Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 09.02.2001, Qupperneq 57
skákinni. 54. Hc7 Hxd5 55. b7 Hb5 56. Hc8+ Kf7 57. b8=D Hxb8 58. Hxb8 c2 59. Hc8 Re3 60. Kf2 Rf5 61. g3 Rd4 62. g4 Ke6 63. Ke3 Kd5 64. Hc3 g5 65. hxg5 hxg4 66. fxg4 og svartur gafst upp. Úrslit einvígisins urðu þau að hvor keppandi fékk fjóra vinninga. Þessi úrslit eru enn ein rósin í hnappa- gat Viktors grimma sem fer innan tíðar að komast á átt- ræðisaldurinn. Úrslita- keppni Íslandsmótsins í at- skák hefst í kvöld, 9. febrúar, kl. 20 í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. STAÐAN kom upp í átt- undu skák einvígis þeirra Viktors Kortsnojs (2.639) og Ruslans Ponamariovs (2.677) sem lauk fyrir skömmu. Viktor þurfti nauð- synlega á sigri að halda til þess að halda jöfnu í einvíg- inu þar sem þetta var loka- skák þess og hann einum vinningi undir. Í stöðunni eru ákveðnar blikur á lofti þar sem hætta er á að staðan leysist upp í jafntefli. Næsti leik- ur hvíts kom þó í veg fyrir það. 53. b6! Hb5 53. ... Hxd5 gekk ekki upp sökum 54. b7 Hb5 55. Hc8+ og hvítur vinnur með svipuðum hætti og í SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 57 DAGBÓK Gullsmiðir Aldrei meira úrval af nýjum brúðarkjólum Ítölsk föt fyrir herra FATALEIGA GARÐABÆJAR sími 565 6680 Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-14. LAUGAVEGI 36 Opnaðu augun 30% verðlækkun á öllum gleraugnaumgjörðum & gleri. Garðatorgi, sími 565 6550. ÚTSALAN ER ENN Í FULLUM GANGI leggings og nærfatnaður Kvensíðbuxur frá kr. 2.850 Ertu haldin síþreytu, svefntruflunum eða sjúkdómum sem læknavísindin ráða illa við? Losaðu þið við rafbylgjur og ryk í íbúðinni. Árangurinn gæti komið þér á óvart. Upplýsingar gefur Hreiðar Jónsson í síma 581 1008 eða 862 6464. MAKKER opnar á einum spaða í þriðju hendi, utan hættu gegn á hættu. Í þeirri stöðu þarf hann ekki að eiga ekta opnun og því spila flestir Drury-sagn- venjuna, þar sem svarið á tveimur laufum sýnir góða áskorun í geim – 9-11 HP og stuðning. En Kantar treystir lesendum sínum ekki fyrir þessu og lætur norður stökkva í þrjá spaða með flata skiptingu og 10 HP. Við erum enn að skoða dæmi úr bók hans Advanced Bridge Defense. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♠ Á972 ♥ K106 ♦ G75 ♣ D103 Austur ♠ K6 ♥ G852 ♦ D103 ♣ G985 Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 spaði Pass 3 spaðar Pass Pass Pass Lesandinn er í austur og vestur kemur út með tromp. Sagnhafi lætur smáan spaða úr borði og þú átt slaginn á spaða- kóng. Hvernig viltu verj- ast? Ein grundvallarspurning í vörn er þessi: Er ástæða til leiftursóknar (sem oft getur verið áhættusöm) eða á að spila hlutlaust og láta sagnhafa um að hreyfa litina? Ef makker á tígul- kóng gæti verið gott að skipta yfir í þann lit, en liggur nokkuð á? Tígulinn má alls ekki snerta ef makker er með ásinn. Nei, þetta spil kallar á hægfara vörn. Makker komst að þeirri niðurstöðu þegar hann valdi að trompa út og vald þitt á hliðarlitunum sýnir að það var farsæl ákvörðun. Best er að trompa út aftur í öðrum slag: Norður ♠ Á972 ♥ K106 ♦ G75 ♣ D103 Vestur Austur ♠ 54 ♠ K6 ♥ D73 ♥ G852 ♦ Á962 ♦ D103 ♣ Á742 ♣ G985 Suður ♠ DG1083 ♥ Á94 ♦ K84 ♣ K6 Það er sama hvernig sagnhafi hamast – á end- anum mun hann gefa slag á hjarta, þrjá á tígul og einn á lauf. Einn niður. Eftir stendur hins vegar spurningin hvers vegna suður lyfti ekki í fjóra spaða. