Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ YFIRSTJÓRN lögreglunnar í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem m.a. kemur fram að yf- irvinnubann hafi aldrei verið sett á ávana- og fíkniefnadeild embættis- ins, ennfremur er í yfirlýsingunni hörmuð sú umræða sem orðið hefur um málefni fíkniefnadeildarinnar upp á síðkastið. Undir yfirlýsinguna skrifa þeir Böðvar Bragason lög- reglustjóri og Ingimundur Einars- son varalögreglustjóri. Böðvar sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði ekki neina sérstaka skýringu á því hvers vegna umræðan hefði farið af stað. Hann sagði að í yfirliti yfir unna yfirvinnu- tíma á síðasta ári kæmi fram að það hefði verið unnin yfirvinna alla mán- uði ársins. „Það vill nú svo til að fíkniefna- deildin er sú deild lögreglunnar sem mest hefur verið hlúð að á liðnum ár- um,“ sagði Böðvar. „Það var skýrt frá því á sínum tíma þegar kostn- aðurinn við fíkniefnadeildina í heild var kominn fram úr áætlunum. Þá var ekkert um annað að ræða en að beita aðhaldsaðgerðum, með þeim afleiðingum að vinnan varð ekki eins hröð og öflug og kannski æskilegt hefði verið, en það var aldrei sett á yfirvinnubann. Þá vil ég undirstrika það sem kemur fram í yfirlýsingunni að engin ný eða gömul mál biðu skaða af þessum aðgerðum.“ Telja umræðuna skaðlega fyrir starfsemi deildarinnar Yfirlýsing yfirstjórnar lögreglu- embættisins fer hér á eftir: „Yfir- stjórn lögreglunnar í Reykjavík harmar þá umræðu sem orðið hefur um málefni ávana- og fíkniefnadeild- ar embættisins og telur hana skað- lega fyrir starfsemi deildarinnar, ekki síst í ljósi þess að fjallað hefur verið á opinberum vettvangi um við- kvæmar upplýsingar er tengjast rannsókn einstakra mála. Eins og ítrekað hefur komið fram varð að leggja ákveðnar takmarkan- ir við yfirvinnu ávana- og fíkniefna- deildar, sem og annarra deilda emb- ættisins frá liðnu hausti til áramóta. Yfirvinnubann hefur hins vegar aldr- ei verið sett á ávana- og fíkniefna- deild. Síðasta sumar rannsakaði deildin umfangsmikil fíkniefnamál sem kölluðu á yfirvinnu, langt um- fram áætlanir embættisins. Það leiddi til þess að flestir starfsmenn deildarinnar, sem eru 11–12 að jafn- aði, þurftu að vinna mikla yfirvinnu, allt að 300 stundir á mánuði. Þegar mest var fór heildartímafjöldi deild- arinnar yfir 3000 stundir á mánuði. Yfirlit um unna yfirvinnutíma í fíkni- efnadeild á árinu 2000 sem kynnt var í gær (þriðjudag) hlýtur að staðfesta að aldrei hefur verið sett yfirvinnu- bann á deildina en dregið var úr þeirri óhóflegu yfirvinnu sem lögð var á starfsmenn hennar er líða tók á haustið. Yfirmanni ávana- og fíkni- efnadeildar var þó gert að láta ekki þessar takmarkanir standa því í vegi að rannsaka ný mál, ef upp kæmu.“ Yfirstjórn lögreglunnar í Reykjavík sendir frá sér yfirlýsingu um ávana- og fíkniefnadeildina Yfirvinnubann aldrei sett á deildinaKJARASAMNINGUR Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar og Starfs- mannafélags ríkisstofnana var samþykktur með 91,8% greiddra atkvæða. Alls voru 113 á kjörskrá, 98 greiddu atkvæði. Þar af sögðu 90 já. Samningurinn er svipaður þeim sem almennt hafa verið gerðiren auk þess er tekið tillit til aðlög- unar samningsins að kjaraum- hverfi almenna markaðarins. Samningar í flugstöðinni samþykktir ANNAR flugvirkjanna sem hand- teknir voru á þriðjudagsmorgun vegna smygls á um tveimur kílóum af hassi til landsins með fragtvél Flugleiða hefur verið úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald. Hinum flugvirkjanum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Hassið var í tveimur ógegnsæjum áfengisflöskum sem komið hafði verið fyrir í þili fyrir aftan flug- stjórnarklefa fragtvélar Flugleiða sem var að koma frá Liege í Belgíu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík verst að mestu fregna af gangi rannsóknarinnar. Guðjón Arngrímsson, kynningar- fulltrúi Flugleiða, segir að báðir flugvirkjarnir hafi verið