Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 28

Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á ÞEIM tíma er Tónlistarskólinn í Neskaupstað var stofnaður, voru að- eins þrír tónlistarskól- ar starfandi utan Reykjavíkur og sá sem var aðalhvatamaður að stofnun skólans, var Haraldur Guðmunds- son trompetleikari. Haraldur var frábær trompetleikari og sér- staklega man undirrit- aður eftir því hversu mjúkur og syngjandi tónn hans á trompetinn var og þessa tónmýkt kenndi Haraldur sínum nemendum. Bræðurnir Lárus og Birgir Sveins- synir lærðu að „syngja“ á trompet hjá Haraldi og kom þetta meðal annars fram í leik Skólahljóm- sveitar Mosfellsbæjar, undir stjórn Birgis, en þar hafa margir góðir blás- arar notið góðrar kennslu. Hæfileik- ar Lárusar komu strax fram, er hann hóf að leika með Lúðrasveit Nes- kaupstaðar, undir stjórn Haraldar og á fyrstu tónleikum tónlistarskólans 1957, lék Lárus trompetkonsert eftir Haydn og sagði Lárus seinna, að hann hefði ekki vitað hversu erfitt þetta verk var, fyrr en hann lék kons- ertinn á námsárum sínum í Vínar- borg. Hinn „syngjandi“ trompettónn fylgdi Lárusi og hann endurómaði í ágætum leik Skólahljómsveitar Mos- fellsbæjar, undir stjórn Birgis Sveinssonar, er lék í upphafi minn- ingartónleikanna, sem haldnir voru í Langholtskirkju sl. miðvikudags- kvöld, á afmælisdegi Lárusar. Flosi Ólafsson leikari var kynnir á tónleikunum og sagði nokkrar gam- ansögur en fyrstu tónlistaratriðin voru flutt af kórunum tveimur, er Lárus stjórnaði, Reykjalundarkórn- um, er undir stjórn Írisar Erlings- dóttur söng Ave Maria eftir Nyborg og Á Sprengisandi, eftir Sigvalda Kaldalóns, í úsetningu Lárusar og Karlakórinn Stefnir, undir stjórn Atla Guðlaugssonar, er söng Sailing, eftir Simmons og Sprett, eftir Svein- björn Sveinbjörnsson. Undirleikarar voru Judith Þorbergsson og Sigurð- ur Marteinsson og var flutningurinn í heild mjög góður. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir áttu frábært atriði, Wien du Stadt meiner Träume, eftir Sieczynski, og Sempre libera, úr La Traviata, eftir Verdi. Kór Íslensku óperunnar undir stjórn Garðars Cortes söng með miklum glæsibrag, sálminn Fyrirlátið mér faðirinn góði, úr óperunni Galdra- Lofti og Maístjörnuna en tónleikun- um fyrir hlé lauk með Festmusik für die Stadt Wien, eftir Richard Strauss og voru það málmblás- arar úr Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, undir stjórn Kjartans Ósk- arssonar, er „sungu“ með miklum glæsibrag á lúðrana sína. Eftir hlé átti Sinfón- íuhljómsveit Íslands orðið en með henni lék Lárus í rúm þrjátíu ár, eða frá 1967 og lengst af sem fyrsti trompett- leikari. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, sem Bernhaður Wilkinson stjórnaði, hóf leik sinn með forleiknum að Ruslan og Ludmillu, eftir Glinka og í tilefni dagsins, Buglers Holiday, eftir Leroy Anderson, sem trompetlið sveitarinnar, Ásgeir Steingrímsson, Einar Jónsson og Eiríkur Örn Páls- son, lék með miklum „bravúr“. Eftir að Karlakórinn Stefnir hafði sungið Brennið þið vitar, eftir Pál Ísólfsson og Kór Íslensku óperunnar, O habet Acht, úr Sígaunabaróninum, eftir Jo- hann Strauss, sameinuðust kórarnir þrír, í glæsilegum söng á Fangakórn- um, úr Nabucco, eftir Verdi. Þar með lauk þessum glæsilegu minningar- tónleikum um Lárus Sveinsson trompetleikara, en saga hans er æv- intýrið um sveitadrenginn, er hleypir heimdraganum, til að „syngja“ á sinn lúður, og þótt tónlistarmaðurinn sé mönnum ofarlega í huga, muna þeir sem til þekktu, að Lárus var „dreng- ur góður“. Að syngja á sinn lúður TÓNLIST L a n g h o l t s k i r k j a Minningartónleikar um Lárus Sveinsson trompetleikara. Flytj- endur: Skólahljómsveit Mosfells- bæjar, Reykjalundarkórinn, Karla- kórinn Stefnir, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Anna Guðný Guðmunds- dóttir, Kór Íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórn- endur: Birgir Sveinsson, Íris Er- lingsdóttir, Atli Guðlaugsson, Garð- ar Cortes, Kjartan Óskarsson og Bernharður