Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ FLUTTIR verða tveir píanókons- ertar eftir Maurice Ravel fyrir hlé en að því loknu leikur Sinfóníu- hljómsveitin Tilbrigði við frumsam- ið stef eftir Edward Elgar. Hljóm- sveitarstjóri er Rico Saccani en franski píanóleikarinn Philippe Cassard leikur sem fyrr segir ein- leik á tónleikunum og er kominn hingað til lands fyrir hvatningu hins fyrrnefnda. Cassard segir það mikilvægt að hafa góðan hljómsveitarstjóra þeg- ar vinstri handar konsertinn er annars vegar. „Það eru ekki allir hljómsveitarstjórar sem skilja þennan konsert. Rico Saccani er mjög líflegur hljómsveitarstjóri sem gæðir verkið ástríðu. Við höf- um leikið báða Ravel-konsertana saman áður, annars vegar í Búda- pest fyrir tveimur árum og hins vegar á Írlandi.“ Cass- ard bætir því við að samstarf- ið við Sinfóníuhljómsveitina hafi verið gott. „Þetta er góð hljómsveit og ég finn náin tengsl við hana. Þau fóru sér- staklega vel með annars vandmeðfarinn kafla í G-dúr konsertinum“. Píanóið er sólóhljóðfæri Cassard er búsettur í Par- ís. Hann nam píanóleik við Parísarkonservatoríið og við Tónlistarháskólann í Vínar- borg, þar sem kennarar hans voru Hans Graf og Eric Werba. Hann hefur starfað sem einleikari, meðleikari og þátttakandi í kammertónlist frá árinu 1985 og hefur komið fram með helstu hljómsveit- um Bretlandseyja, Þjóðar- hljómsveitum Frakklands og Ungverjalands auk þess sem hann hefur unnið með fjöl- mörgum þekktum hljómsveit- arstjórum. „Ég legg mikið upp úr samleik í mínu starfi. Píanóið er sólóhljóðfæri, og ég þarf á því að halda að deila tónlistinni með öðrum. Ég ferðast líka mikið og er það í raun hluti af minni til- veru og mínu starfi að kynnast nýj- um stöðum. Ég hafði t.d. ekki kom- ið til Íslands áður, og það var ótrúleg reynsla fyrir mig að sjá sól- ina skína á fjöllin í morgun. Þessi sérstaka vetrarbirta er alveg nýr heimur fyrir mér.“ Cassard segist hafa sérstakt dálæti á tónlist Ravel, en píanókonsertana sem fluttir verða í kvöld segir hann vera gíf- urlega ólíka. Fyrri konsertinn sem leikinn verður, þ.e. Konsert fyrir píanó og hljómsveit í G-dúr (1931) er að mati Cassard mjög opinn fyr- ir áhrifum frá nýja heiminum, Am- eríku. „Í fyrsta kaflanum má greina áhrif frá djasstónlist Gershwins. Annar kaflinn er í mínum huga til- einkaður tónskáldinu Gabriel Fauré, sem var kennari Ravel. Þetta er löng noktúrna, einstaklega ljúf og heillandi.“ Lokakaflinn lýsir að mati Cassard heimi fjölleika- hússins. „Það má líkt og sjá skissur og ímyndir úr málverkum Degas og Toulouse-Lautrec, af sirkusdýrum, fimleikafólki og trúðum í verkinu. Kaflinn er uppfullur af litum, ljós- geislum, deplum og óvæntum uppá- komum. Hann lýsir gleði og kæti sem er nokkuð óvenjulegt fyrir Ravel sem var fremur dimmur per- sónuleiki.“ Konsert fyrir vinstri hönd (1930) er að mati Cassard eitt af meist- araverkum Ravels, sem lýsir nokk- urs konar heimsendasýn. „E.t.v. má túlka píanóið sem fulltrúa lífsins sem hljómsveitin brýtur á bak aftur í atburðarás verksins. Þetta er ep- ískt hetjukvæði, harmleikur sem ristir djúpt. Í niðurlaginu tjáir pí- anóið einsemd mannsins og er það ekki síst undirstrikað með því að verkið er skrifað fyrir aðeins eina hönd. Verkið var reyndar samið sérstaklega fyrir pían- istann Paul Wittgenstein, sem missti aðra höndina í fyrri heimsstyrjöldinni, en ég held að Ravel hafi virkilega kannað hvernig hann gæti nýtt sér þessar forsendur.