leystir und- an starfsskyldum sínum. Ákvörðun um framhaldið verði tekin þegar rannsókn málsins lýkur. Vegna málsins var fragtvélin kyrrsett í um fjórar klukkustundir. Guðjón segir tjón Flugleiða vegna þessa vera um fjórar milljónir króna. Þetta er þriðja tilvikið á tiltölu- lega skömmum tíma þar sem starfs- menn flutningafyrirtækis eiga þátt í flutningi fíkniefna til landsins. Áður hefur slíkt gerst hjá bæði Samskip- um hf. og Eimskip hf. Jóhann R. Benediktsson sýslu- maður í Keflavík segir að eftirlit með starfsmönnum fyrirtækja í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hafi ver- ið aukið upp á síðkastið og verði enn hert á næstunni. Undanfarna mán- uði hafi þrír starfsmenn fyrirtækja í flugstöðinni verið staðnir að því að smygla vörum út af flugvallarsvæð- inu. Þeim hefur verið vísað frá störf- um. Björn Ingi Knútsson, flugvallar- stjóri á Keflavíkurflugvelli segir að eftirlit á flughlöðum og í flugvall- arhliði hafi verið hert að undan- förnu. Nú sé verið að vinna að upp- setningu á s.k. innri girðingu sem mun girða af flughlöð við flugstöð- ina. Þá verður eftirlitsmyndavélum bætt við utanhúss. Hann býst við því að framkvæmdir muni hefjast í vor. Myndavél í viðhaldsskýli fyrir fimm árum Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Keflavíkurflug- velli var eftirlitsmyndavél komið fyrir í viðhaldsskýli Flugleiða á Keflavíkurflugvelli fyrir um fimm árum. Myndavélin mun hafa verið sett upp að beiðni tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli en samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsemb- ættinu var hún fjarlægð skömmu síðar eftir kvartanir frá starfsmönn- um í skýlinu. Um mánuði síðar fann ræstingakona um eitt kíló af hassi í ruslafötu í einni af flugvélum Flug- leiða og tilkynnti það til tollgæslu. Flugvirki í gæsluvarðhaldi vegna smygls á um tveimur kílóum af hassi Unnið að hertu eftirliti á Kefla- víkurflugvelli ÞAÐ er ekki laust við að menn fái rómantískan glampa í augun þegar þeir aka um Austurgötu í Hafn- arfirði, en þar er nú verið að und- irbúa tökur á Mávahlátri, nýrri ís- lenskri kvikmynd eftir Ágúst Guðmundsson. Götunni hefur verið breytt mikið. Möl lögð yfir malbikið, gamlir ljósa- staurar og rafmagnslínur látnar teygja sig milli gamalla húsa með litríka sögu og fyrir utan þau standa virðulegar amerískar drossíur. Morgunblaðið/Ásdís Gamli tíminn í Hafnarfirði HVOLPURINN Njála sem er undan tíkinni Snældu frá Hofi í Vatnsdal er í þann mund að komast til eig- enda sinna í Seattle í Bandaríkj- unum. Njála er síðust sex systkina til að flytja til útlanda en áður eru farnir út hvolpar til Hollands og Finnlands. Hundar þessir eru af ís- lensku kyni og eru vinsælir víða um heim. Þau hjón Jón Gíslason og El- ine Schrijver á Hofi auglýstu hvolp- ana á Netinu og fengu þessi af- bragðsgóðu viðbrögð að nú eru öll afkvæmi Snældu úr þessu goti úr landi horfin. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Snælda siðar Njálu, dóttur sína, svo að hún verði landi og þjóð til sóma í Bandaríkjunum. Íslenski hundurinn er útflutningsvara Njála á leið til Seattle Blönduósi. Morgunblaðið. DAGLEGIR fundir eru í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Nýr fundur er boðaður í dag. Ríkissáttasemjari hefur mælst til þess að forystumenn deiluaðila tjái sig varlega um deiluefnin á meðan þessi fundalota stendur yfir, en sam- kvæmt heimildum blaðsins er þungt fyrir fæti í deilunni og mörg ágrein- ingsmál enn óleyst. Sjómenn hafa boðað verkfall frá 15. mars. Daglegir fundir í sjó- mannadeilu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ EKIÐ var á gangandi vegfaranda á Akureyri um klukkan þrjú í gær- dag. Að sögn lögreglu var vegfar- andinn, sem var kona um áttrætt, á leið yfir gangbraut á Þingvall- astræti við Hrísalund þegar fólksbíll ók á hana. Konan var flutt á slysa- deild FSA, en var ekki talin alvar- lega slösuð. Ekið á konu á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.