Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður HuldaEinarsdóttir
fæddist í Reykjavík
22. desember 1913.
Hún lést í Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húsi í Fossvogi
fimmtudaginn 1.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Einar Þórðar-
son, f. 1880, d. 1966,
afgreiðslumaður í
Reykjavík, og Guð-
ríður Eiríksdóttir, f.
1883, d. 1966. Sigríð-
ur átti fimm systkini,
sem komust til manns: Ólafur Haf-
steinn, f. 1.8. 1908, d. 16.10. 1988,
kennari, maki Gréta Sigurborg
Guðjónsdóttir, f. 4.11. 1910, d.
22.5. 1993. Þorsteinn, f. 23.11.
1911, d. 5. 1. 2001, íþróttafulltrúi
ríkisins, maki Ásdís Guðbjörg Jes-
dóttir, f. 29.11. 1911, d. 23.8. 2000.
Ragnheiður Esther, f. 31.10. 1916,
maki Sigfús Sigurðsson, fulltrúi, f.
19.2. 1922, d. 21.8. 1999. Guðríður
Ingibjörg, f. 28.3. 1919, maki Þór-
hallur Þorláksson, f. 10.1. 1920,
stórkaupmaður. Hrafnhildur
Margrét, f. 14.8. 1927, d. 9.10.
1964, maki Hermann Bridde, f.
16.5. 1927, bakarameistari.
Sigríður giftist 7. desember
1933 Þorbirni Jóhannessyni,
kaupmanni, f. 10.3. 1912, d. 4.7.
1989. Þau bjuggu lengst af á
Flókagötu 59 í Reykjavík. Börn
þeirra Sigríðar og Þorbjörns
eru:1) Elín, f. 23.4. 1934, húsfreyja
í Boston, maki Othar Hansson, f.
9.6. 1934, forstjóri í Boston, synir
f. 24.6. 1958, tölvutæknir, maki
Anna Kristín Svavarsdóttir, f.
11.5. 1960, börn þeirra: Björgvin,
f. 9.7. 1981, Marteinn, f. 10.4. 1984,
Rut, f. 6.12. 1987. e) Sigurður, f.
13.10, 1960, rekstrarfr., maki
Hulda Sigurlína Þórðardóttir, f.
15.4. 1963, hjúkrunarfræðingur,
börn þeirra: Guðmundur Vignir, f.
3.12. 1985, Svandís, f. 2.10. 1989.
3) Einar, f. 7.7. 1938, forstjóri,
maki Astrid Björg Kofoed-Han-
sen, f. 4.12. 1939, húsmóðir, synir
þeirra: a) Agnar Már, f. 26.1. 1964,
framkv.stjóri í Zürich, maki Andr-
ea Isabelle Sprich, f. 30.3. 1964,
ráðgjafi, dóttir þeirra Isabelle
Astrid, f. 13.7. 2000. b) Þorbjörn
Jóhannes f. 8.8. 1967, trésmíða-
meistari, maki Anna María Viborg
Gísladóttir, f. 7.10. 1968, leik-
skólakennari, synir þeirra: Einar
Gísli, f. 23.7. 1989, Þorbjörn Jó-
hann, f. 27.3. 1996 c) Axel Krist-
ján, f. 30.12. 1979, tölvufræðingur,
maki Laufey Sigurðardóttir, 26.6.
1971, leikskólakennari. d) Einar
Eiríkur, f. 13.5. 1980, nemi, sam-
býliskona Ásta Guðmundsdóttir, f.
15.6. 1980, nemi, sonur þeirra:
Óskírður, f. 7.1. 2001.
Sigríður sinnti ýmsum líknar-
og félagsmálum með húsmóður-
störfum sínum. Sat í stjórn Kven-
félags Háteigssóknar um áraraðir
sem og í stjórn Kvennadeildar
Slysavarnafélags Íslands. Var
virkur félagi í Sjálfstæðiskvenn-
afélaginu Hvöt og í fulltrúaráði
þess um árabil. Félagi í Inner
Wheel og Hringnum. Sigríður var
í kór Háteigskirkju og í kór
kvennadeildar Slysavarnafélags
Íslands. Sigríður tók á yngri árum
virkan þátt í fimleikum á vegum
Fimleikafélagsins Ármanns.
