Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ALÞJÓÐLEGT SAMSTARF
UM MATVÆLAÖRYGGI
LÍFRÆNN
LANDBÚNAÐUR
Lífræn framleiðsla í landbúnaðier aðferð, sem rutt hefur sértil rúms á undanförnum ár-
um, þar sem hollusta matvörunnar er
höfð í algjöru fyrirrúmi. Ekki má
nota neinar þær aðferðir svo sem
tilbúinn áburð eða lyf og hormóna,
sem auka vöxt eða koma í veg fyrir
sjúkdóma. Búvaran, sem fæst úr líf-
rænni ræktun, á að vera algjörlega
hrein og án allra eiturefna. Með líf-
rænni ræktun má með vissum hætti
segja að í ræktunarmálum sé horfið á
vit fortíðar í framleiðslu búvara.
Þessi framleiðsla getur verið tals-
vert dýrari í vinnslu, en önnur bú-
vara, sem leggur áherzlu á ræktun
með skjótum og góðum vexti skepn-
unnar eða ávaxtanna, einfaldlega
vegna þess að ekki eru notuð lyf eða
vaxtarhormónar til þess að auka
magn þess sem framleitt er.
Nú í vikunni undirrituðu Landbún-
aðarháskólinn á Hvanneyri og
Áform, átaksverkefni í lífrænum
landbúnaði, samkomulag um rekstur
lífrænnar miðstöðvar á Hvanneyri.
Samningurinn gildir til ársins 2004
og kostar Áform 16 milljónir króna.
Miðstöðinni á Hvanneyri er ætlað
að efla rannsóknar- og þróunarstarf
á sviði lífrænnar ræktunar á Íslandi
svo og til kynningar á möguleikum
greinarinnar hér á landi. Fram kom
við undirskriftina að stjórn Áforms
vinnur að því markmiði að 20% ís-
lensks landbúnaðar verði lífræn.
Í tengslum við samkomulagið
verður bókasafn skólans á Hvann-
eyri eflt þannig að þar verði aðgengi-
legt efni um lífræna framleiðslu. Þá
skal skólinn safna upplýsingum um
stöðu lífrænnar ræktunar hér á landi
og þá reynslu sem þegar hefur feng-
ist af slíkum framleiðsluháttum.
Bjóða á nemendum upp á valgreinar í
skólanum um lífrænan landbúnað og
gefa bændum og leiðbeinendum kost
á námskeiðum á sviði lífrænnar
framleiðslu. Stefnt er að því að a.m.k.
tveir nemendur landbúnaðarháskól-
ans hafi lífræna framleiðslu sem
lokaverkefni við skólann á tímabilinu
2001–2004. Þá á skólinn að gera sér-
stakt átak í rannsóknum á sviði jarð-
ræktar og fóðuröflunar fyrir lífræna
búfjárrækt og í framleiðslu lífrænna
sauðfjárafurða í samvinnu við
RALA.
Til að ræktunarferli geti fengið líf-
ræna vottun má í því hvorki notast
við tilbúinn áburð né eiturefni. Ein-
göngu er leyfilegt að nota lífrænan
áburð, húsdýraáburð eða t.d. fiskiúr-
gang sem þykir góður til áburðar.
Margt fleira er lagt til grundvallar,
t.d. varðandi aðbúnað húsdýra. Á Ís-
landi hafa lífrænar afurðir ekki verið
mjög áberandi á matvörumarkaðn-
um. Sala slíkra afurða hefur nánast
verið einskorðuð við sérstakar
heilsuverslanir en í kjörbúðum og
stórmörkuðum hefur til skamms
tíma ekki verið boðið upp á lífrænt
ræktaðar vörur að neinu ráði. Aftur á
móti hefur gæðamerkingin ,,vistvæn
landbúnaðarafurð“ komið til sögunn-
ar og landbúnaðarvörur með þessari
merkingu eru orðnar nokkuð algeng-
ar. Vistvæna vottunin er uppruna-
vottun sem sýnir neytandanum að
unnið sé í samræmi við ákveðna
gæðastaðla í framleiðslunni og að
ekki sé gengið of nærri náttúrunni.
Lífræn ræktun er heildræn nálgun
sem miðar að verndun landsins sem
ræktunin fer fram á og vörugæðum
sem afleiðingu af henni, framleiðslu í
háum gæðaflokki, sem selst fyrir
hærra verð.
Matvörur, sem framleiddar eru
með þessum hætti, auka á fjölbreytni
í matvælaframboði og það kemur að
sjálfsögðu neytendum til góða.
Kúariðufárið hefur orðið til aðdraga fram ýmsar skuggahliðar
á annars jákvæðri þróun, sem er sí-
fellt frjálsari heimsverzlun með
vörur, þar á meðal matvæli og hrá-
efni í mat. Eins og fram kom á fundi
Norðurlandaráðs um matvælaör-
yggi, sem haldinn var í Kaupmanna-
höfn fyrr í vikunni, getur þessi þró-
un haft í för með sér að sjúkdómar
smitist á milli landa og landsvæða og
öryggi neytenda sé í hættu stefnt, sé
ekki gripið til viðeigandi ráðstafana.
