Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 25 BMW 318i Nýskr. 1. 1999, 1900cc vél, 4ra dyra, sjálfsk., silfurgrár, ekinn 25 þús. Verð 2.230 þ. OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is H ö n n u n & u m b ro t e h f. © 2 0 0 0 D V R 0 5 0 - trygging fyrir l águ verði! Baðinnréttingar fjölbreytt úrval GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti lagði í gær upp í ferð um landið til að mæla fyrir efnahagsáætlun stjórnar sinnar, sem lögð var fram í gær. Forsetinn kynnti áætlunina fyrir Bandaríkjaþingi í ræðu á þriðjudagskvöld og þótti honum tak- ast vel upp við flutninginn. Ýmsir þættir efnahagsáætlunarinnar eru hins vegar afar umdeildir, ekki síst áform um gríðarlegar skattalækkan- ir sem mæta jafnvel andstöðu hóf- samari arms Repúblikanaflokksins. Skattalækkunaráformin gera ráð fyrir að ríkissjóður verði af samtals 1,6 billjón dollara (eða 1,6 þúsund milljörðum) á næstu tíu árum. Demókratar og ýmsir hófsamari repúblikanar telja þetta of miklar lækkanir og segja tillögurnar byggja á óraunhæfum spám um afgang af fjárlögum. Demókratar eru almennt sam- mála því að svigrúm sé til nokkurra skattalækkana, en vilja ganga mun skemur. Jafnt repúblikanar og demókratar hafa enn fremur lagt fram kröfur um að sett verði skilyrði um að lækkanirnar verði minni ef spár um fjárlagaafgang ganga ekki eftir. Þá hafa margir gagnrýnt að skattalækkanirnar séu sniðnar þannig að þær komi sér best fyrir efnafólk. Demókratar vilja lækka skatta um 900 milljarða Viðbrögðin við ræðu Bush voru af- ar blendin. „Ef orð forsetans í kvöld hljómuðu of vel til að geta verið sönn er það líklega tilfellið,“ sagði Dick Gephardt, leiðtogi demókrata í full- trúadeildinni á þriðjudagskvöld. „Áætlanir Bush ganga ekki upp,“ hélt Gephardt áfram og fullyrti að tillögur demókrata um að lækka skatta um 900 milljarða dollara á næstu tíu árum væru raunhæfari. Stórblöðin The New York Times og The Washington Post voru einnig full efasemda í umfjöllun um málið í gær. Leiðarahöfundur fyrrnefnda blaðsins segir áætlun forsetans „af- bakaða af þráfylgni hans um að lækka skatta meira en er nauðsyn- legt, sanngjarnt eða skynsamlegt,“ og bendir á að skoðanakannanir sýni að meirihluti bandarísku þjóðarinn- ar telji svo miklar skattalækkanir draga úr getu stjórnvalda til að greiða niður skuldir, komast hjá fjár- lagahalla og veita nægilegu fé til mennta-, lífeyris- og heilbrigðismála. Í The Washington Post eru tillögur Bush sagðar hafa „jafnmetnaðarfull markmið og þær byggja á ótraustum fjárhagslegum forsendum,“ og full- yrt er að stjórnin hafi vanmetið ýmis útgjöld, til dæmis vegna fram- kvæmda er lúta að varnarmálum og umbóta í lífeyriskerfinu. The Wall Street Journal er hins vegar jákvæðara í garð áætlana for- setans og segir þær nauðsynlegar til að stemma stigu við tilhneigingu þingsins til að auka útgjöld. „Með að- eins nokkurra mánaða vinnu á síð- asta ári fundu þingmenn ótal nýjar leiðir til að eyða meira en þriðjungi af kostnaðinum við skattalækkunar- áætlun Bush. Þó eru þetta að nokkru leyti sömu mennirnir og halda því nú fram að þetta séu of miklar skatta- lækkanir,“ segir í blaðinu í gær. „Það sem vakir fyrir þeim í raun og veru er að halda fjárlagaafganginum fyrir sig til að endurvekja tíð umfangs- mikils ríkisvalds.“ Bandaríkjaforseti kynnir áform sín um skattalækkanir Viðbrögð við ræðu Bush afar blendin Washington. AFP, AP, Reuters. AP George Bush Bandaríkjaforseti skömmu áður en hann flutti ræðu sína á þingi á þriðjudag. Lengst t.v. er Dick Cheney varaforseti. TÆPUR helmingur kjósenda í New York-borg er hlynntur því að Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjafor- seti, sækist eftir því að verða borg- arstjóri New York, ef marka má nýja skoðanakönnun. 47% aðspurðra sögðust vera hlynnt framboði Clintons en 49% á móti og 4% voru óákveðin. Skekkjumörkin voru 3 prósentustig. Clinton hefur ekki gefið neinar vís- bendingar um að hann hyggist sækj- ast eftir borgarstjóraembættinu. Hann hefur keypt hús nálægt borg- inni ásamt eiginkonu sinni, Hillary, öldungardeildarþingmanni New York-ríkis. Einnig hyggst hann opna skrifstofu í Harlem og sú ákvörðun mælist mjög vel fyrir meðal kjósenda. New York-borg 47% hlynnt framboði Clintons New York. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.