Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 64

Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 64
alvarlegum augum þrátt fyrir það og hefur heitið því að sækja hrekkjalóm- inn til saka um leið og hann finnst. Til allrar blessunar guggnaði Patterson um síðir og var handsam- aður. Hann hefur hins vegar höfðað mál gegn lög- reglunni fyrir meinta hrottafengna meðhöndlun. Fjölmiðlar í Omaha hafa greint frá því að lögreglumenn hafi lam- ið ítrekað á Patterson þegar hann var færður í handjárn. Vafasamur hrekkur Van Halen-aðdáanda ÞAÐ mun vart fréttnæmt lengur í Bandaríkjunum þegar lögreglan þarf að reyna telja fólk í sjálfs- morðshugleiðingum ofan af því að varpa sér fram af háhýsum. Eitt slíkt atvik sem átti sér stað í Omaha í Nebraska-ríki á dögunum komst þó í heimsfréttirnar. Þann- ig er mál með vexti að þegar lög- reglan var í miðjum klíðum að reyna að telja hinn 23 ára gamla Fred Patterson, sem eftirlýstur var fyrir ofbeldisbrot, ofan af því að stökkva fram af brú tók í skyndingu að hljóma úr hátal- arakerfi þeirra svartklæddu vöru- merki gömlu þungarokkaranna í Van Halen – jú einmitt, lagið „Jump“, hvar David Lee Roth söng eins og kannski margir muna eitthvað á þessa leið: „Stökktu. Svona stökktu. Æ, góði besti stökkva ...“ Eins og nærri má geta var lög- reglu mjög svo brugðið við þennan sjúklega hrekk og náði að skrúfa fyrir hvatningarorð Roths eftir að þau höfðu fengið að glymja í eyr- um manna í um hálfa mínútu eða svo. Lögreglan heldur því stað- fastlega fram að Patterson hafi ekki heyrt hin gráglettnu hvatn- ingarorð en lítur hrekkinn mjög Stórsmellur risaeðlanna í Van Halen á sannarlega ekki alltaf við. Stökktu, dreng- ur, stökktu 64 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 3.45. ísl tal Vit nr. 169 Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr. 178 Sýnd kl. 8 og 10. B.i.16 ára. Vit nr. 185. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. b.i.12 ára. Vit nr. 192. Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 191 Sýnd kl. 8. Vit nr. 177 Sýnd kl. 10.15. Vit nr. 167 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. Vit nr. 183. B R I N G I T O N Ekkert loft, engin miskunn, engin undankomuleið. Háspennumynd ársins sem fær hárin til að rísa. Frá leikstjóra "Goldeneye" og "The Mask of Zorro." HENGIFLUG 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 HL.MBL www.sambioin.is Geiðveik grínmynd í anda American Pie. Bíllinn er týndur eftir mikið partí... Nú verður grínið sett í botn!  ÓHT Rás 2  Stöð 2 GSE DV G L E N N C L O S E Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 196. "Grimmhildur er mætt aftur hættulegri og grimmari en nokkru sinni fyrr!" Sýnd kl. 3.50 og 5.55. ísl tal Vit nr. 194 Sýnd kl. 3.50, 5.55, 8 og 10.05. Enskt tal Vit nr. 195 Sý nd m eð Ís le ns ku og e ns ku ta li. Sýnd kl. 8 og 10.30. HÁSKÓLABÍÓ Hagatorgi sími 530 1919 þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 6 og 8. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SV Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6.Ísl tal. INGVAR E. SIGURÐSSON BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON EGGERT ÞORLEIFSSON NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR  SV Mbl  DAGUR ÓFE Sýn ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Golden Globe fyrir besta leik Var á toppnum í Bandaríkjunum í 3 vikur. Sýnd kl. 10.30. Coen hátíð Sýnd kl. 6. 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com 1/2AI MBL  ÓHT Rás 2 ÓHT Rás 2  DV Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Óleysanlegt verkefni 2 (Mission Impossible 2) S p e n n u m y n d  Leikstjórn John Woo. Handrit Robert Towne. Aðalhlutverk Tom Cruise, Thandie Newton. (123 mín.) Bandaríkin 2000. Sam-myndbönd. Öllum leyfð. ÖNNUR myndin um Ethan Hunt og verkefnin hans óleysan- legu hlýtur að renna stoðum undir að von sé á fleirum slíkum. Gott ef undirbúningur að þriðju myndinni er ekki þegar haf- inn. Ef svo er má búast við því að sú mynd verði frá- brugðin hinum tveimur að stíl og efnistökum því þótt þær fjalli um sömu hasarhetj- una Hunt þá eru þeir í rauninni eins og svart og hvítt. Ræður þar mestu að Cruise, sem er meðframleiðandi myndanna, valdi í báðum tilfellum leikstjóra með einkar afgerandi stíl. Brian De Palma, sem leik- stýrði þeirri fyrstu, er annálaður unnandi Alfreds Hitchcock og gerði þrælfínan njósnatrylli þar sem andi gamla meistarans sveif á stundum yfir vötnum á meðan Hong Kong-búinn John Woo þykir orðið manna færastur í gerð horm- ónahlaðinna hasarmynda þar sem andi gömlu vestranna ræður ríkj- um. Cruise tefldi vissulega á tvær hættur með því að venda kvæðinu svo í kross en það virkar ágætlega þótt mér finnist fyrri myndin tölu- vert safaríkari, bæði hvað sögu- fléttu varðar og sjálfa kvikmynda- gerðina. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Hunt gerist ofurhetja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.