“ Þannig segir Cassard barátt- una milli píanósins og hljóm- sveitarinnar vera ójafna bar- áttu, og aðeins sjaldan nær blíð og hlý tjáning píanósins í gegn. Hljómsveitin sigrar í lokin og því er þetta mikill harmleikur,“ segir Cassard. Um tónverk Edwards Elg- ars hefur mikið verið ritað frá því að það var frumflutt árið 1899. Þar hafa menn velt fyrir sér hinni miklu ráðgátu sem tónskáldið fól í verkinu. Elg- ar skrifaði torræða klausu í efnisskrána að frumflutn- ingnum þar sem hann gaf í skyn að auk aðalstefsins væri falið í verkinu annað stef, og hafa fræðimenn varið löngum stundum í að reyna að greina það. Hollenski fræðimaður- inn Theodore van Houten hefur sett fram þá kenningu að stefið feli í sér óð til Bret- lands. Verkið er líklega jafn vinsælt og það er leyndardómsfullt og mun gestum Sinfóníutón- leikanna gefast kostur á að leita eftir stefinu dularfulla í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 og eru í rauðri tónleikaröð. Konsertinn tjáir einsemd mannsins Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verður m.a. fluttur Píanókonsert fyrir vinstri hönd eftir Ravel. Philippe Cassard er kominn hingað til lands til að leika með Sinfóníunni. Heiða Jóhannsdóttir tók hann tali. Philippe Cassard leikur Píanókonsert fyrir vinstri hönd með Sinfóníunni. Morgunblaðið/Golli DAVID Mamet er sennilega betur kunnur hér á landi sem kvikmynda- leikstjóri og höfundur kvikmynda- handrita en sem leikskáld. A.m.k. má fullyrða að fjöldi þeirra sem hafa séð verk hans í kvikmyndahúsum og sjónvarpi er margfaldur á við þá sem notið hafa leikverka hans í út- varpi og á leiksviði. Nú eru einmitt nýhafnar sýningar á myndinni Hannibal, en Mamet skrifað handrit þeirrar myndar ásamt Steve Zaill- ian. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit hans, Oleönnu, í leikstjórn Þórhalls Sig- urðssonar árið 1995. Þá skrifaði Árni Ibsen leikritahöfundur grein um Mamet í leikskrá, en hann er einmitt þýðandi leikritsins sem hér er til umfjöllunar. Auk þess var árið 1996 frumflutt í útvarpi leikritið Tilbrigði við önd eftir Mamet í leikstjórn Sig- ríðar M. Guðmundsdóttur en það var endurflutt sl. laugardag og verð- ur endurtekið í kvöld, fimmtudags- kvöld. Það verk er með elstu leik- ritum Mamets, var fyrst sýnt 1974, og eins ólíkt nýjasta verki hans, handriti myndarinnar um Hannibal mannætu, og hægt er að ímynda sér. Björn Gunnlaugsson er að skapa sér nafn hér á landi sem leikstjóri. Fyrr í vetur var á fjölunum verk í leikstjórn hans, Dóttir skáldsins eft- ir Svein Einarsson og hann er að- stoðarleikstjóri Ian McElhinneys í sýningu Þjóðleikhússins Með fulla vasa af grjóti sem gengur þar fyrir fullu húsi. Auk þessa er Björn mik- ilvirkur leikstjóri áhugamannasýn- inga. Hann leikstýrir hér Völu Þórs- dóttur, sem hann hefur unnið með áður í sýningum The Icelandic Take Away Theatre, og Sigurði Skúlasyni, sem landsmönnum er löngu kunnur fyrir starf sitt í Þjóðleikhúsinu. Endurfundir fjallar um feðgin sem hittast í fyrsta skipti eftir tveggja áratuga aðskilnað. Sam- skipti þeirra eru vandræðaleg; skap- gerðarbrestir föðurins sem urðu valdir að skilnaði hans og móður stúlkunnar standa enn í vegi fyrir að þau nái saman. Helstu kostir verks- ins eru hvernig viðteknar klisjur um langþráða endurfundi eru brotnar niður hver af annarri – í stað þess að fallast í faðma árétta feðginin sífellt hvað það er sem aðskilur þau enda gera þau sér fulla grein fyrir að þau eiga litla sem enga von um að mynda