Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 22
ÚR VERINU
22 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÓTA- og togveiðiskipið Ingunn AK
kom til Akraness í fyrradag og held-
ur senn á loðnuveiðar. Skipið var
smíðað hjá ASMAR-skipasmíðastöð-
inni í Talcahuano í Chile. Það er 72,90
metra langt, 12,60 m breitt og getur
borið allt að 2.000 tonn af afla, en það
kostar um 850 milljónir króna.
Haraldur Sturlaugsson segir að
kaupin á Ingunni séu liður í upp-
stokkun skipastóls HB og stefnan sé
að vera með tvö skip, Ingunni og Vík-
ing, við veiðar á uppsjávarfiski. Burð-
argeta þeirra sé samtals rúmlega
3.000 tonn sem sé svipað og var á Vík-
ingi, Elliða og Óla í Sandgerði. Óli í
Sandgerði hefur verið seldur og er
gert ráð fyrir að hann fari til Noregs
um næstu mánaðamót. Elliði er einn-
ig til sölu. „Burðargeta Ingunnar er
meiri en hinna skipanna og við vild-
um vera með öflugt skip til flottrolls-
og nótaveiða á loðnu, síld og kol-
munna. Að öllu jöfnu eigum við að
geta veitt kvóta okkar í uppsjávar-
fiski á tveimur skipum í stað þriggja
áður og í því felst mikil hagræðing.“
Fyrsta nýsmíðin síðan 1964
HB fékk nóta- og togskipið Óla í
Sandgerði í janúar 1999 og var skipið
keypt nýtt frá Noregi, en Ingunn er
fyrsta skipið sem fyrirtækið lætur
smíða fyrir sig frá grunni síðan nóta-
skipið Höfrungur III kom til Akra-
ness 1964. Höfrungur var fyrsta fiski-
skip í heiminum með hliðarskrúfur og
Ingunn er fyrsta fiskiskipið sem
smíðað er fyrir Íslendinga í Chile, en
tvö önnur eru þar í smíðum og þaðan
kom nýja hafrannsóknaskipið Árni
Friðriksson.
Að sögn Haralds fékk HB gott skip
á hagstæðu verði í Chile. Hann segir
að markmið HB hafi verið að end-
urnýja flotann í nýjum skipum, sem
væru þá söluvara á alþjóðlegum
skipamarkaði. Smíðaárið gildi alltaf
við sölu, þótt skip séu gerð upp 99%
og því hafi komið betur út að selja Óla
en Víking. Það er ekki á vísan að róa í
uppsjávarfiskveiðum og miklar svipt-
ingar í veiðiheimildum. Því geti verið
gott að vera með skip sem sé góð
söluvara til að draga úr áhættunni við
fjárfestinguna. „Þótt afhending Ing-
unnar hafi tafist höfum við ekki skað-
ast á því. Við erum með skip í hönd-
unum sem kostar um 850 milljónir en
gangi salan á hinum skipunum upp
nemur endurnýjunin á uppsjávarflot-
anum, sem hófst með sölunni á Höfr-
ungi AK 91 fyrir tveimur árum, um
500 milljónum vegna endurnýjunar á
uppsjávarflotanum,“ segir Haraldur.
Verðugt nafn
Haraldur Böðvarsson hóf útgerð
frá Akranesi 1906 og er HB elsta
starfandi útgerðarfyrirtæki landsins.
Þegar séra Eðvarð Ingólfsson bless-
aði nýja skipið og áhöfn þess sagði
hann verðugt að það bæri nafn Ing-
unnar Sveinsdóttur, eiginkonu Har-
alds Böðvarssonar, sem stóð eins og
stoð og stytta við hlið eiginmannsins í
allri uppbyggingu fyrirtækisins.
Skipið ber líka nafn langalangömmu
Haralds Sturlaugssonar, Ingunnar
Jónsdóttur, eiginkonu Hans Péturs-
sonar Hoffmann, en þau bjuggu í
Bakkafit við Búðir á Snæfellsnesi á
ofanverðri 19. öld. Þau eignuðust 12
börn og komust sjö þeirra upp. Hans
dó úr taugaveiki og einn sonur þeirra
og stóð Ingunn ein uppi með allan
barnahópinn. Ekki hvarflaði að henni
að gefast upp og tók hún þegar upp
sjóróðra en þegar Pétur Hoffmann,
yngsta barnið, var níu ára, varð hann
háseti hjá móður sinni. Talið er að
Ingunn sé ein fyrsta konan ef ekki sú
fyrsta sem reri til fiskjar á Íslandi.
Helga María og Ingunn
Haraldur segir að fyrirtækið hafi
rekið 60 til 70 skip en útgerðin hafi
byrjað með sexæringnum Helgu
Maríu 1906. Frystiskipið Helga
María hafi líka verið síðasta skip út-
gerðarinnar á nýliðinni öld og engin
önnur skip útgerðarinnar hafi borið
kvenmannsnafn, en nú sé komin ný
öld og henni fylgi nýtt kvenmanns-
nafn.
„Í tengslum við tafirnar á Ingunni
hef ég gjarnan sagt að Ingunn hafi
ekki viljað trufla stöðu nýliðinnar ald-
ar heldur viljað koma til landsins á
þessari öld,“ segir Haraldur. „Helga
María var fyrsta og eina kvenmanns-
nafnið í skipastóli fyrirtækisins á öld-
inni sem leið og nú tekur Ingunn við.“
Ljósmynd/Snorri Snorrason
Ingunn AK 150 er með stærstu og glæsilegustu skipum flotans, 72,90 metrar að lengd og 12,6 metrar á breidd. Burðargetan er um 2.000 tonn af fiski.
„Ingunn vildi
frekar koma á
þessari öld“
Morgunblaðið/RAX
Beðið eftir skipinu. Það var mikil eftirvænting á bryggjunni á Akranesi
þegar Ingunn var að leggjast að. Sturlaugur Sturlaugsson aðstoðar-
framkvæmdastjóri bíður skipsins ásamt tveimur ungum drengjum.
Morgunblaðið/RAX
Þeir ráða ferðinni. Haraldur Sturlaugsson, framkvæmdastjóri HB, og
skipstjórarnir Guðlaugur Jónsson og Marteinn Einarsson, en sá síð-
arnefndi sigldi skipinu heim frá Chile.
„ÞAÐ eru spennandi tímar fram-
undan. Það er að sjálfsögðu mikill
áfangi að taka við nýju og glæsi-
legu skipi. Nú er loðnan fram-
undan, en skipið hefur ekkert
verið reynt við veiðar ennþá. Það
á samt allt að ganga og við hlökk-
um til veiðanna,“ segir Marteinn
Einarsson, skipstjóri á Ingunni
Ak, en hann sigldi skipinu heim.
Skipstjóri á móti Marteini er Guð-
laugur Jónsson.
„Siglingin tók akkúrat 23 sólar-
hringa og gekk mjög vel,“ segir
Marteinn. „Þetta er gott sjóskip
og síðustu tvö sólarhringana
fengum við haugabrælu og 8 til
10 vindstig á móti og það var ekk-
ert vandamál.
Þrisvar yfir bauginn
Það er vissulega léttir að vera
kominn með þetta glæsilega skip
heim eftir 7.000 sjómílna siglingu,
sem var í raun mjög skemmtileg.
Það var til dæmis mjög gaman að
sigla yfir miðbaug við Ekvador og
sjá þegar 0 fór úr suðri yfir í
norðrið. Það er ekki oft sem mað-
ur siglir yfir miðbaug, þannig að
við tókum einn hring suður yfir
aftur og því höfum við farið þrisv-
ar yfir bauginn.
Við lentum því miður í myrkri í
Panamaskurðinum og sáum því
lítið í kringum okkur. Ferðin í
gegnum skurðinn tók átta tíma og
við fórum um 6 stiga á leiðinni.
Það var líka gaman að sigla um
Karabískahafið, en við fórum á
milli Kúbu og Haíti. Hitinn var
reyndar anzi mikill á leiðinni, sér-
staklega við Panama og rakinn
var um 70%. Þá hefði maður þeg-
ið loftkælingu um borð, en annars
er ólíklegt að við þurfum að nota
slíkan búnað hér við land.“
Ingunn AK er alls 72,90 metrar
að lengd og 12.60 á breidd. Hún
ber um 2.000 tonn af fiski í kæli-
tönkum. Vélin er 5.800 hestöfl og
ganghraði á 70% álagi á heimleið-
inni var um 14 mílur. Skipið er
búið til veiða á uppsjávarfiski í
nót og flottroll.
Byrjum á loðnunót
„Nú er bara að koma skipinu á
veiðar og við gerum ráð fyrir að
það gangi á tveimur til þremur
dögum. Við byrjum á loðnunót
fyrir vestan, en þegar loðnunni
lýkur förum við á kolmunnann
með flottroll í apríl og svo tekur
norsk-íslenzka síldin við.
Ég byrjaði með Óla í Sandgerði
fyrir tveimur árum, þegar hann
var keyptur til landsins ásamt
Guðlaugi Jónssyni. Við verðum
svo með Ingunni til skiptis, enda
er búið að selja Óla, en ekki víst
hvenær hann verður afhentur. Nú
er bara að standa sig í stykkinu,“
segir Marteinn Einarsson.
„Spennandi
tímar
framundan“