Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
HLUTUR launþega í þjóðartekjum
er nú í sögulegu hámarki og því geta
launþegar vart búist við frekari
kjarabótum nema hagvöxturinn
glæðist. Þetta kom m.a. fram í erindi
Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóð-
hagsstofnunar, á kjaraþingi Verslun-
armannafélags Reykjavíkur í gær.
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavíkur,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöld að miðað við núverandi
verðbólgu væru engar forsendur til
uppsagna á kjaraliðum samninga.
„Það eru forsendur í samningi okkar
fyrir því að verðbólgan lækki frá því
að samningar voru gerðir í maí í
fyrra. Þá var verðbólgan 5,8% og
samkvæmt upplýsingum forstjóra
Þjóðhagsstofnunar er verðbólgan
núna á bilinu 4–5%. Svo það er ljóst
að þessar forsendur hafa haldið, þær
eru ekki brostnar.“
Viðskiptahallinn gífurlegur
Þórður Friðjónsson sagði að at-
vinnulífið á Íslandi ætti nú undir högg
að sækja, hagnaður væri í sögulegu
lágmarki, vextir háir, skuldasöfnun
mikil og væntanlega verulegar af-
skriftir vegna mikilla fjárfestinga
undanfarin ár.
Þórður sagði að horfur í efnahags-
málum væru tvísýnni nú en þær
hefðu verið um langt skeið, bæði hér
heima og erlendis. Hér á landi eru
ýmis vandamál í efnahagslífinu og ber
þar hæst viðskiptahallann, að sögn
Þórðar. Viðskiptahallinn er gífurleg-
ur um þessar mundir og meiri en
hann hefur áður verið. Í fyrra var
hallinn 61 milljarður króna, eða 9,1%
af landsframleiðslu, og samkvæmt
spám stefnir hann í 68 milljarða
króna á þessu ári, sem eru 9,3% af
landsframleiðslu. Árin 1998 og 1999
var viðskiptahallinn á bilinu 40–50
milljarðar. Þórður sagði að laun hér-
lendis hefðu hækkað talsvert meira
en í samanburðarlöndum og að hlutur
launþega í þjóðartekjum væri nú í
sögulegu hámarki. Þjóðartekjum má í
aðalatriðum skipta milli launa og
hagnaðar, annars vegar er það sem
launþegar fá samanlagt í sinn hlut og
hins vegar það sem fjármagnið ber úr
býtum.
Fram yfir miðjan síðasta áratug
var hlutfall launþega að jafnaði á
bilinu 60–63%, árið 1998 fór það í
64%, í fyrra var hlutfallið orðið 65,1%
og stefnir í svipaða tölu í ár.
Þjóðhagsstofnun telur hlut launþega í þjóðartekjum í sögulegu hámarki
Formaður VR segir for-
sendur samninga halda
Launakönnun/12
TVEIR hrafnar veittust að fálka á
þaki Þjóðleikhússins í gær og vakti
atgangurinn óskipta athygli ljós-
myndara Morgunblaðsins sem átti
leið hjá.
Ólafur Nielsen, fuglafræðingur
hjá Náttúrufræðistofnun Íslands,
sagði kunningsskap þessara fugla
eiga sér djúpar rætur enda væru
hrafnar og fálkar fjendur frá fornu
fari. Hrafnar réðust á ránfugla,
þ.á m. fálka, hvenær sem þeir hefðu
tækifæri til, sem skýrðist af því að
fálkar gera sér ekki hreiður sjálfir
heldur ræna hreiðrum hrafnsins og
eiga jafnvel til að vera svo ófor-
skammaðir að leggja undir sig
hreiður sem enn eru í smíðum.
Þrátt fyrir fjaðrafok, stríðs-
skræki og harðar atlögur
hrafnanna tveggja slapp fálkinn á
Þjóðleikhúsþakinu ómeiddur, enda
sagði Ólafur að fullvaxinn lífs-
reyndur fálki ætti í fullu tré við
hrafna og gæti auðveldlega drepið
þá ef hann beitti sér.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fornir fjendur fljúgast á
FYRSTA hópsýking af völdum svo-
kallaðrar caliciveiru hefur verið
staðfest hér á landi en slíkar hópsýk-
ingar eru vel þekktar erlendis. Vitað
er til þess að 27 einstaklingar hafi
smitast um miðjan desember sl. en
sýking af völdum caliciveiru veldur
uppköstum, niðurgangi, hita og bein-
verkjum og verða sjúklingar fyrir
vökvatapi ef einkennin eru svæsin.
Að meðaltali vara einkennin í 36
klukkustundir og eru sjúklingar oft
nokkra daga að jafna sig eftir að ein-
kennin hverfa.
Að öllum líkindum hefur smitið
borist með snittum frá sama fyrir-
tækinu sem allir hinir sýktu borðuðu
fyrir hádegi 13. desember á fjórum
mismunandi stöðum. Að sögn Rögn-
valds Ingólfssonar hjá Heilbrigðis-
eftirliti Reykjavíkur var í þessu til-
felli ekki hægt að sýna fram á
hvenær veiran barst í matinn. Ekk-
ert sérstakt benti til þess að það
hefði gerst í fyrirtækinu sem seldi
snitturnar og heimsókn í fyrirtækið
19. desember gaf ekki tilefni til at-
hugasemda.
Grunsemdir vaknað áður
Rögnvaldur segir að áður hafi
vaknað grunsemdir um veiruhóp-
sýkingu en ekki hefur tekist að stað-
festa það nema í þetta skipti. „Þarna
er staðfest hópsýking með þessum
veirum. Þetta eru svona gubbupest-
arveirur og berast þarna að öllum
líkindum með þessum mat. Menn
losna við þetta mjög fljótlega og það
tekur nokkra daga að hreinsa sig af
veirunum en það kemur fyrir að
frískt fólk geti verið smitað í ein-
hvern tíma.“
Caliciveirur eru harðgerar og þola
hitameðferð tiltölulega vel og einnig
sumar tegundir sótthreinsiefna.
Veirurnar geta borist í matvæli í
frumframleiðslunni eða við mat-
reiðslu. Ef veirurnar berast í mat-
væli fjölgar þeim ekki þar, heldur
berast þær einungis með matnum og
smita þannig við neyslu hans. Mjög
lítið magn þarf til að sýkja fólk en
veirur í matvælum sýkja oft yfir 50%
neytenda. Einnig geta veirur borist
frá manni til manns með snertismiti.
Rögnvaldur segir það ekkert lög-
mál að þessar veirur grasseri og að
fólk þurfi að gæta sín vel varðandi
hreinlæti til að koma í veg fyrir smit.
27 manns veiktust af völdum caliciveiru í matvælum
Fyrsta hópsýkingin
af völdum veirunnar
Í LOK síðasta árs voru 2.853
börn á biðlista eftir leikskóla-
plássi í Reykjavík eða um 23%
fleiri en árið áður. Þegar litið er
fimm ár aftur í tímann kemur í
ljós að börnum á biðlista hefur
fjölgað um 43%, þrátt fyrir að
byggðir hafi verið níu nýir leik-
skólar á tímabilinu.
Bergur Felixson, fram-
kvæmdastjóri Leikskóla
Reykjavíkur, sagðist í samtali
við Morgunblaðið vera afar
óhress með stöðu mála, en hann
sagði að aukinn dvalartími
barna á leikskólunum og skort-
ur á starfsfólki hefði m.a. leitt
til þessarar þróunar.
Samkvæmt þriggja ára áætl-
un um rekstur, framkvæmdir
og fjármál Reykjavíkurborgar
er gert ráð fyrir því að á árinu
2004 til 2005 verði framboð á
leikskólaplássum fullnægjandi.
Leikskólar
Reykjavíkur
Tæplega
3.000
börn á
biðlista
Börnum/14
FJÓRIR voru fluttir á slysadeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss í
Fossvogi eftir árekstur tveggja bif-
reiða á gatnamótum Bústaðavegar
og Grensásvegar um kl. 17 í gær.
Ökumenn og farþegar bifreiðanna
kvörtuðu allir undan bakáverkum
eða áverkum á hálsi og síðu. Allir
fjórir voru fluttir með sjúkrabifreið á
slysadeild, samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni í Reykjavík.
Báðar bifreiðarnar voru óökufær-
ar og voru þær fjarlægðar af vett-
vangi með dráttarbíl.
Fjórir á slysa-
deild eftir
árekstur