Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 23
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 23 LOÐNUFRYSTING á Japans- markað hófst á ný á Akranesi, í Grindavík og Vestmannaeyjum í gær, en vinnslustöðvarnar á Aust- fjörðum halda enn í vonina. Japans- markaður tekur við um 30.000 tonn- um af loðnu og ætla Norðmenn sér að selja 20.000 tonn. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur samið um sölu á a.m.k. 5.000 tonnum og SÍF hefur gert rammasamning um sölu á 6.000 til 7.000 tonnum, en ekki er út- lit fyrir að það náist að frysta upp í samninga. Í fyrra fóru um 4.600 tonn af Íslandsloðnu til Japans og var það minna en árin þar á undan. Víkingur AK, sem er aflahæsta skipið á vertíðinni, var kominn með um 26.300 tonn, en bætti við um 1.400 tonnum í gærmorgun og var gert ráð fyrir að um 150 tonn yrðu fryst á Japansmarkað. „Þetta er besta loðna sem ég hef séð hingað til, 6% áta, 46 til 47 stykki í kílóinu og hrognafyllingin tæplega 23%,“ segir Ágúst Sveinsson, verkstjóri í loðnu- frystingunni hjá Haraldi Böðvars- syni hf. á Akranesi, en HB hefur tek- ið við um 27.500 tonnum af loðnu á vertíðinni. Hann segir að loðnan úr Víkingi sé líka alveg ný, hafi veiðst í 21 mílu fjarlægð frá Akranesi og sé kjörin á Japansmarkað. Um 150 tonn hafa verið fryst hjá HB fyrir Japani á vertíðinni. „Það hefur ekki verið hæf loðna fyrr en nú á þessari vertíð og reyndar lengur, því í fyrra var engin loðna góð, eintóm smá- loðna,“ segir Ágúst. Fyrsta frystingin í þrjú ár Ekki var fryst á Japansmarkað í Grindavík í þrjú ár fyrir yfirstand- andi vertíð en í gær hófst frysting hjá Samherja hf. Fiskimjöli og lýsi hf. í Grindavík, þegar Seley SU land- aði 700 tonnum og haldið var áfram að vinna úr ámóta miklu magni sem Oddeyrin EA kom með. „Þetta er svona nudd,“ segir Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri, og ráðgerir að um 100 til 150 tonn náist úr aflanum en áður var búið að frysta um 150 tonn á Jap- ansmarkað. „Átan hefur hrellt okkur en þetta lítur ekki illa út,“ segir Ósk- ar. Um 30.000 tonnum af loðnu hefur verið landað í Grindavík til þessa. Mest fryst í Eyjum Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyj- um hefur móttekið um 22.000 tonn af loðnu á vertíðinni og hafa um 400 tonn verið fryst á Japansmarkað síð- an á föstudag en um 1.000 tonn á Rússlandsmarkað. „Þetta hefur gengið upp og ofan,“ segir Þorsteinn Magnússon, framleiðslustjóri hjá Vinnslustöðinni. „Áta hefur truflað okkur og eins hefur loðnan verið misjöfn.“ Í fyrra frysti Vinnslustöðin um 1.000 tonn á Japan og um 600 tonn árið þar áður. Heimaey VE kom með um 500 tonn af loðnu til Vestmannaeyja í gærmorgun og Harpa VE var með um 900 tonn. Jón Ólafur Svansson, framleiðslustjóri hjá Ísfélagi Vest- mannaeyja hf., gerir ráð fyrir að það náist að frysta um 100 til 150 tonn af þessu á Japan en áður var búið að frysta um 200 tonn af loðnu á Jap- ansmarkað hjá Ísfélaginu. „Það hef- ur ekkert gengið hjá okkur að frysta. Þegar brælunni linnti á fimmtudag- inn stóð mikið til enda loðnan góð og stór en við vorum ekki fyrr komnir af stað þegar kom áta í hana og hún hefur verið að hrekkja okkur und- anfarna daga.