Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.03.2001, Blaðsíða 19
LANDIÐ Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila  30/50/100/120/200 eða 300 lítra  Blöndunar- og öryggisloki fylgir  20% orkusparnaður  Hagstætt verð ISO 90 02 Frábæ r endi ng! Ólafsvík - Samningur um rekstur þjónustuvers samgöngumála fyrir Snæfellsnes var undirritaður á þriðjudaginn sl. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd samgöngu- ráðuneytisins og stofnana þess og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, fyrir hönd sveitar- félagsins. Athöfnin fór fram í húsi Vegagerðarinnar í Ólafsvík þar sem þjónustuverið verður staðsett. Um er að ræða samstarfsverk- efni samgönguráðuneytisins, Vega- gerðarinnar, Flugmálastjórnar Ís- lands, Siglingastofnunar Íslands og sveitarfélagsins Snæfellsbæjar. Samningsaðilar líta á verkefnið sem tilrauna- og þróunarverkefni og gildir samningurinn til ársloka 2002. Með samningnum verður starfsemi þessara stofnana á Snæ- fellsnesi rekin undir sama hatti, þjónustuveri samgöngumála með aðsetur í Ólafsvík. Verkefnið gerir samningsaðilum kleift að samnýta tækjakost og starfskrafta ásamt því að bæta þjónustu og tryggja öryggi þjónustunnar, eins og segir í fréttatilkynningu. Eitt nýtt starf verður til við þessa breytingu en það er starf forstöðumanns þjónustuversins sem hefur yfirumsjón með starf- seminni. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði að með stofnun þjónustuversins væri ráðuneytið að sýna vilja sinn í verki með að færa verkefni af höfðuðborgar- svæðinu út á land. Ráðherra vísaði þar m.a. til bréfs frá því í sept- ember 1999 sem hann skrifaði til undirstofnana ráðuneytisins um að leita skyldi leiða til að flytja störf út á landsbyggðina. Sturla sagði jafnframt að með þessu tilraunaverkefni væri farin ný leið í samskiptum ríkis og sveit- arfélaga sem hefði það markmið að treysta starfsemi stofnana ríkisins á landsbyggðinni og bæta þjón- ustuna við íbúana. Kristinn Jón- asson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sagði að hér væri um afar spenn- andi verkefni að ræða. ,,Ef verk- efnið gengur vel vonumst við til að geta tekið að okkur fleiri verkefni fyrir ríkið en mestu skiptir auðvit- að að með þessum samningi er verið að bæta þjónustuna við íbúa sveitarfélagsins og fjölga störfum, sagði Kristinn ennfremur. Hann telur að verkefnið geti orðið öðrum sveitarfélögum mikilvægt fordæmi. Í stjórn þessa nýja þjónustuvers verða þrír menn, einn frá sam- gönguráðuneyti, einn frá Vega- gerðinni og einn frá Snæfellsbæ. Við undirritun samningsins voru mættir, auk samgönguráðherra og bæjarstjórans í Snæfellsbæ, fulltrúar allra samningsaðila, Þor- geir Pálsson flugmálastjóri, Her- mann Guðjónsson, forstjóri Sigl- ingastofnunar, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri. Þá voru einnig við- staddir athöfnina starfsmenn hins nýja þjónustuvers og bæjarstjórn- arfólk úr Snæfellsbæ. Tilraunaverkefni samgönguráðuneytis og Snæfellsbæjar Sameinast um rekstur þjón- ustuvers samgöngumála Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir Frá undirritun samstarfssamningsins. F.v. Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, Þor- geir Pálsson flugmálastjóri, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofnunar. Þumalína, Pósthússtræti 13 Meðgöngufatnaður til hvunndags og spari. Póstsendum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.