Morgunblaðið - 09.02.2001, Page 33

Morgunblaðið - 09.02.2001, Page 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 33 Viktoria Antik  Síðumúla 34  Sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll Opið mán.-fös. frá kl. 12-18 lau. kl. 11-17 sun. kl. 13-17 NÝKOMIÐ Borðstofuhúsgögn, stakir sófar, skrifborð, skrifborðsstólar og fleira MIKIÐ hefur verið rætt og ritað um Reykjavíkurflugvöll, sumt gott en margt miður. Oft virðast van- hugsaðar og móður- sjúkar yfirlýsingar yf- irgnæfa skynsemi og efnislega umræðu. „Reykjavík á við skipulagsvanda að stríða!“ Þegar þetta er mælt missa flestir áhuga á umræðunni. Hinum almenna borg- arbúa finnst þetta ekki koma sér við og lands- byggðarbúanum er jú skítsama um þessa Reykvíkinga. Ástæða þessa áhuga- leysis er fyrst og fremst skortur á upplýsingum um málefnið. Reykjavík er ein útbreiddasta borg í heimi, það er að segja; hér er lengra á milli einstaklinga en í flest- um öðrum borgum heims. Þessi stað- reynd verður ljósari þegar litið er á Stór-Reykjavíkursvæðið í heild. þetta veldur því að öll innri bygging borgarinnar verður gífurlega stór þegar miðað er við íbúafjölda. Hér þarf lengri vatnslagnir, vegi, raf- magnslagnir o.s.frv. á milli manna en tíðkast annars staðar. Vegalengdir hafa sömu áhrif á aðra þætti í borg- inni, s.s. almenningssamgöngur, og þjónustu. Hinar miklu vegalengdir sem strætisvagnar þurfa að aka á milli borgarhluta þýða lengri og lengri ferðatíma. Ferðatími strætis- vagna er fyrir löngu kominn yfir skynsem- ismörk; það notuðu nær tvöfalt fleiri stræt- isvagna í Reykjavík ár- ið 1970 en í dag. Eng- inn sem kemst hjá því notar almenningssam- göngur, ekki einu sinni forráðamenn SVR þeg- ar þeir þurfa að „gera eitthvað“. Allir sem geta kaupa sér bíl, sem síðan kallar á stærra vegakerfi... vandinn vindur upp á sig. Borg- arbúar eyða því meiri tíma og fjármagni í byggingu og uppihald innbyggingar borgarinnar en borg- arbúar í nágrannaríkjum. Fjármagn sem að öðrum kosti gæti farið í barnaheimili, betra skólakerfi, lægri skatta, eða bara betra mannlífi í borginni. Hvað gerðist? Það eru þrjár grundvallarástæður fyrir þessum vexti borgarinnar. Fyrsta ástæðan er söguleg; þegar þessi bráðabirgðaherflugvöllur var byggður af innrásarliði Breta fékk Reykjavík einungis eina átt til að vaxa í. Önnur ástæðan er skipulagsfræði- leg; á sjötta áratugnum varð Zoning ráðandi sem skipulagsaðferð. Zon- ing, eða hverfaskipulag, skiptir borginni niður í afmörkuð hverfi svo úr verða sér íbúðarhverfi, sér at- vinnuhverfi, sér verslunarhverfi o.s.frv. Hugmyndarfræðin er barn heimspeki iðnaðarþjóðfélagsins; borgin er skipulögð eins og vél fyrir dreifingu bílaumferðar. Afrakstur- inn er bílaborg en samfélag borgar- innar er látið liggja milli hluta. Þessi hugmyndafræði var mjög ráðandi eftir seinna stríð en á seinni árum hafa vandamál sem henni fylgja komið í ljós. þetta skipulag eykur tímann sem fólk eyðir í ferðalög á milli staða. Í borgum sem hafa nátt- urulegan vöxt getur fólk gengið í vinnu og verslun að mestu leyti. Hverfaskipulag ýtir undir úthverf- abyggð og ferðatími almennings eykst enn frekar. Stór-Reykjavíkur- svæðið er hverfaskipulagt að mestu og eru öll áform um framtíðarskipu- lag á svæðinu einnig undir sömu að- ferðafræðina sett. Þriðja og síðasta ástæðan er sam- bland vanhæfrar skipulagsráðgjafar og pólitískrar fangavistar. Þrátt fyr- ir að borgin hafi sýnt merki um út- breiðsluvanda fyrir löngu hafa sjálf- stæðir ráðgjafar borgaryfirvalda hvorki getað séð þau merki né viljað viðurkenna vandann þegar bent hef- ur verið á hann. Á síðustu misserum hafa gagnrýnisraddirnar sem bent hafa á gengdarlausa útbreiðsluna verið of háværar til að hundsa. Ráð- gjafarnir hafa því að