Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 46
MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steingerður Ingi-björg Jóhanns- dóttir fæddist á Sjáv- arbakka í Arnarnes- hreppi. 5. nóvember 1923. Hún lést á heim- ili sínu, Ránargötu 12, Akureyri, 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Björns- son f. 27.3.1869 á Atla- stöðum í Svarfaðar- dal, sjómaður, d. 17.12.1969, og Sigur- hanna Kristjánsdóttir, f. 9.7.1886 á Þor- steinsstöðum í Grýtubakkahreppi, S-Þingeyjarsýslu, húsmóðir, d. 10.7.1938. Ingibjörg var yngst fjög- urra systkina. Hin eru: Marin, f. 27.7.1908, d. 1930; drengur fæddur andvana 1.1.1911; og Sigurlaug, f. 13.5.1913, búsett á Akureyri. Ingibjörg giftist 1944 Ólafi Helga Baldvinssyni bónda og verkamanni, f. 20.11.1919 Nýjabæ á Árskógss- andi. Foreldrar hans voru Baldvin Jóhannesson, sjómaður á Litla-Ár- þeirra: Haraldur og Guðmundur. 5) Helga Elísabet, f. 5.3.1952, húsmóð- ir Akureyri, sambýlismaður Har- aldur Huginn Guðmundsson, vél- stjóri. Börn þeirra: Haraldur Anton og Georg Fannar. Auk þess á Helga synina Baldur Heiðar Birgisson og Elvar Örn Birgisson. 6) Lára, f. 9.7.1955, skrifstofumaður á Akur- eyri, sambýlismaður Rúdólf Ágúst Jónsson, bifreiðastjóri. Börn þeirra: Kristján Rafn, Tinna Rós og Arna Rut. Auk þess á Lára soninn Sverrir Jakob Stefánsson. 7) Jóhann Garð- ar, f. 13.2.1963, stálsmiður á Akur- eyri, maki Berta Jóhanna Kjartans- dóttir, starfsmaður á leikskóla. Börn þeirra: María Jóhanna og Björn Rúnar. 8) Kristján Smári, f. 21.10.1965, vélsmiður Akureyri, sambýliskona Áslaug Grímhildur Hallbjörnsdóttir, verslunarmaður. Börn þeirra: Finnur Logi, Berglind Halla og Ólöf Ásdís. Barnabarna- börnin eru orðin átta. Ingibjörg og Ólafur hófu sinn bú- skap á Gilsbakka í Arnarneshreppi í Eyjafirði árið 1944 en fluttust til Akureyrar 1989. Ingibjörg vann við húsmóður- og bústörf. Eftir að hún flutti til Ak- ureyrar hóf hún störf hjá mötuneyti Útgerðarfélags Akureyringa og starfaði þar til sjötugs. Útför Ingibjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. skógssandi í Árskógs- hreppi í Eyjafirði, og Guðrún Magðalena Ólafsdóttir, hús- freyja. Börn Ingi- bjargar og Ólafs eru: 1) Hjálmar Randvers- son, f. 6. 4. 1944, sjó- maður á Dalvík, maki: Gréta Friðleifsdóttir , fiskvinnslukona. Börn þeirra: Kristín Rósa og Ingibjörg Aðal- heiður. 2) Guðrún, f. 29.6.1944, fisk- vinnslukona í Vest- mannaeyjum, maki Brynjar Óli Einarsson, d. 27.6.1984. Börn þeirra: Ingibjörg Andrea, Ólafur Ásgrímur og Helgi Jóhann. 3) Gunnlaugur Baldvin, f. 9.10.1945, kennari í Reykjavík. Kona hans var Rann- veig Axfjörð. Þau skildu. Börn: Ólafur Grétar, Benjamín Sörkvir og Gunnlaugur Tryggvi. 4) Sig- urhanna, f. 3.11.1947, kennari á Akureyri, maki Hermann Björn Haraldsson, stýrimaður. Börn Elsku amma, takk fyrir allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margs er að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín barnabörn, Finnur Logi, Berglind Halla og Ólöf Ásdís. Fyrstu kynnum mínum af fjöl- skyldunni frá Gilsbakka gleymi ég seint. Mér fannst ég endalaust vera að heilsa nýju og nýju fólki enda maðurinn minn yngstur af átta börnum þeirra hjóna Ingu og Óla. Fyrst átti ég erfitt með að muna hver var hvað, nöfnin og röð- ina á þeim, en það lærðist