Útför Sigríðar fer fram frá Há-
teigskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
þeirra: a) Pétur Óli, f.
27.6. 1958, lögfræð-
ingur í New Jersey,
maki (1) Abba Wyatt,
þau skildu. Dætur
þeirra: Rakel, f. 13.6.
1990, Katrín, f. 25.1.
1994. Maki (2) María
Sverrisdóttir (Georgs-
son), læknir í New
York. b) Þorbjörn, f.
7.3. 1960, yfirverk-
fræðingur í New
York. c) Hans, f.
19.10. 1962, tölvu-
fræðingur í Boston,
maki Sonia Chav-
arria, þau skildu. Dætur þeirra:
Kristín Sigríður, f. 26.11. 1988, El-
ín Þorbjörg, f. 10.3. 1990, Arndís
Ýr, f. 7.7. 1991. d) Othar, f. 27.2.
1965, doktor í tölvufræðum í Kali-
forníu, maki I-Chun Lin, doktor í
þjóðfélagsfræðum. 2) Svanhildur,
f. 2.4. 1935, d. 3.8. 1975, maki Guð-
mundur Friðriksson, f. 27.11.
1934, d. 21.3. 1986, bifreiðastjóri.
a) Þorbjörn, f. 28.3. 1954, versl-
unarstjóri, maki Ásta Indriðadótt-
ir, f. 7.1. 1954, börn þeirra: Ing-
var, f. 10.6. 1977, nemi,
Svanhildur, f. 29.5. 1982, Guðrún
María, f. 31.8. 1986. b) Friðrik, f.
4.4. 1955, frkvstj., maki Ragnheið-
ur Signý Helgadóttir, f. 4.1. 1958,
lögskilin, börn þeirra: Örvar Geir,
f. 18.7. 1976, Svanhildur Rósa f.
19.7. 1978, Helgi, f. 21.11. 1982,
Signý, f. 6.8. 1987. c) Elías, f. 4.2.
1957, tryggingafulltrúi, maki
Sjöfn Helgadóttir, f. 16.7. 1957,
lögskilin, börn þeirra: Þór, f. 6.5.
1983, Sif, f. 10.11. 1988. d) Jóhann,
Ég fyllist tómleika að hugsa til
þess að þú sért farin að eilífu, elsku
amma mín. Þú sem sagðir alltaf að
þú ætlaðir aldrei að deyja! Vissulega
er sannleikur í því sem þú sagðir,
því minningin um þig mun aldrei
deyja, hún mun lifa áfram kær og
hlý í hjarta mínu.
Við áttum saman ómetanlegar
stundir og er óhætt að segja að þær
stundir hafir verið allmargar, því
okkur leið alltaf vel saman. Við vor-
um góðir vinir og gátum talað saman
um heima og geima. Þú veittir mér
mikla ást og hlýju, fræddir mig með
þinni visku, gafst mér góð ráð og
studdir alltaf við bakið á mér. Betra
veganesti er ekki hægt að biðja um.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku amma, minningar mínar
um þig eru margar frá mínum
bernsku- og fullorðinsárum. Þessar
minningar eru mér dýrmætar og
mun ég geyma þær og ylja mér við
þær í framtíðinni.
Takk fyrir að vera hafa verið hluti
af lífi mínu svona lengi.
Guð geymi þig.
Þinn,
Axel.
Við nutum þess láns að eiga ein-
staklega yndislegar ömmur og afa.
Ömmu okkar, Sigríðar Einarsdótt-
ur, er sárlega saknað, en hún lést
síðust þeirra.
Þar sem við vorum ætíð óraveg í
burtu, má segja að við höfum aldrei
hitt ömmur okkar og afa nógu oft.
En við hittum þau þó á hverjum
degi. Í hvert sinn sem fyrir augu
okkar ber reisn, göfuglyndi, sam-
kennd og hæglátan þokka, þá er það
amma. Við söknum þín.
Og við hittum hana á hverjum
degi þegar við gerum okkur grein
fyrir því hversu lánsamir við vorum
að hafa notið hvatningar í uppvext-
inum til þess að gera eins og hún:
vinna hörðum höndum að því að
nota þá hæfileika og blessun sem
okkur hefur hlotnast til að bæta líf
annarra.
