Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 10

Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÁLSHEFJANDI utandagskrár- umræðunnar var Ögmundur Jónas- son, þingmaður Vinstri hreyfingar- innar – græns framboðs, og sagði hann tilefnið vera upplýsingar fjöl- miðla um að Íslandspóstur hf. hafi fengið upplýsingar um meinta eitur- lyfjaneyslu einstaklinga frá tollyfir- völdum í Reykjavík. Komið hafi fram að samstarf sé á milli lögreglu og tollayfirvalda um skráningu á ein- staklingum sem taldir eru tengjast eiturlyfjum. Lítið hafi verið upplýst um þetta samstarf eða þær skrár sem um sé að ræða, en yfirlýsingar for- svarsmanna lögreglu og tollayfir- valda í fjölmiðlum að undanförnu gefi tilefni til að leita eftir svörum dóms- málaráðherra um varðveislu og notk- un á upplýsingum af þessu tagi. Ögmundur sagði að svo væri að skilja að til séu listar um meint afbrot en ekki einvörðungu sönnuð afbrot þar sem dómar hafa fallið. Þannig gæti einstaklingur verið á slíkum lista fyrir það eitt að hafa legið undir grun um fíkniefnaneyslu, jafnvel á unga aldri, þótt aldrei hafi verið færðar á það sönnur Ögmundur benti á að um síðustu áramót hafi tekið gildi reglugerð um meðferð persónuupplýsinga hjá lög- reglu. Beindi hann máli sínu til dóms- málaráðherra og bað um svör við framkominni gagnrýni þess efnis að reglugerðin veiti lögreglu allt of rúm- ar heimildir til að safna upplýsingum og vinna með þær. Í svari sínu sagði Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra, að um væri að ræða málefni þar sem mikilvægir hagsmunir vegist á. Annars vegar þau mikilvægu réttindi einstaklinga að ekki séu gerðar um þá leynilegar skrár með persónuupplýsingum sem teljast brot gegn friðhelgi einkalífs þeirra og hins vegar þá almannahags- muni að lögregla safni þeim upplýs- ingum sem nýtast henni við uppljóstr- un glæpa og til að stemma stigu við afbrotum. Ráðherra sagðist telja að umræða að undanförnu um málaskrá lögregl- unnar hefði að hluta til byggst á mis- skilningi og missögnum. Sagðist hún ekki geta vitnað um það sem gerst hefði í samskiptum tollgæslu og Ís- landspósts, formlega eða óformlega, en sé það rétt að þar hafi verið brotið gegn settum reglum muni sú stofnun sem framfylgja á reglum um persónu- vernd taka á því máli og hafi reyndar þegar byrjað á því verki. Skáning viðurkennd nauðsyn Hins vegar væri hér á landi, rétt eins og í öllum þeim löndum sem við bærum okkur saman við, viðurkennd nauðsyn þess að lögregla skrái og varðveiti upplýsingar um einstak- linga vegna rannsókna brotamála og annarra löggæsluþarfa. Dæmi um slíkt væri Schengen-upplýsingakerfið sem Íslendingar væru nú að tengjast, en gríðarlega strangar kröfur væri gerðar í því alþjóðasamstarfi um að- gang að upplýsingum og eftirlit með notkun þeirra. Hið sama væri að segja um upplýsinganotkun og miðl- un íslenskra löggæsluyfirvalda, að al- gjört skilyrði væri að skýrar reglur liggi til grundvallar heimildum lög- reglunnar til söfnunar og varðveislu persónuupplýsinga og um réttindi til aðgangs að þeim. Sagðist ráðherra geta leyft sér að fullyrða að miklar framfarir hafi orðið í setningu reglna um meðferð persónuupplýsinga á undanförnum tveimur árum. Lögin viðurkenni hins vegar hér sem annars staðar að ákveðnar sérreglur skuli gilda um söfnun og meðferð persónu- upplýsinga þegar verkefni lögregl- unnar ættu í hlut. Vildi ráðherra vekja sérstaka at- hygli á því að lagaheimild fyrir starf- rækslu málaskrár lögreglunnar væri skýr og sérstök reglugerð hafi verið sett um nánari útfærslu á henni sem tekið hafi gildi 1. janúar sl. Við gerð reglugerðar um meðferð persónu- upplýsinga hjá lögreglu hafi sérstak- lega verið byggt á samþykktum Evr- ópuráðsins um meðferð persónuupp- lýsinga hjá lögreglu. Það væri alls ekki óeðlilegt og í raun nauðsynlegt fyrir þarfir löggæslunnar að lögregl- an haldi þessar skrár. Hins vegar sé jafnljóst að enginn eigi að hafa að- gang að þessum upplýsingum nema lögreglan sjálf. Ríkislögreglustjóri sé ábyrgur fyrir málaskránni og hafi hann sett strangar reglur um aðgang- stakmarkanir að