Úrlausnarefnið er ekki einfalt.
Öllum er ljóst að setja þarf skýrar
reglur til að vernda heilsu og hag
neytenda. Hins vegar er æskilegast
að ríkisstjórnir séu ekki að vasast í
slíkri reglusetningu hver í sínu
horni, heldur að sem flest ríki komi
að því að setja samræmdar reglur.
Slíkt einfaldar og auðveldar eftirlit
og dregur aukinheldur úr þeirri
hættu, sem vissulega er fyrir hendi,
að hagsmunahópar reyni að nota ótt-
ann við smitsjúkdóma til að reisa
nýjar viðskiptahindranir með bönn-
um, sem ekki eru byggð á traustum
vísindalegum grunni. Hér geta því
togazt á sjónarmið frjálsrar heims-
verzlunar og neytendaverndar.
Það er jákvætt að Norðurlöndin
hyggjast gefa matvælaöryggi og
neytendavernd meiri gaum en áður í
samstarfi sínu. Jafnframt hyggst
Evrópusambandið nú setja á fót sér-
staka matvælastofnun, sem halda á
utan um upplýsingar sem varða ör-
yggi matvæla en eiga nú heima á
sviði margra ráðuneyta eða stjórn-
ardeilda. Hins vegar er mikilvægt að
leita víðtækara alþjóðlegs sam-
starfs, t.d. við Bandaríkin, um eft-
irlit með matvælum og að hagur
neytenda sé tryggður. Sagan sýnir
að Ameríkumenn og Evrópumenn
eiga afar erfitt með að koma sér
saman um skilgreiningar og reglur á
þessu sviði, þótt markmiðin séu þau
sömu.
LEITAÐ hefur verið leiðatil þess að fá erlend fyr-irtæki til að flytja eðaskrá starfsemi sína hér á
landi. Hefur þá einkum verið litið
til sérhannaðra skattareglna í þágu
slíkra fyrirtækja. Að sögn Davíðs
Oddssonar, forsætisráðherra, hef-
ur þetta reynst torsóttara en vonir
stóðu til og segir hann að sennilega
sé heillavænlegra að fara leið Íra
og lagfæra hið almenna skattaum-
hverfi fyrirtækja hér á landi svo
það sé fýsilegra af þeim sökum ein-
um fyrir erlend fyrirtæki að flytja
heimilisfesti sitt hingað. „Það var
andstaða við það á sínum tíma, þeg-
ar við lækkuðum skatta á fyrirtæki
í áföngum úr 50% í 30%. Reynslan
sýnir að bæði fyrirtækin og ríkis-
sjóður hafa grætt á þeirri aðgerð.
Myndarlegar skattalækkanir, sem
menn hefðu trú á að væru varan-
legar, myndu sennilega verða fyr-
irtækjunum og þó einkum ríkis-
sjóði til enn meiri ávinnings.
Fyrirtækin fengju þá aukna burði
til að standa undir góðum launum
starfsmanna sinna. Þessi kostur
hlýtur því að koma til góðrar skoð-
unar.“
Tryggjum heilbrigð skilyrði
Davíð gerði yfirskrift þingsins
„Að halda uppi hagvexti“ að um-
talsefni í erindi sínu. Sagðist hann
telja fyrir sitt leyti óþarft að halda
uppi hagvexti en sagðist á hinn
bóginn telja bæði rétt og skylt að
tryggja heilbrigð skilyrði fyrir
vexti og viðgangi efnahagslífsins,
með öðrum orðum skapa heilbrigð
hagvaxtarskilyrði. Sagði hann að
með aðhaldssamri peningamála-
stefnu og réttum skilaboðum varð-
andi ríkisfjármál og einkavæðingu
hafi verið hægt en örugglega unnið
gegn verðbólgu. Vextir hafi verið
háir hér á landi, en tekist hafi að
draga úr þenslu og verðbólgan hafi
hægt en örugglega færst nær því
sem gerist í helstu viðskiptalöndum
Íslands. „En hagstæðar verðbólgu-
mælingar eru ekki eini mælikvarð-
inn sem sýnir að það dragi nú úr
þenslu. Hagtölur sýna til dæmis að
innflutningur almennrar neyslu-
vöru hélst nánast óbreyttur á milli
áranna 1999 og 2000 en vöxtur á
milli áranna þar á undan hafði verið
10% og velta í smásölu dróst saman
um 1% að raungildi á síðastliðnu
ári. Veltutölur fyrirtækja sýna að
umsvif þeirra vaxa nú hægar og
einnig hefur dregið úr vexti útlána
og veltu í kreditkortaviðskiptum
auk þess sem eftirspurn eftir hús-
bréfalánum hefur minnkað veru-
lega. Allt þetta er til marks um að
aðhaldssemi í hagstjórninni sé að
bera árangur og verðbólgan verði
vel innan ásættanlegra marka áður
en langt um líður.“
Fram kom í erindi Davíðs að
