Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 33 Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Læstir fataskápar fyrir vinnustaði Netverslun - www.isold.is Læstir skólaskápar Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 - ANNO 1929 - Í KVÖLD kl. 21.30 verða í Kaffi- leikhúsinu tónleikar með banda- ríska djass- og spunatónlistamann- inum Eyvindi Kang og hljómsveit íslenskra tónlistarmanna. Eyvindur Kang er af íslensku bergi brotinn, á íslenska móður en kóreskan föður, en býr í Bandaríkjunum. Hann hef- ur starfað með mörgum merkum tónlistarmönnum, m.a. Bill Frisell, Marc Ribot og John Zorn. Í hljóm- sveitinni eru auk Eyvinds Skúli Sverrisson bassaleikari, sem einnig býr í Bandaríkjunum, Hilmar Jens- son gítarleikari og Matthías Hem- stock trommu- og slagverksleikari. Tónlistin, sem leikin verður á tón- leikunum í Kaffileikhúsinu, er sprottin af hugmyndum Eyvinds um samruna indverskrar tónlistar- hefðar og djass, spuna og raftón- listar. Skúli Sverrisson segist hafa þekkt Eyvind síðastliðin fimm ár og meðal annars hafa spilað með hon- um í New York. „Frá því ég kynnt- ist honum hefur mig langað til að fara með hann aftur til Íslands, en hann hefur ekki komið hingað síðan hann var tíu ára gamall. Mér fannst betra að við færum saman hingað en að við fengjum menn til New York og þegar kom að því að spila heima komu svo Hilmar og Matti strax upp í hugann.“ Á tónleikadagskránni verða verk sem þeir félagar settu saman fyrir þá sérstaklega. Þeir segjast hafa byrjað á að snarstefja heilan dag til að kynnast og varpa fram hug- myndum og tóku síðan til við að setja saman ramma að verkunum sem leikin verða með rými fyrir spuna. Tónleikarnir verða síðan teknir upp og gefnir út á vegum Smekkleysu síðar á árinu. Eyvindur er fjölhæfur hljóðfæra- leikari, leikur á fiðlu, lágfiðlu, túbu, trommur, hljómborð, bassa og svo má telja. Hann segist að mestu leika á lágfiðlu sem stendur, en nýtir einnig rafeindatæknina til að breyta hljóðunum líkt og þeir félag- ar allir. „Síðasta árið hef ég nánast einungis leikið órafmagnaða tónlist en rafeindatæknin gerir mér kleift að skoða betur stakan hljóm, staka nótu. Það er ekki eins og ég sé kominn að endimörkum hljóðfær- isins og þurfi rafeindatækni til að fara lengra, það er frekar að mig langi til að fara innávið, kanna smá- atriðin betur.“ Eins og fram kemur verður tón- listin spunakennd, en þeir segjast ekki óttast að fólk eigi eftir að eiga erfitt með að skilja það sem fram fer. „Einu hlustendurnir sem verða fyrir vonbrigðum eru þeir sem koma til að heyra eitthvað fyrir- fram ákveðið,“ segir Hilmar. Sífellt yngra fólk mætir á tónleika „Sífellt yngra fólk mætir á tón- leika, fólk sem er ekki upptekið af því hvort það sé að hlusta á djass eða eitthvað annað, fólk sem vill bara heyra góða krefjandi tónlist,“ heldur Hilmar áfram og Skúli bætir við: „Tónlistin sem við spiluðum áð- ur fyrr var oft djasskennd og áheyrendur yfirleitt flestir komnir til að hlusta á djass. Á síðustu fjór- um eða fimm árum hafa aftur á móti sótt tónleika okkar sífellt fleiri ungmenni sem eru komin til að heyra góða tónlist og er sama hvort menn kalla hana djass eða eitthvað annað.“ „Ég held að markaðssetning á tónlist sé það eina sem verði til þess að menn greini tónlist í ólíkar stefnur,“ segir Eyvindur. „Ég held að fólk hefði aldrei skipt tónlist nið- ur í stefnur ef ekki hefði komið til iðnaðurinn í kringum tónlist, fram- leiðsla, sala og útgáfa.