Morgunblaðið - 09.02.2001, Blaðsíða 30
LISTIR
30 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HILDUR Margrétardóttir myndlistarkona opnar mál-
verkasýninguna „Blessuð sértu sveitin mín“ í Slunka-
ríki á Ísafirði á laugardag kl. 15. Hildur útskrifaðist
úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1999 og er þetta 6. einkasýning hennar. Öll málverkin eru
af sýn Hildar á búfénað í sveitum landsins. Sýningin
stendur til 25. febrúar og eru sýningartímar sunnudaga,
fimmtudaga, föstudaga og laugardaga 16:00 til 18:00.
Hestar í Slunkaríki
Eitt af verkum Hildar Margrétardóttur á sýningunni í Slunkaríki á Ísafirði.
ÞAÐ var snjallræði hjá leikhóp
eldri borgara í Reykjavík að taka
brot úr nokkrum bitastæðum ís-
lenskum leikritum og raða þeim
saman í eina sýningu. Verkefna-
val hópsins hefur löngum verið
hans helsti höfuðverkur, en hér
tekst vel til. Megnið af dag-
skránni er brot úr merkum ís-
lenskum verkum og botninn svo
sleginn í með einum staðfærðum
dönskum gamanþætti.
Herlegheitin síðan soðin saman
á köntunum af skeleggum kynn-
um, sem einnig bregða sér í hlut-
verk í nokkrum þáttanna. Hér er
vel að verki staðið og hentar
einnig ágætlega erfiðu húsnæð-
inu, sem er vel nýtt af smekkvísi
og útsjónarsemi af Bjarna Ing-
varssyni, leikstjóra sýningarinn-
ar.
Íslensku verkin sem um ræðir
eru Maður og kona eftir Jón
Thoroddsen, Dúfnaveisla Hall-
dórs Laxness, Hart í bak eftir
Jökul Jakobsson og leikgerð á
smásögu Jónasar Árnasonar, Tíð-
indalaust í kirkjugarðinum.
Ef leita á að einhverju sam-
kenni þessara verka þá má segja
að yfir þeim öllum er einhver
angurvær blær, rómantískur en
um leið dálítið háðskur.
Öll eru þau náttúrlega safarík-
ar lýsingar á íslensku alþýðufólki
og þjóðarsál. Og vitaskuld voru
lífsreyndir leikarar Snúðs og
Snældu á heimavelli í þessum at-
riðum og létu stöku textaþurrð
og tæknióvissu ekki setja sig af
spori.
Samtal Þórdísar í Hlíð og séra
Sigvalda úr Manni og konu var
flutt í viðteknum stíl og hárrétt af
Aðalheiði Sigurjónsdóttur og
Gunnari Helgasyni. Í Dúfnaveisl-
unni var Jón Jónsson sannfær-
andi pressari, og féll ekki í þá
gryfju að gera hann að einhvers
konar taóískum spámanni; hér
var á ferðinni stoltur íslenskur
iðnaðarmaður. Guðlaug Hró-
bjartsdóttir var honum góð
pressarakona og Sigurborg
Hjaltadóttir sem Gvendó(lína)
eins rúðustrikaður embættismað-
ur og hægt er að óska sér.
Jónatan strandkapteinn og Ás-
dís í Hart í bak voru í öruggum
höndum hjá Sigmari Hróbjarts-
syni og Vilhelmínu Magnúsdótt-
ur, sem fór svo létt með að vera
ung stúlka að það var helst að
hún virkaði óþarflega ung. Og
Hafsteinn Hansson, Sigrún Pét-
ursdóttir og Aðalheiður Guð-
mundsdóttir höfðu stíl Jónasar
Árnasonar á valdi sínu í sögunni
um metnaðarfull greftrunar-
áform sjómannsins gamla. Hinar
tvær síðarnefndu stóðu sig auk-
inheldur með miklum ágætum
sem kynnarnir tveir.
Gamanþátturinn danski, Loks-
ins ein, fjallar um roskin hjón
sem loksins koma kolbítnum syni
sínum í hnapphelduna og hyggj-
ast hefja lífið á nýjan leik, en
lenda í stríði við tilætlunarsama
dóttur sína. Sem leikverk stendur
hann öðrum atriðum sýningar-
innar að sjálfsögðu að baki, en er
þó dægileg skemmtan, og efnið
stendur flytjendum augljóslega
nær. Hafsteinn Hansson og
Helga Guðbrandsdóttir voru til-
þrifamikil sem hjónin, Aðalheiður
Sigurjónsdóttir var traust og
skelegg nágrannakona og Sigrún
Pétursdóttir lét sig ekki muna
um að leika gljátíkina dóttur
hjónanna, svona eins og fjörutíu
ár niður fyrir sig.
Gamlar perlur Snúðs og
Snældu eru ágæt skemmtun, vel
valin atriði vandlega skeytt sam-
an og leikið af innlifun og gleði.
