Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁ sjaldan Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, segir eitthvað, sem virðist afgerandi upphefst sam- stundis úrtöluherferð samstarfs- manna hans til að draga úr ákveðn- inni. Það eru líka ýmsir sem sjá undankomuleiðir, þó Blair hafi sagt að sæti stjórnin áfram eftir næstu kosningar yrði ákvörðun um aðild að evrópska efnahags- og myntsam- bandinu, EMU, tekin innan tveggja ára á nýju kjörtímabili. Þegar forsætisráðherra hélt ræðu í gær um stefnumál stjórnarinnar í komandi kosningum, sem líklega verða 3. maí, voru enn allir með hug- ann við evruna. Sumir álíta að með ummælunum hafi Blair verið að undirstrika að evruandúð Gordon Browns fjármála- ráðherra hafi ekki komið í stað evru- anda Peter Mandelsons fyrrum Ír- landsráðherra, er nýlega sagði af sér. Orðin egndu Íhaldsflokkinn og and-ESB sinnuð blöð, en friða kannski erlenda fjárfesta í bílaiðn- aðinum, sem undanfarið hafa viðrað vantrú á Bretland utan evrusvæðis- ins. Hvað þýða ummælin? Eins og svo oft féllu ummæli Blair í þingumræðum. William Hague leið- togi íhaldsmanna gaf upp boltann með því að spyrja Blair ítrekað hvað „snemma“ á næsta kjörtímabili þýddi þegar rætt væri um evruaðild. Öllum á óvart, líklega einnig Gordon Brown fjármálaráðherra, sem sat við hlið Blairs, sagði Blair að snemma á næsta kjörtímabili „er nákvæmlega það sem við segjum. Snemma á næsta kjörtímabili er auðvitað innan tveggja ára.“ Athyglin beindist að atkvæðagreiðslu í síð- asta lagi haustið 2003. Mitt árið 2002 þykir þó líklegra, því stjórn á alltaf á hættu niður- sveiflu um og undir mitt kjörtímabil. Við nánari athugun er þó ljóst að orð Blairs gefa ekki endilega ástæðu til slíkrar ályktunar. Stjórnin og þá einkum Brown hefur stöðugt lagt áherslu á að Bret- ar gangi ekki í EMU nema að breskt efna- hagslíf sé komið í takt við evrusvæðið. Aðeins að því uppfylltu séu réttar forsendur fyrir hendi og aðild komi til greina. Blair segir nú að innan tveggja ára, verði forsendurnar metnar. Verði niðurstaða þess mats jákvæð- verði hægt að taka ákvörðun um að- ild og síðan bera málið undir þjóð- aratkvæði. Með þetta í huga telja ýmsir hugsanlegt að forsendurnar verði ekki dæmdar réttar, engin þjóðaratkvæðagreiðsla verði og eng- in EMU-aðild. Í leiðara Financial Times er álykt- að sem svo að nú hafi Blair sett sér tímatakmörk og lagt línur, sem fjármála- ráðuneytið verði að fylgja. Þó það sé ekki óumdeilanlegt séu að- ildarforsendurnar fyrir hendi. Nú verði Blair að sýna að hann álíti að svarið eigi að vera já. Þar með dugi honum ekki að tala eingöngu um efnahagslegan ávinning aðildar, eins og hann geri alltaf, heldur verði hann að taka á pólitísku hlið- inni. Í gær voru birtar bráðabirgðaniðurstöð- ur reglulegar skoðanakönnunar á af- stöðu ESB-landa til ESB. Þar kemur fram að aðeins 21 prósent Breta styðja evruaðild. Hins vegar geti fjöldi óákveðinna og óupplýstra um evruna og ESB, á bilinu 16–35 pró- sent, aukið bjartsýni. Öflugur málflutningur gæti unnið á þeim, auk þess sem stjórnin vonast til að Bretar sjái hvað það er sniðugt að ferðast í Evrópu með evruna, þeg- ar mynt og seðlar koma í umferð í janúar á næsta ári. En Íhaldsmenn og hatrömm and- Evrópusinnuð dagblöð hamra einnig á þeim óákveðnu. Hague sagði í gær „stórfellda hættu á að Bretar misstu tökin á eigin efnahagslífi“ þegar stjórnin stefndi skýrlega á evruaðild. Um leið undirstrikaði hann að „örlög pundsins verða meginmál kosning- anna“. Hann og fleiri hömruðu á skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þar sem