fljótt. Þar sem ég á aðeins einn bróður fannst mér þau vera rík fjölskylda. Samgangurinn var mikill á milli þeirra og ef einhver átti afmæli þá var að sjálfsögðu veisla. Ófáa kaffi- bolla hefur maður fengið hjá þeim hjónum í gegnum árin. Hún Inga var svo mikil perla, alltaf boðin og búin að hjálpa ef á þurfti að halda. Hvort heldur var að passa barna- börnin, aðstoða við saumaskap eða prjóna sokka og vettlinga. Þau eru ófá pörin sem hún hefur prjónað á mitt heimilisfólk. Prjónaskapur átti hug hennar allan enda kom maður ekki í heimsókn öðruvísi en að sjá hana með eitthvað á prjónunum. Eitt sinn fórum við saman aust- ur á Hérað. Mig langaði að sýna þeim hjónum mína sveit, en einnig fórum við niður á firði. Þetta var afskaplega skemmtileg ferð hjá okkur og í Álfasteini á Borgarfirði keypti hún sér nokkra fallega steina. Henni þóttu steinar mjög fallegir og á hún nokkra sérstaka steina. Ætlunin var að fara aftur austur en ekkert varð úr því. Elsku Inga, nú getur þú ferðast hvert á land sem er. Ég mun ætíð minnast þín með mikilli hlýju og virðingu. Takk fyrir allt. Elsku Óli og aðstandendur. Guð styrki ykkur í sorg ykkar og missi. Áslaug G. Hallbjörnsdóttir. Á æskuárum mínum norður við Eyjafjörð var vísir að litlu þorpi niður við sjóinn og nefndist Sjáv- arbakki. Fremst á bakkanum stóð lítið hús úr torfi og timbri. Þar bjó Jóhann Björnsson, kominn úr Svarfaðardal, hafði misst Sigur- hönnu konu sína og bjó ásamt dótt- ur sinni, sem þá var ung stúlka og hét Inga, á Sjávarbakka. Í litlum torfbæ ögn sunnar bjó Guðmundur blíðalogn og dró viðurnefni sitt af skaplyndi sínu og hógværð. Guð- mundur hafði verið giftur Helgu Marteinsdóttur sem rak Hótel Norðurland á Akureyri og síðar Vetrargarðinn í Reykjavík og fylgdi Sigurður sonur þeirra föður sínum. Spölkorn ofar hét Miðkot og þar bjó fyrst Jón frændi minn Flóventsson ásamt konu sinni Guð- rúnu Sörensdóttur og síðan Davíð sonur þeirra. Ofar stóð torfbærinn Háagerði þar sem bjuggu Sigurður Jóhannsson og kona hans Jónína ásamt stórum barnahóp á líku reki og við systkinin. Norðar var svo Ásbyrgi, klúðurslega byggt stein- hús þar sem Ásdís Jónsdóttir bjó fyrst en síðan Sigursteinn Krist- jánsson með fyrri konu sinni Lov- ísu og syni þeirra Svavari. Sig- ursteinn er nýlega látinn. Nyrst og dálítið sér stóð svo býlið Litli- hvammur. Það var sæmilegt stein- hús með snyrtilegum garði og tún- bletti. Þarna bjuggu Páll Kristjánsson smiður úr Fnjóska- dal, bróðir Kristjáns sem kallaður var bílakóngur en hann rak leigu- bílastöð á Akureyri og síðar í Reykjavík. Kona hans var Þórunn Guttormsdóttir frá Ósi en föður- bróðir hennar var Gunnar kaup- maður í Reykjavík, faðir Jóhann- esar biskups í Landakoti. Erfitt var að sjá hvernig fólkið gat bjarg- ast við þessar aðstæður á kotbýl- unum en flestir aðrir en Páll smið- ur höfðu framfæri sitt af sjósókn á árabátum og sumir héldu nokkrar kindur. Ein kýr var lengst af í Háagerði og önnur í Litlahvammi. Menn keyptu gjarna mjólk af bændum gegn greiðslu í fiski. Ég var ekki hár í loftinu er ég fór með föður mínum að ná í fisk niður að Sjávarbakka og þá helst til Jó- hanns. Síðar fór ég oft einn og bar fiskinn heim í strigapoka á bakinu. Kotbýlin í sveitinni voru fleiri. Uppi á ásnum norðaustur af hlaðinu heima stóð Ás, lítill