Wilkinson. Einleik- arar: Ásgeir Steingrímsson, Einar Jónsson og Eiríkur Örn Pálsson. Undirleikarar: Judith Þorbergsson og Sigurður Marteinsson. Mið- vikudagurinn 7. febrúar 2001. MINNINGARTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Lárus Sveinsson 50. SÝNING á Völuspá, eftir Þór- arin Eldjárn, verður í Möguleikhús- inu við Hlemm sunnudaginn 11. febrúar. Völuspá var frumsýnd í Mögu- leikhúsinu á Listahátíð í Reykjavík í vor og var jafnframt á dagskrá Reykjavíkur menningarborgar Evrópu árið 2000. Verkið byggir á hinni fornu Völuspá og veitir áhorf- endum sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Leikstjóri sýningarinnar er Peter Holst og Pétur Eggerz leikur öll hlutverkin. Pétur Eggerz og Stefán Örn Arnarson sellóleikari í Völuspá. 50. sýning á Völuspá í Möguleikhúsinu Í SÝNINGARSAL félagsins, Ís- lensk grafík, Hafnarhúsinu, stendur yfir sýning á steinþrykkjum eftir Jón Þorleifsson, Jóhannes Kjarval og hugsanlega fleiri íslenzka lista- menn. Fundust í húsakynnum löngu niðurlagðs steinþrykkverk- stæðis Chr. J. Cato, og rötuðu í hendur Gunnars Arnar, myndlistar- manns á Kambi. Einnig nokkrar eftir óþekktan danskan listamann með myndefnum frá Þingvöllum. Ég gat þessa fundar í blaðinu á sl. sumri og fer ekki frekar í saumana á myndunum hér, en upp koma ýmsar hugleiðingar í þessu tilefni. Löngu er vitað að einstakir ís- lenzkir myndlistarmenn við nám og listiðkun erlendis reyndu fyrir sér í hinum ýmsu geirum grafíklistar, helst á lokaárum sínum í fagurlista- skólum. Eftir nokkurra ára nám í málunardeildum sem byggðist mik- ið til á teikningu fyrirsætna og fyr- irsáta svo og málun þeirra, fengu áhugasamir gjarnan tækifæri til að spreyta sig á öðrum geirum mynd- listar, aðallega freskumálun og grafík og var landinn hér engin undantekning. Þannig var þetta í öllu falli fyrir hálfri öld og víðast hvar fram til 1970, því án einhverr- ar reynslu, þroska, yfirsýnar og næmi var réttilega álitið að nem- endur ættu lítið erindi inn á svið þessa flókna tæknilega pataldurs. Er í fullu gildi enn í dag þrátt fyrir breytt viðhorf og alla hátækni, í öllu falli ef menn halda sig innan sí- gildra marka hugtakanna. Þetta voru þreifingar til ýmissa átta, eins konar þroska- og vettvangskönnun á breiðari grundvelli en áður. Dekor- og freskuskólinn við Aka- demíuna í Kaupmannahöfn (nú deild rýmis og listræns múrverks), var af gömlum meiði, hins vegar tók grafíski skólinn ekki til starfa fyrr en 1944. Áhugasamir nemend- ur urðu því að leita til einhvers af hinum mörgu litógrafísku verk- stæða í borginni, ef sú tækni hugn- aðist þeim sérstaklega, og mun steinþrykkverkstæði Chr. J. Cato hafa verið eitt þeirra. Þetta er ástæða þess að fram hafa komið þrykk eftir íslenzka listspírur er- lendis í arkívi verkstæðisins, myndageymslu, er þau eitt af öðru leggja upp laupana, en hefð er fyrir því að þau haldi eftir einu eintaki af hverju upplagi. Þá er sjálfgefið að hinir ungu menn hafi áfram verið í sambandi við verkstæðin eftir að skóla sleppti enda andrúmið ein- staklega heillandi, fengið að spreyta sig á einum og einum steini. Það rennir stoðum undir þessa tilgátu að Jóni Þorleifssyni tókst að verða sér úti um töluvert magn af litógrafískum steinum eftir miðjan sjötta áratuginn og flytja til Íslands. Gefur auga leið að hann hefur þekkt til einhvers verkstæðis úti í Kaupmannahöfn, þá þegar var ekki svo einfalt að verða sér úti um steina frá Solnhofen í Bæjaralandi. Mjög var farið að ganga á nám- urnar og ennþá mikil ásókn á stein- þrykkverkstæðin, sum í miklum blóma, lítið farið að nota zinkplötur og offsetfilmur. Þessa steina flutti Jón inn í landið sem legsteina og þar með fram hjá öllum tollum og öðrum opinberum gjöldum. Þeir voru svo í lamasessi í kjallra- geymslu Hólaprents í Þingholts- stræti, allt þar til gamla grafík- félagið lánaði þá til Myndlista- og handíðaskólans 1962, ásamt þrykk- pressu sem Jón mun einnig hafa flutt inn. Pressunni hefur verið skilað og er hún í góðu ástandi í húsakynnum Grafíkfélagsins, en hins vegar