Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 39 VOPNFIRÐINGAR hafaundanfarna mánuði unn-ið markvisst að stefnu-mótun og uppbyggingu samfélagsins í Vopnafjarðarhreppi og er nú væntanlegur afrakstur þessarar vinnu. Fólki hefur fækkað jafnt og þétt frá árinu 1989, þá voru þar 927 íbúar en 1. desember í fyrra voru íbúar orðnir 757. Nú vilja heimamenn snúa þessari þróun við með það að leiðarljósi að sókn sé besta vörnin. Telja menn brýnast að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og hafa íbúar staðarins unnið að sam- eiginlegri hugmyndavinnu varðandi ný sóknarfæri í atvinnumálum. Þorsteinn Steinsson, sveitar- stjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að átakið hafi í byrjun orðið til þegar haft var samband við Þróunarstofu Austurlands til að leita ráða varð- andi uppbyggingu í atvinnumálum sveitarfélagsins og marka þar ein- hverja stefnu. Niðurstaðan varð sú að fara óhefðbundna leið sem fólst í því að virkja heimamenn sjálfa í þeirri vinnu og fá jafnframt aðstoð sérfræðinga um leið. Að sögn Þor- steins var talið mikilvægt að fá kraftmikla menn úr atvinnulífinu og blanda þeim saman við fólk af ýms- um toga á staðnum. Auglýst var eft- ir þátttakendum í þessa vinnu og leitað til nokkurra utanaðkomandi aðila og voru margir tilbúnir að vinna að verkefninu, að sögn Þor- steins. „Það var greinilegt að áhuginn var mjög mikill á að gera eitthvað í atvinnumálum hér á svæðinu og það var mjög gaman að finna fyrir því. Um 50 Vopnfirðingar störfuðu að þessu verkefni, sem mynduðu hópa sem fjölluðu um auðlindir sjávar og lands, iðnað, verslun, þjónustu og menningu.“ Þorsteinn segir að fólki hafi í þessum hópum unnið að því að skil- greina samfélagið með kostum þess og göllum og meta aðstæður með tilliti til þess. Nú er þeirri vinnu lok- ið og er verið að ljúka við stefnu- mótunaráætlun sem lögð verður innan skamms fyrir hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps. Í framhaldinu er ætlunin að marka stefnu og ák- veða hvernig unnið verði að því að ná settum markmiðum í framtíð- inni. Byggja þarf upp nútímalegt samgöngukerfi „Ég tel að það sér gríðarlega já- kvætt fyrir samfélagið að vinna svona saman og reyna að örva hvert annað til dáða. Við höfum sagt að hjálpum við okkur ekki sjálf geri enginn annar það fyrir okkur og við teljum að sókn sé besta vörnin. Það er alveg ljóst að þegar fólk kemur svona saman og veltir fyrir sér öll- um möguleikum, kostum og göllum, kemur alltaf eitthvað upp sem hjálpar manni til þess að finna nýja möguleika. Mér finnst þetta virka eins og smurning á öll tannhjól hér.“ Að sögn Þorsteins hefur atvinnu- lífið í stórum dráttum verið í þokka- legu horfi undanfarið, en það sé ljóst að í sjávarþorpum hafi þróunin orðið sú að fiskur sé unninn í mikl- um mæli úti á sjó og störfum fækk- að í landi. Sveitarfélagið hefur und- anfarið verið í framkvæmdum sem skapað hafa störf hjá iðnaðarmönn- um og fleirum en að sögn Þorsteins er ljóst að sveitarsjóður getur ekki staðið undir slíku til lengdar. „Hér er ekki um að ræða þenslu eins og á höfuðborgarsvæðinu þannig að fólk er vart um sig og maður finnur fyrir því að það er fólksfækkun. Helstu skýringarnar eru kannski þær að atvinnutæki- færin eru betri annars staðar. En hins vegar er alveg frábært að vera hér með börn. Hér er einsetinn grunnskóli með góðu mötuneyti, gott bókasafn, tónlistarskóli, allt eins og það getur best verið. Hér er einnig gott félagsheimili og góð að- staða fyrir aldraða. En það þarf að örva atvinnulífið og þar þarf að ríkja stöðugleiki.“ Þorsteinn segir að með hug- myndavinnunni sé verið að reyna að örva einstaklinga og fyrirtæki til að fá einkaframtakið til þess að fram- kvæma hlutina. Ekki að ríki og sveitarfélög standi einungis í að byggja upp atvinnulífið. „Það er hins vegar ljóst að á svona stöðum þarf ríkisvaldið að byggja upp grundvallaratriði eins og nútíma- legt samgöngukerfi á vegum og með flugi og siglingum. Með því er líka hægt að stækka atvinnusvæð- ið.“ Mörg ónýtt tækifæri í ferða- og veiðimennsku Að sögn Þorsteins nýtur sveitar- félagið þess að vera með atvinnulíf sem tengist bæði landbúnaði og sjávarútvegi, þannig að ekki þurfi eingöngu að treysta á fiskvinnslu. Á Vopnafirði er mjólkursamlag, slát- urhús og þjónusta við landbúnaðinn sem veldur því að staðurinn á að sumu leyti að vera hæfari til upp- byggingar. Þá segir Þorsteinn að mörg atvinnutækifæri séu ónýtt í ferða- og veiðimennsku enda sé staðurinn þekktur orðinn fyrir góð- ar laxveiðiár. „Hér hefur kannski ekki verið unnið mikið í þessum málum og ég tel að menn eigi eftir að sjá á næstu árum að hér verði sprenging í ferða- iðnaði á svæðinu, en það þarf ein- hvern tíma til að byggja það upp.“ Einnig er ætlunin að huga að ým- iss konar smærri iðnaði og frekari vinnslu á sjávarafurðum enda telja menn að sjávarútvegurinn verði áfram einn að stóru þáttunum í at- vinnulífi staðarins. Sú þekking sem til staðar er í landbúnaði, mjólkur- samlaginu og sláturhúsinu ætti einnig að skapa möguleika á að gera góða hluti. „Við teljum að við getum aðeins kitlað bragðlaukana í fjárfestum með því að sýna jákvætt hugarfar og bjartsýni. Ef við sýnum fram á að við séum með góðar hugmyndir ættu fjárfestar að vera tilbúnir að fjárfesta í þeim. Það er auðvitað það sem skiptir máli, að þeir aðilar sem hafa peningalega getu séu tilbúnir til að fjárfesta í hugmyndum sem upp koma og þar með tryggja og treysta grundvöll þeirra fyrirtækja og atvinnutækifæra sem verið er að setja af stað,“ segir Þorsteinn. Vopnfirðingar virkjaðir í stefnumótun í atvinnulífinu Sókn er besta vörnin gegn fólksfækkun Þorsteinn Steinsson, sveitar- stjóri Vopnafjarðarhrepps. verður á ra að ganga að við fáum eitthvað úr henni líka. Það er hérna fólk í útskipuninni sem hefur verið á atvinnuleysisskrá. Það er því bjartara yfir mönnum og eins og veðrið er í dag, glaða- sólskin og hlýtt, eru menn bara bjartsýnir. Svo þarf bara að koma hinu fyrirtækinu, rækjuverk- smiðjunni, í gang á ný og þá fer heldur betur að lyftast brúnin á mönnum,“ sagði Siguður. Ljós í myrkri en blikur á lofti Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að vissulega sé loðnuvertíðin núna ljós í myrkri og kominn sé meiri afli í land en lengi áður miðað við árs- tíma. En hann segir að blikur séu á lofti í atvinnumálum bæjarins og ráðist framvindan mikið af við- brögðum Byggðastofnunar. Ráð- gerður er fundur í dag milli bæj- arstjórans, formanns verkalýðs- og sjómannafélagsins og for- manns Byggðastofnunar. Ólafur segir að farið verði yfir stöðu mála og vonast hann eftir því að það náist samkomulag um næstu aðgerðir. „Ég trúi því og vona að það sé fullur vilji til þess hjá stjórnvöld- um að mæta þessum vanda okkar. Það skal viðurkennast að okkar vandi eins og annarra er fólginn í erfiðri rekstrarstöðu rækjuverk- smiðju og því er mjög eðlilegt að menn vilji vera varkárir í því að fara af stað nema að hafa eðlilega markaðsstöðu. Það þýðir því ekki að vera í sandkassaleik heldur að ræða málið saman málefnalega og á vitrænan hátt,“ segir Ólafur. Hann segir að haldi Byggða- stofnun að sér höndum hljóti það að vera næst í stöðunni að skipta- stjóri taki ákvörðun um uppboð á eignum fyrirtækisins. Fá önnur tækifæri til búsetu Ólafur segir að fá tækifæri séu til búsetu í bænum ef ekki tekst að reisa við rekstur verksmiðjunnar. Nauðsynlegt sé að halda í reynslu- ríkt starfsfólk sem kann að vinna og gera verðmæti úr því hráefni sem það hefur í höndunum. „Því miður er fólk farið að leita at- vinnu annars staðar og við ótt- umst mjög að margir komi ekki aftur. Því endurtek ég að unnið verði að því að halda þessu reynsluríka fólki í starfi og því verði tryggð áframhaldandi störf í byggðarlaginu,“ segir Ólafur. Hann segir að það sé sterklega í umræðunni að margir íbúar séu farnir að huga til hreyfings vegna stöðunnar í atvinnumálum. Hátt í 80 manns voru í starfi hjá rækju- vinnslunni Nasco og nú séu 55 á atvinnuleysisskrá. Davíð Þorkelsson og Svala Einarsdóttir við útskipun á loðnumjöli í blíðunni í gær. Ljósmynd/Gunnar Hallsson Unnið var við útskipun á loðnumjöli í Bolungarvíkurhöfn. rs Karls- skyri upp etto fyrir hann von- ðjan geri m sölu á þríþætta; r þekki og , að þeir g að þeir mjólkur- í kjölfar mjólkur- ið er selt rðist ekki efur raun- ve margir frá gam- Norður- kaðssetja Hólmgeir gja til um ótlandi hefur selt slanir um yggst nú na í verk- Jótlandi mariner- akjöts og ið Nettó, ISO og fleiri danskar verslanakeðj- ur um sölu á því, að sögn Leifs Þórssonar, sem verður fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar í Vidbæk á Jótlandi. Framleiðslu- geta hennar er um 20 tonn á mán- uði. Hin fyrirtækin leggja fyrst og fremst áherslu á að kynna vöru sína og hafa fyrstu skrefin verið tekin í samningum erlendis. Fyrirtækið Rúllur sem er með verksmiðju í Sandgerði hefur þegar náð samn- ingum við Norðmenn um sölu á fiskirúllum og vonast til þess að semja við veitingasölur og mötu- neyti í Danmörku. Zanus Rex, sem keypti fram- leiðslu og viðskiptasamninga Akva á Akureyri á síðasta ári, hefur end- urnýjað samning fyrri eigenda við dönsku járnbrautirnar um sölu á drykkjarvatni í lestum þeirra. Nemur hann um milljón flöskum á ári, að sögn Ásgeirs Kolbeinssonar framkvæmdastjóra sem segir að auk áðurnefnds samnings hafi verið gerðir nokkrir minni. Íslenskt-franskt eldhús hefur þegar gert samninga við danskt dreifingarfyrirtæki um sölu á fiski- paté og Norðurbragð, sem kynnir ferskan, frosinn fiskikraft í súpur og sósur, hefur samvinnu við Út- flutningsráð um dreifingu og sölu í Danmörku en það selur einkum til veitingahúsa og mötuneyta, að sögn framkvæmdastjórans, Halldórs Árnasonar. ja og Útflutningsráðs í Bella Center í Kaupmannahöfn na Morgunblaðið/Urður Ferskur fiskikraftur frá Norðurbragði var kynntur í ýmsa fiskrétti sem mæltust vel fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.