LEIKLIST
S n ú ð u r o g S n æ l d a
s ý n a í Á s g a r ð i
Atriði úr nokkrum íslenskum
leikritum og einn erlendur gam-
anþáttur. Leikstjóri: Bjarni
Ingvarsson. Miðvikudaginn
7. febrúar 2001.
GAMLAR PERLUR
Í fullu fjöri
Þorgeir Tryggvason
AÐRIR tónleikarnir af átta alls á
nútímatónlistartvíæringnum Myrk-
um músíkdögum voru helgaðir nor-
rænni flaututónlist án undirleiks,
nema hvað tónband og rafhljómgun
kom lítilsháttar við sögu.
Efst á blaði var dúett eftir sænsk-
ungverska tónskáldið Miklos Maros
(f. 1943), er hann nefnir upp á ítölsku
Cinguettio [„Kvak“] per due flauti.
Óhlutlausari titill hefði eins getað
verið „Ástir samlyndra hunangs-
flugna“, því þétt samliggjandi flautu-
raddirnir, ásamt tíðu dillandi tremol-
ando, gáfu stykkinu notalegt
hásumaryfirbragð, sem á rólegri
stöðum gat einnig leitt hugann að
malandi síamsköttum. Varla sízta
verkið á fjölbreyttri og að virtist
vandlega valinni efnisskrá frá frænd-
um okkar í landsuðri. Né heldur var
það amalega flutt.
Það lá kannski í hlutarins eðli að
tilltölulega hefðbundnustu verkin á
þessari framsæknu dagskrá skyldu
koma frá elztu höfundum hennar,
Dönunum Ib Nørholm (f. 1931) og
Per Nørgård (f. 1932), sem ásamt
Pelle Gudmundsen-Holmgreen skipa
fremstu sæti sinnar kynslóðar þar í
landi. Hin þríþætta Immanens Son-
ata for solo flute eftir Nørholm var
snöfurlega blásin af
Martial Nardeau, og
var kannski mestur
svipur yfir hægum
miðþættinum, sem
andaði skáldlegri
angurværð í löngum
sönghæfum strófum –
á milli atorkumikilla
útþátta með dæmi-
gerðum ósönghæfum
stökkum upp og niður
rúmlega þriggja átt-
unda tónsvið flaut-
unnar. Það var skond-
in tilviljun að
miðþátturinn skyldi
fjara út á svipuðum
ppp „flageolet“ yfir-
tóna-arpeggíum líkt og niðurlag síð-
asta verks kvöldsins eftir Kaiju Saar-
iaho. Guðrún S. Birgisdóttur flutti
næstsíðast eftir hlé verk Nørgårds,
Luftkasteller – Til den drømmende
fra de drømmende; mun styttri tón-
smíð og öllu „vókalískari“ en útþætt-
ir Nørholms (enda samin fyrir sópr-
anrödd eða flautu að vild), en
tóntakið samt nútímalegt, þrátt fyrir
kliðmjúka áferð, sem Guðrún skilaði
af kostgæfni.
E.t.v. var svipsterkasta verk
kvöldsins hið hægferðuga Solo III
eftir Finnann Kalevi Aho (f. 1949)
næst á eftir Sónötu Nørholms, sem
Martial blés meistaralega. Örtóna-
veröld verksins, sem helzt kom fram í
löngum og hægum þreplausum gliss-
andóum, hefði sennilega verið ill-
mögulegt að miðla án gataðra flautu-
klappa. Hér vannst mikið úr litlu
efni, og hin nærri draugalega depurð
verksins, er stóð nær moldu og
myrkviðum en venjulegum loftsala-
blæ flautunnar, varð eftirminnilegur
í meitlaðri túlkun Martials.
Hinn norski Rolf Wallin (f. 1957),
tónlistarverðlaunaþegi Norðurlanda-
ráðs 1998 fyrir klarínettkonsert að
mig minnir, sá um léttari strengina
síðast fyrir hlé með hálfgerðu „mús-
íkteater“ eða tónleikhús-stykki í
meðförum Guðrúnar, Depart for act-
ing flautist and tape. Tónbandið byrj-
aði, með fremur hæglátum málm-
kenndum skruðningum er gætu eins
verið unnir úr járnbrautarhljóðum
með öðru. Þá kom flautuleikarinn inn
með ferðatösku í hendi, opnaði, tók út
flautu og settist síðan til skiptis á alls
8 stóla sem hafði verið raðað í hring á
sviðinu og lék af nærliggjandi nótna-
blöðum á gólfi. Við hver stólaskipti
breytti tónlistin um skapgerð, allt
niður í ekki neitt, eins og á 3. stóli,
þar sem heyrðist ekki aukatekið
hljóð meðan Guðrún lék á „loft-
flautu“. Tónbandið færðist loks í
aukana í verklok þegar flautuleikar-
inn rölti út, eftir að vísu ekki sérlega
eftirminnilega tónlistarupplifun, en
kannski því meiri stemmningu af
sjónrænum völdum.
