Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ENGINN er svo lánsam- ur að fara í gegnum lífið án þess að rekast á ein- hverja veggi öðru hverju. Þar er mín fjölskylda ekkert undan skilin. Ég á tvö börn með hegðunar- raskanir, þessi börn þurfa oft á tíðum öðru vísi vinnuumhverfi en aðrir. Þau þrífast illa í miklum hávaða, fjölmenni og óró- leika. Þetta á auðvitaðað við um flest börn. Mun- urinn er sá að „heilbrigð“ börn aðlagast þessum að- stæðum en börn með hegðunarraskanir skaðast oft á tíðum af þessu. Þetta er ástæða skrifa minna að þessu sinni. Börnin mín sem eru 7 og 8 ára þurfa að fara klukkutíma í gæslu á dag. Þessi gæsla er svo kall- aður heilsdagsskóli innan skólanna. Börnin mín fara þangað á hverjum degi kl. 12:30 og eru til 13:30. Nánast öll börn sem þurfa að nýta gæsluna sameinast á þessum tíma dagsins. Þetta þýðir að tugir barna eru samankomnir til að borða hádegismat í tveim fær- anlegum stofum (skúrum). Á þess- um tíma skapast mjög slæmt ástand, börnin rekast á, eiga erfitt með að standa í röðum og vera kyrr. Oftar en ekki leiðir þetta til ryskinga milli barnanna. Ég lái þeim það ekki! Það þyrfti ekki að bjóða nokkurri fullorðinni mann- eskju að bíða sársvangri eftir matn- um við sömu aðstæður. Hvernig getum við þá boðið börnunum okk- ur þetta? Meðan það ófremdar- ástand ríkir hér á landi að ekki séu allir skólar einsetnir þurfum við að gera einhverjar róttækar breyting- ar svo allir geti vel við unað. Að mínu mati og sjálfsagt margra ann- arra, þyrfti að opna athvarf í hverj- um skóla þar sem börn með hegð- unarraskanir og aðra erfiðleika gætu verið í hádeginu og á þeim tímum sem þau ekki geta setið inni í kennslustund. Í athvarfi sem þessu þyrfti að starfa fagfólk, þar vil ég sértaklega kalla til leikskóla- kennara. Mín reynsla er sú að menntun þeirra hentar einkar vel til þess að starfa með börnum í vanda. Með opnun slíks athvarfs losnar gæslan við ákveðna spennu og get- ur betur sinnt „heilbrigðu“ börn- unum. Betur má ef duga skal, þetta leysir ekki allan gæsluvandann en væri þó skref í rétta átt. Þó barn eigi ekki við erfiðleika að stríða þá reynast þessar aðstæður þeim erf- iðar. Við megum ekki gleyma því að börn þrífast best í skipulögðu um- hverfi þar sem ró þeirra er lítið raskað. Helst þyrfti meira rými, fleira fagfólk og skipulagða starf- semi svo einhver skynsemi væri í rekstri gæslna á vegum grunnskól- anna. Sennilega hugsa margir er þessa grein lesa, hvers vegna er þetta fólk að senda börnin sín í gæslu, af hverju er það ekki bara með þau heima? Það væri einfaldast fyrir alla og ódýrast fyrir menntakerfið! En svo auðvelt er það ekki. Þjóðfé- lagið í dag býður hreinlega ekki upp á að annað foreldrið sé heima. Venjulegt vísitöluheimili þarfnast tveggja fyrirvinna! Ég væri meir en til í að vera heima allan daginn og hugsa um börnin mín. Við vorum svo lánsöm að ég gat (með herkj- um) minnkað vinnu mína um helm- ing. Mitt mat er að uppeldi barna okkar sé fjárfesting til framtíðar. Ég hvet alla foreldra er þurfa að nýta gæslu skólanna að þrýsta á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og krefjast úrbóta á þessu sviði. Ég hvet Fræðslumiðstöð til að leggja nú fleiri krónur í uppbyggingu starfs fyrir börn með sérþarfir inn- an skólanna. Það mun skila sér þeg- ar til lengri tíma er litið! Það skal þó tekið fram að í Sel- ásskóla þar sem börnin mín stunda nám er allt kapp lagt á að öllum líði vel hvort sem þeir eru heilbrigðir eða ekki. Þó, eins og annars staðar, skortir skólann fjármagn til að gera enn betur. Eitt er víst að viljinn er fyrir hendi í Selásskóla, þangað ættu aðrir skólar að sækja sína fyr- irmynd! KATRÍN BJÖRK EYJÓLFSDÓTTIR, Skógarási 5, Reykjavík. Frá Katrínu Björk Eyjólfsdóttur: Opna þyrfti athvarf í hverjum skóla þar sem börn með hegðunarraskanir og aðra erfiðleika gætu verið á þeim tímum sem þau geta ekki setið inni í kennslustund, segir í greininni. Hegðunar- raskanir – gæsla í skólum Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.