hagspekingum beri flestum saman
um að viðskiptahalli sé í sjálfu sér
ekki böl og til þess að hagkerfinu
stafi ógn af viðskiptahallanum þurfi
að mati fræðimanna eitthvað af
þessu þrennu að eiga við: Neysla
einstaklinga sé ekki byggð á skyn-
samlegum væntingum um auknar
framtíðartekjur. Fjárfestingar fyr-
irtækja og lánastofnana séu óarð-
bærar og í þriðja lagi að
stjórn hins opinbera sé
undanförnum árum hefur
ur verið rekinn með mjö
arlegum afgangi og ríkis
öll í föstum skorðum. Auð
lengi gera betur og ástæ
fylgja á næstu misserum
aðhaldssamri stefnu á þe
Einkum er nauðsynlegt
sjónum að útgjaldahliðinn
þar ströngu aðhaldi. Engin
því þó fram að viðskiptah
tilkominn vegna slakrar
stjórnunar ríkisins. Viðsk
inn endurspeglar fyrst o
væntingar einstaklinga o
tækja um framtíð íslenska
isins. Það getur enginn m
fullyrt að þessar vænting
tækja og einstaklinga séu
Myndarlegar s
anir gætu kom
Birgir Ármannsson, sta
herra við upphaf viðskip
og Landsban
Davíð Oddsson, forsætisráðherra, segir að
jafnvægið á milli stærstu gjaldmiðla sé Ís-
lendingum hagfelldara en í fyrra og að
olíuverð verði væntanlega lægra að meðal-
tali á þessu ári. „Um leið og stjórnvöld
sannfærast um að verulega hafi dregið úr
þenslu og verðbólgu verða vextir lækkaðir
og á því verða engar ástæðulausar tafir.“
Meðal ræðumanna á Við-skiptaþingi Verslunar-ráðsins var MichaelMathiesen, forstjóri og
stjórnarmaður 2M Invest A/S, sem
er danskt áhættufjármögnunarfyr-
irtæki. Mathiesen hefur stofnað
fjölda hátæknifyrirtækja og er for-
maður í Samtökum danska há-
tækniiðnaðarins.
Mathiesen velti fyrir sér spurn-
ingunni hvernig örva mætti vöxt.
„Svo til allar ríkisstjórnir hafa
reynt að skapa Kísildal í löndum
sínum, en engri hefur tekist það,“
sagði Mathiesen. Ástæðuna sagði
hann vera að ekki væri hægt að
sitja inni á einhverri skrifstofu og
búa til slíkar aðstæður. Aðstæðurn-
ar sem þyrfti til að umhverfi líkt og
í Kísildal í Kaliforníu skapaðist
væru flóknar og þar spiluðu margir
samverkandi þættir inn í. Þrátt fyr-
ir þetta sagði hann að ýmislegt
mætti gera til að örva vöxt til fram-
tíðar. Eitt af því sagði hann vera
menntun, en hana yrðu menn að
líta öðrum augum en áður. Nú á
dögum væri ekki hægt að hætta
námi á ungaaldri, heldur væri nám
nokkuð sem menn yrðu að stunda
alla ævi.
Sveigjanlegri vinnumarkað
Vinnumarkaðurinn þarf að mati
Mathiesen að verða sveigjanlegri
en nú er, því aukinn hraði í atvinnu-
lífinu krefjist þess að hægt sé með
skömmum fyrirvara að ráða fólk til
vinnu og einnig segja því upp. Einn
daginn séu aðstæður ef til vill þær
að fyrirtæki þurfi að sinna stóru
verkefni, en nokkrum mánuðum
síðar að draga saman. Þetta verði
að vera mögulegt, annað dragi úr
vexti.
Mathiesen sagði upplýsinga-
tæknimarkaðinn vera að verða
þroskaðri og þá stækkuðu fyrir-
tækin. Þetta væri að ýmsu leyti já-
kvætt, þótt menn hefðu stundum
efasemdir um stór fyrirtæki. Hann
sagði að milli stórra fyrirtækja
myndaðist svigrúm fyrir lítil fyr-
irtæki til að athafna sig. Þ
Mathiesen að ekki væri
dæla peningum inn í fyrirt
yrði að hafa í huga að fjá
skynsemi og að fyrirtæki
festi til að mynda aldrei í
irtæki eða hugmynd nema
eigin þekkingu geta bætt e
við það sem fyrir væri.
gætu með þekkingu sin
virði fyrirtækisins settu
það, annars ekki.
Fjármagn, mennt
og vilji til að taka áh
Kári Stefánsson, fors
lenskrar erfðagreiningar,
raun vissu menn ekki nák
hvernig ætti að halda upp
ti.„Ég ætla þó að setja fra
faldan hátt hvernig megi r
að mínu viti. Til þess að
hagvexti hér á landi þá he
þurfum að laða að fjármag
að auðvelt sé að setja sa
irtæki á Íslandi. Við þurfum
að erlent fjármagn, ekki
Aukum verðmætin me
menntun og þekkingu