hefur gengið illa að heimta steinana úr höndum MHÍ og seinna Listaháskólans, hvernig sem á því stendur. Af öllu má ráða að Jón í Blátúni hefur verið drjúgur áhugamaður um grafík einkum litógrafíu og ánægjulegt að komið hafa í leit- irnar fleiri steinþrykk eftir hann sem þrykkt voru á fyrrnefndu verkstæði 1930, auk einnar myndar af fimm sem Kjarval gerði í möppu svo snemma sem 1919. Meira en líklegt að náið samband hafi verið á milli verkstæðisins og akademíunn- ar á Kóngsins nýjatorgi, eitthvað svipað og við hið nafnkennda verk- stæði Permild og Rosengreen og grafíska skólans þegar ég vann þar 1955–56. Báðir voru löngu farnir að vinna sjálfstætt, einnig mögulegt að Jón hafi teiknað sínar Þingvalla- myndir með litókrít á sérstakan pappír sem er með örþunnri filmu sem gerir mögulegt að yfirfæra myndir á stein. Svo mjög sem þeim svipar til tæknibragða óþekkta danska listamannsins, er líklegt að þeir hafi verið saman á Þingvöllum og Daninn hafi verið að leiðbeina Jóni um meðferð litókrítarinnar. Og þar sem spegilmynd viðfangs- efnisins kemur alla jafna fram þeg- ar unnið er beint á steininn, nema í þeim tilvikum sem teiknað er með aðstoð spegils, var algengt að teiknað væri á þessa tegund papp- írs, oft einungis laus riss til frekari útfærslu en á stundum öll myndin. Þessa tækni þekki ég mjög vel og tel þetta meira en líklegt þar sem Jón fluttist með fjölskyldu sinni al- kominn til Íslands 1929. Líka er til í dæminu að danski listamaðurinn hafi verið í heimsókn hjá vini sínum Jóni og þeir brugðið sér Þingvalla. Sé tilgátan rétt ætti að vera mögu- leikt að nálgast nafn listamannsins einkum ef gömul bréf Jóns hafi varðveist, hér gæti jafnvel verið kominn maðurinn sem útvegaði Jóni litósteinana áratugum seinna. Dregið saman í hnotskurn er það naumast kórrétt skilgreinng að setja samasemmerki við slíkar laus- ar þreifingar í aðskiljanlegustu tæknimiðla og frumkvöðla- eða brautryðjendahugtakið. Að ryðja veginn fyrir sporgöngumenn sína er allt annar handleggur og það samband verður að vera sýnilegt, ekki nóg að vera fyrstur með frétt- irnar. Einnig ekki að vita nema fleiri einstakar grafíkmyndir eigi eftir að dúkka upp í tímans rás. Hins vegar telst þetta merkilegur fundur og verður allrar athygli, gefur tilefni til frekari rannsókna á sögu grafíklistarinar, er nýtt sjón- arhorn og ný sýn á starfsvettvang viðkomandi listamanna. Þar sem steinþrykk er á dag- skrá, er ekki úr vegi að víkja nokkrum orðum að bágborinni að- stöðu til iðkunar þess á staðnum, örfáir steinar til ráðstöfunar og flestir litlir. Minni á að Færeyj- ingar eru komnir lengra áleiðis með yfir 350 steina á sínu verkstæði (!), eru þó nær fimmfalt færri, og á staðnum er að auk fastráðinn fag- maður til aðstoðar listamönnum. Þá vantar rekka undir steina, slípivél og rafknúinn vagn til að flytja steinana beint á pressuna. Enn- fremur afdrep þar sem listamenn geta unnið í næði á plötur og steina líkt og hvarvetna tíðkast á graf- íkverkstæðum. Sýningarrýmið, sem ekki er notað nema 8 klukkustundir á viku þá svo er komið, hentar hér vel, jafnframt rýmið sem notað er til innrömmunar sem steina- geymsla. Öllu máli skiptir að koma verkstæðinu í gang og ráða fag- mann (síður listamann), til að drífa það áfram. Þar sem ég hef talað fyrir daufum eyrum um þetta við viðkomandi á förnum vegi neyðist ég til að gera það hér enda yf- irgengilega dýrt að kaupa vinnu í þessum miðli erlendis. Vek loks at- hygli á, að snillingurinn Sören El- litsgaard, þrykkjari Pers Kirkebys á verkstæði Hostrup Petersen og Johansen í Valby, er reiðubúinn til að koma hingað tímabundið. Allt er fyrst… Fundin steinþrykk MYNDLIST Í s l e n z k g r a f í k , H a f n a r h ú s i n u , h a f n a r m e g i n Jón Þorleifsson, Jóhannes Kjarval o.fl. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14–18. Til 25. febrúar. Aðgangur ókeypis. FYRSTU ÍSLENZKU STEINÞRYKKIN Gunnar Örn myndlistarmaður vinnur að uppsetningu grafíksýningarinnar í Hafnarhúsinu. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.