Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á DVERGVÖXNUM bókamark- aði Íslendinga fer ekki mikið fyrir frumsömdum handbókum. Þær út- heimta meiri vinnu en flestar aðrar bækur og eru oftast of dýrar í fram- leiðslu fyrir smáupplög á við 2–4.000 eintök. Vilji maður lesa um fagtengd efni á frumsamdri íslenzku, er því um fjarska fátt að velja á milli kennslu- bóka og rándýrra viðhafnarútgáfna. Þessi breiða gjá stendur nú nánast ófyllt, ef frá eru tekin tízkubundin málefnasvið sem ná einhverri sölu, eins og heilsurækt og „lífsstíll“ síð- ustu ára. Áður fyrr fylltu danskar handbæk- ur þetta skarð. Einkum og sér í lagi frá Politikens Forlag, einhverri blóm- legustu handbókaútgáfu á Norður- löndum, er gaf út hundruð verka um flest milli himins og jarðar. Lengst af í sama litla broti, 12 x 17 sm. En litlu þrírendu bækurnar áttu eftir að hverfa sömu leið úr hillum bóksala og dönsku alþýðukómedíurnar af tjöld- um kvikmyndahúsanna upp úr 8. ára- tug, þegar dönskukunnáttu hrakaði stórum og enskan sótti á með aðstoð margeflds arftaka Kanasjónvarpsins ofan úr gervihnöttum. Síðast af hólmi hopaði flaggskipið, árbókin Hvem Hvad Hvor, sem út hefur komið allar götur síðan 1933 og kemur enn. Afkomendum annálarit- ara söguþjóðarinnar fornu hefur hins vegar ekki tekizt að halda úti sam- bærilegu framhaldsverki lengur en 2–3 ár í senn; síðast og merkast með Íslenzk samtíð. Til óbætanlegs tjóns fyrir víðsýna almenna umræðu og þar með lýðræði. Nú eru erlendar handbækur að- eins fáanlegar á ensku. Ætli það flokkist ekki undir alþjóðavæðingu. Við heyrum og sjáum æ oftar sopið af því seyðinu í fjölmiðlum: estrogen, kóbalt, Styria, Pómeranía, Handel (án tvípunkts), Ottómanar, Ganym- ed... En tilefni þessa var ekki enskulap og enskuskotin málhugsun, heldur Politikens Operafører, sem út kom í 3. útgáfu skömmu fyrir síðustu jól. Það þarf að ofansögðu varla að taka fram, að bókin fæst ekki í hérlendum bókaverzlunum, ef marka má laus- lega símkönnun undirritaðs. Höfundur er enginn annar en fyrr- um góðkunningi íslenzkra sjónvarps- áhorfenda, Mogens Wenzel Andr- easen, hinn málglaði og margfróði forkólfur danska landsliðsins í nor- rænu sjónvarpsspurningakeppninni Kontrapunkt um sígilda tónlist, sem húsum reið í Ríkissjónvarpinu annað hvert ár frá 1990 til 1998. Færri kunna að vita, að Andreasen sótti Ís- land heim sumarið 1994 og flutti hér nokkra tónlistarfyrirlestra á höfuð- borgarsvæðinu, Ísafirði og Akureyri. Wenzel Andreasen er tónmenning- armiðlari af guðs náð, enda lengi ver- ið viðloðandi Politiken-útgáfuna. Fyrst sem ritstjóri alþýðulagasafns- ins Lystige Viser, síðar m.a. sem höf- undur vinsælla handbóka á við De store Tenorer og hinnar frábæru litlu bókar um Mozart (1992). Áður fyrr var hann ötull útvarpsþáttargerðar- maður, stýrði síðar bókaforlagi, auk þess sem hann veitti dönsku fagur- tónlistarplötuútgáfunni Da Capo for- stöðu nokkur ár og notaði tækifærið til að draga fjölda danskra sinfónista frá „hljómkviðusprengjuskeiðinu“ mikla um og eftir 1900 úr óverðskuld- aðri gleymsku. Óperuhandbókin nýtur ekki síður góðs af kristalstærri og gagnyrtri framsetningu höfundar en téðir sjón- varpsáhorfendur fengu að kynnast í heyranda hljóði, þar sem víða er grunnt á frísklegri gamansemi. Í fáum orðum sagt er því allur textafrá- gangur í beztu höndum. Bókin verður að teljast víðtæk. Óp- eruhöfundar eru 106 og óperur hvorki færri né fleiri en 220, allt frá Monteverdi til Poul Ruders. Þó að einstaka nýleg nútímaverk mætti tína til sem orðið hafa út undan, t.d. Gaw- ain Birtwistles, Sporvagninn girnd Previns eða Pöddulíf Kalevi Ahos, má segja, að bókin nái yfir flest sem óp- erufíklar eru líklegir til að kynnast af sviði eða hljómplötum nú á dögum. Í 3. útgáfu bættust við 34 nýir höf- undar, eldri og yngri, þar af 24 frá Norðurlöndum. Meðal þess sem haft var í huga við stækkunina var sá grúi „hægindastólsópera“ sem út hefur komið á hljómdiskum síðustu ár og gerir sig ljómandi vel sem tónlistar- upplifun í heimahúsum, þó að mis- vænlegur sé til sviðsuppfærslu, eins og menn kannast t.d. við af mörgum barokkóperum Händels. Annars eru mestu þungaviktarar sem vænta má Britten (7 óperur), Mozart (9), Pucc- ini (9), R. Strauss (10), Verdi (14) og Wagner (11). Uppsetning efnis er til fyrirmynd- ar. Eftir óvenjuhnitmiðaðan formála er reifuð saga óperunnar á 18 síðum, með fróðlegum „box“-uppsettum út- úrdúrum um sumpart viðkvæm fyr- irbrigði eins og geldingasöngvara og „Háa c-ið“. Síðan er gengið á stafrófs- röð höfunda. Nefnd önnur höfuðverk þeirra, meginupplýsingar um viðkomandi óperu eins og líbrettóhöfund, frum- uppfærslu, persónur, tíma- og stað- arsvið. Síðan er atburðarás lýst í megindráttum. Innan um er fjöldi aukaboxa um hverskonar fróðleik („Bel Canto“, „Libretto“, „Óperu- hús“, „Gleymd handrit“, o.s.frv.), auk bráðskondinna anekdóta eða skrýtlna úr oft fjölskrúðugu lífi höf- unda. Þá eru einstaka tóndæmabrot á nótum úr helztu aríum. Loks er stutt greinargerð um eðli og afdrif viðkom- andi verks, og tilteknar auðfáanleg- ustu hljómplötuútgáfur. En þar með er ekki allt sagt. Eins og góðri handbók sæmir, er aftast líka yfirlit yfir feril helztu stjórnenda og söngvara, orðaskýringasafn og – þarf að nefna það? – nafnaregístur í stafrófsröð. Að ógleymdum fjölda mynda í svarthvítu og litum, í hæfi- legu jafnvægi við auðlesinn textann. Það kunna að vera til stærri óperu- yfirlitsrit á boðstólum í hérlendum bókaverzlunum. En allt er núorðið eftir brezka eða bandaríska höfunda. Ef menn kunna aftur á móti að meta hið norræna sjónarhorn, að ekki sé talað um fádæma gagnorða framsetn- ingu og hagnýtan frágang yfirleitt, þá þarf ekki að spyrja hvað ætti að hafa vinninginn. Hið norræna óperu- sjónarhorn BÆKUR T ó n l i s t Mogens Wenzel Andreasen: Politikens Operafører, 3. útgáfa. Politikens Forlag, Kaupmanna- höfn 2000. 488 síður. Verð í Danmörku: 369 DKr. POLITIKENS OPERAFØRER Ríkarður Ö. Pálsson KANNSKI er það einkenni þess að tilheyra smáþjóð þegar hjartað tekur smákipp við það að lesa í erlendri pressu lofsamlega um- fjöllun um afrek Ís- lendinga. „Strákarnir okkar og stelpurnar“ í Sinfóníunni hafa feng- ið svo jákvæð ummæli í erlendum tónlistar- tímaritum undanfarin ár að við liggur að maður gangi að því vísu að þau séu lofuð í hástert í hvert sinn. Útgáfuröð Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og Petri Sakari, fyrr- verandi aðalstjórn- anda hennar, á hljóm- sveitarverkum Sibeliusar fyrir Naxos hefur fengið afar jákvæða dóma og hún borin saman við flutning þekkt- ustu hljómsveita og hljómsveitar- stjóra. Sá diskur sem kom síðast út er sá næstsíðasti í röðinni og inniheldur hann Sinfóníur nr. 6 og 7 auk svítu nr. 2 úr Ofviðrinu. Í BBC Music Magaz- ine (nóv. 2000) fær diskurinn fimm stjörnur (fullt hús) fyrir hljóðfæraleik og túlkun og fjórar stjörnur fyrir upptöku. Gagnrýnandi tímaritsins Gramophone fór einnig mjög lof- samlegum orðum um diskinn síð- astliðið haust í tölublaðinu sem kallast „Awards 2000 Issue“. Auk þess var diskurinn einn af tíu bestu diskum þess mánaðar að mati ritstjóra tímaritsins. Í nýútkomnu tölublaði Gramophone (feb. 2001) er aftur minnst á disk SÍ í grein um Sjöttu sinfóníu Sibeliusar og segir höfund- urinn að hann vinni geysimikið á við frekari kynni. Með sjöttu (1923) og sjöundu sinfóníunni (1924) var Sibel- ius að nálgast endi sköpunarferils síns. Álitið er að áttundu sinfóníunni hafi hann lokið árið 1929 en hún leit því miður aldrei dagsins ljós. Frá þessum síðustu árum eru einnig leik- hústónlistin við leikrit Shakespeares, Ofviðrið op. 109 (1925) og tónaljóðið Tapiola op. 112 (1926), sem jafnan er talið síðasta meginverk Sibeliusar sem hann lauk við. Sibelius samdi nánast ekkert síðustu 30 ár ævinnar. Sjötta sinfónían er eitt fallegasta verk Sibeliusar, tónmálið hreint og beint, en þrátt fyrir það er hún sennilega sú sinfónía hans sem sjaldn- ast heyrist. Hann var byrjaður að vinna að verkinu á sama tíma og hann lauk við hina hetjulegu fimmtu sinfón- íu en samt er hún gjörólík því verki, björt og full náttúrustemmninga. Sjö- unda sinfónían, sem er aðeins rúmar 20 mínútur að lengd og því stysta sinfónía Sibeliusar, er einnig sérlega fallegt verk. Verkið er í einum þætti en þótt vel megi greina kaflaskiptingu þá er hún óljós og væri það ekki fyrir nafngiftina gæti hún hæglega talist tónaljóð. Álitið er að Sibelius hafi í upphafi ætlað að nefna verkið „sinfón- íska fantasíu“ enda er formið frjálst þrátt fyrir einn meginþráð sem m.a. birtist í stuttu stefi einleiksbásúnu. Túlkun Petris Sakaris á báðum sinfóníunum er sannfærandi eins og vænta má. Hún ber vott um djúp- stæða þekkingu og væntumþykju hans í garð verkanna. Hraðaval er ákjósanlegt, hvergi farið offari en þó leyfir hann sér að láta gamminn geisa þegar við á, eins og t.d. í skersóþættinum í nr. 6. Hápunkti nær flutning- urinn í glæsilegum loka- kafla sama verks og nið- urlagi sjöundu sinfón- íunnar þar sem leikur hljómsveitarinnar nær hæstum hæðum. Seinni svítan úr Of- viðrinu er nauðsynleg viðbót við þá fyrri sem finna má á plötunni með annarri sinfóníunni (Nax- os 8.554266) en er þó ekki fullnægjandi. Það er mið- ur að ekki skuli hafa verið valin sú leið að taka allt verkið upp í stað þess að láta atriðin sem eru í svítunum nægja en þau munu vera rúmur helmingur milliþáttatónlistarinnar við Storminn. En hvað um það þá er hér flest vel gert og sérstaklega vekur athygli fal- legur strengjahljómurinn. Upptakan er í hæsta gæðaflokki og það vekur alltaf jafnmikla furðu hve vel tónmeisturunum tekst að láta hljómsveitina hljóma í þessu vonlausa tónleikahúsi sem Háskólabíó er. Hljóðritanirnar þar sem þeir Osmo Vänskä og Petri Sakari stjórna Sin- fóníuhljómsveit Íslands minna hlust- endur eftirminnilega á þá góðu daga („finnska tímabilið“) þegar hlustend- ur fengu ríflegan skammt af Klami, Madetoja og Sibelius og aðalhljóm- sveitarstjórarnir fengust við innviði tónlistarinnar og sættu sig aldrei við að fleyta kerlingar á yfirborðinu – hversu glæsilega sem það kunni að líta út. Þeirra er sárt saknað af tónleika- gestum og ekki síst undirrituðum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þegar Sibelius átti fátt eftir ósagt Petri Sakari Valdemar Pálsson TÓNLIST G e i s l a p l ö t u r Jean Sibelius: Sinfónía nr. 6 í d-moll, op. 104. Sinfónía nr. 7 í C-dúr, op. 105. „Ofviðrið“, hljóm- sveitarsvíta nr. 2, op. 109 nr. 3. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari. Heildarlengd: 71’40. Útgáfa: Naxos 8.554387. Verð: kr. 699. Dreifing: Japis. SIBELIUS LEIKFÉLAG Hveragerðis hefur undanfarnar sex vikur æft af kappi Týndu teskeiðina eftir Kjartan Ragnarsson undir leik- stjórn Sigurðar Blöndal. Frumsýning verður á föstudag, kl. 20.30 í Völundi, húsi Leik- félags Hveragerðis við hliðina á Eden. Týnda teskeiðin er gaman- leikur þar sem gamanið verður ansi grátt og ótrúlegt hvað getur komið fyrir hjá venjulegu fólki úti í bæ og ýmislegt spaugilegt gerst þegar verið er að klóra yfir óhöppin. Leikendur eru 8 talsins en alls koma um 25 manns að sýning- unni. Miðaverð er kr 1.500 en fyrir eldri borgara og hópa kr 1.200. Næstu sýningar verða miðviku- daginn 7. mars, föstudaginn 9. mars og sunnudaginn 11. mars. Allar sýningar hefjast klukkan 20.30. Morgunblaðið/Sig. Jónss. Frá æfingu: Anna Jórunn Stefánsdóttir, Svava Bjarnadóttir, Steinþór Gestsson, Sigurður Blöndal leikstjóri, Ylfa Lind Gylfadóttir, Jóhann Tryggvi Sigurðsson, Ingvi Pétursson og Guðríður Aadnegaard. Hvergerðingar sýna Týndu teskeiðina Selfoss. Morgunblaðið. Gullsmiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.