al- gjör andstæða við minningar hans, faðir hennar er góður og á hann er hægt að treysta, hann var alltaf til staðar, gætti hennar og hlúði að henni. Þrátt fyrir miskunnarlaust uppeldið sem Bjarne hlaut tókst honum að verða góður og umhyggju- samur faðir. Bjarne gerir upp við fortíð sína á hreinskilinn hátt, en hann er ekki einn, hann nýtur fulltingis dóttur sinnar og samvinna þeirra hefur tek- ist vel. Þetta er saga um miklar til- finningar og mannlegan harmleik. Hún er einlæg og tilfinningaþrungin og lærdómsrík fyrir alla sem hana lesa. ÆVISAGA RITHÖFUNDARINS AKSELS SANDEMOSE Grátbros- lega beiskar minningar Svo kynna höfundarnir sig, feðginin Bjarne og Iben Sandemose. Teikningar Iben eru undarleg blanda af Múmínálfunum og Spy vs. Spy.SKEMMST er frá því að segja að annaðhvort finnst lesanda þessi bók hryllilegasta viðurstyggð sem hann hefur lesið eða bráðfyndin háðsádeila á persónudýrkun nútímans. Í henni eru sögur af Elvis Presley sem ekki hafa áður sést á prenti, sögur af morðingjanum Elvis, mannætunni Elvis, bankaræningjanum Elvis og svo má telja. Sumar sagnanna eru nánast óskiljanlegar í súrrealískri kímni, aðrar ofurraunsæjar, en allar gera þær grín að fígúrunni Elvis, dópistanum, fitubollunni, hinum óör- ugga og ósjálfstæða Elvis sem var sí- fellt með hirð aðdáenda í kringum sig. Ágætt dæmi um stílinn er sagan af feita fóstrinu Elvis, sem skreið út úr móður sinni þegar hún var sofandi og losaði varlega naflastrenginn til að fara í bæinn. Fóstrið Elvis kastaði yf- ir sig kápu af púðluhundinum Alfredo og þótt hann hafi litið hörmulega út var honum andsk. sama því hann var hinn ófæddi konungur rokksins og gat gert það sem honum sýndist! Önnur eftirminnileg saga er af því þegar Elvis ákveður að gera meðlim- um Led Zeppelin grikk með því að kasta sekkjum með svínablóði, vatni, matarlit og mannaskít niður í áheyr- endaskara á útitónleikum hljómsveit- arinnar úr einkaþotu sinni. Hængur- inn er að hann var það hátt uppi að sekkirnir urðu að ísklumpum sem sprungu við lendinguna og ísnálarnar tættu tugi áheyrenda í sundur. Lýs- ingin á blóðbaðinu er krassandi og ekki er frásögnin af hefnd þeirra Led Zeppelinmanna síður hrikaleg. Svo má telja sög- urnar; þegar Elvis og félagar drepa Chris de Burgh, en hann gengur aft- ur í sífellu og syngur, þegar fólk kemur til Graceland með látna ættingja til að gefa Elvis í matinn og svo má telja. Fleiri frægir koma við sögu en Led Zeppelin og Chris de Burgh, því Gladys, móðir Elv- is, er í nokkrum sagnanna, meðal annars etin lifandi af maurum í einni sögunni, Pris- cilla ferst á voveiflegan hátt og Elvis rænir banka með Roy Orbison svo dæmi séu tekin. Simon Crump er myndlista- maður og ljósmyndari sem hefur einnig fengist nokkuð við skriftir. Af sögunum í My Elvis Blackout að dæma ætti hann að gera meira af því að skrifa. Í raun skrikar honum ekki fótur nema í einni sög- unni, Yorkshire Elvis: Part Two, sem er fullvenjuleg, þó góð sé, til að eiga heima í svo geggjuðu safni. Hryllings- sögur af Elvis My Elvis Blackout eftir Simon Crump. Bloomsbury gefur út 2000. 145 bls. innb. Kostar 1.995 kr. hjá Máli og menning Forvitnilegar bækur Árni Matthíasson. konu og átti með henni þrjú börn. Aðstæður þeirra voru afar bágborn- ar svo ekki sé meira sagt, húsnæðið var lítið og lélegt og lítið til að borða. Aksel vann sem gjaldkeri með rit- höfundarstarfinu, en launin dugðu aldrei til að framfleyta fjölskyldunni sómasamlega, enda hélst honum illa á peningum. Hann eyddi mestu af því sem hann aflaði í sjálfan sig, enda var hann þurftafrekur og þorstlátur maður og afar örlátur við vini sína og drykkjufélaga. „Í dag er ég ríkur, í dag vil ég gefa...