Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 26

Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÍSKA • GÆ‹I • BETRA VER‹ Húsi verslunarinnar • Kringlunni 7 DENNIS Tito er sextugur, grann- ur og er að missa hárið, hann minnir því lítið á geimferða- hetjurnar í kvikmyndunum, að sögn The Washington Post. Tito stýrir stóru fjárfestingafyrirtæki og býr í glæsihúsi í Los Angeles, talið er að hann eigi sjálfur um 200 milljónir dollara eða nær 17 millj- arða króna. Hann er að sögn sonar síns, Michaels, íhaldssamur og hreint enginn ævintýramaður. Hann klæðist að jafnaði jakkaföt- um, skyrtan verði að vera hvít. En Tito hefur samt ákveðið að láta æskudraum rætast: hann ætlar í geimferð. Tito gerði fyrir skömmu samn- ing við Rússa um að hann myndi greiða þeim 20 milljónir dollara, um 1.700 milljónir króna, fyrir að fá að fara með Sojus-geimfari til nýju alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem nú er verið að smíða. Hann verður því fyrsti almenni ferða- langurinn eða túristinn sem fer út í geim og borgar sjálfur farmiðann. „Aðeins um 400 manns hafa prófað þetta sem er hápunktur allra ævintýra,“ segir Tito sem nú er í þjálfunarbúðum í Rússlandi ásamt nokkrum geimförum og sést hér svífa um í tilbúnu þyngd- arleysi. „Það er andleg hlið á mál- inu, að vera kominn frá plánetunni og líta til baka til jarðar.“ Vegna efnahagslegra örðug- leika Rússa á síðari árum gengur þeim illa að tryggja fé til geim- rannsókna sinna. Ætlunin er að verja 145 milljónum dollara eða um 13 milljörðum króna til þeirra á þessu ári og því ljóst að greiðslan fyrir farmiða Titos kemur sér vel. Rússar hafa áður selt japönskum sjónvarpsfréttamanni ferð til geimstöðvarinnar Mír, sem nú hef- ur verið ákveðið að úrelda. Einnig öfluðu þeir auglýsingatekna með því að láta geimfara sína í Mír þenja út stóra „gosdós“ úr næloni og áli fyrir utan stöðina. Á dósinni var vörumerki Pepsi-verksmiðj- anna. Borgar sjálfur far- miðann út í geiminn The Washington Post

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.