segir að verðbólga í Bret- landi hefði verið hærri með vaxta- stigi evrusvæðisins. Sun, eitt helsta ESB-hatursblaðið, segir Blair ætla að „þvinga fram baráttu til að hrinda hinum gífurlega 80 prósenta meiri- hluta gegn evrunni“. Meginmál kosninganna? Evran verður varla meginmál kosninganna, en Íhaldsflokkurinn hugsar sér þó gott til glóðarinnar. Andstaðan gegn flestu evrópsku er svo mikil og gæti orðið flokknum notadrjúg. Neil Kinnock, fyrrum leiðtogi Verkamannaflokksins og nú- verandi fulltrúi í framkvæmdastjórn ESB, segir í Guardian að niðurstað- an og vanþekking á ESB sé „dap- urlegt ástand eftir 26 ára aðild að Evrópusamstarfinu“. Í ræðu sinni í skóla í Norður- London í gær lagði Blair áherslu á jafnan aðgang allra að framhalds- menntun. Bestu háskólarnir taka nemendur úr einkaskólum fram yfir ríkisskólanemendur. Úr þessu vill stjórnin bæta, bæði með aðhaldi við háskólana og stuðningi við nemend- ur úr efnaminni fjölskyldum. En þegar kemur að kosningum er lík- legt að Íhaldsflokkurinn haldi Blair við evruefnið, enda hljómar Hague iðulega eins og hann hyggist leiða Breta úr ESB komist hann til valda. Blair ýtir undir vanga- veltur um evru-kosningar Þingheimur greip andann á lofti, segir Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari í London, þegar Blair sagði að með sömu stjórn yrði ákvörðun um EMU-aðild tekin innan tveggja ára frá næstu kosningum. Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands. VIÐBRÖGÐ arabaríkja við kjöri Ariels Sharons í embætti forsætis- ráðherra Ísraels hafa ekki verið ýkja jákvæð. Stjórnvöld og fjöl- miðlar í flestum ríkjanna hafa ýmist haft uppi formælingar í garð Shar- ons og spár um blóðug stríðsátök, eða látið sér fátt um finnast og gef- ið í skyn að einu gildi hver sitji við stjórnvölinn, Ísraelar muni halda áfram að undiroka Palestínumenn. Fjölmiðlar í arabaríkjum hafa gert mikið úr því að Sharon stjórn- aði sem varnarmálaráðherra innrás Ísraelshers í Líbanon árið 1982 og neyddist ári síðar til að segja af sér, eftir að ísraelsk rannsóknarnefnd átaldi hann fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir fjöldamorð kristinna fal- angista á Palestínumönnum í flótta- mannabúðunum í Sabra og Shatilla í Líbanon. Arabar vísa einnig gjarnan til þess að Sharon hafi sem ungur maður verið í vopnuðum sveitum sem hröktu Palestínumenn með valdi á brott frá heimilum sín- um. „[Ehud] Barak drepur af rósemi og með bros á vör. Sharon drepur hins vegar með reiðigrettu og hrækir á lík fórnarlambanna og sparkar í þau,“ sagði í blaðinu Al Medina í Saudi-Arabíu í gær. „Slátrarinn Sharon sigrar“ var fyr- irsögnin á frétt egypska stjórnar- andstöðublaðsins Al Wafd um kosn- ingarnar. Ísraelar og Sýrlendingar hafa löngum eldað grátt silfur og deila enn um Gólan-hæðir, sem Ísraelar hertóku í sex daga stríðinu árið 1967. Barak hafði lýst sig reiðubú- inn að gefa Gólan-hæðirnar eftir, en Sharon þvertekur fyrir það og ber við öryggissjónarmiðum. Haft var eftir Bashar Assad Sýr- landsforseta í gær að stjórn hans myndi ekki taka upp viðræður við Ísraela fyrr en þeir væru tilbúnir að fallast á að hörfa frá öllu því landsvæði sem þeir hefðu hertekið af arabaþjóðum. Fjölmiðlar í Sýrlandi hafa einnig farið hörðum orðum um úrslit kosn- inganna í Ísrael. „Sigur Sharons er skýr skilaboð frá síonistum til araba, sem samsvara formlegri stríðsyfirlýsingu,“ sagði í Al Baath, blaði stjórnarflokksins. „Með því að kjósa Sharon hafa Ísraelar valið stigmögnun hryðjuverka og fært frið í heiminum, ekki aðeins í Mið- Austurlöndum, upp á náð og mis- kunn stríðsóðs herforingja.