“ Jón Ólafur segir að átan sé á und- anhaldi og þess vegna megi gera ráð fyrir að hægt verði að frysta í örfáa daga í viðbót en 23% hrognafylling sé merki um að þessu fari að linna. „Við erum á síðasta snúningi nema eitthvað nýtt gefi sig til fyrir aust- an,“ segir hann, en Ísfélagið hefur fengið samtals um 17.500 tonn á ver- tíðinni. Austfirðingar halda í vonina Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur móttekið tæplega 42.000 tonn af loðnu á vertíðinni. Þar hafa verið fryst milli 1.000 og 2.000 tonn á Jap- ansmarkað á ári en ekkert hefur ver- ið fryst á þann markað á yfirstand- andi vertíð. Hins vegar hafa um 6.000 tonn verið fryst á Rússlands- markað. „Við höldum í vonina,“ segir Jón Gunnar Sigurjónsson, verkstjóri í frystingunni, og vísar til þess að fyrir austan trúi menn að loðnan byrji að veiðast á ný fyrir austan eft- ir daginn í dag. „Þetta ástand er allt annað en við eigum að venjast en það fer að styttast í að farið verður að frysta hrogn úr þessu sem fæst þarna fyrir vestan. Það er varla nema vika í það og þá er þetta bara búið komi ekki annað til.“ Súlan EA landaði um 700 til 800 tonnum í Neskaupstað í gær en á undan henni kom Börkur NK með um 1.700 tonn og Beitir NK með um 1.100 tonn. „Ég tók það skásta af þeim og frysti um 400 tonn á Rúss- landsmarkað,“ segir Jón Gunnar. Mest hefur verið landað af loðnu hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. á vertíðinni, um 43.000 tonnum, en þar hefur ekkert verið fryst á Japans- markað og aðeins um 1.300 tonn á Rússlandsmarkað, að sögn Elfars Aðalsteinssonar forstjóra. Í fyrra voru fryst tæplega 700 tonn á Jap- ansmarkað og var gert ráð fyrir svipuðu magni í ár. „Það eru mikil vonbrigði að geta ekki fryst,“ segir Elfar. Hann segir ennfremur að áætlunin gangi ekki eftir nema eitt- hvað mikið breytist og hægt verði að veiða átulausa loðnu austan megin. „Við bíðum enn eftir að hún gangi upp á grunnið hérna.“ Fjögur skip hafa aflað yfir 20.000 tonn á vertíðinni. Víkingur, Örn KE sem er kominn með um 23.700 tonn, Sigurður VE, sem er kominn með um 22.000 tonn, og Hólmaborg SU, sem hafði landað samtals tæplega 21.000 tonni í gær. Byrjað að frysta á Japansmarkað á ný             ! "#   # $ %   "&" '()' * # '+$,) (-.% / 01 11 + 2 -$$2"  ) # ! %    3  . ' ) $  " '+$"% 3! ""   . % '))( 4"%"   "  5 + '& !  # 3  $  #" '$/'  )+ 6   )2 "  7 )( # . 40 8  "  9  :  /9   / )$  ." ))'11    9 5/    9  ,) ( & / $  && ,) $ 1 6! & (()) 9 '))6"%" ;  )5)+    < + ))$   ." + ) = "%>"&# %> #">" 1 # ># "1>% 1>& "  1>1"9  "%> & >11 > 9 >  1> &9 "%>99 " > 9 %>& >11 >11 >1  "9> " 1>%#  >1& 9> " ">1  %>"% "1>%% #>%1" "9>" " ">#& " > " >&1" "%>1" #>9#9 9> 1 "">9"" 1 >1& " ># %> 9& 1>"1% ##>%1 &>1"  9> 11    9 9> "9 ?&>%"1 9 9> ?1>1"9 #> #>  ? &9 ? >1 > ?9>#& 1> &9  >  ?#>% > ">%"1 ? >  ? 9> ?9> 19 ? >%% ? > ? 1>&9" ?#>1 >&& ?9> ?1 >&& 1> " >& 9>#& ># " >#1% %> #">" 1 # ># ">#% 1>& " 9>  #> #">& & >11 > 9 >  1> "#>19 " > 9 %>& >11 9>## >1 1> &9 "9> " 1>%#  >1& %> " > > "">"" "">%%% #>%1" >" " ">#& " > " >&1" " >#1 >9&% 9> 1 >9"" " > 9% "">%%1 %> 9& >" ">%1 &>" >&& 9> 11 1> " >& 9>#& 9 %>%## > %1 1>%%& " >&& " ># >"& > #9 %> %"   "#>&"1 >## %>1 9>1 9" >  >91 #>1 %>9  >## ">9&# >9   > 9# >"1 ">#" >#1 9>&&% >1 9 ">&#1 &>#"% >  1>  #> "" &>9"  >&&"  %> % ">"% >%# 9> " >9" > #  "> 9 >1 # #>1& >&" 1&> #" >  1> % >1#% >"# 1> " %> "1 ? > %"  #> %>1# 1>9& &>&# 9>  #> &1 ">9# %>""9 >  >%% 9>## >"  ># ">9" 1>%#  ># 1 ">99 1>"# #> 1 #>11 &>9 >"9 ">99# %>&  >#  9> " #>1&% >9&% >#&1 >9"" >%%9 > %% &>" >9&# 9>" 9 >99 >&& >& 9>#& 9>"" >  # ">9             )   @))    / )) + ) )> . ( > /> )> .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.