Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 19

Morgunblaðið - 01.03.2001, Page 19
LANDIÐ Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila  30/50/100/120/200 eða 300 lítra  Blöndunar- og öryggisloki fylgir  20% orkusparnaður  Hagstætt verð ISO 90 02 Frábæ r endi ng! Ólafsvík - Samningur um rekstur þjónustuvers samgöngumála fyrir Snæfellsnes var undirritaður á þriðjudaginn sl. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd samgöngu- ráðuneytisins og stofnana þess og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, fyrir hönd sveitar- félagsins. Athöfnin fór fram í húsi Vegagerðarinnar í Ólafsvík þar sem þjónustuverið verður staðsett. Um er að ræða samstarfsverk- efni samgönguráðuneytisins, Vega- gerðarinnar, Flugmálastjórnar Ís- lands, Siglingastofnunar Íslands og sveitarfélagsins Snæfellsbæjar. Samningsaðilar líta á verkefnið sem tilrauna- og þróunarverkefni og gildir samningurinn til ársloka 2002. Með samningnum verður starfsemi þessara stofnana á Snæ- fellsnesi rekin undir sama hatti, þjónustuveri samgöngumála með aðsetur í Ólafsvík. Verkefnið gerir samningsaðilum kleift að samnýta tækjakost og starfskrafta ásamt því að bæta þjónustu og tryggja öryggi þjónustunnar, eins og segir í fréttatilkynningu. Eitt nýtt starf verður til við þessa breytingu en það er starf forstöðumanns þjónustuversins sem hefur yfirumsjón með starf- seminni. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði að með stofnun þjónustuversins væri ráðuneytið að sýna vilja sinn í verki með að færa verkefni af höfðuðborgar- svæðinu út á land. Ráðherra vísaði þar m.a. til bréfs frá því í sept- ember 1999 sem hann skrifaði til undirstofnana ráðuneytisins um að leita skyldi leiða til að flytja störf út á landsbyggðina. Sturla sagði jafnframt að með þessu tilraunaverkefni væri farin ný leið í samskiptum ríkis og sveit- arfélaga sem hefði það markmið að treysta starfsemi stofnana ríkisins á landsbyggðinni og bæta þjón- ustuna við íbúana. Kristinn Jón- asson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sagði að hér væri um afar spenn- andi verkefni að ræða. ,,Ef verk- efnið gengur vel vonumst við til að geta tekið að okkur fleiri verkefni fyrir ríkið en mestu skiptir auðvit- að að með þessum samningi er verið að bæta þjónustuna við íbúa sveitarfélagsins og fjölga störfum, sagði Kristinn ennfremur. Hann telur að verkefnið geti orðið öðrum sveitarfélögum mikilvægt fordæmi. Í stjórn þessa nýja þjónustuvers verða þrír menn, einn frá sam- gönguráðuneyti, einn frá Vega- gerðinni og einn frá Snæfellsbæ. Við undirritun samningsins voru mættir, auk samgönguráðherra og bæjarstjórans í Snæfellsbæ, fulltrúar allra samningsaðila, Þor- geir Pálsson flugmálastjóri, Her- mann Guðjónsson, forstjóri Sigl- ingastofnunar, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri. Þá voru einnig við- staddir athöfnina starfsmenn hins nýja þjónustuvers og bæjarstjórn- arfólk úr Snæfellsbæ. Tilraunaverkefni samgönguráðuneytis og Snæfellsbæjar Sameinast um rekstur þjón- ustuvers samgöngumála Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir Frá undirritun samstarfssamningsins. F.v. Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, Þor- geir Pálsson flugmálastjóri, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæ- fellsbæ, Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri og Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofnunar. Þumalína, Pósthússtræti 13 Meðgöngufatnaður til hvunndags og spari. Póstsendum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2001 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.