henni. Þannig hafi almennur lögreglumaður aðeins að- gang að þeim hluta sem varðar það embætti sem hann starfar við en stjórnendur á hverju embætti hafa hins vegar aðgang að landskrá mála- skrárinnar. Það sé nauðsynlegt svo unnt verði að kanna hvort verið sé að rannsaka mál á hendur sama aðila í mörgum umdæmum. Þetta sé því mikilvægt samræmingartæki. Fjölmargir þingmenn tóku til máls í umræðunum. Kom fram í máli flestra að gæta þyrfti verndar frið- helgi einstaklingsins við meðferð upp- lýsinga af þessu tagi, en þó væri nauð- synlegt að lögreglan hefði þau úrræði við söfnun gagna sem þyrfti við úr- lausn sakamála. „Allt sem hægt er að misnota verð- ur misnotað,“ sagði Kolbrún Hall- dórsdóttir, þingmaður VG. Hún velti því upp hvernig bregðast ætti við nú, þegar ljóst væri að hjá stofnunum og fyrirtækjum finnist skrár sem sam- kvæmt lögum sé óheimilt að halda. Jafnvel hjá lögreglu virðist vera til skrár sem spurning sé hvort uppfylli skilyrði laganna. Hvatti hún til þess að ráðherra beitti sér fyrir góðri og víðtækri kynningu til alls almennings á rétti hans samkvæmt lögunum. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, sagði að um af- ar mikilvægt mál væri að ræða og leiði hugann að því hvað megi skrá og hvað ekki. Hvað megi geyma og hvað ekki, hversu nákvæma skrá megi halda um þá einstaklinga sem ekki hafi verið ákærðir og munu ef til vill aldrei verða ákærðir. Upplýsingar skýrt afmarkaðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði mikilvægt að gera sér grein fyrir því að á tímum mikilla tækniframfara standi einstaklingurinn æ berskjald- aðri fyrir forvitni og jafnvel átroðn- ingi annarra. Á hinn bóginn sé eðli- legt í okkar samfélagi að ein- staklingar og fyrirtæki veiti ákveðnar upplýsingar um einstaklinga, en þær upplýsingar verði að vera skýrt af- markaðar og þeim sem aðgang hafa settar skýrar reglur. Þorgerður sagði að ef fréttir að undanförnu af meðferð fyrirtækja og stofnana á viðkvæmum persónuupp- lýsingum væru réttar, væri slíkt vita- skuld algjörlega óviðunandi en sem betur fer væri laga- og réttarum- hverfi okkar þannig að strax sé tekið á svo viðkvæmu máli. Guðjón A. Kristjánsson, þingmað- ur Frjálslynda flokksins, sagðist telja að ekki ætti að skrá menn sem brota- menn vegna gruns um brot sem ósönnuð eru. Meginreglan sé sú að allir séu saklausir þar til sök er sönn- uð. Hann sagðist telja eðlilegt að fyr- irtæki í almannaþjónustu á borð við Íslandspóst vilji vita hvort verið sé að ráða fólk sem orðið hefur brotlegt við lög. Upplýsinga eigi hins vegar að leita hjá viðkomandi og fá heimild til. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist telja vel athugunarvert hvort ástæða væri til að setja reglur um á hvern hátt op- inberar stofnanir og fyrirtæki skiptast á upplýsingum sín á milli. Katrín Fjeldsted, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, benti á að einmitt um þessar mundir væri verið að taka verulega á í þessum efnum, bæði af hálfu ríkislögreglustjóra og Persónu- verndar. Það ætti að leiða til þess að persónuvernd borgaranna verði bet- ur tryggð en áður. Lögregla verði hins vegar vitanlega að hafa svigrúm til að skrá og varðveita upplýsingar. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri grænna, sagði að frétt- ir af umræddu máli hefðu komið afar ónotalega við menn. Geymslumögu- leikar upplýsinga væru í raun ótak- markaðir og tæknilegum möguleik- um til eftirlits með borgurum væru lítil takmörk sett. Því sé sérstaklega mikilvægt að vanda til allra reglna. Mikilvægir hagsmunir togast á Dómsmálaráðherra sagði utan dagskrár á Alþingi í gær að eftir sinni bestu vitund séu hvergi í landskerfi lögreglunnar haldnar skipulegar eða kerfisbundnar skrár yfir þá sem tengdir hafa verið við fíkniefnaheiminn án þess að þeir hafi hlotið dóma Morgunblaðið/Rax Við upphaf þingfundar í gær kvaddi Ögmundur Jónasson sér hljóðs utan dagskrár og beindi spurningum til dóms- málaráðherra. Margir þingmenn skráðu sig á mælendaskrá hjá Friðriki Ólafssyni, skrifstofustjóra Alþingis. HARÐAR umræður urðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í