“ Snýst um að sýna áheyrandanum virðingu Hilmar segir að áhuginn á spuna- tónlist sé meiri en hafi verið áður og fari enn vaxandi. Líkastil eigi eftir að draga eitthvað úr áhug- anum þegar fram líður eins og gengur og gerist, en tónlistin haldi velli. „Sem tónlistarmenn erum við kannski búnir að spila á hljóðfæri í tíu til tuttugu ár og upptökutæknin er kannski hundrað ára gömul,“ segir Eyvindur, „en við megum ekki gleyma því að indversk tónlist er þúsund ára gömul og er enn ver- ið að leika hana. Það getur gerst í heimaborg minni að 60.000 manns komi á tónleika og ég hef ekki hug- mynd um hver hljómsveitin er og hef aldrei heyrt hennar getið. Það þarf ekki að vera vegna þess að ég sé óupplýstur eða fylgist illa með, þannig er þetta bara. Það eru til óteljandi tónlistarstraumar. Það sem við erum að gera saman fellur vel að eyranu og það þarf enga menntun til að skilja það; tónlistin stendur á eigin fótum.“ „Við veltum því í sjálfu sér ekki fyrir okkur hvort fólk eigi eftir að kunna að meta það sem við erum að gera,“ segir Skúli, „en treystum á það að ef við erum að gera það sem við kunnum að meta sé til fólk sem kunni að meta það líka.“ „Þetta snýst um það að sýna áheyr- andanum virðingu,“ heldur Eyvind- ur áfram, „að tala ekki niður til hans og halda að maður viti betur en þeir sem eru að hlusta. Maður verður að sýna auðmýkt gagnvart áheyrandanum og tónlistinni.“ Auðmýkt gagnvart áheyr- andanum og tónlistinni Morgunblaðið/Kristinn Eyvindur Kang, Skúli Sverrisson, Matthías Hemstock og Hilmar Jensson eru með tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld. SÝNINGARGESTUR fann það út að sænski grafíklistamaðurinn Helge Zandén er höfundur hluta mynd- anna á sýningunni Frumherjar í sal félagsins Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17. Sýningin hefur verið framlengd um eina helgi. Höfundar nokkurra verka á sýn- ingunni voru óþekktir og nöfn á sumum verkanna ýmist engin eða torlesin. Leitað var til gesta með ósk um upplýsingar ef þeir gætu miðlað þeim. Zandén var fæddur í Borås í Sví- þjóð 1886, dáinn 1972 í Falun. Hann nam við Althins målarskola í Stokk- hólmi 1910-1911 og við Konst- akademien í Stokkhólmi 1911-1917. Í listferli hans er þess getið að 1929 hafi hann farið kynnisferð til Íslands en Íslandsmyndirnar (steinþrykkin) á sýningunni í sal grafíkfélagsins eru unnar í Kaupmannahöfn 1929 eftir Íslandsferðina. Helge Zandén starfaði með graf- íkerum sem kölluðu sig Falugrafík- era, en það voru fimm grafíkerar frá Falun og næsta nágrenni. Falugrafíkerarnir voru: Helge Zandén, Stig Borglind, Bertil Bull- Hedlund, Hans Norsbo og David Tägtström. Það eina sem þeir áttu sameiginlegt annað en að tengjast Falun var að þeir voru á sama aldri og höfðu menntað sig á sama tíma. Sýningin er opin nk. laugardag og sunnudag 3.og 4. mars kl. 14-18. Hægt er að fylgjast með graf- íklistamanni þrykkja steinþrykk á verkstæði félagsins um helgina. Eitt af grafíkverkum Helge Zandén. Sýningargestur bar kennsl á grafíkverk KVARTETT Ómars Axelsson- ar leikur á Múlanum, 2. hæð Hús málarans, í kvöld kl. 21. Auk píanistans Ómars Axels- sonar leika þeir Hans Jensson, tenórsax, Leifur Benediktsson á bassa og Þorsteinn Eiríksson á trommur. Á dagskránni eru vel þekkt- ar sígildar djassperlur. Aðgangseyrir er 1.200 kr. en 600 fyrir nema og eldri borg- ara. Kvartett á Múlanum  ÞRÆÐIR spunnir Vilborgu Dagbjartsdóttur í tilefni 18. júlí 2000 er komið út. Ritið hefur að geyma sjö grein- ar um skáldskap og/eða aðrar list- ir eftir sjö höf- unda: Svövu Jakobsdóttur, Álfrúnu Gunn- laugsdóttur, Helgu Kress, Ingibjörgu Har- aldsdóttur, Silju Aðalsteins- dóttur, Dagnýju Kristjánsdóttur og Steinunni Sig- urðardóttur. Ritstjóri er Helga Kress og Ingibjörg Haraldsdóttir. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Ritið er 80 bls. og kemur út í 70 tölusettum eintökum. Rit Vilborg Dagbjartsdóttir Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía MEÐGÖNGUBELTI brjóstahöld, nærfatnaður Þumalína, Pósthússtræti 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.