Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurbjörn Krist-insson fæddist í Halakoti í Flóa 2. nóvember 1956. Hann lést á heimili sínu, Brúnalaug 2, Eyjafjarðarsveit, hinn 22. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Svanhildur Lilja Kristvinsdóttir og Kristinn Helgason. Systkini Sigurbjarn- ar eru: Helgi, búsett- ur á Akureyri; Jó- hannes, búsettur í Vestmannaeyjum; Vilborg, búsett í Mosfellsbæ, og Svanur, búsettur á Selfossi. Með fyrri konu sinni, Rann- veigu Tryggvadóttur, átti Sigur- björn synina Tryggva Rafn, f. 1. desember 1983, og Helga Krist- vin, f. 20. apríl 1989. Sigurbjörn kvæntist Jóhönnu Kjartansdóttur hinn 18. júlí 1999 og eiga þau soninn Jóhann Frey, f. 30. septem- ber 1992. Sigurbjörn lauk prófi frá Samvinnu- skólanum á Bifröst vorið 1976 og prófi í félags- og fjölmiðla- fræði frá Gauta- borgarháskóla árið 1987. Frá haustinu 1989 starfaði Sigur- björn aðallega við kennslu og náms- gagnagerð hjá Tölvufræðslunni á Akureyri. Auk þess sá hann um bókhald og vann ýmis sérverkefni fyrir nokkur fyrirtæki á Akur- eyri. Útför Sigurbjarnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Fallinn er fyrir illvígum sjúkdómi langt um aldur fram bróðir minn, Sigurbjörn Kristinsson frá Hala- koti. Á stundu sem þessari, þegar maður á besta aldri er hrifinn frá fjölskyldu og öðrum ástvinum á svo miskunnarlausan hátt, koma óneit- anlega upp í hugann áleitnar spurn- ingar um tilgang þessarar jarðvist- ar. Hugurinn reikar til sumarsins 1989. Sigurbjörn hafði búið í Sví- þjóð um nokkurra ára skeið. Við Lydía ákváðum að bregða okkur af bæ og heimsækja hann. Sigurbjörn orðaði það þá við mig að vegna breyttra fjölskylduhaga ætlaði hann að flytja aftur heim og hvort ég vissi um vinnu fyrir sig. Ég var nýtekinn við sem framkvæmda- stjóri hjá Tölvufræðslunni á Akur- eyri og bauð honum vinnu við kennslu og námsgagnagerð. Þar með hófst samstarf sem síðar þró- aðist upp í djúpa og einlæga vin- áttu. Það kom strax í ljós að Sigur- björn var einstaklega metnaðarfull- ur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Námsefnið sem hann kenndi var í sífelldri endurskoðun, jafnvel svo að mér fannst stundum nóg um. En ef ég gerði athugasemd var svarið jafnan þetta: „Helgi, dag- inn sem ég hætti að hafa gaman af þessu þá hætti ég að kenna.“ Sigurbjörn tók hagsmuni Tölvu- fræðslunnar iðulega fram yfir sína og þýddi þá lítið að mótmæla. Ég hef fáum mönnum kynnst sem hafa verið jafnsnöggir að finna rök fyrir því af hverju það var svo sjálfsagt að gera öðrum greiða. En eitt var þessum annars glaðlynda og hæfi- leikaríka manni ómögulegt að læra og það var að verðleggja vinnuna sína. Um það getur fjöldi manns borið sem hann hefur hjálpað á undanförnum árum. „Þetta tók enga stund,“ eða „þetta var svo lít- ið,“ var mun algengara svar en að hann þægi greiðslu fyrir vinnu sem þó oft flokkaðist undir sérfræðiað- stoð. Þrátt fyrir að Sigurbjörn væri dulur um eigin mál og bæri tilfinn- ingar sínar ekki á torg hafði hann mjög ákveðnar skoðanir á þjóðmál- um og afar sterka réttlætiskennd. Í Sigurbirni áttu þeir sem minna mega sín öflugan málsvara. Sigurbjörn var mikill náttúruunn- andi í víðtækustu merkingu þess orðs. Vorið og sumarið var hans tími og að fylgjast með vexti og við- gangi gróðursins var hans líf og yndi. Hann var ótrúlega fróður um allt sem varðaði náttúruna og fór ekki dult með þær áhyggjur sem hann hafði af því hvernig við geng- um um landið. „Hugsaðu þér bara ástandið, Helgi, ef þessi þjóð væri milljarður,“ sagði hann oft þegar honum ofbauð ruslið og sóðaskap- urinn