gær. Tveir varafor- setar, þeir Guðmundur Árni Stefánsson og Árni Steinar Jóhannsson, gerðu þá bréfaskipti forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar að umtalsefni, og lásu bókanir sem þeir gerðu á fundi forsætisnefndar Alþingis um málið á miðvikudag og gerð var grein fyrir í Morg- unblaðinu í gær. Forseti Alþingis svaraði fyrir sig með bókun og m.a. velti Jóhanna Sigurð- ardóttir því upp hvort skipa bæri sérstaka rannsóknarnefnd af þessu tilefni. Guðmundur Árni, sem fór fram á um- ræðuna, ítrekaði m.a. fyrri ummæli sín um að eðlilegt hefði verið að fullskipuð forsætisnefnd hefði komið að málinu. „Yfirstjórn þingsins á að vera hafin yfir dægurþras stjórnmála og gæta þess í hvívetna að jafnræði, sanngirni og gagnsæi séu með í för í öllum vinnubrögðum þess,“ sagði hann. Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þing- flokks Samfylkingarinnar, tók undir orð Guð- mundar Árna og fullyrti að þingmenn Sam- fylkingarinnar væru umræddri bókun algjörlega sammála og telji bréfaskiptin hafa verið mistök. Sagði Rannveig að þessir at- burðir og atferlið á Alþingi í aðdraganda bréfasendinganna væru ekki til eftirbreytni. Þetta væru mistök sem vonandi yrðu ekki endurtekin. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagðist af þessu tilefni telja nauðsynlegt að kynna bókun sem hann hefði gert á fundi forsætisnefnd- arinnar á miðvikudag. Enda sæist af bréfum forseta Alþingis í umboði forsætisnefndar og forseta Hæstaréttar að farið væri efnislega rangt með innihald þeirra í bókun Guðmundar Árna Stefánssonar. „Ég harma einnig að í viðtölum við tvo for- sætisnefndarmenn í fjölmiðlum skuli farið rangt með staðreyndir. Ef forseti Alþingis boðar til fundar í forsætisnefnd og meirihluti nefndarinnar er mættur, er sá fundur álykt- unarbær og menn hafa ekki tillögurétt á slík- um fundum sem fjarverandi eru fremur en í sölum Alþingis almennt. Ég vonast til að geta átt gott samstarf við forsætisnefndarmenn í framtíðinni,“ sagði Halldór. Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sagðist telja að Guðmundur Árni hafi kvatt sér hljóðs á röngum forsendum. Hann teldi að ákvörðun sú sem tekin var um að senda Hæstarétti umrætt bréf hefði þurft að taka fyrir í fullskipaðri forsætisnefnd. Sagði Tómas Ingi augljóst að það hefði einmitt verið gert; tveir meðlimir nefndarinnar hefðu haft löglegar fjarvistir og af þeim sökum hafi nefndin verið fullskipuð á fundinum. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sagði viðbrögð forseta Alþing- is mjög sérkennileg. Engin fordæmi væru fyr- ir því að forseti Alþingis óskaði eftir íhlutun eða inngripi Hæstaréttar í hápólitískt deilu- mál sem lægi fyrir þingi. „Þetta er slíkt frum- hlaup að komast verður til botns í því hvað raunverulega bjó að baki slíku örþrifaráði sem einungis hluti forsætisnefndar ákvað á nokk- urra mínútna löngum fundi sínum.“ Sagði Jóhanna að af fullri alvöru verði því að skoða hvernig Alþingi geti beitt sér í mál- inu og hvort skipa eigi til þeirra verka óvil- halla aðila eða rannsóknarnefnd skv. 39. grein stjórnarskrárinnar til þess að brjóta allt þetta mál til mergjar. Allt of margt væri enn á huldu um þetta mikilvæga mál til að álykta megi að hér hafi einungis verið um að ræða stjórn- skipulegt slys eða afglöp. Sömuleiðis verði að leita allra leiða til að mál þetta allt hafi ekki fordæmisgildi. Af þeim sökum væri réttast að kanna nú þegar stofnun sérstakrar rannsókn- arnefndar. Í lok umræðnanna lýsti Árni Steinar Jó- hannsson þeirri skoðun sinni að mikilvægt væri að forsætisnefnd setji sér verklagsreglur um fundi sína þannig að traust geti ríkt í fram- tíðinni. Henti forseti Alþingis ummæli þessi á lofti og sagði til gamans um leið og hann sleit um- ræðum um störf þingsins, að skemmtilegt væri í ljósi ummæla um verklagsreglur að hann hefði reynt að setja forsætisnefndinni siðareglur á síðasta fundi hennar. Forseti Alþingis vísaði gagnrýni varaforseta þingsins á bug við upphaf þings í gær Fjarverandi nefndarmenn hafa ekki tillögurétt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.