“, þetta ljóð gæti hafa verið ort um hann. En örbirgðin, sem fjölskyldan bjó við var ekki það versta sem hún þurfti að þola. Það versta var ofbeld- ið sem hann beitti þau. Skapofsi hans og harðstjórn var mikil. Hann hikaði ekki við að leggja hendur á börnin sín og heima fyrir urðu allir að sitja og standa eins og honum þóknaðist. Örbirgðin og ofbeldið settu mark sitt á allt. Ógnin kemur aftur Árið 1928 fór hann á vegum út- flytjendaskrifstofu til Kanada, en hann átti að skoða aðstæður þeirra Dana, sem þangað höfðu flutt. Aksel ól með sér draum um að gerast bóndi og hafði ef til vill vonir um að sá draumur gæti orðið að veruleika í Nýja heiminum, en úr því varð ekki. Hann sneri aftur heim til Danmerk- ur. Bjarne segir frá því sem pabbi hans hafði meðferðis þegar hann kom heim. Fyrir utan smálegan óþarfa, sem hann hafði hnuplað á ferðum sínum, var þarna m.a. dauð ugla í kökuboxi, slímugt slönguhræ í öðru, hnéskel af risa- eðlu og hauskúpa af nauti. Ólykt- in af þessum dýraleifum var ólýs- anleg og þegar leið á veturinn fylltist heimilið af skrýtnum pöddum, lirfum, fiðrildum og fleiru. En það versta af öllu því, sem hann flutti með sér inn á heimilið, var ógnin, nú var hún komin aftur og hún var komin til að vera. Það kemur víða fram í bók- inni að Aksel var hvinnskur og stal öllu steini léttara. Þegar í ljós kom að hann hafði hagnýtt sér aðstöðu sína þegar hann vann sem gjaldkeri og stungið í sinn vasa heilmiklum peningum, flúði hann í hasti yfir til Noregs með konu og börn og þrjá fataskápa, sem geymdu þeirra veraldlegu eigur. Þegar komið var yfir ÁRIÐ 1999 voru hundrað ár liðin frá fæðingu rithöfundarins Aksel Sandemose. Það sama ár kom út af- ar sérstök bók, Ugler i Sandemosen, hjá Cappelen-forlaginu í Ósló. Bókin er skrifuð og myndskreytt af Iben Sandemose. Hún hefur skráð nokkr- ar af bernskuminningum föður síns, Bjarne, sem var sonur skáldsins. Þessar minningar hans vefur hún saman við sínar eigin æskuminn- ingar, svo að úr verður minningabók þriggja kynslóða. Bókin er ríkulega myndskreytt og myndirnar samofnar textanum, þannig að segja má að hér sé komin myndasaga, þar sem texti og mynd styðja og upp- hefja hvort annað. Ljós- myndir úr fjölskyldualbúm- inu fljóta með ásamt ýmsum opinberum plöggum úr fórum fjöl- skyldunnar, sem gefa enn betri mynd af lífi þeirra. Teikningar Iben eru e.k. sam- bland af myndunum úr sögunum um múmínálfana annars vegar og af njósnurunum í Spy vs. Spy úr Mad- blöðunum hins vegar. Bókin er öll svart/hvít og textinn er handskrif- aður. Það hefur þau áhrif að bókin verður nánast eins og dagbók, sem lesandanum er leyft að skoða, og dagbókarformið hæfir afar vel hinu persónulega innihaldi. „Í dag er ég ríkur...“ Aksel Sandemose var fæddur og uppalinn í Danmörku. Faðir hans var danskur en móðirin af norskum ættum. Hann hét í raun og veru Axel Nielsen, en honum líkaði ekki við nafn sitt og fékk því breytt. Hann breytti x-inu í Axel yfir í ks, því hann gat ekki hugsað sér að hafa kross í nafninu sínu. Nielsen var ekki nógu skáldlegt og þá tók hann sér nafnið Sandemose, en móðurfólk hans kom frá Sandermose í Noregi. Hann var kvæntur danskri Aksel var þjófóttur mjög og stal m.a. þess- um penna sem fylgdi honum alla ævi. Rithöfundurinn Aksel Sandemose var mikið ólíkindatól. Hann hafði óbeit á umburðar- lausum smásálum en, eins og Ingveldur Róbertsdóttir rekur, sýndi hann fjölskyldu sinni gjarnan slíka framkomu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.