í íslenskri náttúru. Jóhanna mín, við sendum þér, Tryggva Rafni, Helga Kristvin, Jó- hanni Frey og öðrum ástvinum inni- legustu samúðarkveðju okkar við fráfall manns sem fyrst og síðast var drengur góður. Helgi Kristinsson og fjölskylda. Kæri vinur. Á lífsleiðinni fer ekki hjá því að við höfum kynni af æði mörgum. Suma þekkjum við allt frá barnæsku, öðrum kynnumst við síð- ar á lífsleiðinni. Við suma missum við fljótlega aftur öll tengsl en aðrir staldra lengur við. Hverju þessi kynni skila okkur þegar upp er staðið er hins vegar í engu sam- hengi við þann árafjölda sem við höfum þekkt viðkomandi. Það hef ég svo glögglega fundið þessa síð- ustu daga. Þannig eru ekki nema um fjögur og hálft ár síðan við kynntumst en samt finn ég svo sárt fyrir því mikla tómarúmi sem myndaðist við brotthvarf þitt. Þú ert einn af þeim sem ég er glaður að hafa kynnst. Ekki man ég svo glöggt hvernig fundum okkar bar fyrst saman eða hvað okkur fór á milli en miðað við það sem á eftir fylgdi hafa þau sam- skipti varla verið mjög alvöruþrung- in. Það var nefnilega þannig að það heyrði til tíðinda ef við töluðumst við í fullri alvöru. A.m.k. létum við það líta þannig út. Við lögðum metnað okkar í að vera helst aldrei sammála um nokkurn skapaðan hlut á yfirborðinu en þróuðum með okk- ur sérstaka þrætubókarlist þar sem allt gat orðið okkur að yrkisefni. Hrepparígur af öllu tagi var vinsælt umfjöllunarefni, pólitíkin fékk sinn skerf og yfirleitt hvert það dæg- urmál sem efst var á baugi í þjóð- félagsumræðunni hverju sinni. Þú hafðir þann skemmtilega eiginleika að geta séð nýjar og óvenjulegar hliðar á málum og varst ófeiminn við að draga þær fram. Þannig gát- um við setið á kaffistofunni í Furu- völlunum og þráttað tímunum sam- an og mikið á ég eftir að sakna þessara stunda. Ekki má þó skilja þetta þannig að við höfum sífellt verið að rífast því það gerðum við aldrei. Undirtónninn var líka stund- um alvarlegri en virtist við fyrstu sýn.Til að vera fullkomlega trúr þessum samskiptamáta okkar þá ætti ég auðvitað að nota þetta tæki- færi til að skamma þig fyrir að hlaupast frá hálfkláruðu verki. Minna þig á að þú áttir t.d. eftir að koma til að taka út hjá mér hellu- lögnina eins og þú varst búinn að lofa enda varstu óspar á að upplýsa mig um sérþekkingu þína á þessu sviði. Um hugann þjóta ótal skemmti- leg minningarbrot varðandi það sem okkur fór á milli. Eftirminnileg er t.d. skipulagning hinnar miklu svað- ilfarar sl. haust þegar þú við þriðja mann náðir í gamla Land Roverinn suður yfir heiðar og fannst viðeig- andi að koma norður Sprengisand. Ég var svo heppinn að rekast á ykk- ur félagana á hálendinu ofan Eyja- fjarðar þegar þið áttuð tiltölulega skammt eftir til byggða. Mig minnir að það hafi verið eftir að olíutank- urinn fór að leka en áður en gír- stöngin brotnaði. Þarna varstu svo sannarlega í essinu þínu, enda ástæða til. Veðrið var eins og það getur best orðið og öræfin skörtuðu sínu fegursta með nýjum snjó á fjallatoppum. Þá munu mér seint líða úr minni sögurnar frá æsku- stöðvum þínum á Suðurlandi. Menn og málefni beinlínis lifnuðu við í meðförum þínum þannig að maður veltist um af hlátri. Þannig mun ég alltaf minnast þín og komast í gott skap. Áfallið var mikið þegar sjúkdóm- ur þinn greindist í lok nýliðins árs. Við vissum fljótlega að baráttan yrði erfið en ekki að við yrðum að kveðja þig svo fljótt. Þín verður víða sárt saknað en enginn hefur þó misst jafnmikið og Jóhanna og strákarnir þínir. Það er hjá þeim og öðrum aðstandendum sem hugur okkar er á þessum erfiðu tímum. Halldór