Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 49 VEGNA greinar Gunnars Stef- ánssonar í Morgunblaðinu í dag, þriðjudaginn 27. febrúar, „Spurn- ingar út af sönglagakeppni“ skal eftirfarandi tekið fram. Innan vébanda Bandalags Ís- lenskra listamanna (BÍL) eru þrettán fag- félög í listum, þar á meðal eru tvö höf- undafélög í tónlist, Tónskáldafélag Ís- lands (TÍ) og Félag tónskálda og textahöf- unda (FTT). Í FTT eru meðal annarra höfundar dægurtónlistar. Sú ályktun sem stjórn BÍL samþykkti og sendi frá sér á fimmtudaginn í síð- ustu viku og birtist m.a. í Morgunblaðinu föstudaginn 23. febr- úar sl. á blaðsíðu 28, skýrir sig sjálf og kemur því sjón- armiði Gunnars Stefánssonar ekki við; „að poppframleiðsla af því tagi sem fram er borin í Evróvisjón, hafi hingað til naumlega verið talin til lista.“ Stjórn BÍL lítur ekki á það sem sameiginlegt hlutverk sitt að meta gæði lista heldur gæta hagsmuna listamanna, eða svo vitnað sé beint í lög BÍL, þá segir þar m.a.: „BÍL er bandalag félaga listamanna í hinum ýmsu listgreinum og er til- gangur þess fyrst og fremst að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, bæði innanlands og utan, gæta hagsmuna íslenskra lista- manna og efla með þeim samvinnu.“ Ályktunin er birt hér í heild sinni, Gunnari og öðrum þeim til glöggvunar, sem misstu af henni í föstudagsblaði Morg- unblaðsins. Ályktun Bandalag íslenskra listamanna, BÍL, tel- ur að stuðla beri að útbreiðslu íslenskrar menningar og fram- gangi íslenskra lista- manna erlendis. Íslensk tunga er einn af hornsteinum menningar okkar og hefur ómet- anlegt gildi fyrir sjálfsvitund þjóð- arinnar. Hitt er engu að síður staðreynd að í eyrum útlendinga er hún merkingarlaus og óskilj- anleg. Listamenn, sem eru í aðstöðu til að koma verkum sínum á framfæri erlendis að tilstuðlan opinberra að- ila, svo sem Ríkisútvarpsins, hljóta að gera þá sjálfsögðu kröfu að hömlur séu ekki settar á tjáning- arfrelsi þeirra, með einhliða ákvörðun útvarpsráðs sem beinlín- is meinar þeim að gera sig skilj- anlega og koma listaverkum sínum á framfæri þannig að innihald þeirra skili sér óskert til neytenda. Þær reglubreytingar sem stjórn Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva gerði fyrir þremur ár- um, til að stuðla að því að þátttak- endur smærri þjóða eigi greiðari aðgang að eyrum áhorfenda, með því að heimila þeim að syngja á tungumáli sem meirihluti sjón- varpsáhorfenda skilur, ættu að mati stjórnar BÍL að eiga við um íslenska keppendur. Íslensk tunga í evr- ópsku samhengi Tinna Gunnlaugsdóttir Söngvakeppnin Stjórn BÍL lítur ekki á það sem sameigin- legt hlutverk sitt að meta gæði lista, segir Tinna Gunnlaugsdóttir, heldur gæta hagsmuna listamanna. Höfundur er leikari og forseti BÍL. Með prentara og án prentara Fyrir rafhlöðu og 220 V AC RÖKRÁS EHF. Kirkjulundi 19, sími 565 9393 Hágæða vogir á góðu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.