heilbrigt tilfinningasamband. Þær vonir sem þau hafa gert sér byggð- ust á fjarlægðinni á milli þeirra, en þrátt fyrir að vera öll af vilja gerð þá hafa þau lítið nálgast hvort annað við lok verksins. Hin táknræna gjöf föðurins gefur samt von um að úr muni rætast með tíð og tíma. Verkið er ekki samfelldur texti heldur er nýr kafli markaður með píanóhljómi. Þetta form dregur kraftinn úr verkinu; það hefði verið mun áhugaverðara að tengja hlut- ana betur saman, láta eitt leiða af öðru í samtali feðginanna og fá meira áberandi ris og hnig í verkið. Aftur á móti ýtir formið undir hve nálægt raunveruleikanum höfundur kemst í þessu verki, hér er um dauð- venjulegan atburð að ræða sem markar engin tímamót í lífi persón- anna. Ástæðan sem liggur að baki þeirri ákvörðun dótturinnar að leita föður sinn uppi er að hún er nú í sömu sporum og foreldrar hennar stóðu endur fyrir löngu, hún óttast að skilnaður foreldranna hafi haft óafmáanleg áhrif á hana og hún sé ófær um að elska eiginmann sinn þar sem hún hafi erft lyndiseinkunn hins brokkgenga föður síns. Eigin- maður hennar, Jerry, og móðir hennar eru alltaf feðginunum efst í huga og Bernie sér sig greinilega í sporum tengdasonar síns. Verkið er því umfram allt raunsætt í vonleysi sínu og Árni Ibsen nær góðum tök- um á að íslenska orðfæri persóna Mamets með málsniði sem er um- fram allt trúverðugt. Sigurður Skúlason nær vel að túlka sársaukablandinn gorgeirinn sem einkennir persónu Bernies enda á góðri leið með að verða einn af áhugaverðustu leikurum okkar sem komnir eru af léttasta skeiði. Völu Þórsdóttur tekst einnig vel upp við að miðla óþreyju, vonbrigðum og væntingum hinnar yfirgefnu dóttur. Björn Gunnlaugsson hefur skilað vandaðri leikstjórn á rislitlu verki. Fjarlæg feðgin LEIKLIST Ú t v a r p s l e i k h ú s i ð Höfundur: David Mamet. Þýðing: Árni Ibsen. Leikstjórn: Björn Gunn- laugsson. Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson. Leikarar: Sigurður Skúlason og Vala Þórsdóttir. Frum- flutt laugardag 17. febrúar; end- urtekið fimmtudag 22. febrúar. ENDURFUNDIR Sveinn Haraldsson BÓKAÚTGÁFAN Iðunn efnir til smásagna- samkeppni fyrir börn á aldrinum tólf til fjórtán ára (f. 1987–1989). „Útgáfunni fannst til- valið að helga efni sagn- anna draugum og öðrum forynjum til að svara mik- illi eftirspurn þessa aldurs- hóps eftir hrollköldum spennusögum af ýmsu tagi,“ segir Kristín Birg- isdóttir, barnabókaritstjóri Iðunnar. Í byrjun febrúar sendi Ið- unn upplýsingar um sam- keppnina í alla grunnskóla landsins ásamt mynd- skreyttu veggspjaldi eftir Brian Pilkington. Skólastjórnendur voru beðnir um að gefa áhuga- sömum nemendum tæki- færi til að skrifa smásögu í skólanum og nýta sér tölvu- kostinn þar. Bestu handritin gefin út í bók „Margir íslenskukennarar sáu sér leik á borði og hafa notað sam- keppnina í ritgerðarverkefni, þar sem nemendur geta leyft sköp- unargleðinni að blómstra,“ segir Kristín. Sagan þarf að vera í tölvutæku formi og sendist á netfangið draug- ar@idunn.is. Hámarkslengd er 10 bls. og skilafrestur er til 15. mars. Eftir yfirlestur verður valið úr handritum og þau bestu sett saman í „skelfilega“ – myndskreytta bók sem kemur út á haustdögum. Þeir sem fá sögu sína útgefna fá greidd ritlaun en allir sem taka þátt í samkeppninni fá viðurkenn- ingarskjal. Merkja þarf söguna með nafni höfundar, kennitölu, heimilisfangi og símanúmeri. Samkeppni um spennusögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.