Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
VIÐ UNDIRRITAÐIR starfsmenn
á leikskólanum Reykjakoti í Mos-
fellsbæ viljum koma eftirfarandi á
framfæri við þá sem málið snertir.
Við hörmum þann málflutning sem
verið hefur um leikskólann og telj-
um ómaklega að okkur og leik-
skólastjóra okkar vegið. Hér er um
beinan atvinnuróg að ræða og í
grein sem birtist í einu bæjar-
blaðinu í Mosfellsbæ 18. janúar sl.
erum við sem hér störfum sögð
vinna ófaglega og höfnum við þeirri
fullyrðingu algerlega. Okkur finnst
hart að við og leikskólastjóri okkar
skulum þurfa að sitja undir svívirð-
ingum og rógi. Við hörmum að þeir
aðilar sem hafa fundið sig knúna til
þess að tjá sig skuli ekki hafa séð
sóma sinn í því að gera það á
heimavelli og reynt að leysa málin
innanhúss. Við viljum benda á að
hlutfall faglærðra leikskólakennara
hér á Reykjakoti hefur farið úr
18% í yfir 40% síðan í haust. Hér er
einnig úrvals ófaglært starfsfólk
með mikla reynslu og metnað. Hér
er unnið mjög gott starf sem við er-
um stolt af undir frábærri stjórn
Margrétar Pálu Ólafsdóttur. Nú er
mál að linni, okkar vegna, og ekki
síst barnanna vegna, óskum við eft-
ir vinnufriði.
Sigurbjörg Vilmundardóttir,
Rakel Jóna Hreiðarsdóttir,
Gyða Vigfúsdóttir,
Svanhvít Magnúsdóttir,
Lilja Sigurðardóttir,
Ágústa María Arnardóttir,
Guðrún Jónsdóttir,
Bóas Hallgrímsson,
Kristín Eyjólfsdóttir,
Halldóra Halldórsdóttir,
Guðrún Björg Pálsdóttir,
Linda Björk Stefánsdóttir,
Ingibjörg Ásmundsdóttir,
Jóna Sigurðardóttir.
Vinnufriður!
Frá starfsmönnum á Reykjakoti:
TILEFNI bréfs míns er bréf frá
Ásdísi Arthursdóttir „nema í heim-
spekideild“ sem birtist í Morgun-
blaðinu 2. febrúar sl. á blaðsíðu 63.
Fyrst vil ég segja að síðan ég
man eftir mér hefur ríkissjónvarpið
boðið upp á endemis lélega sjón-
varpsdagskrá hvort sem það er jóla-
dagur eða einhver annar og hefur
það ekkert breyst. Ásdís kallar það
heimsku að einkavæða ríkissjón-
varpið, auðvitað á að gera það og
hætta að neyða saklausa skattgreið-
endur til að borga mánaðarlega há-
ar fjárhæðir fyrir lélegt efni sem
enginn horfir á. Sá sem vill menn-
ingu getur farið á listasöfn eða óp-
erutónleika. Langflestir Íslendingar
hafa gaman að þessari svokölluðu
„amerísku lágmenningu“ sem Ásdís
talar um og hefur engan áhuga á né
tíma til að vera að pæla í einhverri
menningu sem að mínu mati er fyrir
gamalt fólk, túrista og fólk sem hef-
ur ekkert annað að gera.
Mér finnst það sorglegt að heyra
konu sem á lífið framundan tala
svona illa um Stöð tvö og hinar
einkareknu sjónvarpsstöðvarnar en
svo vel um kommúnistamiðstöðv-
arnar sem ríkisútvarpið og -sjón-
varpið eru. Hvað hefur ríkissjón-
varpið sýnt í gegnum tíðina annað
en náttúrulífsmyndir og eldgamlar
rússneskar sjónvarpsmyndir sem
maður sofnar yfir að undanskildum
nokkrum góðum þáttum eins og til
dæmis Á tali hjá Hemma Gunn og
Simpson-fjölskylduna sem ríkissjón-
varpið tímdi ekki að halda áfram að
sýna og lét því í hendurnar á Stöð 2.
Tökum svo til dæmis alvöru sjón-
varpsstöð eins og SkjáEinn sem er
að mínu mati besta sjónvarpsstöð
Íslands. Þar eru sýndir bestu og
vinsælustu sjónvarpsþættir Banda-
ríkjanna og Bretlands og má þar
nefna til dæmis þættina Two guys a
girl and a pizza place, Will and
Grace, Dharma and Graig og The
Practice. Einnig hefur SkjárEinn
upp á að bjóða yfir tuttugu íslenska
sjónvarpsþætti og má þar nefna frá-
bæra þætti á borð við Sílikon, Björn
og félagar, Djúpu laugina og marga
fleiri, og er það meira en ríkissjón-
varpið hefur nokkru sinni boðið upp
á og þykjast þeir þó alltaf hafa
besta úrvalið af innlendri dagskrá.
Einnig má nefna þá staðreynd að
SkjárEinn er ókeypis í opinni dag-
skrá meðan maður er neyddur til að
greiða fyrir ríkissjónvarpið í áskrift.
Aldrei mun ég láta hafa það eftir
mér að ég sé stoltur af því að börnin
mín eða einhver í minni fjölskyldu
horfi á ríkissjónvarpið eða eitthvað
sem þar er sýnt heldur myndi ég
telja það vera svartan blett á góðu
nafni fjölskyldunnar.
Ásdís sagði líka að skaupið hefði
verið gott að vanda. Mér fannst
skaupið vægast sagt hræðilegt eins
og öllum öðrum sem voru viðstaddir
í matarboði hjá okkur á gamlárs-
kvöld og finnst mér það hafa versn-
að með hverju árinu síðan foreldrar
mínir vöndu mig á að horfa á það
fyrir mörgum árum. En ekki lét ég
það eyðileggja fyrir mér kvöldið
eins og sjónvarpsdagskrá á til að
gera fyrir Ásdísi.
Í lokin vil ég segja að mér finnst
ótrúlegt að enn sé til fólk undir
áttatíu ára aldri sem hefur slíkar
skoðanir sem Ásdís hefur og vona
ég að hún sé ein af fáum sem vilja
halda í gamlar hefðir sama hve þær
eru orðnar úreltar og lélegar.
JÓHANNES STEFÁN
ÓLAFSSON,
nemi í Menntaskólanum við
Sund.
Hvað er léleg sjón-
varpsdagskrá?
Frá Jóhannesi Stefáni Ólafssyni: