Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 10
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagðist í gær vera tilbúinn til sam- starfs við forystumenn annarra stjórnmálaflokka um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Benti hann á að stjórnarskráin væri að stofni til frá árinu 1874 og ástæða sé til þess að endurskoða ýmsa kafla hennar, t.d. þá sem snúa að embætti forseta Ís- lands. Tveimur fyrirspurnum um stjórn- arskrána var beint til forsætisráð- herra í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær en fyrirspyrjandi var Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Sú fyrri snerist um skip- an stjórnarskrárnefndar og hvort forsætisráðherra hyggist skipa að nýju slíka nefnd og hvaða kafla hann telji helst þurfa endurskoð- unar við, en hin seinni laut að setn- ingu reglna um kosningar skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar, en hún snýr að möguleika forseta Íslands á að synja staðfestingar á lögum. Ekki verði sett tímamörk Steingrímur benti á að fimm sinnum á lýðveldistímanum hefði verið staðið fyrir endurskoðun á einstökum köflum stjórnarskrárinn- ar. Hún hefði hins vegar ekki verið tekin almennt til skoðunar og vísaði hann til þess að sumir teldu stjórn- arskrána barn síns tíma og breyt- ingar á aðstæðum kölluðu á endur- skoðun hennar. Hvatti Steingrímur forsætisráð- herra til dáða í þessum efnum og sagði vel fara á því að ný endur- skoðunarnefnd hefji störf á alda- mótaárinu 2001, en henni eigi engin tímamörk að setja og líta heldur svo að á starfstími hennar sé óháður kjörtímabilum. Enn fremur að störf hennar verði algjörlega óháð svipt- ingum í stjórnmálum og dægurmál- um. Forsætisráðherra benti á að fræðimenn hefðu margir fjallað um 26. gr. stjórnarskrárinnar og vísaði til þess að ekki einu sinni sé hafið yfir vafa hvort svonefnt synjunar- vald forseta sé í höndum hans per- sónulega eða ríkisstjórnarinnar, eins og raunar allar aðrar athafnir sem atbeina forseta þarf til, og vís- aði þar til álits Þórs Vilhjálmssonar, fv. prófessors og hæstaréttardóm- ara. Aðrir, þ.á m. tveir forsætisráð- herrar, hafi að vísu ekki deilt þess- um skoðunum með Þór en engu að síður hafi þeir talið þá skipan sem 26. gr. mælir fyrir um, vera ein- kennilega og deila megi um hversu heppileg hún sé þar sem þingræði sé viðhaft. Sagði ráðherra að hann hefði ekki í hyggju að beita sér fyrir því að reglur verði settar um framkvæmd kosninga, þjóðaratkvæðagreiðslu, sem tiltækar væru ef til þess kæmi að forseti beitti umræddu ákvæði án þess að tilefni skapist til þess. Sagði hann að fyrir því lægju ástæður af tvennum toga. Sé annars vegar litið svo til að synjunarvaldið sé í raun í höndum ríkisstjórnarinn- ar, sé þess vart að vænta að nokk- urn tímann reyni á það, þar eð hjól þingræðisins myndu væntanlega hafa gripið inn í atburðarásina áður en til þess kæmi. Væri hins vegar litið svo til að forseti geti sjálfur beitt þessu ákvæði persónulega, sem væri þá hið eina í stjórnar- skránni sem hann þarf ekki atbeina ríkisstjórnarinnar til, telji hann sjálfsagt að á því sé tekið í þetta eina skipti, enda yrði það sjálfsagt í fyrsta og síðasta skiptið sem á ákvæðið þyrfti að reyna. Sagðist hann ekki eiga von á að þing né þjóð myndu láta bjóða sér nema einu sinni að þingræðisvenjunni yrði bægt burtu með þeim hætti. Óráðlegt að ætla sér um of Hvað endurskoðun stjórnarskrár- innar áhrærir, lýsti Davíð því yfir að hann væri reiðubúinn til sam- starfs í þeim efnum. Benti hann hins vegar á, að af fyrra endurskoð- unarstarfi megi draga þann lærdóm að óráðlegt sé að ætla sér um of í slíku starfi, enda hafi tilraunir til að endurskoða stjórnarskrána í heild sinni í einu lagi ekki borið árangur. Á hinn bóginn telji hann líka ákveðna hættu fólgna í því að menn ætli sér of lítinn tíma í endurskoðun stjórnarskrárákvæða, eins og stundum hafi ef til vill borið við í seinni tíð. Forsætisráðherra rakti af þessu tilefni hvernig sú stjórnarskrá er til komin sem við búum við í dag. Sagði hann að, að frátöldum mann- réttindakaflanum og þeim ákvæðum um skipulag Alþingis sem endur- skoðuð voru á síðasta áratug og þeim breytingu sem ákvæði um kjördæmaskipan og kosningar til Alþingis hafi tekið, hafi stjórnar- skráin í raun staðið óbreytt frá stofnun lýðveldisins árið 1944 og í raun séu grundvallaratriði hennar miklu eldri. Stofninn sé frá fullveld- isstjórnarskránni frá 1920 sem um margt eigi rætur í þeirri stjórnar- skrá sem okkur var gefin 1874. Vonandi ná dóm- stólarnir fótfestu Kvaðst hann almennt ekki hafa ástæðu til að ætla að mannréttinda- ákvæðin þarfnist endurskoðunar við fyrr en fáist af þeim meiri reynsla. Líklega sé miklu fremur ástæða til að hrófla ekki við þeim meðan dóm- stólar séu að fóta sig á þýðingu þeirra. Sagði hann að vonandi nái dómstólar þar fótfestu eftir því sem tímar líði fram. Fremur sagðist hann telja að endurskoðunin ætti að snúa inn á við og nefndi þar t.d. I. og II. kafla, þar sem m.a. er fjallað um vald- heimildir forseta og ráðherra. Vís- aði hann til þess að stjórnarskráin geti t.d. í engu þeirra einu starfa forsetans sem stjórnskipunin geri ráð fyrir að forseti sinni án atbeina ráðherra, semsé hlutverks hans við stjórnarmyndanir. Sagðist hann sjá fyrir sér að ákvæði um það gæti átt heima í stjórnarskrá og myndi þá tengjast því að þingræðisreglan væri fest í sessi, en einnig skilyrð- um til þess að mynda utanþings- stjórn og boða til kosninga. Fyrirspurnir til forsætisráðherra um málefni stjórnarskrárinnar Reiðubúinn til sam- starfs um endurskoðun Morgunblaðið/Rax Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir að tilraunir til að endurskoða stjórnarskrána í heild hafi ekki borið árangur. FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Blöndal, forseti Alþing- is, hafnaði í gær beiðni tveggja full- trúa Samfylkingarinnar í mennta- málanefnd Alþingis um að hann beiti sér fyrir því að forysta nefndarinnar heimili að tekin verði upp í nefndinni túlkun menntamálaráðherra á 53. grein grunnskólalaga, þess efnis að sveitarfélögum sé heimilt að bjóða út kennslu í grunnskólum. Tillaga um þetta var felld á fundi nefndarinnar á þriðjudag, eins og greint var frá í Morgunblaðinu, og sendu fulltrúar Samfylkingarinnar forseta Alþingis bréf þar sem farið var fram á að hann beitti áhrifum sínum í málinu. Þeir óskuðu jafn- framt eftir því að efnt yrði til auka- fundar í nefndinni þar sem fjallað yrði um ástand skólamála í Hafn- arfirði. Málið var tekið upp á þingfundi á Alþingi í gær, sem umræða um störf þingsins, og lýsti Bryndís Hlöðvers- dóttir, þingflokksformaður Samfylk- ingarinnar, vonbrigðum með afstöðu forseta til málsins og spurði hann í kjölfarið hver sé réttur minnihluta til að fá faglega umræðu um mál sem meirihlutinn hafnar að ræða í nefnd- um. Enginn annar getur átt aðild Forseti gerði þá grein fyrir bréfa- skiptum vegna málsins og las m.a. upp bréf sitt til fulltrúa Samfylking- arinnar í menntamálanefnd. Í bréfi sínu vísaði hann m.a. til 26. gr. þing- skapa þar sem fram kemur að heim- ilt sé nefnd að eigin frumkvæði að fjalla um önnur mál en þau sem þingið vísar til hennar. Um slík mál geti nefnd gefið þinginu skýrslu, sbr. 31. gr. þingskaparlaga. „Eins og ljóst má vera af ákvæði greinarinnar er sú heimild sem hún veitir nefndum þingsins til umfjöll- unar um mál að eigin frumkvæði í höndum nefndanna sjálfra og þar getur enginn annar átt aðild að,“ segir m.a. í bréfi forseta Alþingis. Vísaði Halldór Blöndal enn frem- ur til þess að fyrir þinginu liggi nú frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla en flutnings- maður þess sé Guðmundur Árni Stefánsson ásamt fleirum og þar sé komið að því efni sem um ræðir. Menntamálanefnd muni að sjálf- sögðu fá það frumvarp til meðferðar, taki Alþingi ákvörðun um að vísa því til hennar eftir að talað hefur verið fyrir því. Harðar umræður urðu um málið í kjölfarið og var ríflega nýtt heimild þingskapanna til 20 mínútna um- ræðna um störf þingsins. Vísaði þar m.a. Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður menntamálanefndar, gagnrýni þingmanna Samfylkingar- innar á bug og sagði að svo virtist sem þeir vildu ekki að þingsköp giltu þegar þeir sjálfir ættu í hlut. „Það er alveg ljóst að það er á for- ræði nefndar hvort hún tekur upp mál að eigin frumkvæði. Þetta eru leikreglur sem allir þingmenn þurfa að þekkja og hlíta,“ sagði hún og vís- aði til þess að meirihluti hafi ekki verið fyrir því í menntamálanefnd að verða við óskum þingmanna Sam- fylkingarinnar um þessi efni. „Þar með er málinu lokið og stoðar ekki að klaga í forseta,“ bætti Sigríður Anna við og nefndi aðra kosti þing- manna til að fá fram svör við spurn- inum sínum, t.d. í fyrirspurnum til ráðherra. Ögmundur Jónasson, Vinstri- grænum, fór fram á að meirihlutinn í menntamálanefnd endurskoði af- stöðu sína, enda sé aðeins verið að óska eftir vönduðum og faglegum vinnubrögðum í viðkvæmu deilu- máli. Steingrímur J. Sigfússon, flokksbróðir hans, tók undir það og sagðist undrast slíka meðferð á sak- lausri ósk um að taka mál til skoð- unar. „Það er nú ekki verið að fara fram á meira en það að ræða í þingnefnd álitamál og fá fulltrúa viðkomandi fagráðuneytis til viðræðna. Því er hafnað. Maður hlýtur að spyrja sig hvert stefnir í störfum þingnefnda ef þetta viðhorf meirihlutans verður ráðandi og birtist í fleiri tilvikum,“ sagði hann. Forseti Alþingis hafnar beiðni fulltrúa Samfylkingar í menntamálanefnd Heimild og frumkvæði í höndum nefndanna sjálfra LAGT hefur verið fram á Alþingi, frumvarp til laga um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hag- fræðinga. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Drífa Sigfúsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokks- ins, en meðflutningsmenn eru alls 10, úr stjórnar- og stjórnarandstöðu- flokkum, en aðeins nokkrir dagar eru frá því menntamálaráðherra hvatti til þess að það yrði lagt fram. Verði frumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi, mun verða gerð breyt- ing á lögum nr. 27/1981. 1. grein myndi þá orðast svo: „Rétt til að kalla sig viðskiptafræð- inga, hagfræðinga eða nota heiti, sem felur í sér orðin viðskiptafræðingur eða hagfræðingur, hafa þeir menn hér á landi sem fengið hafa til þess leyfi viðskiptaráðherra. Þeir sem lok- ið hafa BS- eða cand. oceon.-prófi úr viðskiptadeild eða BS-prófi úr hag- fræðideild viðurkennds íslensks há- skóla, sbr. lög nr. 136/1997, um há- skóla, og uppfylla skilyrði reglugerðar skv. 3. gr. laga þessara um innihald náms þurfa ekki slíkt leyfi ráðherra.“ Í greinargerð með frumvarpinu, sem lagt er fram í kjölfar fyrirspurn- ar Drífu Sigfúsdóttur um þessi mál- efni til menntamálaráðherra í fyrri viku, segir að á síðustu árum hafi auk- ist verulega framboð viðskiptamennt- unar á háskólastigi um leið og háskól- um hafi fjölgað. Vegna þessa sé mikilvægt að endurskoða eldri lög sem ekki gerðu ráð fyrir þessari þró- un. Fært yfir til viðskiptaráðuneytis Samkvæmt frumvarpinu er lög- saga málsins færð úr menntamála- ráðuneyti til viðskiptaráðuneytis, en til þess hafði menntamálaráðherra einnig hvatt við umræður á Alþingi á dögunum. „Það er að ýmsu leyti eðlilegra að annað ráðuneyti en það sem eftirlit hefur með háskólum veiti slíkt leyfi og í þessu tilfelli liggur beint við að fela viðskiptaráðuneytinu verkefnið. Við- skiptaráðuneyti veitir t.d. verkfræð- ingum leyfi til að kalla sig verkfræð- inga og sama á t.d. við um arkitekta, skipulagsfræðinga og tæknifræð- inga,“ segir í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að aðrir há- skólar sem bjóða upp á sambærilegt nám í viðskiptafræðum og Háskóli Ís- lands eru Viðskiptaháskólinn á Bif- röst, Háskólinn í Reykjavík og Há- skólinn á Akureyri. Lagt er til að lögin taki gildi 1. júní 2001 þannig að þeir nemendur sem ljúka framan greindum prófgráðum í vor úr öðrum háskólum en Háskóla Íslands geti öðlast réttindi til jafns við nemendur í Háskóla Íslands. Frumvarp komið fram Starfsheiti viðskipta- og hagfræðinga 80. fundur. Dagskrá Alþingis fimmtudaginn 1. mars 2001 kl. 10½ árdegis. 1. Kosning þriggja manna og jafnmargra varamanna í stjórn kristnihátíðarsjóðs, skv.3. gr. nýsamþykktra laga um kristnihátíðarsjóð. 2. Kosning sérnefndar um stjórn- arskrármál, sbr. 42. gr. þing- skapa. 3. Hlutafélög, frv., 148. mál, þskj. 148. - Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 4. Stjórn fiskveiða, stjfrv., 120. mál, þskj. 120, nál. 728 og 799. - 2. umr. 5. Eftirlit með útlendingum, stjfrv., 284. mál, þskj. 313, nál. 752. - 2. umr. 6. Leit, rannsóknir og vinnsla kolvetnis, stjfrv., 175. mál, þskj. 182, nál. 733, brtt. 734. - 2. umr. 7. Samvinnufélög (innláns- deildir), stjfrv., 449. mál, þskj. 717. - 1. umr. 8. Samvinnufélög (rekstr- arumgjörð), stjfrv., 448. mál, þskj. 716. - 1. umr. 9. Tekjuskattur og eign- arskattur, stjfrv., 481. mál, þskj. 767. - 1. umr. 10. Sjálfbær orkustefna, þáltill., 274. mál, þskj. 302. - Fyrri umr. 11. Vátryggingarsamningar, frv., 460. mál, þskj. 735. - 1. umr. 12. Útboðsstefna ríkisins til efl- ingar íslenskum iðnaði, þáltill., 487. mál, þskj. 773. - Fyrri umr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.