Hvar svo sem ömmur okkar og af-
ar eru nú, lifa þau enn með okkur í
gegnum þessa mikilvægu og góðu
eiginleika sem þau miðluðu til okkar
og blésu okkur í brjóst. Og í hvert
sinn sem okkur tekst að fylgja for-
dæmi þeirra, lifa þau.
Pétur Óli, Þorbjörn, Hans
Bernhard og Othar Othars-
son Hansson og fjölskyldur.
Vorið nálgast. Það hefur örlað
fyrir vori undanfarnar vikur. Sól
hækkar á lofti og sendir frá sér ynd-
islega sólargeisla sína. Birtuna
þráum við öll. Sigríður var sannkall-
að sólskinsbarn. Hún hefur kvatt
okkur hin sterka ættmóðir, sem var
sem sjálft sólarljósið. Sigríður
Hulda Einarsdóttir, „Sigga frænka“
föðursystir okkar, var á sinn ein-
staka hátt sem eilíf. Hún var mikill
klettur í fjölskyldu okkar, sannkall-
aður ættarstólpi, sem aldrei brást.
Sterk, falleg og geislandi. Hún var
okkar stolt og akkeri.
Föðursystir okkar fylgdist með
öllu og öllum í fjölskyldunni. Þegar
nýr einstaklingur leit dagsins ljós
var það henni mikil gleði. Þeim at-
burðum fylgdist hún með í marga
ættliði. Frænka var með okkur í
sorg og gleði. Bjátaði eitthvað á var
hún fyrst allra til að fylla okkur ör-
yggi og telja í okkur kjark.
Elskulegrar föðursystur okkar
minnumst við með gleði og birtu.
Þar fór óvenju glæsilegur fulltrúi
fjölskyldunnar. Fjögur úr þessum
glæsilega systkinahópi hafa kvatt
okkur nú. Hrafnhildur Bridde,
yngst systkinanna er upp komust,
lést í blóma lífsins, Ólafur faðir okk-
ar lést 1988 og Þorsteinn frændi lést
nú fyrir örfáum vikum. Mikil eftirsjá
er að systkinunum öllum. Fyrir okk-
ur, sem yngri erum, rennur upp sá
sannleikur, að ættarstólparnir eru
ekki eilífir, þótt firna sterkir séu.
Löng ævi föðursystur okkar er að
baki. Hana kveður með afar miklum
söknuði stór hópur ættmenna, sem
öll elskuðu hana og virtu. Sjálf hefur
hún mætt sorginni og tekist á við
hana af miklum styrk, svo aðdáun
hefur vakið. Okkur er það afar
minnisstætt, hversu sterk hún var,
er Hrafnhildur „Minna“ lést ung að
árum. Sorgin knúði dyra hjá fjöl-
skyldunni á ný er Svanhildur, yngri
dóttir þeirra hjóna, Þorbjörns og
hennar, lést frá stórri fjölskyldu,
ung að árum fyrir rúmlega 25 árum.
Börnum sínum, tengdabörnum og
þeirra fjölskyldum hefur föðursystir
okkar reynst afar vel og reyndar
ættmennum sínum öllum. Óvenjuleg
tryggð og ræktarsemi við fjölskyld-
una prýddi þessa stórbrotnu konu.
Vandfundinn var glæsilegri systk-
inahópur en börn Guðríðar ömmu
okkar og Einars afa okkar á Kára-
stígnum.
Einar afi byggði íbúðarhús fyrir
fjölskyldu sína á Skólavörðuholtinu,
við Kárastíginn. Í glensi vorum við
vön að segja „Von Kárastígur“. Þar
var allt gott í hávegum haft. Mikið
sungið, góð tónlist, góðar bókmennt-
ir og menntun í hávegum höfð.
Systurnar voru sannkallaðar
„Reykjavíkurdætur“. Það var eftir
þeim tekið hvar sem þær fóru sakir
glæsileika þeirra og birtu sem af
þeim stafaði og um þær lék. Syst-
urnar voru einnig afar stoltar af
bræðrum sínum, sem báru sig
íþróttamannslega og líktust helst
„enskum lávörðum“. Systurnar
góðu, Guðríður og Ester, sjá nú á
bak eldri systur sinni. Þeirra sorg er
mikil. Það er ekki öllum gefið að
geta haldið vel utan um fjölskyldu
sína. Hún föðursystir okkar náði því
svo sannarlega. Afar elskulegt og
náið samband átti hún við börn sín,
tengdabörn og barnabörn.