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 10. febrúar, verður átt- ræð Soffía Björgúlfsdótt- ir frá Norðfirði, Bólstað- arhlíð 45, Reykjavík. Soffía tekur á móti ætt- ingjum og vinum á afmæl- isdaginn í samkomusaln- um Bólstaðarhlíð 43, milli kl. 15-18. Árnað heilla BRÚÐKAUP. Gefin voru saman hinn 8. júlí sl. í Stefáns- lundi við Menntaskólann á Akureyri af sr. Pétri Þór- arinssyni, presti í Laufási, Arnrún Magnúsdóttir og Friðrik V. Karlsson. Með þeim á myndinni eru börnin þeirra, Karen Ösp Friðriksdóttir og Axel Fannar Frið- riksson. Heimili þeirra er í Grænugötu 4, Akureyri. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Kraftur þinn og harðfylgi virkar vel á marga meðan aðrir vilja frekar bíða og sjá til. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einhver samstarfsmaður þinn hefur horn í síðu þinni. Þú skalt samt ekki láta hann slá þig út af laginu heldur halda þínu striki ótrauður. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þess að láta hlutina ekki fara svo í taugarnar á þér að þú farir að skeyta skapi þínu á saklausum sam- starfsmönnum. Haltu ró þinni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver þér nákominn er að reyna að segja þér eitthvað, en þú hlustar ekki nægilega vel. Gefðu þér tíma til þess að fara yfir málin með honum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Smávandkvæði á heimavíg- stöðvunum krefjast nú at- hygli þinnar og þótt hlutirnir virðist ekki stórvægilegir skaltu ganga í að leysa þá. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur tekið svo mörg verkefni að þér að þú átt á hættu að missa þau út úr höndunum á þér. Hægðu á og kláraðu þau áður en þú bætir nýjum við. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er engu líkara en allir hlutir gangi upp hjá þér í dag. Njóttu meðbyrsins meðan hann varir og vertu viðbúinn mótbyrnum sem óhjákvæmi- lega kemur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Deilur tveggja vina þinna kalla á athygli þína en það er fjarri því að þú þurfir að taka afstöðu með einum og á móti öðrum. Fylgstu bara með. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það kann að koma til nokk- urra átaka milli þín og sam- starfsmanns þíns, en hvað sem gengur á skaltu kapp- kosta að halda ró þinni og leita samkomulags. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gættu þess að fara vandlega ofan í saumana á hverju máli, því minnstu mistök geta reynst þér heldur betur dýr- keypt. Varfærnin borgar sig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það kemur þér á óvart, hversu mikla ánægju þú hef- ur af samvistum við vin þinn. Njóttu þessa en gættu þess að lífið er ekki bara leikur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Saklaus athugasemd sem þú lést falla hefur fallið í grýttan jarðveg og það svo að vinur þinn gerir úlfalda úr mýflugu. Leiðréttu málin í ró og næði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er ekki rétti tíminn til þess að vera með stærilæti og segja: Sagði ég ekki!! Vinur þinn þarfnast skilnings og góðra ráða. Reynstu honum vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT KVÆÐI Ei glóir æ á grænum lauki sú gullna dögg um morgunstund, né hneggjar loft af hrossagauki, né hlær við sjór og brosir grund. Guð það hentast heimi fann það hið blíða blanda stríðu. Allt er gott, sem gjörði hann. Ei heldur él frá jökultindi sér jafnan eys á klakað strá, né nötrar loft af norðanvindi, sem nístir jörð og djúpan sjá. Guð það hentast heimi fann það hið stríða blanda blíðu. Allt er gott, sem gjörði hann. – – – Sveinbjörn Egilsson. Þér fáið lánið yðar um leið og Interpol gómar gjaldkerann okkar. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.