“ Jórdanar og Egyptar varfærnari Opinber viðbrögð þeirra tveggja arabaþjóða sem samið hafa frið við Ísrael, Egypta og Jórdana, voru öllu varfærnari. Þó er talið að yf- irvöld í þessum ríkjum séu uggandi yfir því að eiga samstarf við Sharon vegna neikvæðs þrýstings heima- fyrir og frá öðrum arabaríkjum, ekki síst í ljósi þess að uppreisn Palestínumanna, sem nú hefur stað- ið í rúma fjóra mánuði, braust út í kjölfar þess að Sharon heimsótti Musterishæðina í Jerúsalem í lok september. Abdullah II konungur í Jórdaníu reyndi í sjónvarpsávarpi að sann- færa þegna sína um að það hefði „engin áhrif á jórdönsku þjóðina“ hver héldi um stjórnartaumana í Ísrael. „Í gegnum tíðina höfum við gengið í gegnum ýmsa erfiðleika, en ég tel að erfiðustu hindranirnar séu nú að baki,“ sagði konungurinn. Utanríkisráðherra Jórdaníu, Abdulilah Khatib, sagði að Jórd- anar myndu dæma Sharon og stjórn hans eftir því hvernig frið- arumleitunum miðaði áfram. Egypska ríkissjónvarpið sýndi beint frá talningu atkvæða í Ísrael og ræðum Baraks og Sharons, en stöðvaði útsendinguna eftir að sig- urvegarinn hafði lýst Jerúsalem höfuðborg Ísraels að eilífu. Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti sagði Egypta virða vilja ísra- elsku þjóðarinnar og kvaðst vona að friðarferlið héldi áfram. „Við mun- um bíða og sjá hvað Sharon að- hefst,“ sagði Mubarak við frétta- menn á miðvikudag, en bætti því við að Sharon væri „þekktur fyrir undirokunarstefnu og fyrir [fjölda- morðin í] Sabra og Shatilla“. Ehud Barak gaf síðastliðið sumar skipun um brotthvarf Ísraelshers frá Líbanon. Forsætisráðherra landsins, Rafik Hariri, hvatti Shar- on á miðvikudag til að snúa baki við fortíð sinni sem harðlínumaður og fara að vinna í þágu friðar. Sagði hann ennfremur að ef Ísraelar væru tilbúnir að semja frið á grund- velli ályktana Sameinuðu þjóðanna myndu arabaríki vera samvinnufús. Stjórn Saddams Husseins í Írak brást við úrslitum kosninganna með öllu harkalegri hætti. Lýsti hún því yfir að verið væri að kalla saman herlið til að „frelsa Jerúsalem“. Kjör harðlínumannsins Ariels Sharons í embætti forsætisráðherra Ísraels í stað Baraks Vatni dælt á brak úr bíl sem sprengdur var í loft upp í Jerúsalem í gær. Enginn slasaðist alvarlega í tilræðinu. Viðbrögð arabaríkj- anna blendin Damaskus, Kaíró, Riyadh, Teheran. AFP, AP. Reuters NÚ lítur út fyrir að eingöngu þrjú fyrirtæki muni bjóða í fjór- ar farsímarásir fyrir þriðju kynslóð farsíma í Belgíu. Þrjú fyrirtæki hættu við að taka þátt í uppboðinu í gær. Lágmarksverð fyrir farsíma- rás er 150 milljón evrur, and- virði tæplega 12 milljarða ísl. kr. , en ríkisstjórnin vonast til að fá allt að tíu sinnum meira fyrir rásirnar. Skilafrestur umsókna rann út kl. 16 í gær. Belgíska Póst- og símamálastofnunin mun fara yfir umsóknirnar og taka loka- ákvörðun 16. febrúar. Uppboð- ið á svo að hefjast 7. mars. Enn er ekki útilokað að óvæntur umsækjandi leynist í hópnum en þó er talið líklegra að aðeins tvö belgísk fyrirtæki, Belgacom unit Proximus og KPN Orange Belgium NV, og eitt franskt, Telecom Mobistar NV, verði um hituna. Ástæða áhugaleysisins er talin vera smæð belgíska mark- aðarins sem ekki er talinn til lykilmarkaða í Evrópu þrátt fyrir að búist sé við miklum vexti á farsímamarkaði þar á næstu árum. Áhugi fjárfesta á farsímamarkaði hefur einnig minnkað mjög í Evrópu vegna efasemda um að raunveruleg eftirspurn sé eftir þriðju kyn- slóð farsíma ( 3G ). Belgískar farsímarásir Takmark- aður áhugi á uppboði Brussel. AP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.