Suite for two flutes eftir landa og
jafnaldra Wallins, Øysten Sevaag,
var fyrst eftir hlé. Verkið var í raun
þríþætt, því á milli „Marche rapsodi“,
„Vivace energico“ og „Deciso“ var
skotið tveim örstuttum „Tranquillo
espressivo“ intermezzóum. Flautu-
leikarahjónin léku þetta sérlega vel-
hljómandi verk, sem stundum gat
minnt á e.k. impressjónískan Bach
með fágaðri raddfærslu sinni og fjör-
legum kontrapunkti, hnífsamtaka og
leikandi lipurt.
Anders Eliasson (f. 1947) var
næstur á blaði með Disegno per
flauto (= „Riss“ – ekki „Skyssa“ [sic]
eins og stóð í tónleikaskrá, enda sízt
misheppnað verk). Þrátt fyrir vænan
skammt af framúrstefnueffektum
hélt þetta 10 mín. langa nútímastykki
prýðilega athygli hlustandans í
þokkafullri túlkun Guðrúnar, að
miklu leyti vegna hæfilegrar fjöl-
breytni og vel skipaðra kontrastflata,
og örlítil minni úr Syrinx Debussys
voru ekki meiri en svo að rétt mætti
greina.
Öðru máli gegndi um Laconisme
de l’aile eftir finnsku tónskáldkonuna
Kaija Saariaho (f. 1952), þar sem
langsótt frumleikaleit og endalaust
effektamang báru að vitund undirrit-
aðs persónulega tilfinningatjáningu
ofurliði. Jafnvel sallaörugg spila-
mennska Martials, ásamt smátexta-
framsögn á frönsku og „reverb“ upp-
hljómgun tæknimanns á völdum
stöðum, megnuðu ekki að hleypa
þessu knúsaða verki almennilega á
skeið, og 8 mínúturnar voru fyrir vik-
ið furðulengi að líða.
Í heild var þó hvorki hægt að væna
þessa norrænu flautuverkakynningu
Myrkra músíkdaga um skort á gæð-
um né fjölbreytni. Flest rann enda
ljúflega niður í örðulausum og innlif-
uðum flutningi þeirra Guðrúnar og
Martials, og hefði þess vegna mátt
taka margt upp til útgáfu á hljóm-
diski þá og þegar.
TÓNLIST
S a l u r i n n
Norræn flaututónlist eftir Maros,
Nørholm, Aho, Wallin, Sevaag,
Eliasson, Nørgård og Saariaho.
Guðrún S. Birgisdóttir og Martial
Nardeau, flauta. Miðvikudaginn 7.
febrúar kl. 20.
MYRKIR MÚSÍKDAGAR
Yndisþokki
og effektamang
Ríkarður Ö. Pálsson
Martial
Nardeau
Guðrún
Birgisdóttir
ANNA Sigríður Hróðmarsdóttir opn-
ar sýningu á málverkum og leirmun-
um í ash Galleríi í Varmahlíð á sunnu-
dag.
Verkin eru máluð með olíu á striga
og pappír og eru máluð í janúar 2001.
Leirmunirnir eru úr 5 samsýningum
frá árinu 2000. Eins mun Árbók 2000
standa uppi meðan sýningin stendur
yfir.
Anna Sigríður er iðnmenntuð í leir-
kerasmíði, lærði hjá Kjarval og Løkk-
en á árunum 1972 – 1976, rak leir-
munaverkstæði í Reykjavík frá 1977 –
1988 en hefur rekið Gallerí ash frá
júní 1988. Hún nam við Myndlista-
skólann á Akureyri, Fagurlistadeild,
og brautskráðist þaðan árið 1999.
Sýningin er opin alla daga frá 14.00
- 18.00 og stendur til 18. febrúar.
Málverk og
leirmunir
í Varmahlíð TÓNLISTARSKÓLI Hafnarfjarð-
ar var stofnaður 1950 og verður 50
ára afmælisins minnst með ýmsum
hætti á skólaárinu.
Fyrstu afmælistónleikarnir
verða á sunnudaginn kl. 17 í Tón-
listarskóla Hafnarfjarðar – Hásöl-
um.
Á tónleikunum koma fram Þór-
unn Guðmundsdóttir sópransöng-
kona og Ingunn Hildur Hauksdótt-
ir píanóleikari en þær hafa unnið
saman í nokkur ár, komið fram á
ýmsum tónleikum og hljóðritað.
Meginviðfangsefni þeirra hefur
verið íslensk einsöngslög og svo
verður einnig á þessum tónleikum.
Afmælis-
tónleikar
Á HÓTEL Framnesi í Grundarfirði
stendur yfir ljósmyndasýning Sverris
Karlssonar. Sverrir er áhugaljós-
myndari og hefur tekið myndir víða
um land.
Á sýningunni eru margar lands-
lagsmyndir og einnig myndir af ýms-
um óvenjulegum myndaefnum m.a.
mynd af þrastarhreiðri sem fuglinn
hefur komið fyrir í hertum þorskhaus.
Ljósmyndir
í Grundarfirði
♦ ♦ ♦