torf- bær og túnbleðill í king varla stærri en grunnur meðaleinbýlis- húss höfðingja í nútímanum. Þarna bjó Baldvin Jóhannesson ásamt Guðrúnu Ólafsdóttur konu sinni og 6 börnum. Þar var þurrabúð. Bald- vin reri til fiskjar eins og aðrir í hans stöðu og spilaði á harmon- ikku. Fór hann oft í aðrar sveitir gangandi með harmonikkuna á bakinu til að spila á böllum, því varla þótti brúklegt ball nema Baldi spilari þendi nikkuna. Ef- laust hafði hann af þessu búdrýg- indi en varla hefur tímakaupið ver- ið hátt. Ég minnist enn er ég kom í Ás með foreldrum mínum og Baldi tók upp nikkuna og spilaði. Ég sat á gólfinu og horfði á hvernig bað- stofan stækkaði og birtan magn- aðist þegar tónlistin hljómaði. Þetta var mín fyrsta hugljómun og hún hefur fylgt mér síðan. Svo óx ungviðið úr grasi og þeir öldnu hnigu til jarðar. Systkinin í Ási fóru í burtu öll nema Ólafur. Þá hófst það sem tengir saman þessa tvo hérnefndu staði. Ólafur í Ási giftist Ingu á Sjávarbakka. Sem gefur að skilja fóru þau tómhent úr föðurhúsum fjárhagslega eins og jafnan gerist um fátækt fólk. Þau fengu góðan skika úr landi Syðri- bakka og þar hófu þau að reisa hús og rækta tún allt frá grunni og nánast með berum höndunum. Býli sitt nefndu þau Gilsbakka. Margs þarf búið við og tekjur litlar á frumbýli. Ólafur á Gilsbakka hlaut að vinna önnur störf samhliða bú- skapnum. Hann var hvert sumar í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri og þar vorum við vinnufélagar og braggafélagar í átta sumur. Ekki var þó slegið slöku við búskapinn og hvenær sem uppihald var í verksmiðjunni settist Ólafur á far- arskjóta sinn sem var reiðhjól og hjólaði til síns heima að sinna verkum sem annars hvíldu mest á herðum húsfreyjunnar. Bæði voru þau hjón fremur lágvaxin og ekki garpsleg í útliti og víst spáðu ekki allir vel fyrir þeim í byrjun en þær raddir þögnuðu fljótt því bæði stóðu þau fyrir sínu og það var gott að koma í Gilsbakka. Þar ríkti hvorki víl né barlómur en tekist á við hvern vanda af æðruleysi. Fyrir áratug fengu stjórnvöld þá vitrun að reisa skyldi álver í móun- um hjá Gilsbakka. Þar er kallað Dysnes niður við sjóinn og frægt fyrir reimleika. Þá brugðu þau hjón búi og fluttu til Akureyrar. Búskaparsaga þeirra verður ekki frekar rakin hér en stolt gátu þau litið yfir farinn veg. Auk þess sem hér er drepið á skiluðu þau Gils- bakkahjón samfélaginu 8 börnum og öllum af hæsta gæðaflokki. Það er glæsilegur hópur sem nú kveður landnámskonuna á Gilsbakka. Ég sendi þeim samúðarkveðjur og mínum gamla félaga Ólafi Bald- vinssyni. Jón frá Pálmholti. STEINGERÐUR INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR 4   5     !     %    ,. ', 3  1     ! ,!)  :#, 1     * D     D0 9" ) 4   5       5     !      % !%        "    "   -  $76E'$&2/,/*--7 H2 5I )  !#  +! D!  /;   9  1  ' ! )  1) & $1# )   1 B  & ) '  ) 1 , ; <4 )  !1  A 1) $1# ). $    0      0  4  5   1  !   % !- %               +7,+ $E,,  D !8@ !D :9 B !1B0 ) $1:1+ 9) 1 ! $1!  ! + 9) .  B + 9)  J :# ;+!+ 9  + 01!)   0      0  29 1 3 #    :;+;<6=>?9930.:==<>7  - %" +     &(,'@&A''  /  !9 $#  5     5   #   !   % !#         $76&*, $E,,  +!1 ! ? .!# !"# 9  1   , :1$:#) ; $1  & : > ;) B:1$1 ) * D19 ' ! ) ;) &  0  D 0   D 0 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.