Arinbjarnarson. Lífsklukka þín er hljóðnuð. Hvað það tekur mig sárt að lífi þínu skuli vera lokið, þú sem varst alltaf svo hress og kátur. Hver á nú að slá fyrir mig Big Ben klukkuna í Halakoti eða ein- hverjar klukkur úti í heimi? Hver gefur mér nú skemmtilegar bænir? Hver snýr núna öllu við á heimilinu eftir nokkurra daga heimsókn? Ekki verða fleiri lopahúfur og dúsk- ar hannaðir af okkur og ég sem gleymdi að sýna þér dúskaverk- smiðjuna mína sem tók við af Jóa. Elsku Simbi, það eru svo margar fallegar minningar sem ég á um þig og er svo þakklát fyrir í dag. Eins og allir dagar í Halakoti fyr- ir margt löngu. Saman í Vaglaskógi, saman á ljóðakvöldi, saman á heim- ili ykkar Jóhönnu í sumar og aftur saman í sumar í Eyjum á pysjuveið- um, svo að lokum saman fyrir þrem- ur vikum þegar við komum norður til ykkar. Takk fyrir allt þetta, takk fyrir að vera vinur minn og mágur. Að lokum sendi ég þér hljóða bæn. Elsku Jóhanna, Tryggvi, Helgi og Jói. Guð gefi að ykkur takist að vinna úr þessari miklu sorg sem á ykkur er lögð. Samúðarkveðjur sendi ég til allra þeirra sem létu sér annt um Sig- urbjörn Kristinsson frá Halakoti. Petra. „Ég færi þér slæmar fréttir, Bragi minn. Sigurbjörn bróðir dó í morgun.“ Með þessum orðum til- kynnti vinur minn, Helgi Kristins- son, mér andlát bróður síns, nán- asta vinar og samstarfsmanns fyrir réttri viku. Þótt ég hafi hálft í hvoru óttast að svona færi, kom fregnin illa við mig. Ég hélt alltaf í vonina um að Simbi gæti leiðrétt þá alvar- legu skekkju sem fram hafði komið í lífsbókinni hans aðeins nokkrum vikum áður. Hann ætlaði sér það og lagði sig allan fram. En þótt enginn hafi verið snjallari við að finna og leiðrétta skekkjur í bókhaldi en Simbi, reyndist þetta verkefni hon- um ofviða, aldrei þessu vant. Senni- lega er það Guð einn sem stemmir af bókhaldið hjá almættinu. Ég var svo lánsamur að fá að kenna við hlið þeirra bræðra, Simba og Helga, í rúman áratug hjá Tölvu- fræðslunni. Þeir voru einstaklega samstiga í öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur og tókst á skömmum tíma að byggja upp skóla í fremstu röð á sínu sviði hér á landi. Þótt þáttur Helga sé eflaust mestur í uppbyggingarstarfinu var hlutur Simba stór. Sérgrein hans var bók- færsla og hann lagði mikla áherslu á og ómælda vinnu í að færa kennslu í faginu sem næst raunveruleikanum. Liður í því var m.a. að útbúa kennsluefni sem svo sannarlega markaði tímamót. Námsefnið hans Simba hefur síðan verið í hávegum haft í nokkrum af virtari viðskipta- skólum landsins og er verðugur minnisvarði um snilli hans og atorkusemi. Hann er jafnframt ann- ar tveggja höfunda verkefna- og próftökukerfisins Salómons. Það snjalla forrit mun vafalaust létta mörgum kennurum og nemendum starfið á komandi árum. SIGURBJÖRN KRISTINSSON                                  !          " #$      !! "#$!    %  ! & '! ( "#$!'! ) "#! )   !* "#$!'! (   +,   ! ! "#$!   - ./(  !'! 0!0#! ' 0!0!0#!1     %     %     ))2 1 )3  &'    $   -!! . 4   $$ )'! 5 , 1 )   +!! 1 +!!    '!&    +!!  '! 6'    5 (    #!!    !0"# #$   4 1 7'!1 (       %       )3  2  )  4&"(0( 88   "!!          $  )   ! *  +& (0"#  .!   )! ( (  !,/'! !  ( ( )!'! ).*! ((!   (*! )!    !,/( ( ( 4 " !'!1       4  )  .$1 $#(0  " &&  88  .&"$,&  ( ,&  (        !     '    !  #""- .  *   /  0     1/  & ""#-22     , &'!1 3   &  %     %   3 -69  3) 3 - 22 0( :    ( ,&    0 *  4  5   !* ,'! 5  !*    ! & !'! +!! !*   ( '! 7 "# !*   (( 7!'! '$  # !*   (&( /'! !! !*'! )$ .! 1 2'  !! !*'! (*! !'   ' 0!0#!1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.