Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 24
ERLENT
24 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRETTÁN manns fórust í lestarslysi
í Bretlandi í gærmorgun. Slysið átti
sér stað þegar hraðlest rakst á Land
Rover jeppa, sem ekið hafði út af
hraðbrautinni fyrir ofan teinana, með
þeim afleiðingum að lestin fór út af
sporinu og skall á flutningalest sem
kom úr gagnstæðri átt. Slysið átti sér
stað rúmlega sex í gærmorgun við
þorpið Great Heck í Yorkshire, um
300 km norður af London.
Ökumaður jeppans gerði lögreglu
strax viðvart eftir að hann var kominn
út úr jeppanum en hann missti stjórn
á honum vegna hálku á veginum.
Hann var í símasambandi við lögregl-
una þegar hann sá farþegalestina
nálgast og hrópaði „Það er lest á leið-
inni“ og síðan heyrði starfsmaður lög-
reglunnar háan dynk er lestin skall á
jeppanum. Farþegalestin, sem var á
nær 200 km hraða, fór út af sporinu
en féll ekki á hliðina og lenti beint
framan á kolalest sem kom úr gagn-
stæðri átt á 100 km hraða.
Að sögn sjónarvotta var aðkoman
að slysinu ægileg. „Þetta er eins og
eftir sprengjuárás. Blóðbaðið er
hræðilegt,“ sagði Nigel Metcalfe,
talsmaður sjúkrabílaþjónustu North
Yorkshire en illa farnir lestarvagnar
höfðu þeyst út af lestarteinunum. Um
60 manns voru fluttir á sjúkrahús, þar
af a.m.k þrír lífshættulega slasaðir, að
sögn Bob Schofield, talsmanns heil-
brigðisþjónustunnar. Björgunarfólk
vann hörðum höndum við að ná far-
þegum úr illa förnu flakinu. Að sögn
talsmanna lestarfyrirtækisins voru
um 150 manns í lestinni. „Við höfum
farið fjórum sinnum yfir vagnana og
teljum að allir séu fundnir,“ sagði
slökkviliðsmaður á staðnum.
Fjórða lestarslysið á
nokkurra ára tímabili
Lestarslysið er hið fjórða í Bret-
landi sl. þrjú og hálft ár. Talið er víst
að slysið muni kynda undir gagnrýni
á breska lestarkerfið þó ekki sé víst
að sökin liggi hjá því í þetta sinn.
Rannsókn lögreglunnar beinist að því
nú hvernig stóð á því að jeppinn fór í
gegnum varnir við hraðbrautina. Jan-
ine Edwards, 22 ára gömul, sem var
farþegi í lestinni, sagði að hún hefði
heyrt hróp og köll og slokknað hefði á
ljósum í lestinni við áreksturinn. „Ég
hélt um borðið fyrir framan mig og
síðan kom þungt högg. Vagninn sem
ég var í lagðist á hliðina. Ég var hepp-
in, ég var enn í sætinu og hélt dauða-
haldi í borðið. En kona ein sem var á
ferð með dóttur sinni þeyttist úr sæt-
inu og lá í næsta gangi ... Maðurinn á
móti mér var þakinn blóði. Glugginn
við hlið hans var brotinn og karmur-
inn hafði þeyst í hann.“
Lestin var á braut sem er hluti að-
allínunnar frá London til Edinborgar
í Skotlandi.
Fjórir manns létust í slysi á sömu
línu, en rétt fyrir utan London, sl.
október þegar járnbrautarteinn bilaði
og hraðlest fór út af sporinu. Það slys
leiddi til röskunar á lestarsamgöng-
um vegna hraðatakmarkana og við-
gerða á lestarteinum.
Farþegalest og flutningalest skullu saman í Bretlandi
Þrettán látnir
og tugir slasaðir
Reuters
Great Heck, Selby, London. AFP, AP, Reuters.
Björgunarmaður að störfum í braki farþegalestarinnar í grennd við
Great Heck í Yorkshire, um 300 km norðan við London, í gær.
SLOBODAN Milosevic, fyrrver-
andi forseti Júgóslavíu, verður
handtekinn ekki síðar en 10. mars
næstkomandi. Flutti serbneska
fréttastofan Beta þessa fregn í
gær og hafði eftir ónefndum heim-
ildamönnum.
Fréttastofan hafði eftir heim-
ildamönnunum, sem sagðir eru
standa nærri ríkisstjórninni, að
Milosevic yrði handtekinn ekki síð-
ar en 10. mars og ákærður fyrir
spillingu og morð. Fréttastofan
Tanjug sagði í gær, að meðal ann-
ars væri verið að rannsaka fullyrð-
ingar um, að Milosevic hefði selt
173 kíló af gulli í Sviss á síðasta
ári en hann er auk þess talinn
bera ábyrgð á mannshvörfum og
morðum á andstæðingum stjórnar
hans á sínum tíma.
Rúmlega 60% Serba vilja, að
Milosevic verði ákærður fyrir
stríðsglæpi og rúm 56%, að hann
verði dreginn fyrir stríðsglæpa-
dómstól Sameinuðu þjóðanna í
Haag. Er þetta niðurstaða skoð-
anakönnunar, sem dagblaðið Blic í
Belgrad gerði, og kemur mörgum
á óvart, trúlega ekki síst núver-
andi ráðamönnum. Þeir hafa
margsagt, að þeir telji þjóðina
ekki búna undir að réttað verði yf-
ir Milosevic erlendis.
Skammt í hand-
töku Milosevic
Belgrad. AFP, Reuters.
EMBÆTTISMENN og forystumenn
búddhatrúarmanna í Asíu sögðust í
gær harma þá ákvörðun Taliban-
hreyfingarinnar í Afganistan að
eyðileggja allar styttur í landinu,
meðal annars 2.000 ára gamlar
Búddha-styttur. Flestir búddha-
trúarmannanna stilltu sig þó um að
gagnrýna íslömsku valdhafana í
Afganistan og sögðu að það myndi
ganga í berhögg við kenningar
Búddha.
Stjórnin í Íran, sem hefur gagn-
rýnt talibana, fordæmdi ákvörð-
unina og sagði hana líklega til að
skaða tengsl stjórnvalda í Kabúl við
önnur ríki. Hún hæddist að þeim
leiðtogum talibana, sem tóku
ákvörðunina, og sagði það furðulegt
að þeir skyldu „kalla sig klerka“.
„Við fordæmum eyðileggingu
styttna af Búddha sem eru dýrgripir
alls mannkynsins rétt eins og Taj
Mahal-hofið á Indlandi eða Imam-
torg [í borginni Isfahan í Íran],“
sagði í yfirlýsingu frá opinberri
stofnun sem annast varðveislu minn-
ismerkja í Íran.
Stjórnvöld í Taílandi, Kambódíu,
Búrma og Laos, þar sem búddha-
trúarmenn eru í meirihluta, hafa
ekki gagnrýnt ákvörðun talibana
opinberlega. Embættismenn og
klerkar í Taílandi og Kambódíu
sögðu þó að með því að eyðileggja
stytturnar væru talibanar að eyða
menningararfi Afganistans og alls
heimsins og lítilsvirða verkkunnáttu
eigin þjóðar.
Helstu samtök búddhatrúar-
manna í Suður-Kóreu tóku í sama
streng. Talsmaður utanríkisráðu-
neytis Taílands sagði að Afganar
myndu átta sig á tjóninu síðar þegar
reynt yrði að laða að ferðamenn til
landsins eftir að friður kæmist loks
á. Ákvörðun talibana hefur vakið
reiði í öðrum löndum, meðal annars
á Indlandi og Sri Lanka, og jafnvel
meðal nokkurra Afgana. Kofi Ann-
an, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, hefur hvatt talibana til að
varðveita stytturnar og Menningar-
málastofnun SÞ, UNESCO, hefur
lýst ákvörðun þeirra sem „menning-
arlegu stórslysi“.
Utanríkisráðherra Taliban-
stjórnarinnar sagði í gær að ekki
kæmi til greina að breyta ákvörð-
uninni.
Talibanar segjast ætla að eyði-
leggja stytturnar vegna þess að
höggmyndir séu í andstöðu við ísl-
am. Þeir hafa einnig bannað ljós-
myndir og sjónvarp þar sem þeir
telja að íslam heimili engar myndir.
Lýst sem
menningarslysi
Bangkok. AP, AFP.
Talibanar eyða Búddha-styttum