Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 55
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 55
Rauðarárstíg 1, sími 561 5077
Vor - sumar
HINN árlegi þorrafagnaður kirkju-
starfs eldri borgara í Neskirkju verð-
ur laugardaginn 10. febrúar nk. og
hefst kl. 14. Á boðstólum verður fjöl-
breytileg tónlist; „Litli kórinn“, kór
eldri borgara í Neskirkju, syngur,
svo og Inga J. Backman söngkona,
auk þess sem Reynir Jónasson held-
ur uppi fjörinu. Og ekki má gleyma
sjálfum þorramatnum sem þarna
verður boðið upp á við vægu verði.
Skráning fer fram á skrifstofu Nes-
kirkju í síma 511-1560.
Kolaportsmessa
HELGIHALD þarfnast ekki hús-
næðis heldur lifandi fólks. Kirkja
Jesú Krists er ekki steypa heldur lif-
andi steinar, manneskjur af holdi og
blóði. Þess vegna er hægt að fara út
úr kirkjubyggingum með helgihald
og fagnaðarerindið og mæta fólki í
dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við
til messu í Kolaportinu laugardaginn
10. febrúar kl. 14.
Prestarnir Bjarni Karlsson, Jakob
Ágúst Hjálmarsson og Jóna Hrönn
Bolladóttir þjóna í messunni. Jón
Dalbú Hróbjartsson prófastur mun
flytja stutta hugleiðingu og setja
Jónu Hrönn Bolladóttur í embætti
miðborgarprests kirkjunnar.
Hjónin Þorvaldur Halldórsson og
Gréta Scheving leiða lofgjörðina. Áð-
ur en Kolaportsmessan hefst munu
okkar frábæru „kirkjuklukkur“, Þor-
valdur og Gréta, flytja þekkt dægur-
lög.
Í lok stundarinnar verður altaris-
ganga. Messan fer fram á kaffistof-
unni hennar Jónu í Kolaportinu sem
ber heitið Kaffiport, þar er hægt að
kaupa sér kaffi og dýrindismeðlæti
og eiga gott samfélag við Guð og
menn. Það eru allir velkomnir.
Hallgríms-, Nes- og Dómkirkjan
ásamt Miðborgarstarfi KFUM&K
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45–7.05. Mömmumorgunn kl. 10–12
í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur.
Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun
fyrir börn. Unglingakvöld kl. 20 fyrir
9. og 10. bekk.
Langholtskirkja. Kirkjan er opin til
hljóðrar bænagjörðar í hádeginu.
Neskirkja. Kirkjustarf eldri borgara.
Þorragleði á morgun, laugardag, k.
14. Þorramatur, fjöldasöngur, harm-
onikuleikur o.fl. Skráning í síma 511-
1560 í dag. Munið kirkjubílinn.
Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur
kl. 20.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna. Trú
og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar-
stund.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11–
12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédikun
og biblíufræðsla þar sem ákveðið efni
er tekið fyrir. Barna- og unglinga-
deildir á laugardögum. Súpa og brauð
eftir samkomuna. Allir velkomnir.
Kirkjuskólinn í Mýrdal. Munið sam-
veru kirkjuskólans nk. laugardag 10.
febr. kl. 11.15–12 í Víkurskóla. Verið
dugleg að mæta. Sóknarprestur.
Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu-
dagskvöld kl. 21 Styrkur unga fólks-
ins. Mikið fjör.
Sjöundadags aðventistar á Íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu-
fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Jón Hjörleifur Jónsson.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Gavin Anthony.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Eric Guðmundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar-
firði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu-
fræðsla kl. 12. Ræðumaður Brynjar
Ólafsson.
Þorrafagnaður
í Neskirkju
Safnaðarstarf
Neskirkja.
alltaf á föstudögum