Elín dóttir hennar hefur búið í
mörg ár í Bandaríkjunum ásamt
fjölskyldu sinni. Það kom ekki í veg
fyrir að þær mæðgur ræktuðu gott
samband sín á milli, ýmist hér á Ís-
landi eða í Bandaríkjunum. Einar
einkasonur þeirra hjóna, Astrid eig-
inkona hans og sonarsynirnir voru
stóra gleðin hér heima, þar sem
dóttirin og hennar fjölskylda bjuggu
svo langt í burtu. Systra- og bræðra-
börnin elskuðu frænku sína og virtu.
Það má með sanni segja, að sum
þeirra litu á hana sem sína aðra
móður. Þær voru miklar vinkonur
móðir okkar og „Sigga mágkona“
eins og móðir okkar nefndi hana
jafnan. Þær töluðu saman í síma
a.m.k. tvisvar á dag.
Sigríður og Þorbjörn reyndust
ömmu okkar og afa mjög vel. Það fór
aldrei hátt, hversu mjög þau létu sér
annt um þau. Þorbjörn var með
stærstu kjötkaupmönnum Reykja-
víkur í fjöldamörg ár. Átti og rak
Kjötverslunina Borg við Laugaveg.
Þeir voru ófáir útigangsmennirnir,
sem áttu þar fastan samastað og
fengu í svanginn, þegar heitur mat-
ur var framreiddur. Þau voru sam-
hent hjónin Sigríður og Þorbjörn.
Saman voru þau frumkvöðlar í
stofnun Háteigssóknar. Safnaðar-
heimilið í Háteigssókn var starfrækt
á fyrstu árunum í húsakynnum
þeirra á Flókagötunni, og var svo í
mörg ár.
Heimili þeirra þar var löngum
rómað fyrir glæsileik, rausn og
myndarskap. Þorbjörn sóknar-
nefndarformaður, og eiginkona hans
sá um kvenfélagið, sem fljótlega var
stofnað. Sigríður Hulda, systkini
hennar og fjölskylda voru óvenju
glæsilegir fulltrúar sinnar kynslóð-
ar. Nú siglir hún föðursystir okkar
ekki lengur niður Skólavörðuholtið,
„flott og fín“ í sínum stóra Mercedes
Benz. Það er sjónarsviptir að þess-
ari glæsilegu konu. Við söknun
hennar svo sannarlega. Börnum
hennar, tengdabörnum, barnabörn-
um, systrum og fjölskyldunni allri
vottum við samúð okkar.
Guð blessi minningu stórbrotinn-
ar konu.
Elín, Edda, Katrín og
Guðjón Ólafs- og
Grétubörn.
Ástkær móðursystir mín, Sigríð-
ur Hulda Einarsdóttir, er látin 87
ára að aldri. Ljúfar eru minningarn-
ar sem hún eftirlét okkur sem sökn-
um hennar nú svo sárt. Þrátt fyrir
háan aldur var lífsvilji hennar mikill
en helst hefði hún viljað verða eilíf.
Hún var fríð sýnum og fáguð í fasi
enda vakti hún jafnan eftirtekt fyrir
drottningarlegt yfirbragð sitt.
Glæsileik sinn og myndarskap sótti
hún úr báðum ættum. Í móðurætt
var hún frá Skeiðum og Hreppum
en í föðurætt frá Stokkseyri í Árnes-
sýslu. Hún bar nafn mætrar móð-
urömmu sinnar, Sigríðar Einars-
dóttur frá Urriðafossi í
Villingaholtshreppi, en hún var dótt-
ir Einars Einarssonar hreppstjóra
að Urriðafossi og Guðrúnar Ófeigs-
dóttur frá Reykjum á Skeiðum. Alla
sína ævi vitnaði Sigga frænka í for-
feður sína með virðingu og stolti og
gerði þeirra siði og venjur að sínum.
Þau Guðríður og Einar, foreldrar
Siggu frænku, bjuggu lengst af á
Kárastíg 8 í Reykjavík. Systkinin
voru átta, tvö dóu skömmu eftir fæð-
ingu en sex komust á legg. Bræð-
urnir Þorsteinn og Ólafur Hafsteinn
og systurnar Ragnheiður Esther,
Sigríður Hulda, Guðríður Ingibjörg
og Hrafnhildur Margrét. Er nú mik-
il sorg og söknuður þeirra systranna
Estherar og Guðríðar sem eftir lifa
úr þessum föngulega systkinahópi.
Þorsteinn og Sigríður voru mjög
samrýnd og náin systkini enda að-
eins tvö ár á milli þeirra. Andlát
Þorsteins fyrir tæpum mánuði var
Siggu frænku mjög þungt áfall sem
hún átti erfitt með að sætta sig við.
Sigga frænka giftist Þorbirni Jó-
hannessyni, sem ávallt var kenndur
við Borg, hinn 7. desember 1933.
Þau eignuðust þrjú börn, Svanhildi,
Elínu og Einar. Sigga frænka átti
góða ævi og góða fjölskyldu sem
dáði hana og virti. Hamingja hennar
var ekki eingöngu fólgin í verald-
legum gæðum heldur einnig í þeirri
góðmennsku sem hún spann í kring-
um sig og sína, af dugnaði og trú á
hið góða og fagra í lífinu. En áföllin
voru mörg sem hún mátti þola og
sorgin mikil, bæði við fráfall dóttur
þeirra hjóna, Svanhildar, í blóma
lífsins frá fimm ungum drengjum,
svo og yngstu systur sinnar, Hrafn-
hildar. Eiginmann sinn, Þorbjörn,
missti hún fyrir tólf árum og var
söknuðurinn sár og missirinn mikill
enda hjónaband þeirra farsælt alla
tíð. Megi nú sálir þeirra hafa sam-
einast á ný í landi eilífðarinnar.
Alla mína ævi hef ég verið mjög
náin Siggu frænku og á ég margar
af mínum bestu minningum tengdar
henni. Móðir mín Guðríður ákvað að
skíra mig í höfuðið á systur sinni þar
sem hún var hennar hjálparhella í
einu og öllu í kringum fæðingu mína.
Ég hreifst snemma af glæsileik
Siggu og mér fannst að við nöfn-
urnar ættum margt sameiginlegt.
Hún var ein af þeim fáu í bernsku
minni sem skildi heilshugar pjatt-
rófutilþrifin mín, enda var hún sjálf
ætíð óaðfinnanleg. Sem litlar stelp-
ur vorum við Þórunn systir mín
ósjaldan í fóstri hjá Siggu og Þor-
birni á Flókagötunni en þá leið okk-
ur sem prinsessum í ævintýri. Það
var dekraðvið okkur á allan hátt,
matseldin, grautarnir og pönnukök-
urnar að ógleymdum kjúklingalær-
unum sem við fengum stundum færð
í rúmið. Leikföngin voru eins og úr
bíómynd og þá sérstaklega járn-
brautarlestin hans Bússa sem fór
með miklum hraða og og ljósagangi
um allt háloftið svo og stóru dúkk-
urnar þeirra Ellýjar og Lillu sem
bæði gátu skriðið og lagt aftur aug-
un.
Við nöfnurnar höfum átt margar
dýrmætar stundir saman, og þá ekki
síst hin síðari ár eftir að Sigga flutti
að Árskógum 8 þar sem hún átti sér
fallegt ævikvöld. Sat hún löngum í
stólnum sínum góða og naut útsýn-
isins af 10. hæð yfir borgina sína
kæru og fjöllin bláu. Eitt af því sem
gerði Siggu frænku lífið léttara var
bíllinn hennar sem veitti henni frelsi
sem hún mat svo mikils. Ég á henni
mikið að þakka og mun ég varðveita
minningu hennar í hjarta mínu um
allan aldur. Þegar ég kvaddi Siggu
frænku með kossi í síðasta sinn á
sjúkrahúsinu og sagðist koma aftur
á morgun þá svaraði Sigga með
stolti: „Ég verð heima.“
Ég veit að heimkoma þín hefur
verið góð. Guð geymi þig um alla ei-
lífð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þín nafna,
Sigríður Þórhallsdóttir.
SIGRÍÐUR HULDA
EINARSDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina