Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 37 Mjög got t verð ! Ný förðunarlína Kynning í Söru, Bankastræti, í dag, á morgun og laugardag. KL Ú B B U R M AT REIÐSLU M E IS T A R A 1 9 7 2 HÁSKÓLI Íslands óskar Krabbameins- félagi Íslands til ham- ingju með 50 ára af- mælið sem það fagnar um þessar mundir. Félagið var stofnað 1951. Þá voru aðild- arfélög þess þrjú en nú eru þau 30, bæði svæðafélög og stuðn- ingshópar sjúklinga. Tilgangur félagsins hefur frá upphafi ver- ið sá sami, það er að efla í hvívetna barátt- una gegn krabba- meini. Félagsmenn hafa í þessi 50 ár unnið ómetanlegt starf í tengslum við fræðslu, for- varnir, krabbameinsleit og rann- sóknir á krabbameini. Nær allar fjölskyldur á Íslandi hafa með ein- hverjum hætti notið stuðnings eða krafta Krabbameinsfélagsins. Krabbameinsfélagið hefur með starfi sínu náð ótrúlegum árangri. Félagið hefur allt frá 1964 stundað skipulega leit að krabbameini í leghálsi kvenna og er árangur leit- arstarfins með því besta sem þekkist og hefur hann vakið at- hygli víða erlendis. Svo dæmi sé tekið hefur verið áætlað að 150 fleiri konur hefðu dáið úr legháls- krabbameini ef leitar af slíku krabbameini hefði ekki notið við. Ár hvert gangast tugir þúsunda ís- lenskra kvenna undir krabba- meinsskoðun. Árið 1954 hófst kerfisbund- in skráning krabbameina hjá Krabbameinsfélaginu. Krabbameinsskráin hefur margsannað ágæti sitt. Hún hefur að mörgu leyti verið forsenda þess mikla árangurs sem félagið hefur náð og er jafn- framt grundvöllur margvíslegra faralds- fræðilegra rannsókna á krabbameinum. Segja má að Krabba- meinsskráin hafi ver- ið undanfari og for- senda Rannsókna- stofu Krabbameins- félagsins í sameinda- og frumulíffræði. Þar hefur verið unnin sérstaklega vönduð og ít- arleg vinna í tengslum við brjósta- krabbamein sem vakið hefur at- hygli hvarvetna í hinu alþjóðlega vísindasamfélagi. Þessi árangur staðfestir að með samtakamáttinn og vísindin að vopni má sigrast á vanda sem í upphafi virtist óleysanlegur. Háskóli Íslands hefur um árabil átt farsælt samstarf við Krabba- meinsfélagið um rannsóknir og kennslu. Tveir af kennurum læknadeildar Háskólans hafa að- stöðu á rannsóknastofu Krabba- meinsfélagsins og fjölmargir nem- endur, ekki síst í meistara- og doktorsnámi, hafa fengið þar kennslu og þjálfun við rannsóknir. Þekking á vandamálum er lykill- inn að lausn þeirra. Við vitum að því fyrr sem við greinum sjúkdóm- inn því meiri líkur eru á lækningu. Þekking á eðli og hegðun sjúk- dóms er jafnframt forsenda nýrri eða betri lyfja. Rannsóknir hafa sýnt að rekja má orsakir krabba- meins til samspils innri og ytri þátta – erfða og umhverfis. Á Rannsóknastofu Krabbameins- félagsins gefst einstakt tækifæri til að öðlast betri skilning á þessu samspili og afla þannig meiri þekkingar í baráttunni við krabba- meinið. Um leið og ég þakka Krabba- meinsfélaginu gott starf og árang- ursríka samvinnu við Háskóla Ís- lands, vil ég hvetja landsmenn til að bregðist vel við landssöfnun þess laugardaginn 3. mars. Með samtakamáttinn og vísindin að vopni Páll Skúlason Landssöfnun Þekking á vandamálum er, að mati Páls Skúlasonar, lykillinn að lausn þeirra. Höfundur er rektor Háskóla Íslands. FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.