undanförnu lagt til einhverja þéttingu byggðar en þær tillögur eru smávægilegar og sýna algjört skilningsleysi á vandan- um. Ráðgjafar borgarinnar hafa ein- ungis eina afsökun fyrir vanhæfni sinni, en sú er stjórnskipulag Reykjavíkursvæðisins. Pólitísk ringulreið Hin átta sveitarfélög á Stór- Reykjavíkursvæðinu hafa fyrir löngu farið að virka sem ein heild, ein borg. Þrátt fyrir það er borginni enn skipt upp í litlar pólitískar ein- ingar sem hver um sig hefur eigin stefnu sem oft stangast á við stefnu nágrannabyggðarinnar. Um þessar mundir dreymir t.d. þrjú sveitar- félög um að hafa miðborg Stór- Reykjavíkur innan marka sinna. Þeir sem tapa á þessari stefnu eru borgarbúar. Allar hugmyndir um sameiningu eru kæfðar í fæðingu, þar ráða eiginhagsmunir flokkapóli- tíkur og smákónga ferðinni. Sameig- inlegt svæðisskipulag sveitarfélag- anna á Stór-Reykjavíkursvæðinu hefur verið í þróun um langan tíma og útkoman hefur dregist og dreg- istvegna mismunandi áherslna hlut- aðeigandi. þær upplýsingar sem fram hafa komið sýna algjört stefnu- leysi. Borgin mun vaxa inn og út, norður og suður. Eini raunhæfi möguleikinn væri að ríkisstjórnin gripi í taumana og breytti aðstæðum. Jú, framtíð borg- arinnar og landsins í heild er ekki innri barátta, alþjóðavæðing kallar heldur á sameiginlega baráttu á al- þjóðamörkuðum. Reykjavíkurborg undir einni stjórn yrði veglegur minnisvarði þeirra sem til hennar stofnuðu. Aðstæður og aðstöðuleysi Léleg stjórnskipan og skipulags- leysi Reykjavíkur er afsakað leynt og ljóst sem góð landsbyggðarpóli- tík. Samkeppnishæfni Reykjavíkur við landsbyggðina er skert. Fólks- flutningar úr bæjum í borg er ekki séríslenskt fyrirbrigði. Hegðunar- mynstur þjóðfélagsbyltingar net- þjóðfélagsins endurspeglar hegðun iðnbyltingarinnar: þá flutti fólk úr sveit í bæi, nú flytur fólk úr bæjum í borgir. Landsbyggðarvandinn er ekki vandi heldur byggðaþróun. Al- þjóðavæðing kallar á vissa aðstöðu fyrir fyrirtæki; þjónustu, innri bygg- ingu og tengingu við alþjóðamark- aði. Borgir bjóða upp á slíkar að- stæður og slíkar aðstæður bjóða fólki tækifæri sem ekki finnast í smærri bæjum. Íslendingar finna þó meira fyrir breytingunum en aðrir. Hér er jú bara ein borg. Þjóðin mun í framtíðinni finna meira og meira fyr- ir samkeppni við aðrar þjóðir um fyr- irtæki og hæfileikaríkt vinnuafl. Reykjavík er ekki að keppa við landsbyggðina, borgin er í samkepni við borgir í útlöndum. Bætur á skipulagsvanda Reykjavíkur er því brýnt mál fyrir bæði Reykvíkinga og landsmenn alla. Stærsta tækifæri borgarinnar á þéttingu er miðborg- arsvæði Vatnsmýrar sem enn hýsir blessaðan breska herflugvöllinn. Borg í hlekkjum Guðjón Þór Erlendsson Flugvöllur Léleg stjórnskipan og skipulagsleysi Reykja- víkur, segir Guðjón Þ. Erlendsson, er afsakað leynt og ljóst sem góð landsbyggðarpólitík. Höfundur er arkitekt. Í KJÖLFAR hins svokallaða Öryrkja- bandalagsdóms Hæsta- réttar Íslands frá 19. desember 2000, hafa m.a. komið fram hug- myndir um stofnun sér- staks Stjórnlagadóm- stóls hér á landi. Slíkir dómstólar, þar sem þeir eru starfandi, hafa það hlutverk að skera úr um það, hvort lög eða laga- frumvörp brjóti í bága við Stjórnarskrá við- komandi lands. Hér á landi eru það hinir al- mennu dómstólar (hér- aðsdómstólar og Hæsti- réttur Íslands) er fara með þetta vald. Og það er vel að mínu áliti. Ég teldi það hið mesta óráð að fara að breyta núverandi fyrirkomulagi og setja á stofn sérstakan stjórnlaga- dómstól nú í stundaræsingu lands- manna og pólitískri skjálftahrinu yfir Öryrkjabandalagsdóminum. Það væri einungis breyting breytinganna vegna. Kotríkið Ísland þarf á ýmsu fyrr að halda heldur en nýjum silkihúfum á dómskerfið. Og þar er fyrst til að taka vandaðri lagasmíð. Íslenzk lagasmíð er iðulega hrákasmíð. Sérstaklega á þetta við á sviði stjórnsýsluréttarins. Oft hafa mér blöskrað þau ólög, er Al- þingi hefir látið frá sér fara á þessu sviði. Sérstaklega á þetta við, þegar verið er að marg-klastra við eldri lög, þannig að úr verður óskiljanlegur óskapnaður. Og ekki er reglugerðaf- arganið betra. Það virðast vera álög á íslenzkum laga- og reglugerðarsmið- um að geta ekki með nokkru móti komið frá sér skýrri hugsun með ótví- ræðum texta. Útkoman verður því einn frumskógur laga- og reglugerða, sem enginn ratar um. Og svo eiga dómstólarnir að dæma eftir þessu. Ekki eru þeir öfundsverðir. Já, það er vissulega margan laga- flórinn að moka í íslenzkri löggjöf, en það má þó ekki gera með hugarfari fjósamannsins, er hespa vill verkinu af sem fyrst. Lagasmíð er eitt vandasamasta og yfirlegumesta verk, sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki á með- færi kontórista í ráðu- neytum og ríkisstofn- unum í aukavinnu. Mér er meira að segja til efs, að obbinn af þeim herr- um gætu leyst af hendi sómasamlega lagasmíð sem aðalstarf, hvað þá í yfirvinnu eins og nú tíð- kast. Lagasmíð er svo vandasamt verk og víð- feðmt, að það er tæpast á færi eins manns að leysa það af hendi. Samning lagafrum- varpa útheimtir ekki aðeins mikla lagaþekkingu heldur einnig kunnáttu í málfræði, merkingarfræði orða, rök- fræði, siðfræði og síðast, en ekki sízt, þekkingu á íslenzku máli og helzt list- rænni beitingu þess. Því að góð lög eru um leið orðsins list. Tvíræðni er ávallt eitur í lagatexta. Það þarf að margfara yfir hvert smá- atriði við lagasmíð og bera saman við önnur lög, er nýju lögin kynnu að snerta. Menn verða að hafa heildar- sýn yfir allt lögfræðisviðið, sem verið er að fást við hverju sinni, eins og Óð- inn, er sá of alla heima úr Hliðskjálf. Meðal erlendra þjóða, þeirra er leggja mikla áherzlu á vandaða lög- gjöf, eins og t.d. Norðurlandaþjóðirn- ar, tíðkast það að lagafrumvörp séu samin af hópi sérfræðinga, sem taka sér drjúgan tíma til verksins, jafnvel mörg ár. Beztu lögin hér á landi eru einmitt þau lög, sem við höfum tekið eins og sjóræningjar af lagafjörum Norður- landanna. Ég nefni í þessu sambandi aðeins tvo lagabálka: Lögin um lausa- fjárkaup nr. 39/1922 og lög um samn- ingsgerð, umboð og ógilda löggern- inga nr. 7/1936. Ógæfa vor hefir hins vegar und- antekningalítið hafizt, er mönnum hefir dottið í hug að endurbæta þessa lagabálka – í hvelli. Ég vona að mér hafi nú tekizt að koma því til skila, að lagasmíð er ekk- ert áhlaupaverk. Þessu gerði Alþingi Íslendinga sér grein fyrir árið 1929, er það setti lög um Laganefnd nr. 48, 14. júní 1929. Í 1. gr. þeirra laga segir m.a. svo: „Forsætisráðherra er heimilt að skipa þriggja manna nefnd, er nefnist laganefnd.“ Og í 2. gr. laganna segir svo: „Laganefnd skal skylt að vera rík- isstjórninni, alþingismönnum, þingnefndum og milliþinganefnd- um til aðstoðar um samningu laga- frumvarpa, samræmd laga og ann- an undirbúning löggjafarmála.“ Mér er ekki kunnugt um, að laga- nefnd þessi hafi nokkurn tímann ver- ið skipuð. Væri nú ekki rétt „þá liðið er hátt á aðra öld“ að dusta rykið af þessum lögum og skipa í nefndina að það mætti verða til að stuðla að betri lagasetningu á landi hér. Því að „með lögum skal land byggja en ólögum eyða.“ Stjórnlagadóm- stóll – lagasmíð Magnús Thoroddsen Lagasmíð Lagasmíð er svo vanda- samt verk og víðfeðmt, segir Magnús Thorodd- sen, að það er tæpast á færi eins manns að leysa það af hendi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Með prentara og án prentara Fyrir rafhlöðu og 220 V AC RÖKRÁS EHF. Kirkjulundi 19, sími 565 9393 Hágæða vogir á góðu verði GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.